Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 Leikhúsin deila um flutning’ á Alparós STJÓRN Leikfélags Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Gísla Alfreðs- sonar þjóðleikhússtjóra, um að flutningur lagsins Edelweiss eða Alparós úr söngleiknum Sound of Music, verði fellt niður úr sýningu Borgarleikhússins á leikritinu, Eg er hættur! Farinn, eftir Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur. Að sögn þjóðleikhússtjóra er ekki að vænta frekari aðgerða af hendi Þjóðleikhússins. Norræna leikhússamband- ið gætir höfundarréttar á Norðurlöndum og er beðið eftir viðbrögð- um þaðan. Að sögn Gísla, hefur Þjóðleikhú- sið þegar greitt rúmlega 200 þús. krónur fyrir flutningsrétt á söng- leiknum Sound of Music, sem tekinn veður til sýningar f Þjóðleikhúsinu á næsta ári. Búast má við að um 30 sýningar verði á verkinu og að heijdargreiðslur nemi um 3 millj. í bréfi Leikfélags Reykjavíkur til þjóðleikhússtjóra er fullyrt að með því að syngja eitt erindi úr Alpa- rós, sé ekki verið að sneyða að ein- um né neinum. Því fari fjarri að fyrir aðstandendum sýningarinnar Eg er hættur! Farinn, vaki að hæða Þjóðleikhúsið. Ákvörðun um að þetta lag yrði haft með í sýning- unni hafi verið tekin löngu áður en ljóst var að Þjóðleikhúsið tæki söng- leikinn til sýningar. Tekið er fram að einungis sé flutt brot úr laginu og jafnframt bent á að það sé löngu orðið vinsælt dægurlag, sem oft heyrist í útvarpi. Þá greiði Borgar- leikhúsið til STEF fyrir lagaflutning og að þar með sé heimilt að flytja þetta tónlistarbrot í leiksýningunni, þrátt fyrir fyrirhugaðan heildar- flutning í Þjóðleikhúsinu, sem vænt- anlega verður ekki fyrr en eftir að sýningum Leikfélags Reykjavíkur er lokið. „Að mínu mati er verið að ganga á höfundarréttinn þegar lag er tek- ið úr söngleik án heimildar," sagði Gísli. „Þessar greiðslur sem talað er um að Leikfélag Reykjavíkur greiði í STEF, eru greiðslur sem við greiðum líka en það er fyrir flutning af plötum og segulbands- snældum af tónlist sem er í sölu í verslunum. Það er ekki sambærilegt við að taka lagið inni í leikverk og selja að því aðgang.“ Frá ráðstefnu Landssambands íslenskra fiskeldisfræðinga um stöðu fiskeldis. Morgunblaðið/KGA Ráðstefna um stöðuna í fiskeldi: Uppbyggingin talin hafa ein- kennst af algjöru stj órnley si HÖRÐ gagnrýni á það hvernig staðið hefur verið að uppbygg- ingu fiskeldis hér á landi kom fram á ráðstefnu Landssam- bands íslenskra fiskeldisfræð- inga um stöðu fiskeldis, sem haldin var síðastliðinn laugar- dag, en uppbyggingin er talin hafa einkennst af algjöru stjórn- leysi. Þá kom fram að árangur íslenskra fiskeldismanna hefði-í mörgum tilfellum verið mjög Samningstilboð Islands í GATT-viðræðum um landbúnaðarmál: Niðurgreiðslur og stuðn- ingur lækki um 15-25% Beinar greiðslur komi til bænda í stað niðurgreiðslna SAMKVÆMT samningstilboði ríkisstjórnarinnar varðandi niður- skurð á opinberum stuðningi við íslenskan landbúnað, sem. lagt hafa verið fram í landbúnaðar- nefnd GATT, er gert ráð fyrir að niðurgreiðslur og markaðsstuðn- ingur hér á landi lækki á bilinu 15-25% á næstu sex árum og út- flutningsbætur um 65%. Miðað við árið 1988 var beinn og óbeinn stuðningur við íslenskan landbún- að um 10 milljarðar króna sam- kvæmt útreikningi landbúnaðar- ráðuneytisins, en þar af voru 4,4 milljarðar svokallaður reiknaður markaðsstuðningur sem felst í innflutningsvernd. Gert er ráð fyrir því að niðurgreiðslur á land- búnaðarvörur verði færðar yfir í beinar greiðslur til bænda, en að sögn Hákons Sigurgrímssonar, framkvæmdastjóra Stéttarsam- bands bænda, myndi það leiða til lægra vöruverðs auk þess sem