Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 Eitt ríkisbáknið enn 43 nýir ríkisforstjórar? eftir Werner Rasmusson Undanfarið hefur verið haldið uppi linnulausri áróðursherferð gegn apótekurum á íslandi. í þess- ari herferð hefur bæði verið beitt hálfsannleika og beinum ósannind- um. Þessi herferð er skipulögð og miðast að því að plægja akurinn fyrir nýtt fyrirkomulag á lyfsölu hérlendis, nefnilega sænska Bolags- fyrirkomulagið, sem Svíar sjálfir eru nú að gefast upp á vegna kostn- aðar. Það yrði þá ekki í fyrsta skipti sem við slysuðumst tii að taka eitthvað upp sem Svíar eru búnir að gefast upp á eftir dýr- keypta reynslu. Það er að vísu ekki nýtt að hnjóð- að sé í apótekara. Það er til dæmis nokkuð árviss viðburður þegar skattskrár eru lagðar fram, enda apótekarar að ég best veit eina stétt landsins sem er samkvæmt lögum skyldug til að reka sín fyrir- tæki sem einkafyrirtæki. Allir skattar fyrirtækisins verða því þeirra persónulegu skattar, allar tekjur þeirra persónulegar tekjur og hið sama á því miður einnig við um tapið. Það sem helst hann varast vann... Mér þótti leitt að sjá hvernig tímaritið Fijáls verslun tók á þessu máli í svokallaðri forsíðugrein um Lyfjahringinn, eftir Valþór Hlöð- versson, bæjarráðsmann Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi. Þar úir og grúir af missögnum, ósannindum og fölsunum, eins og síðar verður vikið að I þessari grein. Hélt ég satt að segja að ritstjóri þess ágæta rits, Helgi Magnússon end- urskoðandi, hefði fengið það bitra reynslu af svokallaðri rannsóknar- blaðamennsku þegar reynt var að reyta af honum æruna, að hann sæi ástæðu til að leita sannleikans bet- ur en gert er í grein þeirri sem birt- ist í 9. tbl. blaðs hans fyrir nokkrum dögum. Ljóst er að þessi grein er ekki tilviljun. Hún er enn sem komið er hámark þeirrar krossferðar sem nokkrir aðilar í stjórnkerfinu hafa efnt til gegn apótekurum undan- fama mánuði. I henni sameinast flestar þeirra röngu fullyrðinga sem fram hafa verið bomar. Þess vegna er óhjákvæmilegt að gera henni hærra undir höfði en ella. Fölsun í þessari grein em hreinar falsan- ir. Einna mest áberandi er súlurit, sem á að sýna samsetningu lyfla- verðs hérlendis og erlendis. Þar er íslenska súlan tekin út úr og sjá: Hinir vondu apótekarar hirða megnið af útsöluverðinu, eða yfir 50%, en framleiðandinn fær langt innan við 40%. Hin grófa fölsun blaðsins felst í því að hlutunum er snúið við í bókstaflegri merkingu. Það snýr upp á súlunni, sem ætti að snúa niður, vegna þess að hún er „skakkt“ lituð. Ég hefi bætt þeirri súlunni réttri við súlurit Fijálsrar verslunar og sjá þá allir hve fölsunin er gróf. Hálf'san nl eikurinn Mig langar að nefna tvö dæmi um hálfsannleikann í grein Fijálsr- ar verslunar, en sé honum vísvit- andi beitt getur hann verið síst betri en hrein ósannindi. Höfundur hefur eftir einhveijum ráðum látið reikna út verð á ákveðn- um Iyfja„pakka“ í Svíþjóð og á ís- landi haustið 1987. Nú hefi ég að vísu enga ástæðu til að ætla að það sé rétt gert fremur en annað, en látum svo vera þar til annað kemur í ljós. Lítum nú á hálfsannleikann: „ ... en við útreikninga hefur kom- ið í ljós að sænski lyfjapakkinn kostaði samtals 402,2 milljónir króna á verðlagi í september 1987. íslenski pakkinn var hins vegar mun dýrari og lagði sig á 625,9 milljónir króna! Mismunurinn er tæpar 224 milljónir. Hluti af þeim mismuii skýrist af söluskatti sem hér er innheimtur af lyfjum en að honum frádregnum er mis- munurinn þó geysimikill“ (letur- breyting mín). Hvað situr þarna eftir? Auðvitað að hinn vondi apótekari hafí hirt þarna „næstum því“ 224 milljónir á þurru. Hvernig hefði nú verið að finna út verðið án söluskatts hér eins og í Svíþjóð og birta það? Þá hefði nefnilega komið í ljós að mun- urinn er ekki 224 milljónir, heldur 98 milljónir og 520 þúsund. En það er náttúrlega ekki eins hentug tala! Og áfram má spyija: Af hveiju veit þessi fróði greinarhöfundur ekki hvernig málin standa í dag? Hefur það virkilega farið fram hjá honum að álagning hefur lækkað verulega hérlendis og hækkað í Svíþjóð? Það skyldi nú aldrei vera að það mætti fínna „óhentuga" tölu ef vel væri leitað? Annað dæmi um hálfsannleika er að finna í undirfyrirsögn þessar- ar „forsíðugreinar" um Lyfjahring- inn. Þar stendur meðal annars: „Framleiðslufyrirtæki lyfsalanna með 80% markaðshlutdeild". í þessa undirfyrirsögn vantar eitt orð, sem kemur fram í greininni sjálfri og gerbreytir hlutunum. Þar stendur nefnilega: Markaðshlutdeild inn- lendra framleiðenda. Heildarmark- aðshlutdeild innlendra framleiðenda er því miður ekki nema um 25% af heildarsölu lyfja. Betur að hún væri meiri, því að þá væri lyfja- kostnaður lægri. En af þessum 25% hefur lyfjaverksmiðjan DELTA 80%, eða um 20% af heildinni. Ósannindi í samanburði á útsöluverði lyfja í sænsku og íslensku apóteki er fundið út að verð á 22 lyfjum hér sé að meðaltali 70% hærra en í Svíþjóð. Af einhveijum ástæðum er birt rangt verð á lyfjunum hér- lendis. Ég veit ekki með vissu hvort rétt verð er á lyfjunum í Sví- þjóð, en fínnst það þó ósennilegt. En að því gefnu og réttu verði á þessum tilgreindu lyfjum hérlendis er mismunurinn 47% en ekki 70%. Ég leyfi mér að draga í efa að þau lyf sem valin voru í þessu úrtaki gefí rétta heildarmynd. Þá er endurtekin gamla ósann- indatuggan um að apótekarar eigi lyfjaheildsöluna Pharmaco. Hið rétta í málinu er að fyrir 35 árum stofnuðu apótekarar þetta fyrir- tæki. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið. Flestir stofnendanna Werner Rasmusson „Apótekarar eru alls ekki andvígir endur- skoðun á núverandi fyr- irkomulagi lyfsölu, sem er ákveðið af stjórn- völdum. Þeir telja hins vegar að allar breyting- ar eigi að miðast að því að halda verði lyfja niðri eins og unnt er án þess að rýra það öryggi sem Islendingar búa nú við í þessum málum. Hagsmuni borgararanna á að taka fram yfir athyglisþörf stjórnmálamanna og misviturra ráðgjafa þeirra.“ 4 i i s < I i 1 t I Eru lífeyríssjóð- irnir of margir? eftir Guðmund Hallvarðsson Um nokkuð langan tíma hafa verið umræður manna í milli um lífeyrissjóðina, ijölda þeirra og hvernig.þeir standi við skuldbind- ingar sínar gagnvart lífeyrisþegum þegar fram líða stundir. í umræð- unni hafa þá Iíka komið fram radd- ir sem telja að leggja eigi þá niður í því formi, sem nú er, hver og einn eigi sinn sérreikning á bankabók eða stofna eigi einn iífeyrissjóð fyr- ir alla landsmenn. Einn Iífeyrissjóður Að sjálfsögðu er umræðan um þessi mál nauðsynleg og rétt er að halda málinu vakandi því rekstur lífeyrissjóða, ávöxtun þeirra, fjár- magn og framtíð er ekkert einka- mál manna sem sitja í stjómum sjóðanna. Á stundum verða raddir háværar sem krefjast þess, að líf- eyrissjóðirnir verði lagðir niður, þeir séu allof margir. Eg tek heils hugar undir það sjónarmið að of margir sjóðir séu starfandi í landinu, en að færa þá alla undir einn og sama hatt er mál sem frek- ari athugunar þarf við. Eignir lífeyrissjóðanna í árslok 1988 voru 70 milljarðar og 300 milljónir (í dag líklega um 100 millj- arðar) og hlutfall þeirra á lána- markaðnum er um 20% og fer sí- fellt vaxandi. Sú spurning hlýtur að vakna hverjir eigi að stjóma þessu ægiafli. Mér