Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990 41 Sigvaldi Kristins- son - Minningarorð Fæddur 2. ágúst 1917 Dáinn 9. október 1990 í dag verður jarðsettur frá Keflavíkurkirkju frændi minn, Sig- valdi Kristinsson, en hann lést þriðjudaginn 9unda október sl. Sigvaldi var fæddur að Syðra- Ósi á Höfðaströnd í Skagafirði 2. ágúst 1917, yngsta barn hjónanna Kristins Rögnvaldar Egilssonar og konu hans, Kristínar Rutar Jó- hannsdóttur, eldri voru faðir minn Johann Jakob, fæddur 5. júní 1904, hans kona var Guðleif Jóhannsdótt- ir en hún lést á síðasta ári. Sigríður Ingibjörg, fædd 25. ágúst 1905, bjó á Siglufirði, nú látin. Baldvin, fædd- ur 5. september 1906, drukknaði ungur í Vestmannaeyjum. Egill, fæddur 5. maí 1908, bjó á Siglu- firði, síðar í Reykjavík, nú látinn. Sigvaidi heitinn ólst upp hjá for- eldrum sínum á Syðra-Ósi, en ung- ur að aldri missir hann föður sinn og flyst þá með móður sinni til Siglufjarðar og bjuggu þau þar þar til móðir hans lést. Síðan bjó Sigvaldi um allmörg ár í Ytri-Njarðvík þar til árið 1964 að hann flyst á heimili mitt í Kefiavík, þar sem hann dvaldi síðan til æviloka. Það var hamingjudagur fyrir heimili okkar Lárusar og drengj- anna okkar þegar Sigvaldi föður- bróðir minn flutti til okkar. Á þeim 26 árum sem liðin eru hefur aldrei fallið skuggi á samveru okkar. Sigvaldi var þeirrar gerðar að allir sem honum kynntust hlutu að bera til hans hlýjan hug, honum var hógværð og tillitssemi við aðra í blóð borin, hans mesta ánægja var að gleðja aðra, þó einkum börn og þá sem minnimáttar voru. Hann var mjög barngóður og skapaðist mikil vinátta með honum og drengjunum okkar, einkum máttu þeir ekki hvor af öðrum sjá hann, og yngri Sig- valdi, þeir nafnarnir voru slíkir fé- lagar að þar komst ekkert kynsióða- bil nærri, samræður þeirra voru oft eins og jafnaldrar væru að spjalla saman, en ekki unglingur og sjötíu ára gamall maður. Sigvaldi giftist ekki og átti ekki böm, þó var það hans mesta gleði að umgangast börn og gleðja þau eins og kostur var, honum var það meira virði að stuðla að ánægju annarra heldur en hugsa um eigin hag. Starfsævi Sigvalda heitins var orðin löng, síðustu 33 árin starfaði hann á Keflavíkurflugvelli, lengst af hjá íslenskum aðalverktökum. Hann var vinsæll á vinnustað og hafði lilotið viðurkenningu frá vinnuveitendum sínum fyrir langt og gott starf. Þó Sigvaldi væri kom- inn á áttræðisaldur. þá vann hann fullan vinnudag, síðasta daginn í lífí sínu sinnti hann störfum sínum til loka vinnudagsins en var látinn klukkan 22 um kvöldið. Þó hann væri heilsuveili síðustu tólf árin þá kom ekki annað til greina hjá hon- um en sinna störfum sínum til hinstu stundar. Nú þegar Sigvaldi frændi minn er kvaddur í hinsta sinn er mér og fjölskyldunni efst í huga þakklæti fyrir samveruna við hann á liðnum árum, við söknum hans mikið og geymum minningu um kæran vin. