Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 félk f fréttum SVISS Eigendur íslenskra hesta biðja Benna um ráð Zunch. Fra Onnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. AÐ ER ekki sagt opinberlega frá komu allra íslendinga til Sviss. En þegar Benedikt Þor- björnsson er á ferðinni þá er greint frá því fyrirfram í riti eigenda ís- lenskra hesta í Sviss undir fyrir- sögninni „Benedikt Thorbjoernsson kommt in die Schweiz“ (Benedikt Þorbjörnsson kemur til Sviss). He- stafólki er þar með bent á að því gefist kostur á að fá leiðsögn kunn- áttumanns i meðferð íslenska hests- ins og það streymir að til að fá ráðleggingar Benna, eins og Bene- dikt er kallaður. Hann er 34 ára tamningamaður og reiðkennari sem rekur hestabú á Stað í Borgarfirði. Hann keppir á hestamótum bæði innanlands og utan og hefur þannig komist í kynni við eigendur íslenskra hesta erlendis. Hann var fyrst beðinn um að koma í vinnu til Þýskalands eft- ir Evrópumót íslenskra hesta í Dan- mörku árið 1976 og hefur farið út flest haust síðan. „Það er ágætt að nota tímann á haustin þegar við hvílum hestana heima til að aðstoða hestaeigendur erlendis,“ sagði hann. „Hestarnir eru notaðir allt árið hérna úti.“ Hann hefur komið til Sviss und- anfarin haust og hefur aðsetur hjá Indermaur-fjölskyldunni í Einsied- eln sem er skammt frá Zurich. Aðstaðan þar er ótrúlega góð fyrir þéttbýlt og hæðótt land eins og Sviss. Rúmgóð reiðhöll, hesthús og hlaupabraut eru við stórt íbúðarhús ijölskyldunnar. Húsbóndinn á eld- húsinnréttingafyrirtæki og öll ijöl- skyldan er með hestabakteríu. Ind- ermaur var með þeim fyrstu sem fluttu inn íslenska hesta á sjöunda áratugnum og á nú um tuttugu. Þeir Benedikt eru góðir vinir og Benedikt hefur selt honum þrjá hesta sem hann keppti á á Evrópu- mótum. Þar á meðal er Styrmir, Evrópumeistari í fímmgangi í Sví- þjóð 1983. „Það má segja að ég komi hingað að heimsækja vini mína, bæði menn og skepnur," sagði Benedikt. Það er þó nokkuð um íslenska hesta í Sviss, eins og víðar í Evr- ópu. Benedikt sagði að fólk kynnt- Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir Benedikt Þorbjörnsson og Styrmir sem býr í Einsiedeln, Sviss. ist yfirleitt hestinum í íslensku umhverfi og hrifist af ftjálsleika hans og íjölhæfni. „Það fær ólækn- andi bakteríu," sagði hann. „ís- lenski hesturinn er auðveldari í umhirðu og ódýrari í rekstri en stærri hestar.“ Utlendir hestar eru viðkvæmari fyrir fóðri og kulda en íslenskir, éta meira og taka meira pláss. Benedikt sagðist fyrst og fremst segja fólki til um hvernig það getur laðað fram hjá hestinum það sem hann býr yfir. „Helsti gallinn er- lendis og sérstaklega hérna í Sviss er plássleysið. Það er hætta á að það komi leiði í hestana ef þeir e_ru þjálfaðir á of þröngu svæði. Ég reyni að benda eigendum á að ríða þeim létt svo að fijálsleikinn haldi sér. Og ég geri helst engan mun á hvort verið er að þjálfa hest fyrir keppni eða aðeins til ánægju. Allir hestaeigendur eiga að gera sér grein fyrir að hesturinn er fyrst og fremst félagi en ekki íþróttatæki.“ Tónlistar-bar Vitastíg 3, sími 623137 Þriðjud. 23. okt. ki. 20-01 Kl. 22: HALFT f HVORU (moðel 14) Eyjólfur Kristjánsson, Inqi Gunnor JóhannsiþnTGíslr tkJgason, Örvor Kristjónssj NÚ FIÖLW A Eyjror Gunnorsson htjómborð, Sigutður Flososon soxafón, torleifur Guðjónsson bosso. Miðvikud.24. kl. 20,- 01 kl. 21.30: Blúshlj „TVEIR VIRÐULEGIR“ Guómundur og David á Hard Rock Café ÓDÝR HÁDEGISMATVR - SÚPA FYLGIR Velkomin á Hard Rock Cafe, sími 689888 Þarna eru þeir Slater, Grieco, Rourke og Dillon með í spilinu. as m 42. leikvika - 20. okt. 1990 Röðin : X2X-X22-X11 -X21 hver vann *> m u w IémI I w nill 1 u • 1.342.047- kr. 12 réttir: 0 raöir komu fram og fær hver: 0- kr. 11 réttir: 3 raðir komu fram og fær hver: 81.116- kr. 10 réttir: 49 raðir komu fram og fær hver: 4.966- kr. Þrefaldur pottur - næst!! TÍSKA James Dean- tíska tröll- ríður Hollywood Þótt James Dean hafi aðeins verið 24 ára gamall er hann lést í bílslysi fyrir 35 árum og að hann hafi einungis náð að leika í þremur kvikmyndum á stuttum ferlinum, er ljóst að áhrif hans hafa verið gífurleg og nú ríður einhvers konar „James Dean-æði“ yfir kvik- myndaborgina Hollywood. Æði James Dean þetta lýsir sér þannig, að furðu- margir hinna efnilegri leikara svæð- isins hafa tileinkað sér James Dean- útlitið og nægir að benda á mynd- irnar sem þessum pistli fylgja, en þar eru þeir Christian Slater, Rich- ard Grieco, Micky Rourke og Matt Dillon allir samankomnir, hver öðr- um líkari goðinu umrædda. Fleiri mætti tína til. Þessari klæða- og hártísku fylgir einnig að æða um götur á hraðskreiðum bílum og vél- hjólum. En myndirnar tala sínu máli. @5 Ármúla 29 símar 38640 - 886100 Þ. ÞORGRÍMSSON &C0 Armstrong LOFTAPL0TUR KORK0 PIA*T GÓLFFLÍSAR KORKFLISAR BMF VINKLARÁTRÉ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.