Morgunblaðið - 19.10.1990, Síða 51

Morgunblaðið - 19.10.1990, Síða 51
MORGUNBLÁÐIÐ aiGAjavruoíiOM IÞROl IIR FÖSTUDAGUR 19. OKTÖBER 1990 51 KORFUBOLTI / URVALSDEILD ÍBK -Tindastóll 98:115 íþróttahúsið í Keflavík, íslandsmótið í körfuknattleik, fimmtudaginn 18. október 1990. Gangur leiksins: 4:0, 10:6, 16:16, 21:20, 21:27, 28:39, 34:48, 37:52,42:56, 46:64, 52:69, 58:73, 64:75, 66:85, 75:96, 82:100, 98:115. Stig IBK: Tom Lyte 23, Sigurður Ingimundarson 22, Jón Kr. Gíslason 19, Falur Harðar- son 17, Albert Óskarsson 12, Egill Viðarsson 2, Hjörtur Harðarson 2, Hjörtur Ámason 1. Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson 36, Pétur Guðmundsson 26, Ivan Jónas 24, Einar Einarsson 13, Pétur V. Sigurðsson 6, Sverrir Sverrisson 6, Karl Jónsson 4. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristján Möller. Áhorfendur: Um 500. Sigurganga Tindastóls hélt áfram Sigurganga Tindastóls hélt áfram í Keflavík í gærkvöldi þegar liðið sigraði heimamenn á sannfærandi hátt með 17 stiga mun, 115:98. Keflvíkingar áttu ekkert svar við stórleik þremenninganna, Vals Ingimund- arsonar, Péturs Guðmundssonar og Tékkans Ivan Jónas, en saman skor- uðu þeir 86 stig í leiknum. Valur Ingimudarson var af Bjöm öðrum ólöstuðum besti maður vallarins að þessu sinni, Blöndal skoraði 36 stig og þar af voru 7 3ja stiga körfur. „Þetta var erfíður leikur, því Keflvíkingar eru erfiðir heim að sækja. Það var fyrst og fremst góð hittni hjá okkur utan af velli sem réði úrslitum að þessu sinni,“ sagði Pétur Guðmundsson sem einnig átti stóran þátt í sigri Sauðkrækinga sem skoruðu 13 3ja stiga körfur gegn aðeins tveimur frá heimamönnum. Lið IBK er greinilega ekki eins sterkt og í fyrra, enda margir af lykilmönnum liðsins farnir og ungir og óreyndir leikmenn komnir í staðinn. Jón Kr. Gíslasnon, Sigurður Ingimundarson, Falur Harðarson og Tom Lytle voru bestir í liði IBK. skrifarfrá Keflavik ÍR - Snæfell 78:83 Stig ÍR: Douglas Shouse 26, Karl Guðlaugsson 23, Jóhannes Sveinsson 15, Björn Bolla- son 12, Gunnar Þorsteinsson 2. Stíg Snæfells: Gennadij Pereqeud 27, Brynjar Harðarson 22, Bárður Eyþórsson 14, Ríkharður Hrafnkelsson 7, Sæþór Þorbergsson 6, Hreinn Þorkelsson 5, Eggert Halldórs- son 2. Áhorfendur: 106. * Dómarar: Kristinn Albertsson og Guðmundur Stefán Maríasson. Fyrsti sigur Snæfells BBotnliðin í A-riðli mættust í Seljaskóla í gærkvöldi, en bæði höfðu tapað fyrstu leikjum sínum. ÍR-ingar léku í fyrsta sinn með útlend- ing, Douglas Shouse, og var hann besti maður liðsins. Leikurinn var jafn í byrjun, en nokkuð um fum og fát á leikmönnum beggja liða, enda mikið í húfi. Heimamenn voru yfir í hléi, 38:36. Bæði liðin byrj- uðu seinni hálfleik af miklum krafti og skiptust á að skora. Leikurinn var í járnum allan tímann og þegar 54 sek. voru eftir var staðan jöfn, 78:78, en Snæfellingar gerðu síðustu stigin úr vítum. Þegar staðan var 79:78 fékk Dou- glas bónusvíti en hitti ekki. Snæfellingar náðu frákastinu, ÍR-ingar brutu af sér og síðan var dæmd tæknivilla á þá. Bestir Hjá ÍR voru Douglas, Björn Bollason og Karl Guðlaugsson. Jóhannes Sveinsson stóð fyrir sínu. Sovétmaðurinn og Brynjar Harðarson voru bestir hjá Snæfelli. Bárður Eyþórsson var frískur og Hreinn Þorkelsson stjórnaði liði sínu af yfirveg- un, en fékk sína fimmtu villu, þegar átta mínútur voru eftir. Vanda Sigurgeirsdótlir skrifar FOTBOLTI / FIFA DOMARARAR Sjö tilnefndir Astjórnarfundi Knattspyrnu- sambands íslands í gær- kvöldi lagði dómaranefnd KSÍ fram lista með nöfnum sjö dóm- ara, sem hún óskar eftir að verði tilnefndir til alþjóðaknattspymu- sambandsins, FIFA, sem milliríkjadómarar. Fjórir slíkir eru nú starfandi; Guðmundur Har- aldsson, Óli Óisen, Eyjólfur Ólafs- son og Sveinn Sveinsson, en þetta er síðasta ár Guðmundar. Auk hinna þriggja tilnefndi