Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER 1990 53 sjónvarpsins, „Jón gamli“ eftir Matthías Johannessen. Leikferill Vals er svo litríkur, viðamikill og stórkostlegur að mað- ur veit varla hvar á að bera niður, vilji maður minnast helstu afreka hans á leiksviðinu, enda mun enginn íslenskur leikari hafa farið með fleiri aðalhlutverk en Valur Gísla- son. Þó vil ég ekki láta hjá líða að nefna nokkur þeirra, því fjölmörg þeirra hlutverka, sem Valur hefur leikið, standa manni enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Meðal helstu hlutverka sem Val- ur lék hjá Leikfélagi Reykjavíkur má nefna Borgen eldri í „Orðinu“ eftir Kaj Munk, Paul Lange í „Paul Lange og Tora Parsberg" eftir Ib- sen, Tessmann í „Heddu Gabler“ eftir Ibsen og Bjarna á Leiti í „Manni og konu“ eftir Jón Thor- oddsen. Nokkur eftirminnilegustu hlut- verka Vals hjá Þjóðleikhúsinu voru t.d. Eydalín lögmaður í „íslands- klukkunni" eftir Halldór Laxness við opnun Þjóðleikhússins, Jon Ara- son í „Jon biskup Arason“ eftir Tryggva Sveinbjörnsson, Lykla- Pétur í „Gullna hliðinu" eftir Davíð Stefánsson, Helmer í „Brúðuheimil- inu“ eftir Ibsen, Jack Boyle í „Júnó og Páfuglinn" eftir Sean O’Casy, Bárður á Búrfelli í „Pilti og stúlku" eftir Jón Thoroddsen, Gregers Werle í „Villiöndinni" eftir Ibsen, Harry Brock í „Fædd í gær“ eftir Garson Kanin, Don Camillo í „Don Camillo og Peppeone" eftir Giov- anni Guareschi, Otto Frank í „Dag- bók Önnu Frank“ eftir Fr. Goddrich og Alb. Hackett, Riddaraliðsforing- inn í „Föðurnum“ eftir Strindberg, Brynjólfur biskup Sveinsson í „Skálholti" eftir Kamban, en það var einnig sýnt í sjónvarpinu, Dav- ies í „Húsverðinum" eftir Pinter, Pat í „Gísl“ eftir Behan, séra Lamb í „Hafið bláa hafið“ eftir Schéhadé og Jon Morton í „Ríkarði þriðja“ eftir Shakespeare. Varðandi leik Vals og vinnu hans við hlutverk sín, er eitt öðru fremur einkennandi og það er sú alúð, sem hann lagði við persónusköpunina. í hana lagði hann mikla vinnu og vandaða, enda skilaði það sér, því honum tókst að skapa svo margar eftirminnilegar persónur á sviðinu að það er með ólíkindum. Valur hlaut líka margar og verð- skuldaðar viðurkenningar fyrir leik- listarstörf sín. Tvívegis fékk hann Silfurlampa Félags íslenskra leik- dómenda, fyrst fyrir Harry Brock í „Fædd í gær“, í seinna skiptið fyrir Riddaraliðsforingjann í „Föð- urnum“. Tvisvar fékk hann heiðurs- veitingu úr Menningarsjóði Þjóð- leikhússins, árin 1960 og 1966. Árið 1945 var hann sæmdur ridd- arakrossi St. Olavs-orðunnar. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðú árið 1963 og stórriddarakrossi árið 1976. Hann hefur verið á föstum heið- urslaunum listamanna frá Alþingi síðan 1970. Árið 1966 var Valur sæmdur gullmerki Félags íslenskra leikara og hefur verið heiðursfélagi félagsins frá árinu 1971. Ætla mætti, að nú hefði starfs- ævi Vals verið tíunduð með því sem að ofan er sagt, því svo risavaxið er framlag hans til leikhússins, að ætla mætti að fleiri en einn maður hefði verið þar að verki. En Valur var einn af brautryðjendum í félags- málum leikara. Hann var ritari Leikfélags Reykjavíkur frá 1929-30, 1933-34 og 1945-48. For- maður Leikfélags Reykjavíkur var hann