Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 51 Laukaleikur Smávegis um ræktunina Hve margir laukar eru settir saman í ílát fer að sjálfsögðu eftir því hversu stórt það er. í meðalstóran blómapott er hæfí- legt að setja 3-7 túlípanalauka en 10-15 stk. af smálaukum. Moldin þarf að vera laus og létt, gjaman sand- eða vikurblönduð og til þess að bæta frárennslið má setja lag af smásteinum eða vikri á botn ílátsins. Laukana má ekki hylja alveg og þess skal gætt að mjói endinn snúi upp. Strax eftir að laukamir komast í moldina hefst rótarmyndunin sem að jafnaði tekur 8-12 vikur og þann tíma þurfa þeir að vera á svölum dimmum stað og nauð- synlegt að halda þeim ögn rök- um. Þegar spírarnar era orðnar 3-5 sm á hæð og fínna má fyrir blóminu er kominn tími til að taka pottana inn í stofu og best er að venja laukana við stofuhita og birtu smátt og smátt. Nokkrar tegundir Hyasintur era þeir laukar Tazet „Paperwhite" — jólalilja. sem um marga áratugi hafa ver- ið hvað vinsælastir til innirækt- unar hér á landi. Framan af vora þeir nær eingöngu ræktaðir í vatni í þar til gerðum glösum og mun sú ræktunaraðferð eitt- hvað vera notuð ennþá þó æ al- gengara gerist að þeir séu rækt- aðir í mold. Hyasintur eru til í fjölbreytilegum litum þó e.t.v. sé sá bleiki mest ríkjandi. Ein þeirra „Anna Marie“ hefur reynst frá- bærlega vel og er fyrri til að mynda rætur en ýmsar aðrar. Jólatúlípanar hafa lengi verið ræktaðir hér með góðum ár- angri, einkum „brilliant star“ rauður á lit, u.þ.b. 15 sm á hæð. Líkur honum að lögun og hæð er ,joffre“ gulur á litinn. Fle- stalla túlípana hávaxna sem lág- vaxna má rækta inni og sama er að segja um páska- og hvíta- sunnuliljur. Tazettur — jólaliljur njóta aukinna vinsælda enda eru þær auðveldar í meðförum, þurfa t.d. ekki kælingu eftir gróðursetn- ingu, heldur má setja þær út í glugga til rótarmyndunar þegar í stað. Þær era til hvítar (35 sm á hæð) og gular ívið hávaxnari. Það má nefna ótal tegundir af smálaukum sem heppilegar eru til inniræktunar svo sem vetrargosa, krókusa, perluliljur, smávaxnar páskaliljur o.fl. o.fl. Að lokum skal hér minnst á riddarastjörnu — amaryllis en nokkuð hefur færst í vöxt að þær undrafögru laukjurtir séu rækt- aðar til að bera blóm um jólaley- tið. Við góð skilyrði tekur það laukana 4-6 vikur að komast í blómgun. Góðir lesendur! Eins og sjá má af framanskráðu á að vera af nógu að taka til að hefja „lau- kaleikinn“ þegar í stað. Góða skemmtun! Blém vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir Þáttur nr. 187 Enginn vafi er á því að garð- yrkjufólk víðs vegar um lands- byggðina er búið að gróðursetja ósköpin öll af blómlaukum þetta haustið enda hafa gefíst til þess gullin tækifæri í haustblíðunni a.m.k. hér syðra. En þótt gróður- setningu úti við fari senn að ljúka er mögulegt að halda áfram þessum skemmtilega „laukaleik" með því að rækta laukana í skál- um, pottum og hvers kyns döllum með það fyrir augum að fá blóm- skrúð til að fegra híbýli okkar fyrst og fremst um jól en einnig til þess að lífga upp á lífíð og tilveruna í skammdegisdrangan- um. Er mér kunnugt um að enn luma blómaverslanir á ýmsu sem nota má í þessum tilgangi. Riddarastjarna — amaryllis. GOODYEAR ÖRVGGI GOOD/YEAR Fjármálanám Markmið námskeiðsins er þjálfun í gerð tekju-, gjalda og greiðsluáætlana. Auk þess verða tekin fyrir atriðin: arðsemi, nafnvextir, raunvextir, afvöxtun, núvirði, afkastavextir, vísitölur, fjármagnsuppbygging, rekstrarmarkmið, tak- markandi þættir, staðgengd, framlegð, verðlag o.fl. Námskeiðið er 36 klst. ______Innritun stendur yfir._________ Tölvuskóli Reykiavíkur Boraartúni 28, S:687590 m K; , / \_| DAGAR 17-27. október Inniflísar-útiflísar Veggflísar Gólfflísar Gerið kjarakaup á Flísadögum Húsasmiðjunnar HÚSASMIOJAN Skútuvogi 16 • 104 Reykjavík • Simi 91-687700 FÁIÐ GÓÐ RÁD Lára Jónsdóttir - Fagleg róðgjöf ó virkum dögum frá kl. 2-6 Við blómarækt í heimahús- um er oft gott að leita ráða fagmanna. Lára Jónsdóttir garðyrkju- fræðingur er okkar maður í slíkum málum. Hún veitir fúslega allar upplýsingar og ráð varðandi blómarækt og garðyrkju. Við hvetjum fólk til að not- færa sér þessa þjónustu; með því að koma, -eða hringja. Lára er á staðnum á virkum dögum milli kl. 2 og Síminn er 91-689070
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.