Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÓKTÓBER 1990 Kenýumenn slíta stj órnmálasam- bandi við Norðmenn Nairóbí. Ósló. Reuter. KENYUMENN ákváðu í gær að slíta stjórnmálasambandi við Noreg vegna starfsemi kenýskra andófsmanna í Noregi. Var norska sendi- herranum í Nairóbí, höfuðborg Kenýu, veittur sjö daga frestur til að loka sendiráðinu og koma sér úr landi, að sögn kenýska utanrík- isráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið í Ósló sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem lýst var hryggð norsku stjómarinn- ar með ákvörðun Kenýumanna og Tom Vrálen, sem fer með þróunar- mál í norsku stjóminni, hvatti ken- ýska ráðamenn til að skipta um skoðun. Kenýumenn saka Norðmenn um stuðning við kenýska stjómarand- stæðinga sem hafi það að mark- miði að bylta stjóm Daniels Araps Moi forseta og kollvarpa stjóm- kerfi landsins. Deilan snýst um andófsmanninn Sviku 108 milljarða úr a-þýsk- um banka Bonn. Reuter. ÞÝSKA dagblaðið Siiddeuts- che Zeitung skýrði frá því nýlega að austur-þýskur banki, sem þýska ríkið tók við eftir sameiningu Þýska- lands 3. október, hefði tapað þremur miiyörðum marka, um 108 milljörðum ÍSK, vegna fjársvika í tengslum við gjaldmiðilsbreytinguna 1. júlí. Blaðið hafði þetta eftir ráðu- neytisstjóra þýska dómsmála- ráðuneytisins, Wolfgang Schomburg. Fjársvikin áttu sér stað í austur-þýska ríkis- bankanum Deutsche Aussen- handelsbank. I’jórir menn hafa verið handteknir vegna málsins, þar af þrír fyrrverandi starfsmenn austur-þýsku öryggislögregl- unnar Stasi. Þeir munu hafa svikið út 257 milljónir marka, 9,3 milljarða ÍSK, og lagt inn á bankareikning, sem hefur verið lokað. Fjársvikaramir notfærðu sér ákvæði í austur-þýskum lögum, sem heimiluðu að þeir, sem fluttu út austur-þýskan vaming til Austur-Evrópuríkja fyrir efnahagssamrunann 1. júlí, fengju þýsk mörk á hag- stæðum kjörum. „Mennirnir eru grunaðir um að hafa falsað skjöl um út- flutning á vörum til Austur- Evrópuríkjanna. í ljós kom að vörumar höfðu annaðhvort alls ekki verið fluttar út eða ekki framleiddar í Austur-Þýska- landi, heldur Singapore, Kóreu, Noregi, Grikklandi og fleiri löndum,“ sagði talsmaður þýska dómsmálaráðuneytisins. Tímaritið Der Spiegel segir að dagsetningar samninga, er gerðir vom eftir mynteiningu þýsku ríkjanna, hafí verið fals- aðar til að nýta sér tækifærin. Einnig segir' tímaritið að Austur-Evrópuríki hafi keppst við að kaupa a-þýskar vörur fyrir mynteininguna til að geta notað rúblur, sameiginlega mynteiningu Efnahagsbanda- lags kommúnistaríkjannna (COMECON) og sparað þannig dýrmætan, vestrænan gjald- eyri. Koigi wa Wamwere fyrmm þing- mann sem flýði til Noregs 1986 og fékk þar pólitískt hæli. Stofnaði hann þar útlagasamtök, Þjóðernis- fylkingu Kenýu. Wamwere komst með leynd til heimalandsins í haust en var tekinn fastur í Nairóbí 8. október sl. og kærður sl. föstudag ásamt tveimur samverkamönnum fyrir meint byltingaráform. Eiga þeir yfir höfði sér dauðadóma. Norska stjórnin mótmælti hand- töku hans og óskaði eftir því við mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna að hún tæki mál hans að sér. Kenýsk útlagasamtök í Svíþjóð hafa haldið því fram að Wamwere hafi verið rænt í Ósló af útsendur- um Nairóbí-stjómarinnar og fluttur með leynd til Kenýu. Einsflokks stjórn Moi hefur verið við völd í Kenýu í 12 ár og hefur hann legið undir þrýstingi heima fyrir og erlendis um að afnema flokksræðið. í júlí sl. kom til upp- þota um land allt eftir að hann bannaði mótmælafundi lýðræðis- sinna. Reuter Mazowiecki vinsælli