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Blessuð sé minning hans. Kristín Rut Johanns- dóttir og fjölskylda. Með örfáum orðum vil ég minn- ast elskulegs frænda míns, Sigvalda Kristinssonar, sem lést 9. október sl. 73 ára að aldri. Sigvaldi var fæddur 2. ágúst 1917 og var hann bróðir Jóhanns Kristinssonar, sem er afi minn. Jóhann er nú einn eft- ir af þeim systkinum og dvelur nú á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Frá því ég man eftir Sigvalda hefur hann ávallt búið hjá Kristínu Rut og Lárusi og hafa þau búið honum gott heimili. Sigvaldi kom alltaf í heimsókn þegar ég bjó í foreldrahúsum _og þá aðallega á laugardöguin. Ég man það að við systkinin biðum alltaf eftir honum með eftirvæntingu því alltaf færði hann okkur nammi-og smá pening í vasann. Hann fylgdist vel með öllu og hafði áhuga á því að fylgj- ast með öllum. Avallt þegar hann kom í heimsókn spurði hann mig hvernig'mér'vegnaði í skólanum og í íþróttunum, því hann vissi að ég var öllum stundum uppi í íþrótta- húsi. Nú þegar ég er orðinn eldri og vaxinn upp úr því að fá pening í vasann og kominn með fjölskyldu, þá var Sigvaldi ekki að hætta við að færa smá pening því hann færði Guðmundi syni mínum alltaf pening í staðinn. . Það var alltaf gaman að heim- sækja Sigvalda í herbergið hjá Stínu og Lalla og mun ég sakna þess mikið að geta ekki kíkt inn til hans í herbergið í Eyjavöllum því hann var alltaf svo elskulegur og góður við mig. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég minn elskulega frænda og megi honum farnast vel yfir móð- una miklu. Guð veri með honum. Gísli Hlynur Jóhannsson Vængi í hæð að hefjast, sem háfleygt arnarkyn. Vængi loks er leiftra, við ljóssins hæsta skin. Vængi er þjóta án þreytu, en þiggja kyrrðar bið. Þá bjartir saman sveifiast í sælum himins frið. (Stgr. Th.) Enn er einn góðvinurinn lagður upp í sinn himneska leiðangur. Sig- valdi Kristinsson hefur kvatt okkur. Kom hann til vinnu sinnar á Keflavíkurflugvelli að morgni Minning: Anna Þ. Sveins- dóttir, Kirkjubæ Kveðja að norðan Þegar aldraðir vinir og vanda- menn kveðja þennan heim, erum við þakklát fyrir, ef þeir fá að halda sinni reisn, þar til þeir sofna hinum hinsta svefni. Skagfirðingurinn, Anna Þ. Sveinsdóttir, fyrrum prestsfrú að Kirkjubæ í Hróarstungu, varð bráðkvödd á Hrafnistu í Reykjavík 4. október sl. 96 ára að aldri. Anna fæddist að Skatastöðum í Austurdal 28. apríl 1894. Foreldrar hennar voru Sveinn Eiriksson og Þorbjörg Bjarnadóttir. Þau hjón eignuðust sex börn, Erling, f. 21. desember 1887, bjó á Ytri-Víðivöll- um í Fljótsdal, kvæntur Margréti Þorsteinsdóttur frá Aðalbóli. Þor- móð, f. 22. september 1889, skrif- stofumaður á Akureyri, kvæntur Björgu Stefánsdóttur frá Þórðar- stöðum í Fnjóskadal. Aldísi, f. 13. október 1890, lengi búsett á Akur- eyri, gift Kristni Jóhannssyni frá Miðsitju. Árna, f. 30. október 1892, bjó á Kálfsstöðum í Hjaltadal, kvæntur Sigurveigu Friðriksdóttur frá Reykjum. Önnu, f. 28. apríl 1894, bjó að Kirkjubæ á Hróars- tungu, og síðar í Reykjavík, gift séra Sigurjóni Jónssyni frá Háreks- stöðum á Jökuldal. Stefaníu Guð- rúnu, f. 29. júlí 1895, bjó í Eyhildar- holti í Hegranesi, gift Gísla Magn- ússyni frá Frostastöðum. ÓII voru þessi systkini miklum gáfum gædd. Anna lifði systkini sín öll, en þijú þeirra misti hún sama árið, 1977, Aldísi, Erling og Guð- rúnu. Þau tvö síðarnefndu dóu bæði í sömu vikunni. Það var