Morgunblaðið - 19.10.1990, Side 40
u
40
oeer aaaöTxo^er flúOAQUTáöa QidAJaviuoaoM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990
Minning:
Haraldur Sæmunds
son, rafvirki
Fæddur 18. maí 1911
Dáinn 13. október 1990
Kallið er komið,
komin er nú stundin
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
(V. Briem)
Já, alltaf er stundin viðkvæm
þegar góður vinur og félagi er
kvaddur hinstu kveðju. Og þetta
kall kom varla fyrr en búist var
við. Haraldur var búinn að vera
sjúklingur á annað ár, oftast í
sjúkrahúsi.
Haraldur Sæmundsson fæddist
18. maí 1911, borinn og barnfædd-
ur Reykvíkingur. Foreldrar hans
voru Sæmundur Runólfsson kennd-
ur við bæinn Selsund í Rangárvalla-
sýslu og kona hans Guðríður Otta-
dóttir ættuð frá Kúludalsá í Innra-
Akraneshreppi.
Sem ungur maður, nýkominn til
Reykjavíkur, vann Sæmundur al-
menna byggingarvinnu, m.a. vann
hann við byggingu Laugarnesspít-
alans (einnig nefndur Holdsveikra-
spítali) en réðst brátt til Rafmagns-
veitna Reykjavíkur til innheimtu-
starfa. Var það hans ævistarf svo
lengi sem heilsan leyfði. Hann var
gleðimaður mikill, hafði fallega
söngrödd og söng með Karlakór
KFUM, síðar Fóstbræðrum.
Haraldur var elstur fjögurra
barna þeirra hjóna. Systkini hans
eru: Runólfur forstjóri Blossa hf.,
Otti, þekktur sem blaðasali en rekur
nú Hjólbarðavinnustofu Otta, Skip-
holti 5, og Sigríður, ekkja eftir
Árna Árnason sjómann, hann lést
1940. Öll eru þau búsett í
Reykjavík.
Haraldur kvæntist 4. nóvember
1933 Hólmfríði Jónu Ingvarsdóttur
Benedjktssonar skipstjóra og konu
hans Ásdísar G.S. Jónsdóttur Odds-
sonar. Hólmfríður átti lengi við
vanheilsu að stríða og andaðist á
nýjársdag 1983. Tvær dætur eign-
uðust þau Haraldur og Hólmfríður:
Ásdísi, gifta Þorvaldi Ragnarssyni
bifreiðastjóra hjá forsetaembætt-
inu, og Asthildi Ingu, gifta Haf-
steini J. Reykjalín forstjóra Ryð-
varnarskálans. Barnabörn eru 6 og
barnabarnabörn eru 4.
Haraldur var rafvirki að mennt.
Hann hóf störf hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur í byrjun árs 1926.
Hann lauk námi með sveinsprófi
1934 og hlaut meistararéttindi
1939. Hann hafði lengi eftirlit með
og yfirleit rafmagnsteikningar, sem
húsbyggjendur lögðu inn til Raf-
veitunnar til samþykktar. Einnig
hafði hann á hendi tengingar skipa
við rafmagn í landi þegar þau komu
til hafnar í Reykjavík. Hann gerði
og nokkuð af þvi að teikna raf-
lagnateikningar fyrir nýbyggingar.
Þótti hann góður fagmaður enda
vann hann hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur til 1. júlí 1976 að hann
lét af störfum eftir rúmlega 50 ára
þjónustu.
•Haraldur hafði ánægju af mann-
fundum og 1941 gekk hann í Odd-
fellowregluna, st. nr. 3, Hallveigu.
Þegar st. nr. 11, Þorgeir, var stofn-
uð 1964 gerðist hann einn af stofn-
endum hennar og starfaði þar af
kostgæfni meðan heilsan leyfði og
mat stúkan það að verðleikum.
Við Þorgeirsbræður söknum góðs
félaga og ánægjulegra samfunda
við hann og hans fólk. Hann var
ávallt gamansamur, hnyttinn í svör-
um og kom skemmtilega fyrir sig
orði.
Við sendum dætrum Haraldar,
systkinum hans og öðrum aðstand-
endum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning hans.
Erlingur Dagsson
Halli á Karlagötunni var gleði-
gjafinn í fjölskyldunni. Hann var
mikill atgjörvismaður og potturinn
og pannan í frægu sundknattleiks-
liði sem fór á Ólympíuleikana í
Berlín 1936. Halli fór þó hvergi því
að hann var að byggja sér hús, á
Karlagötu 1. Byijaði hússmíðina í
maí og kláraði í október sama ár,
hrært á bretti og híft upp í fötum.
