Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 240. tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins EB: Refsiaðgerð- um^egn Kina og Iran aflétt Lúxemborg. Reuter. Utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsins (EB) samþykktu í gær að aflétta refsiaðgerðum gegn Kína og Iran en Bretar komu í veg fyrir að hið sama yrði gert gagnvart Sýrlandi. Roland Dumas, utanríkisráð- herra Frakklands, skýrði frétta- mönnum frá þessu eftir fund ut- anríkisráðherra EB í Lúxemborg. EB-ríkin gripu til refsiaðgerð- anna gegn Kína eftir að kínversk- ir hermenn brutu á bak aftur mótmæli námsmanna á Torgi hins himneska friðar í Peking 4. júní í fyrra. Sett var bann við vopna- sölu og hernaðarsamvinnu, auk þess sem skorið var á tengsl hátt- settra embættismanna við kínversk stjórnvöld og dregið var úr samvinnu við Kínveija á sviði menningar, vísinda og tækni. Stjórnarerindrekar sögðu að bannið við vopnasölu og hernað- arsamvinnu yrði áfram í gildi. Talið er að stuðningur Kínveija við baráttu vestrænna ríkja fyrir brottflutningi íraskra hersveita úr Kúvæt hafi ráðið miklu um ákvörðun utanríkisráðherranna nú. Sýrlendingar hafa einnig stutt Vesturlönd gegn Saddam Hussein íraksforseta en Dumas sagði að Bretar hefðu lagst gegn því að refsiaðgerðunum gegn þeim yrði aflétt. Þær voru samþykktar árið 1986 eftir að sýrlensk stjórnvöld voru sökuð um aðild að misheppn- aðri tilraun til að sprengja ísra- elska flugvél í loft upp í Lundún- um. Gripið var til refsiaðgerðanna gegn Iran eftir dauðahótun Khom- einis erkiklerks gegn Salman Rushdie, höfundi skáldsögunnar „Söngva Satans“. Reuter Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, ræðir við Saddam Hussein íraksforseta á sunnudag. Þeir náðu samkomulagi um frelsun veikra og aldraðra Breta, sem haldið er í gíslingu í írak og Kúvæt, en ekki annarra hópa sem Heath vildi fá lausa. Frakkar hafna tilboði Sadd- ams Husseins um frelsun gísla Bagdad, París, Lundúnum, New York, Nicosíu. Reuter, Daily Telegraph. SNURÐA hljóp á þráðinn í viðræðum Edwards Heaths, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og íraskra yfirvalda um frelsun Breta, sem haldið er nauðugum í Irak og Kúvæt. Aður höfðu íraskir embættis- menn skýrt frá því að Saddam Hussein Iraksforseti hygðist heimila veikum og öldruðum Bretum og Bandaríkjamönnuin að fara úr löndun- um. Saddam Hussein bauðst einnig til þess að sleppa öllum frönskum gíslum en frönsk stjómvöld léðu ekki máls á slíku. Verð á olíu snarlækk- aði á heimsmarkaði og í New York hefur það aldrei Iækkað jafn mikið á einum degi. Edward Heath hóf viðræður sínar við Saddam Hussein á sunnudag og lagði fyrir hann lista yfir um 200 Breta, sem hann vildi að hleypt yrði úr írak og Kúvæt. Breskir heimildar- menn sögðu að samkomulag hefði náðst um fjölda veikra og aldraðra gísla, sem fengju að fara heim. Hins vegar hefði komið upp ágreiningur um flugfarþega sem urðu innilyksa í Kúvæt er Irakar réðust inn í landið, karlmenn undir 21 árs aldri og verka- menn sem unnu á svæðinu. Samt sem áður er áformað að senda í dag breska breiðþotu með lækna um borð til að sækja þá gísla sem leystir verða úr haldi. Salim Mansour, formaður banda- rískrar sendinefndar í Irak, sagði að írösk yfirvöld hefðu fallist á að sleppa veikum og öldruðum Bandaríkja- mönnum og aðeins væri eftir að semja um fjöldann. íraska fréttastofan Ina skýrði einnig frá því að Saddam Hussein hefði beðið íraska þingið að ræða hugsanlega frelsun allra franskra Sovétríkin: Glæpamemi sagðir færa sér upplausnarástandið í nyt Moskvu. Routcr. VLADÍMÍR Krjútskov, yfirmaður sovésku öryggislögreglunnar KGB, sagði á fundi með blaðamönnum í Moskvu í gær að umfang skipulagðar glæpastarfsemi í Sovétríkjunum hefði aukist stórlega að undanförnu. Sagði