Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 52
Eð 52 oeei H3SÖTXO .SS HUOAQlIWIfl«J ŒŒAJaiíllOaOM MÖRGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐ3UDAGUR 23. OKTÓBER 1990 Valur Gíslason leikari - Minnmg sónan, sem birtist, sköpunarverk hans. Sótt í eigin brunn tilfinninga, hugmynda og reynslu. Leikarinn segir okkur alltaf hver hann er, þrátt fyrir hinar ólíku persónur, sem hann skapar, því við þekkjum mun- inn á því, sem er satt og því, sem er tilbúið. Og þannig eru leikarar eins misjafnir og þeir eru margir. Nú þegar við kveðjum elsta og mætasta leikara landsins er ljúft og skylt að þakka góða viðkynningu og samstarf sl. áratugi. Valur lifir í minningunni sem mikill persónu- leiki og mikill listamaður. Enda fer það saman. Persónur þær, sem hann skóp á sínum æviferli, höfðu allar til að bera styrk og stærð. Og alvöru. Alvöru, sem nú á dögum er á undanhaldi. En Valur gat bor- ið niður hvar sem var í mannlífinu og slegið á alla strengi tilfinninga- skalans. Allar persónur hans höfðu sterkan grunn, þær voru heilsteypt- ar og sannar og tóku oft mið af ýmsum eiginleikum hans, sem áber- andi voru, svo sem hlýju og reisn — mannlegri reisn. Oft er það gott er gamlir kveða. Valur Gíslason hefur að sjálfsögðu orðið mörgum yngri leikaranum fyrirmynd, hvað varðar vinnubrögð í leikhúsi, en einnig og ekki síður hvað varðaði mannleg samskipti. Hann var einnig einstaklega hjálp- samur og alúðlegur við nýliða leik- sviðsins, jafnt utan sviðs sem inn- an. Það var svo sannarlega gæfa að fá að leika á móti Val,' þegar manni voru falin stór verkefni, en hafði ekki mikla reynslu að baki. Kemur þá m.a. upp í hugann Candida eftir Bernard Shaw, sem Þjóðleikhúsið sýndi 1969. Hvílíkt traust og hvílíkan stuðning maður fékk þá. Slíkt er ómetanlegt. Það er nefnilega svo skrítið þetta með andrúmsloftið og orkustraum- ana í leiksýningu. Það er ekki bara heimur verksins og persóna þess sem um er að ræða. Ekki bara tíðar- andann í verkinu, heldur líka núið. Leikaramir eru staddir þar og hér, þar í miðri sköpun sinni, hér starf- andi með sínar vonir og þrár, með sín persónulegu vandamál og inn- byrðis samskiptamáta. Valur Gísla- son var heill, hvar sem að var bor- ið. Hann miðlaði heilindum. Það er svo gott að hafa notið nærveru hans, jafnt persónulega -sem og í starfinu. Fyrir það vil ég þakka. Laufeyju og öðrum ástvinum Vals votta ég samúð mína. Blessuð sé minning Vals Gísla- sonar. Sigurður Skúlason Fallinn er á höfðinglegum aldri nestor hins íslenska leikhúss, einn virtasti og dáðasti listamaður þessa lands,.Valur Gíslason. Valur fæddist 15. janúar 1902 í Reykjavík. Hann varð gagnfræð- ingur og sat um skeið í Menntaskó- lanum í Reykjavík og lauk þaðan fjórða bekkjar prófi. Hann sneri sér síðan að störfum í íslandsbanka og síðan bókhaldsstörfum hjá Sjúkra- samlagi Reykjavíkur. Þegar hin langþráða stund rann upp við til- komu Þjóðleikhússins, var Valur fastráðinn þar sem leikari og hefur leikið þar síðan, jafnt eftir að hann, fyrir aldurs sakir, lét af störfum sem fastráðinn leikari. Jafnframt þessum aðalstörfum hlóðust á Val félagsstörf og trúnað- arstörf. Hann sat í stjórn Leikfélags Reykjavíkur í níu ár og var formað: ur þar á styijaldarárunum. í tvígang var hann formaður Fél. ísl. leikara. Hann sat í stjórn Bandalags ísl. listamanna í