árin 1941-44. Ekki voru störf hans fyrir Félag íslenskra leikara minni að vöxtum. Valur var einn af stofnendum fé- lagsins árið 1941. Hann var for- maður félagsins samtals í átta ár. Hann sat í stjórn Bandalags íslenskra listamanna sem fulltrúi Félags íslenskra leikara samfleytt frá 1950-1959 og var hann formað- ur BÍLs þrívegis á því tímabili. Valur sat í stjórn Nordisk Skue- spillerrád frá árinu 1950 'til 1961 eða samfellt í ellefu ár. Þá sat hann í Þjóðleikhúsráði sem fulltrúi Félags íslenskra leikara frá 1963-70. Þá eru ótalin öll þau nefndarstörf og fulltrúastörf sem hann gegndi fyrir félag leikara. Af þessari lauslegu upptalnin'gu má sjá að við getum ekki einungis státað af frábærum leiklistarferli Vals, heldur hafa störf hans að fé- lagsmálum leikara og menningar- málum yfirleitt markað djúp spor í listasögu þessarar þjóðar, sem aldr- ei munu gleymast. Valur Gíslason var glæsilegur maður, það gustaði af honum og hann vakti hvarvetna athygli þar sem hann fór. Hann var einkar traustur og tók starfsfélögum sínum með mikilli vinsemd og glettnin var ævinlega nálæg þar sem Valur var. Honum var mjög annt um leikhúsið, fyrir honum var það heilagt, því gerði hann sér far um að innræta með hinum yngri leikurum tilhlýðilega virðingu fyrir því og ást. Af þessari ástæðu öðrum fremur hafa starfsfélagar hans, yngri sem eldri, dáð og virt Val og reynt að taka hann sér til fýrir- myndar. Hann var gestrisinn með afbrigð- um og gleymast engum þær stund- ir sem þeir hafa dvalið á yndislegu heimili Laufeyjar og Vals. Ekki er hægt að minnast á heimili þeirra, án þess að geta um hið samhenta, trausta og ástríka hjónaband þeirra og hversu mikil stoð og stytta Lauf- ey var honum í starfi hans. Það vakti aðdáun allra. Ég er þess fullviss, að þegar fram líða stundir og saga leiklistarinnar á íslandi verður skoðuð úr meiri fjarlægð og með betri yfirsýn en nú er hægt, mun nafn Vals Gísla- sonar tróna þar í efstu sætum, sem einn þeirra afburðalistamanna sem íslenskt leikhús hefur átt. Hið far- sæla lífshlaup þessa atkvæðamikla listamanns, sem nú er á enda runn- ið, hefur verið og mun verða mörg- um yngri mönnum hvatning til dáða um langa framtíð. Það er mikill heiður að hafa þekkt, unnið með og umgengist Val Gíslason. Ég færi Laufeyju, Valgerði og Ingimundi, Guðrúnu og Val, börn- um þeirra og fjölskyldu allri innileg- ar samúðarkveðjur frá öllu starfs- fólki Þjóðleikhússins. Gísli Alfreðsson Kveðja frá Félagi íslenskra leikara í dag kveðjum við hinsta sinni kæran félaga. Víst er að Félag íslenskra leikara á Val Gíslasyni mikið að þakka. Hann var einn af stofnendum félagsins árið 1941, og síðan formaður þess fyrst frá 1950-1955 og síðan frá 1958-1961. Sem fulltrúi félags síns sat Valur einnig mörg ár í stjórn Nordisk Skuespillerrád og í stjórn Banda- lags íslenskra listamanna. Formað- ur BIL var hann þrívegis á árunum frá 1950-1958. Þá eru ótalin mikil og margskonar nefndarstörf sem Valur vann fyrir Félag íslenskra leikara. Leiklistarferill Vals Gíslasonar var óvenju glæsilegur, þó eflaust hafi baráttan oft á tíðum verið strembin. Hans fyrsta hlutverk á sviði var hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1926 