Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR. 23. OKTÓBER 1990 Karólína tjáir þrá sína í sðng. Bára Lyngdal Magnúsdóttir í hlut- verki sínu. eins og fleira í þessu leikriti en leikararnir hafa allir vald á sínu hlutverki, sérstaklega sýna margir góða komíska leiktakta. Eg minntist á leikmyndina í upp- hafi; fyrir utan gluggavegginn ein- kennist hún af skilrúmum á hliðar- sviði og vegg sem lokar af baksvið- ið en hægt er að draga upp t.d. til þess að afhjúpa óróann skemmti- lega. Þetta er ágæt en dálítið köld leikmynd, hefði mátt vera ögn meiri hlýja í formunum. Leikaram- ir koma oftast inn á sviðið frá sín hvorri hliðinni og þá iðulega á palli eða í kassa eða sófa sem er rennt inná sviðið á hjólum, eða eftir ein- hveijum brautum. Þetta er ágæt lausn, að því leyti að atriðin renna smurt inn í hvert annað í orðsins fyllstu merkingu en reyndar var maður orðinn örlítið þreyttur á þessu í lokin. Tíminn er allsstaðar og hvergi. Núna og þá og einhvem tímann. Stundum er eins og tímaleysi sé ríkjandi í textanum en stundum er verið að tala um þekkta hluti úr raunveruleikanum s.s. Perluna í Öskjuhlíðinni (mér segir svo hugur um að sá brandari eigi eftir að' heyrast víða). Þó þessi perluorða- leikur hafi verið sniðugur þá fínnst mér staðsetningin í tíma og rúmi veikja leikritið einkum og sér í lagi þar sem umgjörðin leggur alla áherslu á tímaleysi í búningum og tónlist'. Það væri hægt að minnast á fjöldamörg atriði í viðbót, góð eða 'vond. T.d. hef ég ekkert talað um efnið. Hjón sem skilja, kallinn fær sér nýja konu. Stelpa verður ólétt o.fl. o.fl. En þetta em samt ekki aðalatriðin, þau era falin í ein- hveiju öðra, samspili ólíkra þátta leikhússins. Þetta samspil tekst ekki í öllum tilvikum en stundum og þá er gaman. Ég held að orð einnar persónunnar lýsi þessu hvað best „ Eitthvað spennandi. Eitthvað samt skrýtið." Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson Guðný Guðnadóttir og Sigrún Sigurgeirsdóttir Ársólarkonur standa við kabyssuna í réttarskálanum í Staðardal. Suðureyri: Réttarkaffi án rollna Suðureyri. ÞAÐ hefur verið siður hér í sveit að þegar bændur hlaupa til fjalla á eftir sauðfé sínu í smala- mennsku, hafa kvenfélagskonur í kvenfélaginu Arsól staðið fyrir réttarkaffi í réttarskálanum í Botni og Staðardal. Hefur þessi siður verið við hafður í ein 70 ár. I upphafi fór kaffísalan fram í tjöldum og þá oft við erfið skilyrði enda allra veðra von á haustdögum. Seinna meir komu skálar bæði í Botni og í Staðardal. Föstudaginn 12. október var rétt- ardagur í Staðardalsrétt, en vegna slæms veðurs var fénu smalað beint heim á bæina. Þrátt fyrir það létu Ársólskonur ekki deigan síga og þeir sem gerðu sér ferð í Dalina umræddan dag fengu því að njóta réttarkaffísins engu að síður. Ekki gat fréttaritari fundið annað en að kaffíð og meðlætið stæði fyrir sínu þótt á vantaði jarmið og háreystina úr réttunum, enda kvenfélagskon- umar annálaðar fyrir gæða bakstur í gegnum tíðina. — Sturla Páll DAGVI8T BARNA Stuðningsstarf í Ægisborg Þroskaþjálfi óskast nú þegar í stuðningsstarf á Ægis- borg. Upplýsingar veita Þórkatla Aðalsteinsdóttir sál- fræðingur í síma 27277 og Elín Mjöll Jónasdóttir for- . stöðumaður í síma 14810. n Skagfirska söngsveitin. Afmælistónleikar _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Skagfírska