væntanlega yrði um lægri upp- hæðir að ræða en niðurgreiðslurn- ar eru. Aðildarríki GATT-samkomulags- ins áttu að vera búin að skila samn- ingstilboðum til landbúnaðarnefnd- arinnar 15. október síðastliðinn. Þann 5. desember lýkur svokölluðum Úrugvæumræðum, sem hófust árið 1986 með samkomulagi um að kann- að yrði hvaða forsendur væru til að draga úr áhrifum þess opinbera á verðmyndun landbúnaðarvara á heimsmarkaði, og kemur þá í ljós hvort samkomulag um það tekst. Steingrímur J. Sigfússon landbún- aðarráðherra kynnti á ríkisstjórnar- fundi samningstilboð þar sem gert var ráð fyrir 45% niðurskurði á út- flutningsbótum og 15-25% niður- skurði á niðurgreiðslum, en á fundi sem í framhaldi af því var boðað til með landbúnaðarráðherra, fjármáia- ráðherra og utanríkisráðherra var síðan gengið frá tilboði þar sem gert var ráð fyrir meiri niðurskurði á út- flutningsbótum, eða 65%. Að sögn Hákons Sigurgrímssonar er samkvæmt hugmyndum um GATT-samkomulagið ekki gert ráð fyrir því að bannað yrði að vera með beinar greiðslur til bænda, sem ætl- ^ðar væru til að viðhalda byggð eða öðrum félagslegum markmiðum. Stuðningur Bandaríkjamanna við þarlendan landbúnað væri að mestu leiti í formi slíkra beinna greiðslna, og í viðræðum hefðu þeir krafíst þess að svo yrði áfram. „í samræmi við þessar hugmyndir GATT höfum við verið með hug- myndir um að færa niðurgreiðslur á landbúnaðarvörur yfir í beinar greiðslur Til bænda, og hefur það einmitt verið mikið rætt í sambandi við gerð nýs búvörusamnings, en með því geta menn náð fram ýmsum markmiðum bæði til hagræðingar og skipulags, sem ekki nást með niður- greiðslum. Ef bóndinn fengi þannig einhverjar fjárhæðir greiddar beint til sín þyrfti hann ekki að taka þær í gegnum markaðinn, og samkvæmt því myndi vöruverð lækka þó nú sé ekki Ijóst að hve miklu leyti, auk þess sem væntanlega yrði um lægri heildarupphæð að ræða vegna þess að fjármunimir myndu nýtast betur. Það er ekki sjálfgefið að allir bændur fegju sömu greiðslur, og til dæmis geri ég ekki ráð fyrir að það yrði talið eðlilegt að svokallaðir tóm- stundabændur í sauðijárrækt nytu þessara greiðslna," sagði Hákon. Hann sagði að að sá samdráttur á opinberum stuðningi, sem gert væri ráð fyrir í samningstilboði ís- lendinga í landbúnaðarnefnd GATT, hefði frá árinu 1988 þegar orðið að mestu leyti varðandi útflutningsbæ- turnar. „Það sem eftir stendur virð- ist okkur nægja til að bæta upp út- flutning á þeim öryggismörkum, sem rætt hefur verið um í kindakjöts- framleiðslunni í búvörusamningum, eða um 800 tonn á ári.“ slakur, en orsaka ófara í grein- inni mætti oft á tíðum rekja til mistaka sem gerð hefðu verið í eldi. Á ráðstefnunni kom fram að margar fiskeldisstöðvar hér á landi eru með stofna f eldi, sem alls ekki sýna þann vöxt og viðgang sem þarf til að tryggja stöðvunum viðun- andi afkomu, en fádæma bjartsýni hefði ríkt á möguleika ókynbættra stofna. Reynslan hefði hins vegar sýnt að vaxtarhraði íslenskra stofna væri aðeins um 70% af vaxtarhraða norskra stofna og náttúrulegur dauði væri helmingi meiri í íslenska stofninum, auk þess sem afföll í eldinu væru allt of há. Þá kom fram að rángar skyndiákvarðanir hefðu í mörgum tilfellum verið teknar til að bjarga einstökum fyrirtækjum og greinum fiskeldis, en það hefði meðal annars leitt til hruns seiða- markaðarins í Noregi. Fram kom á ráðstefnunni að miðað við markaðsverð á laxi í dag er tæplega hægt að hafa upp í fram- leiðslukostnað á laxi undir 3 kg, en gera mætti ráð fyrir að hjá flest- um íslenskum fiskeldisstöðvum vaéri um 60-70% af fiskinum undir 3 kg við slátrun. Þá kom fram að gæði afurða fiskeldisstöðva væru í