og þar lék hann uns Þjóð- leikúsið tók til starfa árið 1950. Hjá Þjóðleikhúsinu varð hann einn af fyrstu fastráðnu leikurunum og naut húsið krafta hans allt tii ársins 1987. Valur var geysilega fjölhæfur leikari. Þær eru trúlega fáar mann- gerðirnar sem hann ekki túlkaði á sextíu ára leikferli og ætíð var hann jafn trúverðugur hvort sem þar var um að ræða vesælan kotbónda eða upphafinn burgeisa. Valur hafði mikinn persónuleika til að bera og yfir honum var reisn og virðuleiki en jafnframt bjó hann yfir mikilli hlýju. Með langan og farsælan feril að baki sem leikari og með óeigin- gjörnu starfi sínu að félagsmálum leikara sem og annarra listamanna, hefur Valur lagt mikið af mörkum til íslenskrar menningar. Við bárum gæfu til að meta það. Hann hlaut opinberar viðurkenningar, m.a. heiðurslaun listamanna, og árið 1976 var han sæmdur Stórriddara- krossi Hinnar íslensku fálkaorðu. Félag íslenskra leikara sæmdi Val Gullmerki félagsins árið 1966 og árið 1971 varð hann heiðursfélagi. Valur Gíslason lifði ekki til að gleðjast með félögum sínum í tilefni 50 ára afmælis FIL á næsta ári. En hans verður minnst sem braut- ryðjanda félagsins, glæsilegs full- trúa þess og stórbrotins listamanns. Við, félagar Vals, vottum elsku- legri eiginkonu hans og börnum innilega samúð. F.h. Félags íslenskra leikara, Guðrún Alfreðsdóttir. Kveðja frá Víkingi Víkingar minnast Vals Gíslason- ar, leikara, sem í dag verður til moldar borinn eftir langan og far- sælan ævidag. Þjóðin þekkir vel til verka Vals Gíslasonar á sviðinu, svo ástsæll leikari sem hann var. í tvígang hampaði hann silfurlamp- anum fyrir framúrskarandi leik. Hann var þjóðarinnar. En Valur Gíslason var ekki ein- ungis snjall á leiksviðinu þar sem hann heillaði áhorfendur; hann var og snjall leikmaður á knattspyrnu- vellinum á sínum yngri árum. Tvívegis hampaði hann íslands- meistaratign í knattspyrnu þegar Víkingur vann sína fyrstu meistara- titla árin 1921 og 1924. Knatt- spyrnufélagið Víkingur var að kom- ast á táningsaldur þegar Víkingar lyftu stoltir hinum eftirsótta titli á Melavellinum gamla. Valur Gísla- son var einnig á táningsaldri, — þó sex árum eldri. Var að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki það herrans ár 1921. og þremur árum síðar, — árið 1924, þegar Víkingar hömpuðu meistaratitli í annað sinn, átti Valur Gíslason fast sæti í lið- inu. Það var ánægjulegt að minnast gömlu góðu daganna á 75 ára af- mæli Víkings í apríl árið 1983. Þá voru Valur og fleiri góðir Víkingar samankomnir og fögnuðu nýjum sigrum eftir mörg mögur ár; fögn- uðu upprisu félagsins, en Víkingor hafði orðið Islandsmeistari bæði í knattspyrnu og handknattleik tvö ár í röð. Afrek sem Víkingur eitt íslenskra félaga getur státað af. Þá er hollt að líta til baka og minn- ast sigra og andstreymis, því fortíð varðar veginn til framtíðar. Því þótti Víkingum vænt um að sjá kempur eins og Val Gíslason í sínum hópi. Frá kappleikjum þriðja áratugar- ins lá leiðin á leiksviðið og þar vann Valur eftirminnilega sigra. Aðrir minnast þeirra, en Víkingar kveðja Val Gíslason, leikara, með hlýhug og þakka samfylgdina. Við vottum fjölskyldu hans innilega samúð okk- ar. Hallur