nefndin Braga Bergmann, Egil Má Mar- kússon, Gylfa Orrason og Guð- mund Stefán Maríasson. Stjórnin frestaði ákvöi-ðun í málinu til næsta ftmdar. Á síðasta ári vorti tilnefndir sex dómarar, en FIFA hélt sig við óbreytta tölu. Að sögn Inga Jóns- sonar, fonnanns dómaranefndar, má tilnefna allt að 10 menn, en nefndin gerir sér vonir um að fá finun. Aðspurður um hvort ekki hefði verið vænlegra til árangurs að tilnefna þáfimtn með fyrri í-eynslu í huga sagði Ingi að viss uppbyggmg hefði átt sér stað og með þessu væri verið að sýna fram á aukna breidd í dómarastéttinni, en það væri FIFA að velja. Auk þess væri málið ekki afgreitt og því vildi hanii ekki tjá sig nánar um það. HANDBOLTI / KVENNALANDSLIÐ 15 marka tap gegn Norðmönnum: „Úthaldið brást“ - sagði Helga Magnúsdóttir, fararstjóri ÍSLENSKA kvennalandsliðið tapaði með 15 marka mun, 29:14, gegn Norðmönnum á alþjóðlega mótinu í Hollandi í gærkvöldi. Að sögn Helgu Magnúsdóttur, fararstjóra, léku íslensku stúlkurnar mjög vel í fyrri hálfleik, höfðu undir- tökin þar til staðan var 7:7, „en úthaldið brást,“ sagði Helga. Norðmenn hafa lengi átt eitt besta kvennalandslið heims og sagði Helga að þetta væri munurinn á liðunum. „Þær eru með gífurlega reynda leikmenn, en við stillum nánast upp unglingaliði. Hins vegar var allt annað að sjá til stúlknanna en gegn þeim hollensku í fyrsta leik. 6-0 vörnin kom mjög vel út þrátt fyrir stuttan aðlögunartíma og þetta kemur,“ sagði Helga. GOLF Hún sagði enn fremur að liðið hefði verið jafnt. „Guðný Gunn- steinsdóttir barðist eins og hetja og var góð á línunni. Inga Lára Þórisdóttir var einnig góð á miðj- unni, þó hún hafi ekki skorað.“ Kolbrún Jóhannsdóttir lék í marki í fyrri hálfleik og varði sex skot, en Halla Geirsdóttir varði fimm skot eftir hlé. Mörk íslands: Halla Helgadóttir 5/2, Guðný Gunnsteinsdóttir 4, Herdís Sigurbergsdóttir 3, Svava Sigurðardóttir 1, Hulda Bjarnadótt- ir 1. Önnur úrslit urðu þau að Holland vann Belgíu 25:10 og Rúmenía, sem vann Belgíu 34:14 í fyrsta leik, vann Póíland 23:20. „Það er besti kvennaleikur, sem við höfum séð," sagði Helga. íí „Á mér draum um alvöru skógarvöll - segir Steinar Guðmundsson sem hefur byggt níu holu golfvöll við Mosfellsbæ ÞAÐ er ekki lítið verk að byggja golfvöll og fæstir láta sig dreyma um slíkt án þess að hafa stóran klúbb að baki sér og/eða sand af seðlum. Steinar Guðmundsson segist hafa hvorugt en engu að síður hefur hann ásamt syni sjnum byggt níu holu golfvöll við Laxnes í Mosfellsbæ. „Mér er sagt að völlurinn sé mjög góður og það skemmtilega við hann er hve fjölbreytt landslagið er á svæð- inu. En ég á mér draum um alvöru skógarvöll og er byrjað- ur að rækta fyrir f ramtíðina," segir Steinar. Steinar á land við bæinn Minnamosfell og þar er völlur- inn. Hann heitir Bakkakotsvöllur en nafnið fann Steinar í Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar frá 1704. „Það eru tóftir við völlinn en enginn vissi hvað þær hétu. En eftir að hafa grúskað í gömlum bókum fann ég nafnið Bakkakot °g það er skemmtilegt að geta haft teiginn á annarri holu í baðstof- unni,“ segir Steinar. Þrátt fyrir allt segist Steinar ekki hafa ýkja mikið vit á golfí. „Ég átti landið og vissi satt að segja ekki hvað ég ætti að gera við það. Ég hef verið að reyna að rækta tré á landinu og langaði til að prófa að búa til golfvöll. Það hefur geng- ið vonum framar og völlurinn er ótrúlega góður miðað við hve Keppendur á fyrsta mótinu á Bakkakotsvelli við Laxnes í Mosfellsbæ. skamman tíma við höfum unnið við hann,“ segir Steinar. Sonur hans, Magnús, á stóran þátt í byggingu vallarins. „Við höf- um að mestu verið tveir í þessu og hann ætlar að sjá um klúbbinn sem við ætlum að stofna. Hann á að heita Golfklúbbur Bakkakots og við gerum ráð fyrir hundrað félögum og líklega einhverjum aukafélögum. Árgjaldið verður um fimmtán þús- und krónur og mér er sagt að það sé ekki mikið fyrir svo skemmtileg- an völl.