Nokkrum árum seinna fæddist svo
undirritaður í húsinu. Sautján ára
að aldri byijaði Halli rafvirkjanám
og vann yfir fimmtíu ár hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur, hann
teiknaði líka raflagnir { ótal hús í
Reykjavík og einu sinni sagði hann
mér að hann hefði verið svo blank-
ur á hússmíðaárunum, að hann
hefði farið landið á enda fyrir eina
krónu.
Pabbi Halla, Sæmundur Runólfs-
son, vann líka hjá Rafmagnsveit-
unni, alveg fram yfir sjötíu og fímm
ára aldurinn og söng í karlakórnum
Fóstbræðrum og í Dómkirkjukórn-
um samfleytt í yfir hálfa öld. Halli
var mikið snyrtimenni og ítrekaði
það oft við mig að pabbi hefði aldr-
ei farið í kolageymsluna nema með
hvíta hanska. Halli var giftur yndis-
legri konu, Hólmfríði Jónu, sem lést
fyrir nokkrum árum, og áttu þau
sumarbústað í Kópavogi. Varð sú
staðsetning sumarbústaðarins til-
efni ýmissa athugasemda í fjöl-
skyldunni. Halli og Jóna eiga tvær
dætur sem mjög þóttu bera af und-
irrituðum. Ásdís dansaði svo vel á
Röðli að allir strákar í Reykjavík
voru skotnir í henni og Inga var
ballettstjarna í Þjóðleikhúsinu. Eftir
ítrekaðar tilraunir að fara í splitt á
stofugólfinu á Karlagötunni, var
mér bent á að snúa mér að ein-
hveiju öðru. Ásdís starfar í forsæt-
isráðuneytinu og er gift Þorvaldi
Ragnarssyni forsetabílstjóra. Eiga
þau þijár dætur. Ásthildur Inga er
gift Hafsteini Jóhannessyni í Ryð-
varnarskálanum og átti þijú börn
frá fyrra hjónabandi, en missti son
í hræðiiegu slysi í Kópavogi.
Systkini Halla eru Runólfur í
Blossa, kvæntur Nönnu Halldórs-
dóttur, systur Sigfúsar tónskálds
og eru þeirra synir Logi í Blossa,
Daði hjá Mosfellsbæ, pabbi Rikka
yngri knattspyrnusnillings, og Hall-
dór Bjöm listfræðingur, forstoðu-
maður Listasafnsins í Sveaborg.
Annar bróðir er Otti forstjóri, Skip-
holti 5, fyrrum kunnur blaðasali hér
í bæ, kvæntur Ástu Sigríði Magnús-
dóttur og eiga þau fjórar dætur.
Yngst er Sigríður, giftist Árna
Árnasyni sjómanni, en hann lést
fyrir allmörgum árum og áttu þau
fjögur börn.
Við Vigdís vottum okkar dýpstu
samúð. Heklublóð Lækjarbotnaætt-
arinnar grætur sinn góða frænda.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Haraldi sem tengdaföður fyrir
um það bil tíu árum. Þá var hann
kominn á eftirlaun hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur, en þó nokkuð
hraustur, þrekmikill og fullur af
eldmóði og hugmyndum, átti svo
margt eftir ógert að hvergi hrökk
dagurinn til. Endalaus verkefni og
skipulagning hvað hann ætlaði að
gera á morgun, ef Guð lofar, eins
og hann sagði.
Þar sem ég horfði á þennan sí-
vinnandi mann hlúa að blómum,
plöntum og tijám á landareign sinni
frá Þinghólsbraut og niður að sjó,
varð mér oft hugsað til þess sama
manns er hann var á sínum betri
árum og réðst í að kaupa þetta land,
þá af Búnaðarfélagi Islands 1942.
Hversu stórhuga hann var og fram-
sýnn að festa kaup á landspildu, þá
í órafjarlægð frá Reykjavík og
byggja þar sumarbústað víðs fjarri
mannabyggð þá, berandi allt .efni á
bakinu frá Hafnarfjarðarvegi og
hreinsa gijótið úr landareigninni
með höndunum en það gijót skipti
tugum tonna og ekki lét Haraldur
þar við sitja. Hann fór að sá fyrir
tijám af öllum tegundum sem hann
náði til, gróðursetti græðlinga og
hóf skógrækt á blettinum öllum
alveg niður að sjó. Að sjá þetta
vaxa og sjá hvað hægt er að gera,
gefur mér kraft til að halda áfram,
þetta eru allt börnin mín, sagði
hann. Gefur mér skjól og augna-
yndi. Haraldur hafði sterkan per-
sónuleika, var snyrtimenni mikið,
bar höfuðið hátt, skuldaði engum
neitt, var hrókur alls fagnaðar og
hafði skoðanir á öllum málum. Því
spunnust oft fjörugar umræður og
skoðanaskipti þar sem Haraldur var
meðal vina í hóp, og fylgdi hann
sinni sannfæringu svo langt sem
fært var. Af manni eins og Haraldi
verður bara til eitt eintak, sagði ég
eitt sinn. Ekki get ég sagt að við
höfum alltaf verið sammála en
óskaplega fannst okkur gott að
loknu dagsverki að ræða tíðindi
líðandi stundar og stjórnmál. Þar
voru báðir á heimavelli og gáfu sig
hvergi. Haraldur byggði ijölskyldu
sinni notalegt heimili á Karlagötu
1 sem og var hans vinnustaður í
frístundum en hann teiknaði yfir
1.500 raflagnir í hús hér á höfuð-
borgarsvæðinu. Nú, að loknu dags-
verki Haraldar á ég margs að minn-
ast frá okkar samskiptum sem voru
allt í senn virðing, þolinmæði og
traust.