en Walesa Tadeusz Mazowiecki, forsætisráðherra Póllands, sakaði á laugardag Lech Walesa, mótframbjóðanda sinn í forsetakosningnnum í landinu 25. nóvember, um að grafa undan pólsku stjóminni með óréttlátri gagnrýni. Hann varaði Pólveija við ævintýra- mennsku og fyrirheitum, sem enginn gæti efnt, og gaf jafnframt til kynna að hann segði af sér sem forsætisráðherra ef Walesa bæri sigur úr býtum í forsetakosningunum. Mazowiecki var náinn ráðgjafi Walesa áður en Samstaða komst til valda í landinu en er nú helsti keppinautur hans í kosningabarát- tunni. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var á föstudag, hefur forsætisráðherrann nú ívið meira fylgi en Walesa, eða 29% á móti 25%. Margir eru þó enn óákveðnir, eða 42%, ef marka má könnun- ina. Á myndinni veitir Mazowiecki stuðningsmönnum sínum eiginhandaráritanir og þiggur blóm eftir kosn- ingafund í borginni Poznan. Flotauppbygging Sovétmanna við Kólaskaga veldur ugg á Norðurlöndum: Afmörkuð stríð verða líklegri vegna upplausnar bandalaga —segir Tomas Ries sem vinnur hjá varnarmálastofnun í Noregi Tomas Ries ÞÓTT vel hafi miðað í afvopnun- arviðræðum risa- veldanna siðustu árin hefur þróun- in ekki verið hnökralaus. Fyrir skömmu var skýrt frá því í Reuters-fréttum að samninga- menn Atlantshafsbandalagsins (NATO) í viðræðum við Sovét- menn um takmörkun hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu, CFE-viðræð- unum svonefndu, væru uggandi vegna þess að Moskvustjórnin flytti nú í auknum mæli ýmis þungavopn frá Evrópu austur fyr- ir Úralfjöll. Þetta hefði þær afleið- ingar að vopnin féllu ekki undir verksvið samninganna en yrðu eftir sem áður tiltæk Sovéthernum þótt fækkað yrði vopnum og her- mönnum í Evrópuhluta Sovétríkj- anna. Ekki er rætt um flotastyrk í CFE-viðræðunum en vestræn ríki hafa áhyggjur af vaxandi styrk sovéska norðurflotans sem hefur aðalbækistöðvar á Kóla- skaga. Morgunblaðið átti símavið- tal við Tomas Ries er stundar rannsóknir fyrir _ varnarmála- stofnun Noregs í Ósló og flutti erindi um þessi mál fyrir skömmu hér á landi á vegum Varðbergs og Samtaka um vestræna sam- vinnu. Ries var spurður hvaða breytingar hefðu orðið að undanf- örnu á viðbúnaðinum á Kólaskaga. „Það eru eir.kum tvennt sem ger- ist í kjölfar þess að Sovétmenn draga heri sína frá Austur-Evrópu. Sovét- menn efla herbúnað sinn á norður- slóðum frá tæknilegu sjónarmiði og fjölga auk þess vígtólunum. Lítum fyrst á ijölgunina. I maí á þessu ári fiuttu þeir eina herdeild með 40 svonefndar Flog- ger-herflugvélar frá Debrecen í Ung- veijalandi til Kólaskagans. Þama er um að ræða árásarsprengjuvélar. í september fluttu þeir einn flugflokk, þ. e. 12- 18 vélar, af gerðinni SU-17 frá Tékkóslóvakíu til Kólaskagans. Á sama tímabili fluttu þeir óþekktan fjölda SU-25 véla, svonefndra Frogfoot, sem einnig eru léttar sprengjuvélar, frá Tékkóslóvakíu til Kólaskagans. Einnig hafa þeir flutt MiG-29 orrustuflugvélar frá Mið- Evrópu til Eystrasaltslandanna og Sovét-Karelíu við austurlandamæri Finnlands. Þá er það tæknilega viðbótin. Sov- étmenn flytja nýtískulegasta hlutann af þeim hergögnum, sem þeir draga á brott frá Mið- og Austur-Evrópu, t.d. fullkomnustu brynvagnana, til að koma í stað úreltra vígtóla á norð- urslóðum. Fyrir voru T-55 skriðdrek- ar en í staðinn koma nýtískulegri drekar, e.t.v. af gerðinni T-72. Segja má að það sé afar eðlilegt að þeir reyni frekar að eyðileggja úrelt tæki til að uppfylla ákvæði um takmörkun vígbúnaðar, reyni að halda í nýtískulegasta búnaðinn. Auk þess gera samningar risaveldann um afvopnun