hann þessa þróun haldast í hendur við þá upplausn sem ríkjandi væri á stjórnmálasviðinu þar. eystra. Kijútskov sagði að umbóta- stefna Míkhaíls S. Gorbatsjovs hefði orðið til þess að auka umsvif sovéskra glæpamanna. Kvað hann þetta einkum eiga við um fyrirtæki sem Sovétborgarar hefðu komið á fót í samvinnu við erlend einkafyr- irtæki í anda perestrokja-steinu Sovétleiðtogans. Hundruðum slíkra verkefna hefur verið hleypt af stokkunum á undanförnum árum og eru það einkum fyrirtæki í Norður-Ameríku og Evrópu sem gengið hafa til samstarfs við Sovét- menn. „Nú er svo komið að skipu- lögð glæpastarfsemi er orðin mun umfangsmeiri en við gátum ímynd- að okkur fyrir nokkrum árum,“ sagði yfirmaður KGB og bætti við að þessu fylgdi aukið ofbeldi og rustamonnska í samfélagi Sovét- manna. Tap ríkissjóðs sökum þessa væri hins vegar tæpast unnt að ímynda sér. Krjútskov kvaðst telja að þessa þróun mætti rekja til þess upp- lausnarástands sem skapast hefði í Sovétríkjunum vegna áforma stjórnvalda um að innleiða þar markaðshagkerfi. Þetta ástand færðu sovéskir glæpamenn sér í nyt. Versnandi lífskjör og viðvar- andi vöruskortur hefði orðið til þess að auka umsvif svartamark- aðsbraskara, sem nálgast gætu eftirsóttan varning erlendis. Emb- ættismenn í innanríkisráðuneytinu hafa sagt að ríkissjóður verði á ári hveiju af gríðarmiklum tekjum vegna þess hve skipulögð starfsemi smyglara sé orðin í Sovétríkjunum. í skjóli samstarfsfyrirtækja sé eft- irsóttum sovéskum varningi, svo sem kavíar, smyglað úr landi. Inn í landið komi hins vegar tölvur og annar varningur sem unnt sé að selja á svörtum markaði með mikl- um hagnaði. Vladímír Kijútskov sagði ástæðu til að ætla að sú ákvörðun yfirvalda að ganga á ný til samstarfs við Reuter Vladímír Krjútskov erlend ríki á vettvangi Alþjóðalög- reglunnar, Interpol, gæti orðið til þess að auðvelda baráttuna og bætti við að mikilvægt væri að settar yrðu strangar reglur um starfshætti og umsvif samstarfs- fyrirtækja í Sovétríkjunum. Vadím Bakatín, innanríkisráðherra, sem sat einnig blaðamannafundinn, sagði yfirvöld gera allt sem í þeirra valdi stæði til að hefta starfsemi skipulagðra hópa glæpamanna. Sagði hann öryggislögregluna hafa sýnt málinu mikinn skilning og fyrir þá aðstoð bæri að þakka. gísla í írak og Kúvæt. Stjórnarerind- rekar sögðu næsta öruggt að þingið samþykkti að Frakkarnir yrðu látnir lausir. Hubert Vedrine, talsmaður Francois Mitterrands Frakklandsfor- seta, sagði hins vegar að Frakkar myndu ekki hvika frá þeirri kröfu Sameinuðu þjóðanna að írakar slepptu öllum gíslum sínum og því kæmi ekki til greina að fallast á til- boð Saddams. Olía lækkaði í verði um 5,24 dali á fatið í New York, fór niður í 28,55 dali og hefur aldrei lækkað jafn mik- ið á einum degi. Verð á Norður- sjávarolíu lækkaði um 4 dali í 27 dali á fatið í Lundúnum og hefur ekki verið jafn lágt frá 31. ágúst. Sjá „Ekki eru allir á...“ á bls. 30. Bandaríkin: Leignmóðir fær ekki forræði Santa Ana í Kaliforníu. Reuter. DÓMARI í hæstarétti Kaliforníu- ríkis úrskurðaði í gær að kona sem gegndi hlutverki leigumóður fyrir hjón er ekki gátu eignast barn með hefðbundnum hætti gæti ekki krafist forræðis yfir barninu. Þetta er í fyrsta skipti sem kveð- inn er upp úrskurður í máli af þessu tagi. Dómarinn sagði ljóst að leigu- móðirin, Anna Johnson, hefði tvimælalaust átt mikilvægan þátt i að barnið, mánaðargamall drengur, kom í heiminn, en Johnson hefði ekki lagalegan rétt til drengsins. Johnson, sem er 29 ára gömul, fékk 10.000 dollara greiðslu frá foreldrun- um fyrir að ala barnið. Egg úr legi móðurinnar, Crispinu Calvert, var fijóvgað með sæði föður- ins, Marks Calverts, og egginu þar næst komið fyrir í legi Johnson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.