samfleytt. níu ár og forseti þrívegis. Hann sat í Þjóð- leikhúsráði í mörg ár og í stjórn norræna leikararáðsins. Honum féllu heiðursmerki í skaut og hann var heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur, Félags ísl. leikara og Stangveiðifélags Reykjavíkur. I tvígang hlaut hann Silfurlampann, verðlaun leikgagnrýnenda, sem veitt eru með flestum þjóðum en hér aflögð,- og í heiðursflokki lista- mannalauna var hann frá 1975. Hér hefur verið ærinn starfí og metinn að verðleikum. En ytri saga listamanns er aldrei nema brot af hinni eiginlegu sögu. Saga lista- mannsins Vals Gíslasonar er mikið og langt ævintýri, sem stóð í sex áratugi samfellt. Hann kom fyrst fram á sviði í Þrettándakvöldi Shakespeares árið 1926, þetta var fyrsta Shakespeare-leiksýning á íslandi. Um þetta leyti lék allur Islandsbanki og Valur gantaðist með það að hann hafi verið fenginn í hlutverkið, af því að hann hafi haft andlitsfall ekki ólíkt Soffíu Guðlaugsdóttur, sem lék aðalhlut- verkið, Viólu, og áttu þau að vera tvíburar. Það hafi sem sagt verið algjör tilviljun, að hann álpaðist út í leiklistina! Tilviljun eða ekki. Hafi það verið tilviljun, hyllist maður til að trúa, að forsjónin eigi það til, að ráðsk- ast með tilviljanir. Sem til heilla horfa. En leiklistarskólar voru þá auð- vitað ekki til hér á landi. Valur þurfti að læra til leiks af reynsl- unni á sviðinu einni saman, eins og obbinn af hans kynslóð. Mér er sagt, að sá skóli'hafi tekið nokkum tíma, Valur hafi ekki stokkið al- skapaður listamaður upp á sviðið. Sú rödd, sem áratugum síðar var orðin svo þjált og tjáningarfullt tæki þurfti sína slípun, og af rótgró- inni vandvirkni agaði Valur einnig önnur tjáningartæki leikarans. Samvinna hans og Indriða Waage leikstjóra var þeim báðum mikils virði, og oft talaði Valur við mig af hlýhug um Indriða, sagði frá því þegar þeir settust fram á sviðsbrún eftir æfingar og ræddu um lífið og listina. Einhver sagði mér, að það hefði einnig skipt sköpum á list- ferli Vals, er hann kynntist Poul Reumert og vinnubrögðum hans; víst er um það, að sitthvað áttu þessir listamenn sameiginlegt í því hvernig þeir tileinkuðu sér skap- hafnir þeirra persóna er þeir túlk- uðu, svo og hve sýnt þeim var um að finna þeim sannfærandi ytra gervi. Með árunum bar Valur sjálf- ur sterkan persónulegan svip, og, má það í raun með undrum heita, hversu auðvelt hann átti með að gefa persónum sínum nýtt og nýtt andlitsfall. í fyrstu hef ég grun um að leik- ritin hafi í fyrstu ekki verið valin neitt sérstaklega með tilliti til Vals. En það átti eftir að breytast og þar kom, að hægt var að velja verk- efni, einmitt af því að Valur var til staðar. Annars þurfti Valur ekki aðalhlutverk til að eftir honum væri tekið; hann gat og verið meist- ari smámyndanna, mörg minni hl.ut- verkin standa í minningunni sem litlar perlur. Þar kom sem fyrr vandvirkni hans, hégómaleysi og virðing fyrir listinni. En auðvitað glímdi hann líka við ýmsar höfuð- persónur leikbókmenntanna, og standa þær margar sem vörður í íslenskri leiklistarsögu. Þegar leið á Ijórða áratuginn, jókst Valur sem listamaður að fjöl- hæfni og þrótti. Og á fimmta ára- tugnum er hann í þeim kjama úr- valslistamanna, sem mynduðu þann leikhóp hjá LR, sem í krafti list- ræns þroska síns, var eðlilegt að yrði fyrsti leíkhópur Þjóðleikhúss- ins. Hitt