Ég er að kveðja mann sem hafði
sterka réttlætiskennd og þoldi aldr-
ei að vera upp á aðra kominn. Fyr-
ir hans forsjá og bjartsýni nýt ég
þess nú að fá að halda áfram að
hlúa að tijám og plöntum hans á
hans unaðsreit ásamt afkomendum
sem munu halda merki hans á lofti
um ókomin ár. Við eigum honum
ómælt þakklæti að gjalda. Hafi
hann þökk fyrir allt.
Hafsteinn J. Reykjalín
+
Faðir okkar,
RAGNAR KRISTJÁNSSON,
andaðist á Landakotsspítala að kvöldi 17. október.
Sigurður Ragnarsson,
Jóhanna Ragnarsdóttir,
Unnur Ragnarsdóttir.
t
JÓN MARTEINN STEFÁNSSON,
Miðbraut 21,
Seltjarnarnesi,
lést á Landakotsspítala þann 17. október sl.
Margrét Hansen,
Stefán Bersi og Eria María,
Anna Stefánsdóttir,
Elín Stefánsdóttir Portas.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞÓRU GUÐMUNDU BJARNADÓTTUR,
H vanneyrarbraut 74,
Siglufirði.
Friðrik Friðriksson, Gerða Pálsdóttir,
Björg Friðriksdóttir, Sveinn Sveinsson,
Jóhannes Friðriksson, Kristin Baldursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KJARTAN BJÖRGVIN JÓNSSON
frá Hafnarhólmi,
Ásabraut 5, Keflavfk
sem andaðist á Landspítalanum þann 12. október, veröur jarð-
sunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 20. október kl. 10.30.
Þeim, sem vildu minnst hans, er vinsamlega bent á líknarstofnanir.
Sigríður Ingimundardóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
VALUR GÍSLASON
leikari,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 23. október
kl. 13.30.
Laufey Árnadóttir,
Valgerður Valsdóttir, Ingimundur Sigfússon,
Valur Valsson, Guðrún Sigurjónsdóttir,
Valur Ingimundarson, Sigfús Ingimundarson,
Ragnar Valsson.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ALBERTS ERLINGSSONAR
kaupmanns,
Grenimel 2.
Auður Albertsdóttir, Jón R. Steindórsson,
Kristín Erla Albertsdóttir, Gunnar Finnsson,
Erna Albertsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
HALLDÓRU J. GUÐMUNDSDÓTTUR,
Miðengi,
Grímsnesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkrahússins á Selfossi.
Helga Benediktsdóttir, Kristinn Guðmundsson,
Guðmundur Benediktsson, Auðbjörg Björnsdóttir,
Þórunn Sigurbergsdóttir,
og barnabörn.
+
Þökkum af alhug öllum þeim ótal mörgu, sem vottuðu okkur sam-
úð og styrk vegna fráfalls ástkærrar dóttur okkar og systur,
EVU MARÍU SÆVARSDÓTTUR,
Einarsnesi 44,
Reykjavík,
er lést af völdum slysfara 25. september.
Sérstakar þakkir til séra Sigfinns Þorleifssonar.
Guð blessi ykkur öll.
Sævar Þór Guðmundsson, Auður Aðalmundardóttir,
Aðalmundur M. Sævarsson, Guðmundur Þ. Sævarsson,
Lilja S. Sævarsdóttir.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og dótt-
ur,
INGIBJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR,
Hrísmóum 9,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir skulu færðar fyrir einstaka umönnun á deild
11-E á Landspítalanum.
Guðmundur H. Sigurðsson,
Elín Bragadóttir, Ólafur Geir Óskarsson,
Þórður Bragason, Haila Magnúsdóttir,
Aðalsteinn Ingi Ragnarsson,
Guðmundur Ingi GuðmundssonQskar Ólafsson,
Þórdfs Gunnlaugsdóttir.