allt of mörgum tilvikum léleg, en það hefði haft í för með sér að ekki hefði tekist að byggja upp nægilegt viðskiptatraust. I mörgum tilfellum mætti rekja léleg gæði til kæruleysis fiskeldismanna, sem oft á tíðum eyðileggðu fiskinn vegna mistaka sem gerð væru á lokastigi framleiðslunnar. Líflegar umræður urðu á ráð- stefnunni og voru þeir sem til máls tóku ófeimnir við að benda á það sem aflaga hefur farið í uppbygg- ingu fiskeldisins og þau mistök sem - gerð hafa verið. Flestir voru þó sammála um að fiskeldi ætti framtíð fyrir sér hér á landi ef dreg- inn yrði lærdómur af fenginni reynslu, og samvinna í greininni yrði aukin. Bú Arnarflugs tekið til gjaldþrotaskipta: Skuldir umfram eignir nema 853 milljóniim kr. BÚ Arnarflugs hf. var tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt úrskurði borgarfógeta frá því í gær samkvæmt beiðni stjórnar félagsins. Jafn- framt voru hæstaréttarlögmennirnir Brynjólfur Kjartansson og Jó- hann H. Níelsson ráðnir bústjórar til bráðabirgða. Borgarfógeti synjaði nýlega ósk um að gefið væri vilyrði fyrir því stjórnar Arnarflugs hf. um heimild til greiðslustöðvunar og í úrskurði hans kom fram það álit hans að stjómendur Arnarflugs hefðu átt að óska eftir gjaldþrotaskiptum að minnsta kosti frá því árið 1987. í gögnum sem stjómendur Amar- flugs lögðu fram í tengslum við ósk um greiðslustöðvun kemur fram að eiginfjárstaða félagsins var nei- kvæð (skuldir umfram eignir sam- kvæmt bókhaldi) um 853 milljónir kr. Töldu þeir að frá þeirri fjárhæð mætti draga 358 milljónir kr. sam- kvæmt samningi félagsins við ríkis- sjóðs þannig að rautiverulegt eigið fé hafi v'erið neikvætt um 495 millj- ónir kr. Óvíst er hvernig fer með niðurfellingu á kröfum ríkisins nú þegar félagið er gjaldþrota. í úr- skurði sínum um greiðslustöðvun vakti borgarfógeti athygli á því að yfirlýsing fjármálaráðherra snerist að leitað verði heimildar Alþingis til að fella niður skuldir við ríkissjóð og/eða Ríkisábyrgðarsjóð að fjár- hæð 150 milljónir kr. miðað við verðlag 17. mars 1989 eða að þeim verði breytt í víkjandi lán. Þetta vilyrði sé þó háð ýmsum veigamikl- um skilyrðum sem ekki verði séð að félagið hafi fullnægt. Megnið af skuldum félagsins er við aðila sem hafa hvorki veð né aðrar tryggingar fyrir skuldum sínum. Kröfur af þessu tagi og sem ná ekki einni milljón kr. voru taldar 378 milljónir í lok september. Kröf- ur með veði í fasteignum voru tald- ar nema 55 milljónum kr., ógreidd laun og launatengd gjöld 72,7 millj- ónir, kröfur með veði í flugvélum 36 milljónir, skuldir með ábyrgð hluthafa tæplega 50 milljónir og skuldir með veði í skuldabréfaeign félagsins rúmar 11 milljónir kr. Samtals nema þessar skuldir tæp- lega 604 milljónum kr. Til viðbótar þessu koma 358 milljónir sem félag- ið hefur dregið frá skuldunum vegna vona um niðurfellingu skulda við ríkið. Þá vantar kröfur 500-600 smæstu kröfuhafna. Verðmæti eigna félagsins var talið vera 165,5 milljónir þann 30. september, þannig sundurliðað: Bankainnistæður og viðskiptakröf- ur 21 milljón kr., birgir af vörum til sölu um borð 9 milljónir, hluta- bréf 730 þúsund, skuldabréf 20 milljónir, þtjár flugvélar til innan- landsflugs 36,4 milljónir kr., vara- hlutir í Boeing 737 7 milljónir, eign- arhlutar í Lágmúla 7 að verðmæti 40,7 milljón, fasteignir við Reykjavíkurflugvöll 23,7 milljónir, tölvubúnaður 2,8 milljónir og skrif- stofubúnaður 4,2 milljónir kr. í úrskurði borgarfógeta um synj- un greiðslustöðvunar'kom fram að allar fasteignir félagsins og loftför 1 væru veðsett talsvert umfram áætl- áð verðmæti við sölu á frjálsum markaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.