er svo annað mál, að marg- ir úr þeim hópi áttu þar ekki jafn- mörg góð ár og maður hefði von- ast. Þar var Valur undantekning. Þjóðleikhúsárin færðu honum nýtt vor og hann hélt áfram að vaxa og blómgast í list sinni. Ég sá Val fyrst á sviði í Iðnó 1945 í gamanleiknum Gift eða ógift eftir Priestley. Leikstjóri þar var Lárus Pálsson og undir stjórn hans átti Valur einnig sum af sínum bestu hlutverkum. Síðan hef ég fylgst með ferli Vals og varla mörg hlutverk hans, sem farið hafa fram- hjá mér. En mörg eru hlutverkin orðin, nálega tvö hundruð. Og fer- ill Vals var svo langur og glæstur, að mín kynslóð leikstjóra átti mikla samvinnu við hann og lærði mikið af honum. Atvikin höguðu því þann- ig, að í fyrsta skipti sem ég hafði leikstjórn á hendi (það var í út- varpi), fór Valur með aðalhlutverk- ið. Og fyrir fjórum árum stöð hann á sviði í sýningu, sem ég stýrði, sem gamli maðurinn á Bláskógaheið- inni, rödd landsins í íslandsklukk- unni; síðasta hlutverkið var svo reyndar í Uppreisninni á Isafirði. Ég kynntist því Val vel sem sam- starfsmanni, og það samstarf varð að djúpstæðri vináttu. En hvert var aðal Vals sem lista- manns? Ef litið er til nokkurra fræg- ustu mannlýsinga hans, riddaraliðs- foringjans í Föðurnum, húsvarðar Pinters, Mikkel Borgens í Orðinu, Brynjólfs biskups (á sviði og í sjón- varpi), Tesman í Heddu Gabler, skransalans Harry Brock í Fædd í gær, Franks í Önnu Frank, Don Camillo og svo ótal annarra — líst manni erfitt að finna samnefnara, svo ólík eru hlutverkin og spanna svo víðfeðmt svið. Þarna er kíminn húmanismi hins ítalska klerks og ruddalegt hispursleysi ameríska skransalans; þarna er óprúttni gyð- ingurinn í Gjaldinu eftir Miller, hæverskur vísindamaður í Heddu Gabler, hinn skapmikli kirkjuhöfð- ingi í Skálholti, og faðir Önnu Frank, sem ekki má vamm sitt vita. Svo eru smámyndir, kennarinn í Tópaze, nirfillinn Bárður á Búrfelli, eiginmaðurinn í Sköllóttu söngkon- unni, públikkmaðurinn Laugi í Silf- urtúnglinu, Séra Lamb í Hafið bláa hafíð og .ótal aðrar. Valur var líka páfuglinn hennar Júnóar í sam- nefndu leikriti O’Caseys með írskum safa; grófur og uppstökkur faðir Önnu Christie og Pat í Gísl eiga heima í þessum flokki drykk- felldra og brokkgengra fugla, sem þó eiga nóg af mannlegri hlýju. Sem Tereisías í Ödupusi konungi náði hann að skapa andrúm hins óræða, í húsverði Pinters hitti hann á tóna, sem opnuðu nýjar víddir, óþægileg- ir tónar og framandlegir, ágengir og nærgöngulir, og í íöðumum hjá Strindberg hljóp Valur mestallan tónstiga mannlegrar upplifunar frá hæð örvæntingarinnar að dýpt sárs- aukans. Eitt merkishlutverk heims- bókmenntanna var Valur farinn að æfa — hinn vísa og umburðarlynda pílagrím Lúka í Náttbólinu. Stóð til að halda þar pieð upp á fimmtíu ára afmæli Vals á leiksviði. En at- vik höguðu því svo, að Valur veikt- ist, og Gísli Halldórsson kom okkur til hjálpar með skömmum fyrirvara. Ég þarf náttúrulega ekki að taka það fram, að þarna teiknaði sig eitt af stóru hlutverkum Vals. Annars var hann heilsuhraustur til hins síðasta og mikill þrekmaður, eins og allir þeir sem mörgum dagsverk- um skila; helst var það að sjónin dapraðist honum hin tvö-þrjú síðustu árin. Hér stoðar auðvitað ekki að þylja upp hlutverk. En ljóst ætti að vera orðið, hve víðfeðm listgáfa Vals Gíslasonar var og hversu