henni þung raun, en hún var þá stödd hér hjá frændfólki sínu fyrir norðan. Anna missti móður sína er hún var aðeins fimm ára gömul. Skömmu áður var heimilið leyst upp, vegna vanheilsu móður henn- ar, og börnunum komið í fóstur. Anna fór að Bústöðum, næsta bæ við Skatastaði, til nöfnu sinnar Önnu Jónsdóttur og sonar hennar Tómasar Pálssonar. Þar leið henni vel og átti hún sitt heimili þar fram um tvítugt. Var hún ætíð talin sem ein af fjölskyldunni á Bústöðum. Sveinn faðir hennar lést árið 1939 og síðustu árin átti hann heimili hjá Guðrúnu og Gísla í Eyhildar- holti. Anna var bæði virðuleg og falleg kona og svo einstaklega sjálfstæð. Hún hélt vel sinni reisn og virtist í raun ekkert eldast. Frá henni staf- aði eitthvað svo gott, sem orð ná ekki að lýsa. Hún var stórgáfuð kona og hafði sínar ákveðnu skoð- anir. Það var bæði ánægjulegt og lærdómsríkt að hlusta á frásagnir hennar frá löngu liðnum tímum og fræðast af henni um ættfræði, jafn- framt því að ræða við hana um eilífðarmálin. Hún bjó yfir mikilli kímnigáfu og kom það glöggt fram í frásögnum hennar og samræðum. Við áttum því láni að fagna að hafa Önnu á heimili okkar nokkra daga á sumri hverju, mörg hin síðari ár. Það var jafn sjálfsagt, eins og að lóurnar koma á vorin, að Anna frænka kæmi er líða tæki á sumarið. Var það ætíð tilhlökkun- arefni, er hennar var von. Ilún dvaldi oft á Löngumýri en fram- lengdi svo dvöl sína í Skagafirðinum hjá vinum og vandamönnum. Var þriðjudags 9. október, hress og glaður eins og alltaf. Að vinnudegi loknum sveif hann inn í eilífðina. Hjartað hætti að slá. Sigvaldi var einn af þessum fáu vönduðu mönn- um sem skildu ekkert nema gott eftir sig. Ég var búinn að þekkja Sigvalda og vera honum samtímis fjölda mörg ár. Sigvaldi var mikið snyrtimenni og bauð af sér góðan þokka, einu orði sagt fallegur mað- ur. Sigvaldi var Skagfirðingur. Fæddur við Hofsós 2. ágúst 1917, nýlega orðinn 73 ára. Afkomandi Sigvalda skálds, sem var landskunn fyrir skáldskap. Sig- valdi bjó hjá ættingjum í Keflavík, bróðurdóttur sinni og hennar fjöl- skyldu. Sigvaldi var ókvæntur, en einn ættingja held ég að honum hafi þótt vænst um. Var það Sig- valdi Lárusson sonur bróðurdóttur hans, talaði hann oft um hann við mig, var auðheyrt að þar varVænt- umþykja. Sigvaldi taldi gæfu að hafa feng- ið að búa hjá jafnágætu fólki og hann var hjá. Sigvaldi var í vinnuflokki Kristins Gunnarssonar. Félagar hans kveðja hann með söknuði, en það er hugg- un að vita að heimkomu hlýtur hann góða. Ættingjum votta ég samúð mína. Þú guðs míns lífs, ég loka auguin mínum, í liknarmildum fóður öimum þínum. Og hvíli sælt þótt hverfi sólin bjarta, þig halla mér að þínu fóður hjarta. (M. Joch.) Guð blessi minningu góðs vinar. Jakob V. Þorsteinsson Ég vil minnast frænda míns og nafna með nokkrum orðum en hann lést á Landspítalanum að kvöldi 9. október sl. Hann hét Sigvaldi Kristinsson og fæddist að Syðri-Ósi á Höfðaströnd 2. ágúst 1917. Hann fluttist til Njarðvíkur 1953 og hóf störf hjá. Karvel Ögmundssyni og var þar nokkrar vertíðir. Árið 1957 hóf hann störf hjá íslenskum aðalverk- tökum og starfaði hann þar til síðasta dags lífs