söngsveitin hélt upp á 20 ára afmæli kórsins með tón- leikum í Langholtskirkju sl. laugar- dag og flutti eingöngu söngverk eftir skagfirsk tónskáld. Tónleik- arnir hófust samkvæmt venju á Skýn við sólu, Skagafjörður, eftir Sigurð Helgason, þá fjögur lög eft- ir Pétur Sigurðsson og jafnmörg eftir Eyþór Stefánsson, allt þekkt lög og ágætlega gerð. Eftir hlé flutti Söngfélagið Drangey lög eftir Pétur Sigurðsson, Eyþór Stefáns- son og Jón Björnsson en eftir þann síðastnefnda vora flutt átta lög ýmist af Skagfírsku söngsveitinni eða einsöngvuram. Þeir sem sungu einsöng vora Óskar Pétursson, Guð- mundur Sigurðsson, Fríður Sigurð- ardóttir, Svanhildur Sveinbjörns- dóttir, María K. Einarsdóttir og Halla S. Jónasdóttir. Tónleikunum lauk svo með laginu Ég syng þenn- an söng, eftir Geirmund Valtýsson. Skagfírðingar hafa löngum verið frægir fyrir sönggleði, og hefur al- þýðusöngur staðið þar í sveit með miklum blóma, og fá héruð lagt eins mikið af mörkum í formi kór- laga, og einsöngs- og tvísöngslaga. Þessi sönggleði einkenndi afmælis- tónleika Skagfirsku söngsveitarinn- BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur gefið út Almanak Hins íslenska þjóð- vinafélags árið 1991, en nðalhluti þess er Almanak um árið 1991 sem dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur hjá Raunvís- indastofnun Háskólans hefur reiknað og búið til prentunar. Annað efni Þjóðvinafélagsalman- aksins þessu sinni er Árbók íslands 1989 sem Heimir Þorleifsson menntaskólakennari tók saman. ar undir vandvirknislegri og lifandi stjórn Snæbjargar Snæbjarnardótt- ur, sem stjórnaði fyrsta laginu og Sernata eftir Eyþór Stefánsson, og Björgvin Þ. Valdimarssyni, stjóm- anda kórsins. Undirleikari var Ólaf- ur Vignir Albertsson. Mörg laganna á efnisskránni eru fyrir löngu orðin þjóðkunn, t.d. eins og flest lögin eftir Pétur Sigurðsson og má þar t.d. nefna lögin Vor og Erla en einsöng í „Vorinu“ söng Fríður Sigurðardóttir og í „Erlu“ María K. Einarsdóttir. Halla S. Jón- asdóttir hefur um árabil sungið ein- söng með kórnum og ásamt Fríði söng hún ágæta vel tvo dúetta eft- ir Jón Björnsson og ein í laginu Hallarfrúin, líklega besta lagi Jóns. Óskar Pétursson og Guðmundur Sigurðsson fluttu tvísöngslagið Hirðingjasveitin eftir Jón af reisn, en hann eins og allir einsöngvararn- ir hafa auðheyrilega leitað fyrir sér um ýmislegt er varðar söngmennt. Að öðru leyti var frammistaða ein- söngvara og kórs góð og eins og fyrr segir, þrungin sönggleði og þokka. Þetta er 117. árgangur Þjóðvina- félagsalmanaksins sem er 180 bls., prentað í Odda. Umsjónarmaður þess er Jóhannes Halldórsson cand. mag., forseti Þjóðvinafélagsins. Forstöðumenn Þjóðvinafélagsins auk Jóhannesar (kosnir á Alþingi 9. maí 1988) eru dr. Jónas Krist- jánsson forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, varaforseti, dr. Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri, Heimir Þorleifsson menntaskóla- kennari og Ólafur Ásgeirsson þjóð- skjalavörður. Almanak Þjóðvina- félagsins 1991 TRYGGJUMÞURIÐI5. SÆTIÐ Stuðningsmenn • HÚN er óhefðbundinn stjórnmálamaður, einörð og talar mál sem allir skilja. • HÚN hefur ákveÖnar skoÖanir og dirfsku til aÖ fylgja þeim eftir. • HÚN er þekkt baráttukona sem á erindi á þing. ÞURÍÐUR PÁLSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.