mikið af mörkum hann hefur lagt til íslenskrar leiklistar. Hann var ákaf- lega traustur leikari, og sjaldan held ég honum hafi mistekist, hvort sem lýsa skyldi þroska heilsteyptra göfugmenna, breyskleika annarra, kímni, hæðni, nirfilshætti, örlæti, hörku, hógværð, hugrekki, hræðslu, ábyrgð eða ábyrgðarleysi, mann- legri reisn og mannlegri neyð. í list Vals birtist mikil mannlífskunn- andi. Hann var gjöfull jafnt við áhorfendur sem meðleikendur sína. I sannleika mikilhæfur listamaður. En svo maðurinn sjálfur? Hógvær hlýr, yfirvegaður, ráðagóður. Kunni auðvitað frá mörgu að segja. Oft sátum við og ég fletti upp í Val, eins og ég orðaði það, um leiklist fyrri tíma. Athugasemdir hans þóttu mér hitta í mark og voru með öllu lausar við þá illkvittni, sem oft vill loða við leikhúsið; með fáum orðum dró hann upp skýrar og lif- andi myndir. Það'þarf í raun engan að undra, að maður sem átti svo ríkan trúnað þeirra sem hann um- gekkst mest, skyldi eignast trúnað allrar þjóðarinnar. Við andlát Vals hrúgast upp margvíslegar en ljúfar minningar. Á hemili þeirra frú Laufeyjar hefur ætíð verið rausn, og þangað gott og gaman að fá að koma. Þau hjón létu sig sjaldan vanta á frumsýning- ar; vænt þótti okkur um þegar þau komu á bak við á eftir, því þá viss- um við, að erfíði okkar hafði ekki verið alveg til einskis. Ég hygg, að Valur hafí verið mikill gæfumaður. Hann bar gæfu til að auðga leiklist okkar og þar með menningarlíf allt. Hann var og verður metinn að verðleikum. En í einkalífí féll honum líka gæfa í skaut. Þau Laufey hafa verið sam- hent í öllu og fyrir engum vefst, sem til þekkir, hvern hlut hún átti í starfi Vals; sjálf er Laufey dóttir eins mikilhæfasta leikara okkar af frumheijakynslóð aldamótanna, og varla hefur það spillt fyrir um skiln- ing á eðli og kröfuhörku listarinnar. Frú Laufeyju og fjölskyldunni skulu hér færðar innilegar samúð- arkveðjur. Það má vera huggun, að minningin lifít meðan menn láta sig leiklist einhveiju skipta í þessu landi. Blessuð sé minning Vals Gísla- sonar. Sveinn Einarsson Valur Gíslason leikari er látinn. Menn muna ekki framar mæta þessum íturvaxna heiðursmanni á götum borgarinnar, og munu sakna þess. Þegar mikill listamaður kveður, hlýtur að verða stórt skarð fyrir skildi. Valur hafði í marga áratugi verið einn af aðalmáttarstólpum íslenskrar leiklistar. Hann var þeirr- ar gerðar að vaxa með hveiju verk- efni, bæði sem listamaður og mað- ur. Samansöfnuð lífsreynsla slíks listamanns er fjársjóður, sem ekki verður annars staðar tekinn. En þótt ekki verði á allt kosið er endurminningin í góðu gildi. Við hverfum í huganum til dýrmætra leikhúskvölda og sjáum birtast á tjaldi hugans hvert hlutverkið af öðru: Föðurinn eftir Strindberg, Eydalín lögmann, Sankti-Pétur, húsvörðinn og mörg fleiri, öll sönn og innihaldsrík. Og ekki má ég gleyma einni bók. Árið 1982 gaf Jóhannes Helgi rithöfundur út bók sem hét „Valur og leikhúsið". Ég er ekki viss um að fólk almennt hafí þá gert sér ljóst hve hér hafði verið lagt fram vandað og skemmti- legt minningarrit um Val Gíslason og starf hans að leiklistarmálum í leikhúsum okkar og útvarpi. Valur var ekki aðeins mikill leikari heldur hafði hann óvenju næmt og gott myndskyn. Þessar gáfur hans studdu hann mikið þegar hann bjó til sín margvíslegu gerfí. Bókin er full af ljósmyndum