síns. Hann kom á heimili foreldra minna 14. september árið 1964 og var frá þeim tíma búsettur hjá þeim og höfum við þrír bræður alist upp með honum og hefur það verið mik- ilvægur þáttur í uppeldi okkar bræðra að hafa haft hann á heimil- inu. Alltaf var hann tilbúinn að aðstoða og rétta hjálparhönd þegar á þurfti að halda og var hann það ‘ einnig við öll börn frændfólks síns og þótti börnunum gott að koma til Dæda eins og við kölluðum hann og alltaf var eitthvað gott í munni eða vasa þegar heimsókn lauk og haldið var heim. Mér sem þessar línur rita reynd- ist hann sérlega vel og ekki hefði ég viljað vera án hans í uppeldi mínu og oft á ég eftir að hugsa til hans með. söknuði og trega, og um leið og ég kveð hann með þakklæti og bið honum guðs blessunar á nýjum tilverustigum flyt ég honum þakklæti og kveðju frá þeim bræðr- um Lárusi Kristni og Helga Lars sem nú sakna sárt vinar sem ávallt var gott að vera hjá. Guð blessi minningu Sigvalda Kristinssonar. Sigvaldi Lárusson hún alls staðar aufúsugestur. Við ferðuðumst ætíð með Önnu um hennar æskuslóðir og var unaðslegt að finna hve hún naut þessara ferða. Það var sem hún lifði upp sína æskudaga og ætíð var hún að fræða okkur um liðna tíð og Stað- hætti ýmsa. Minnisstæðastar verða þó ferðirnar í Skatastaði. Óijúfan- leg bönd bundu hana þessum stað og vinátta var mikil við þau hjónin, Sólborgu Bjarnadóttur og Kristján heitinn Guðjónsson, er þar bjuggu. Það er sérstakur ljómi yfir þessum ferðum og móttökurnar væru bæði höfðinglegar og innilegar í senn. Þökk sé þeim hjónum. I hvert sinn er hún hafði ferðast um fjörðinn sinn, sagðist hún vera tilbúin að deyja. Ánægjulegast þótti henni að dvelja hér síðari hluta sumars. Þá þótti henni fegurð fjarðarins njóta sín best. Ágústkvöldin með mildu húmi og tungli í fyllingu voru henn- ar paradís. Svo kvaddi hún fjörðinn sinn og hvarf til síns heima umvaf- iri ljóma minninganna, sem styttu . henni stundirnar, þar til voraði á ný og farfuglarnir vitjuðu heim- kynna sinna. Hún var búin að kveðja æskuslóðirnar í síðasta sinn. Skagafjörðurinn sendir henni kweðju sína og þakkár henni átt- hagatiyggðina. Fjölskylda mín kveður Önnu frænku, sumargestinij sinn, og bið- ur þess að milt síðsumarshúmið umvefji hana á nýjum slóðum og tunglið sendi henni geisla sína. Astvinum hennar öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Helga Bjarnadóttir frá Frostastöðum. Vegna útfarar VALS ARNÞÓRSSONAR bankastjóra, verður lokað í aðalbanka og höfuðstöðvum í dag, föstudaginn 19. október, milli kl. 1 3.00 og 15.00 síðdegis. Landsbanki íslands >■ + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR JÓHANNESDÓTTUR. Jóhanna Helgadóttir, Haraldur Helgason, Magnea Helgadóttir, Sigurjón Guðjónsson, Magnús Helgason, Kolbrún Ástráðsdóttir, Dóra Stína Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og I Arni ragnar lúðvíksson Þórdís Garðarsdóttir, Lúðvík Guðberg Björnsson, Elínborg Halldóra Lúðvíksdóttir, Björn Rúnar Lúðvíksson, Rósa Karlsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Guðrún Einarsdóttir, - Guðmundur Magnússon, Björn Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.