býður í grun, að þessi hlið mála hafí ekki verið í hugum þeirra sem hafa haldið því fram, að einn Iífeyrissjóður ætti að vera fyrir alla landsmenn. Nærri 300 milljónir á dag Eins og fyrr sagði er peningaleg eign lífeyrissjóðanna mikil og er nú nærri 100 milljarðar, sem þýðir að umsýslan gæti verið um 300 millj- ónir á degi hveijum allt árið. Það væri óeðlilegt að þjappa slíku valdi á hendur fárra útvaldra, hvað þá að setja það undir ríkisforsjá. Réttilega hefur verið bent á, að lífeyrissjóðimir séu of margir og þeirri skoðun vex nú fylgi, að lífeyr- issjóðunum eigi að fækka í 30 til 40. Með því móti væri komið á vem- legri hagræðingu í rekstri sjóðanna og hæfílegri dreifíngu valds. Ekki eingöngii lífeyrir Þegar rætt er um lífeyrissjóðina eru það einkum lánsmöguleikar og lífeyrir sem athyglin beinist að. Stór og veigamikill þáttur í starf- semi lífeyrissjóðanna era örorku- bætur og bætur til eftirlifandi maka og bama. Guðmundur Hallvarðsson Greiðslur örorkubóta lífeyrissjóð- anna til sjóðfélaga hafa aukist vera- lega á undanförnum árum. Það á við um alla lífeyrissjóði. Í slysa- og veikindatilfellum, þá sjóðfélagi hef- ur verið frá vinnu í 6 mánuði eða lengur, getur hann sótt um svokall- aða tímabundna örorku. Við út- reikning á greiðslu frá lífeyrissjóði í slíkum tilfellum, era tekjur undan- farin 3 ár tagður til grandvallar framreiknings. Á sama hátt er far- ið að þegar um varanlega örorku Ritsafnið RJETUR ÍSLENZKRAR MENNINGAR eftir Einar Pálsson er ómissandi öllum, sem láta sig íslenzka menningar- sögu varða. Ritsafn þetta opnar íslendingum með öllu nýja sýn yfir fornmenningu vora og uppruna. Ritsafnið er nú til - öll níu bindin - í vandaðri útgáfu og fallegu bandi. Bókaútgáfán Mímir Sólvallagötu 28, Reykjavík. Sími 25149. er að ræða. T.d. ef þrítugur sjóðfé- lagi stendur frammi fýrir örorku, er reiknað með meðaltekjum sl. 3 ára sem útgangspunkti árstekna næstu 40 árin (miðað við lífeyris- greiðslur 70 ára) og í þeim enda reiknidæmis er viðmiðunartalan fundin til greiðslu örorkubóta. Eins og fyrr sagði standa flestall- ir lífeyrissjóðir frammi fyrir vax- andi greiðslum vegna örorkubóta. Má í því sambandi benda á að hjá lífeyrissjóði sjómanna voru 52 ör- orkulífeyrisþegar árið 1981 en í dag 240. Þá hefur einnig fjölgað greiðslum til eftiriifandi maka og bama sjóðfé- laga, en greiðslur vegna makalíf- eyrig vora til 107 aðila 1981 en 255 árið 1988 og greitt var til 128 bama árið 1981 en nú til 250 barna. Af framansögðu má ljóst vera að í lífeyrissjóðunum er að fínna samtryggingu sem allt of lítill gaumur er gefinn, og augljóst að sérreikningur á bankabók í stað líf- eyrissjóðs hefði lítið dugað til fram- færslu í þeim tilfellum sem hér er getið. Óþolandi rikisafskipti Og nú má lesa um það í fréttum dagblaðanna að stormasömu þingi krata sé Iokið með sáttum formanns og varaformanns sem einkum feli það í sér að þau (Jón Baldvin og Jóhanna) séu sammála um að taka meira fé frá lífeyrissjóðunun til íbúðabygginga. Það er með öllu óþolandi og óvið- unandi fyrir sjóðfélaga lífeyrissjóð- anna, lítilsvirðingin og smekkleysan sem frá krataþingi, formanni þeirra og varaformanni kemur. Guð hjálpi okkur ef aðeins væri einn lífeyris- sjóður í Iandinu þar sem kratar sætu við völd. Eðlileg viðbrögð lífeyrissjóða í landinu við uppákomu þeirra skötu- hjúa væri að beina lánsviðskiptum í minna mæli til Byggingarsjóðs rikisins. Höfundur er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og tekui-þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 1 < < < í i i í -I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.