Sovétmönnum mögulegt að efla styrk sinn á norðurslóðum í takmörkuðum mæli án þess að bijóta nokkur ákvæði samninganna. Þeir mega bæta sér upp fækkunina í Mið-Evrópu að einhveiju leyti, ann- aðhvort með viðbót á norðurslóðum eða sunnan við Mið-Evrópuhemaðar- svæðið. Uppbyggingin þarf ekki að merkja að þeir séu að undirbúa árás- arstríð, við sjáum ekki núna merki um að það ríki nokkur vilji til slíks, en vandi okkar er sá að styrkur þeirra á norðursvæðinu eykst. Norðurflotinn styrktur Auk þessa má nefna uppbyggingu norðurflota Sovétrikjanna, sem er ekki í neinum tengslum við brottför Sovétmanna frá A-Evrópuríkjunum og tengist því ekki CFE-viðræðun- um. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að hver sem ástæð- an er þá halda Sovétmenn áfram að styrkja norðurflota sinn, jafnt ofan- sjávarskip sem kafbáta. Sem dæmi má nefna að Moskvustjórnin hefur skýrt frá því að tvö flugvélamóður- skip, sem eru í smíðum og gerð eru fyrir orrustuþotur, fyrstu skip sinnar gerðar í Sovétflotanum, verði bæði með bækistöðvar á norðurslóðum. Það er erfitt að skilja hvers vegna þeir halda áfram þessari dýru upp- byggingu. Þverstæðan í þessu öllu er efling Norðurflotans. Ég veit’ ekki hvort nokkur hefur beinlínis spurt þá hver skýringin á uppbyggingunni sé en það væri þörf spurning. Að vísu hef ég heyrt að óbreytt- ur, sovéskur fræðimaður hafi spurt embættismann þessarar spurningar en svarið var að uppbyggingin væri vitfirring, embættismaðurinn gat einfaldlega ekki skýrt þetta. Sovét- menn hafa áður sýnt að þeir geta verið mjög sveigjanlegir þegar þeir telja að það henti þeim, geta verið fljótir að fækka hergögnum, minnka viðbúnaðinn, gerðu það m.a. snemma á sjötta áratugnum og í upphafi þess sjöunda. Flotauppbyggingin er svo rándýr að það hlýtur að vera einhver þrauthugsuð ástæða fyrir þessu.“ Hætta vegna upplausnar Vigleik Eide, sem nú er formaður hernaðarnefndar Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), hefur sagt að upp- bygging Sovétmanna á Kólaskaga valdi „valdi nokkrum áhyggjum" en á hinn bóginn verði menn að forðast að ýkja mikilvægi hennar. Ries var spurður hvort hann væri sammála norska hershöfðingjanum. „Eide leggur áherslu á að við getum ekki látið sem við sjáum ekki hvað er að gerast. Ég vil ítreka að við sjáum ekki að viljinn til árásarstefnu sé fyrir hendi hjá Sovétmönnum og sem kunnugt er þarf hvorttveggja til, vilj- ann og getuna, til að árás verði gerð. Vandinn er sá að pólitískt ástand í Sovétríkjunum og ekki síður Rússl- andi einu er svo óljóst og þróunin svo óútreiknanleg að við vitum ekk- ert hver viljinn verður eftir eitt ár, enn síður eftir fimm ár. Sovétríkin eru að leysast upp. Það vekur nokk- urn óhug að samtímis því sem allt öryggis- og varnakerfi Évrópu er að leysast upp getur farið svo að Norð- urlönd verði einangraðri en fyrr, standi ein ándspænis Rússlandi. Fram til þessa hefur enginn getað ímyndað sér stríð á slíku afmörkuðu svæði vegna skuldbindinga vamar- bandalaganna tveggja um að eitt skyldi yfír alla ganga. Nú er í fyrsta lagi verið að minnka kjarnorkufæl- inguna og í öðru lagi leggja niður varnarbandalögin. Þetta merkir að innan fárra ára verður hægt að heyja landfræðilega afmörkuð stríð. Ástæðumar fyrir slíku stríði gætu verið fjölmargar en meginatriðið er að aðstæður í álfunni geta verið gjör- breyttar eftir 2 - 5 ár. Þess vegna er að mjög óþægilegt fyrir Norðurl- öndin að þurfa að horfast í augu við aukinn hernaðarmátt, sovéskan eða rússneskan, á norðursvæðinu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.