úr leikritum sem Valur hafði leikið í, ég held allar í mjög háum gæðaflokki, auk þess sem ýmsir aðrir listamenn leikhús- anna hafa skrifað þar greinar um Val og list hans. Mér fínnst ein- hvern veginn eins og þessi bók hafi nú fengið nýja merkingu. Hún er minningamerk, og tilvalin að hafa sér við hönd fyrir þann sem vill hverfa aftur til gamalla, góðra leik- húskvölda. Segja má að öll þau ár sem Val- ur fékkst við leiklist hafí verið erfíð ár, að því að varðar félagsmálin. Og eftir að hilla tók undir að stofn- að yrði fast leikhús urðu félagsmál leikaranna flókin og vönd. Kom sér þá oft vel að hafa í forystustörfum traustan mann og laginn, eins og Valur var. Um það verður ekki rætt hér, en ég nefni það vegna þess að á þessum árum áttum við Valur oft náið samstarf og mér fannst ekki mega undan dragast að þess yrði getið að hann var ötull og óþreytandi að vinna stétt sinni allt er hann mátti. Ég kveð vin minn Val með þakk- læti fyrir langa samferð og góða, fyrir hlýju og drengskap sem ég reyndi svo oft af honum. Kæra Laufey, við Thea sendum þér og fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur. Þökkum vináttu og tryggð. Þorsteinn Ö. Stephensen Kveðja frá Þjóðleikhúsinu Valur Gíslason leikari er fæddur í Reykjavík, foreldrar hans eru þau Gísli Helgason verslunarstjóri og Valgerður Freysteinsdóttir. Valur kvæntist Laufeyju Árnadóttur 8. október 1938 og eignuðust þau þijú böm, Valgerði, sem gift er Ingi- mundi Sigfússyni, forstjóra Heklu, Val, bankastjóra íslandsbanka, sem kvæntur er Guðrúnu Siguijónsdótt- ur, og Áma, sem dó á fyrsta aldurs- ári. Bamabörnin eru þijú, Valur og Sigfús, synir Valgerðar og Ingi- mundar, og Ragnar, sonur Vals og Guðrúnar. Valur réðst til íslandsbanka árið 1920 að loknu námi í Menntaskól- anum í Reykjavík og starfaði þar um tíu ára skeið, en starfaði síðan hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur til ársins 1950, en gegndi þó lengi eftir það lausaverkefnum fýrir Sjúkrasamlagið jafnframt störfum sínum fyrir Þjóðleikhúsið. íslenskt leikhús átti því láni að fagna að í íslandsbanka kynntist Valur þeim Indriða Waage og Brynjólfi Jóhannessyni og leiddi sá kunningsskapur til þess, að Valur hóf leiklistarferil sinn í apríl 1926, er hann lék Sebastían í „Þrettánda- kvöldi“ eftir Shakespeare og síðan rak hvert hlutverkið annað og var VAlur fljótt orðinn einn mikilvirk- asti leikari Leikfélagsins og urðu hlutverkin, sem hann lék í Iðnó tæplega 100 talsins. Valur var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið frá 1. nóvember 1949 og starfaði þar óslitið til ársins 1972 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. En langur végur var frá því að starfsþrek hans væri þrotið, því hann fór með mörg hlut- verk á sviði Þjóðleikhússins eftir þetta og síðasta hlutverk sitt þar lék hann 1987, en það var Kristján IX danakonungur í „Uppreisninni á ísafirði" eftir Ragnar Árnalds, en það var 112. hlutverk hans fyrir Þjóðleikhúsið. í Ríkisútvarpinu lék Valur hvorki meira né minna en tæplega 500 hlutverk, auk þess sem hann leik- stýrði um 60 leikritum, en jafnframt þýddi hann leikrit, aðallega fyrir útvarpið, þá lék hann í nokkmm sjónvarpsleikritum eftir að sjón- varpið tók til starfa og var raunar í aðalhlutverki í fyrsta leikverkefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.