Hallsson, formaður Knattspyrnu- félagsins Víkings. Kveðja frá Leikfélagi Reykjavíkur Valur Gíslason leikari er látinn eftir langt og giftudrjúgt starf í þágu íslenskrar leiklistar. Valur hóf ungur feril sinn sem leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur en réðst til Þjóðleikhússins við opn- un þess og starfaði þar til loka starfsævi sinnar. Auk starfa sinna sem listamaður gegndi Valur ýms- um trúnaðarstörfum fyrir leikara- stéttina og var formaður Leikfélags Reykjavíkur i 3 ár og ritari í 5 ár. Hann var í mörg ár formaður Fé- lags íslenskra leikara og forseti Bandalags listamanna svo fátt eitt sé talið. Þó að Valur léki ekki hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur eftir að hann hóf störf hjá Þjóðleikhúsinu var ljóst að Leikfélag Reykjavíkur átti sterk ítök í honum og hann fylgdist ávallt vel með því sem þar var að gerast. Við hjá Leikfélaginu litum alltaf á hann sem félaga okkar og þótti virðingarauki að því að fá að kjósa hann sem heiðursfélaga Leik- félags Reykjavíkur. Valur hafði þann sið á frumsýn- ingum hjá Leikfélaginu að koma jafnan á bak við í hléinu ásamt konu sirini, Laufeyju Árnadóttur, til að heilsa upp á leikarana og fylgdi því alltaf sérstök stemmning að hitta þau hjón við slík tækifæri. Fyrir okkur sem ekki áttum þess kost að vinna með honum voru þess- ar stundir mikilvægt tækifæri til að hitta þennan merka leikara og kynnast viðhorfum hans. Nú verða þessar heimsóknir hans ekki fleiri en Leikfélag Reykjavíkur minnist heiðursfélaga síns Vals Gíslasonar með virðingu og þökk og vottaar eiginkonu hans, Lauf- eyju Árnadóttur, og börnum þeirra innilega samúð. Sigurður Karlsson Stangaveiðifélag Reykjavíkur var stofnað 17. maí 1939. Éinn af stofnfélögunum var ungur leikari, Valur Gíslason að nafni, sem þá þegar var orðinn einn af þekktari listamönnum þjóðarinnar. Hróður hans á sviðinu jókst enn þar sem hann með fágaðri og vandvirkri túlkun sinni hlaut að launum ást og virðingu þjóðarinnar allrar. - Valur Gíslason var mjög virkur þátttakandi í mótun Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur og sat m.a. í stjórn þess í fjögur ár á árunum 1942- 1945 og svo aftur 1949-1950. Valur bar þann heiðurssess að hafa félagsnúmer 1 í SVFR og hafði borið það númer í allmörg ár. Hann stundaði sína laxveiði allt fram á síðustu ár og gekk jafnan til sinna veiða með sínu faglega og virðulega fasi og með fullri virðingu fyrir veiðidýrinu laxinum. M.ö.o. þá var Valur listamaður á fleiri sviðum en leiksviðum. Fyrir störf sín og tryggð við SVFR veitti félagið hon- um á 50 ára afmæli sínu, æðstu viðurkenningu sem félagið getur - veitt nokkrum manni, þ.e. heiðurs- merki SVFR úr gulli. Nú þegar Valur hverfur til æðri veiðilenda þar sem honum verður eflaust vel fagnað, eru þakkir okkar endur- teknar og SVFR kveður með virð- ingu vin sinn og góða fyrirmynd annarra stangaveiðimanna. Ég votta eiginkonu hans og fjöl- skyldu allri dýpstu samúð mína. Jon G. Baldvinsson form. SVFR. Minning‘: Valur Arnþórsson — bankastjóri og fyrrverandi kaupfélagsstjóri Kveðja frá Degi Fæddur 1. mars 1935 — Dáinn 13. október 1990 Þegar Valur Arnþórsson varð fimmtugur, þann 1. mars 1985, átti Dagur við hann viðtal. Við það tækifæri var Valur m.a. spurður hvernig honum liði á þessum merku tímamótum. Hann svaraði því til að sér þætti einna verst hve árin 50 minntu sig óþyrmilega á hvað tíminn liði hratt. „Ég á nefnilega svo óskaplega mikið ógert.