“ Geir Svansson hannaði völlinn en ekki þurfti að gera miklar breyt- ingar. „Við höfum allt, tjarnir, glompur, hæðir og lægðir. Lands- lagið er fallegt og lítið sem við þurftum að gera,“ segir Steinar. toém FOLK ÍSRAELSKI landsliðamaður- inn Eli Ohana á margt sameigin- legt með Arnóri Guðjohnsen. Hann var einn af bestu leikrhönnum Mechelen í Belgíu en neitaði að skrifa undir samning í haust og hefur því ekki leikið með liðinu. Leeds United sýndi honum áhuga, eins og Arnóri en ekkért varð úr kaupum. Það var loks í vikunni að Ohana fékk samning; hjá Braga sem leikur í 1. deild í Portúgal. BRETIN' Nick Faldo hefur verið valinn kylfingur ársins af fé- lagi bandarískra atvinnukylfmga (US PGA). Hann er fyrsti útlend- ingurinn hlýtur þennan titil. Frammistaða hans á árinu heJur verið einstök og hann sigraði á bandaríska meistaramótinu og opna breska meistaramótinu. Faldo fékk 110 stig en Hale Irwin, sem varð í 2. sæti fékk 70 stig og Greg Norman 60 stig. FALDO á uppáhaldsholu, þá 11. á National Augusta, vellinum þar sem bandaríska meistaramótið [Masters] fer fram. Hún er nú svo gott sem ónýt eftir mikla rigningu þar síðustu vikur. „Flötinni skolaði burt,“ sagði Jim Armstrong, fram- kvæmdastjóri golfklúbbsins. „Nú er þar bara stór hola.“ Faldo tryggði sér sigur á þessari holu í fýrra með níu metra pútti í bráða- bana gegn Scott Hoch og sigraði einnig Ray Floyd á þessari holu í vor. Tólfta flötin er einnig illa farin og glompurnar nær horfnar. „Það er mikil vinna framundan en við erum byijaðir og vonumst til að koma þessu í lag,“ sagði Arm- strong. — LUIS Femandez, maðurinn á bakvið sigur Frakka á Tékkum í EM í knattspyrnu um helgina, seg- ist ekki gefa kost á sér í næsta landsleik nema hann hafi öruggt sæti í liðinu. Fernendez kom inná á 52. mínútu og þá var marka- laust. Hann blés lífi í lið Frakka átti stóran þátt í mörkunum. „Ég hef engan áhuga á að sitja á bekkn- um og vil fá fast sæti eða ekkert," sagði Fernandez. Hann ætlar að hitta Michel Platini, þjálfara liðs- ins, í vikunni og reyna að ganga frá þessu máli en Platini segist engu geta lofað. ÍRAR sigruðu Englendinga um helgina í Dunhill-bikarnum í golfi á St Andrewsvellinum í Skotlandi. í undanúrslitum sigruðu írar N-Sjálendinga og Englend- ingar unriu Japani í umdeildum leik. Japanir unnu einn leik gegn Englendingum og tveimur lauk með jafntefli. Japnir töldu að þeir hefðu sigrað í leiknum, með tveimur vinningum gegn einum. Samkvæmt reglunum þarf lið að vinna tvo leiki en jafntefli verði útkljáð með bráða- bana nema það hafi ekki áhrif á leikinn. Japanir hafa mótmælt reglunum en í gær var það tilkynnt að þeim yrði ekki breytt en hugsan- lega orðaðar öðruvísi svo ekki yrði hægt að misskilja þær. Þess ,má geta að þetta er aðeins í annað sinn í sex ára sögu keppninar sem staða sem þessi kemur upp. ■ GREG Norman er aftur kom- inn í efsta sæti heimslistans í golfi. Hann hefur hlotið að meðaltali 19,07 stig en Nick Faldo, sem hefur ekkert leikið síðasta mánuð- inn, er aftur í 2. sæti með 18,73 stig. Hann segist hafa tekið bankalán fyrir tækjum, sláttarvélum og drátt- arvél en vonast til að geta borgað það upp á tveimur árum. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég feginn því að veturinn skuli vera að koma. Ég er búinn að standa í þessu í allt sumar og er feginn að fá svoltið frí,“ segir Steinar. Ikvöld HANDBOLTI KA og Víkingur mætast í 1. deild karla í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld og hefst leik- urinn kl. 20:30. KÖRFUBOLTI Einn leikur verður í úrvals- deildinni í kvöld; UMFN og KR leika i Njarðvík og byijar viðureignin kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.