“ Þessi orð eru dæmigerð fyrir þann mikla kraft og þá miklu atorku sem Valur Arnþórsson bjó yfir. Valur Arnþórsson lést síðastlið- inn laugardag, lang fyrir aldur fram. Þótt almættið hafi hagað því svo að endir var bundinn á gifturík- an feril Vals Arnþórssonar, með sviplegum hætti, er ævistarf hans ótrúlega mikið að vöxtum. Auk síns aðalstarfs hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga um tæpra 24 ra ára skeið, gegndi Valur fjölmörgum trúnaðar- störfum hjá hinum ýmsu félögum og fyrirtækjum. Þau skipta tugum fyrirtækin og félögin sem fengu notið óþijótandi krafta Vals Arn- þórssonar á glæstum starfsferli hans. Hvarvetna lét hann að sér kveða svo eftir var tekið. Dagur er eitt þeirra fyrirtækja sem varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá Val Arnþórsson til liðs við sig. Þegar hann tók við starfi kaup- félagsstjóra Kaupfélags Eyfirðinga snemma árs árið 1971, fylgdi því m.a. stjórnarformennska í Utgáfu- félagi Dags. Á þeim tíma var stjórn- arformennska í félaginu ef til vill ekki ærinn starfi en það átti eftir að breytast á tiltölulega skömmum tíma. Árið 1971 kom Dagur út einu sinni í viku og stundum tvisvar, „þegar ástæða þótti til“. Nokkru eftir að Valur tók við stjórnarfor- mennsku í útgáfufélaginu varð hins vegar skammt stórra högga á milli. Árið 1978 eignaðist Dagur eigið húsnæði í fyrsta sinn í 60 ára sögu blaðsins; prentvélakostur var bætt- ur og útgáfutíðnin aukin jafnt og þétt. Ljóst var hvert stefndi og loks var skrefið stigið til fulls. Haustið 1985 varð Dagur dagblað hið fyrsta og eina sinnar tegundar utan höfuð- borgarsvæðisins. Þótt fjölmargir hafi lagt hönd á plóginn við að gera gamlan draum margra Norð- lendinga að veruleika er á engan hallað þótt fullyrt sé að Valur Arn- þórsson hafi lagt hvað þyngst lóð á vogarskálina. Hann fleytti fyrir- tækinu yfir margan erfiðan hjallann með fyrirhyggju sinni, stjórnvisku og ráðdeild og réð starfsmönnum þess heilt í hvívetna. Fyrir allt þetta kúnna starfsmenn blaðsins og sam- starfsmenn Vals í blaðstjórn honum bestu þakkir. Glæstur kafli í sögu Dags er samofinn lífi og starfi Vals Arnþórssonar og ber honum, framsýni hans og stórhug, fagurt vitni. Fyrir hönd Dags þakka ég, að leiðarlokum, góðum dreng ánægju- lega samfylgd og sendi frú Sigríði Olafsdóttur, börnum hennar og öðr- um ástvinum Vals innilegar samúð- arkveðjur. Bragi V. Bergmann Erfidrykkjur í hlýlegu og notalegu umhverfí Við höfum um árabil tckið að okkur að sjá um erfídrykkjur fyrir allt að 300 manns. I boði eru snittur með margvíslegu áleggi, brauðtertur, flatbrauð með hangikjöti, heitur eplaréttur með rjóma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsípantertur, rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fl. Með virðirtgu. FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIÐIR REYKJAVlKURFLUCVELLI. 10 1 R E Y K J A V I K SlMI: 9 1 - 2 2 3 2 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.