Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 16
 16 o(>p r 5?3BOTHO .jpí* Ji-í10AnUíí(í}jf4 Oí^/uíHWITOHO^/i MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 Hlutaskipti og olíuverð eftir Benedikt Valsson Um síðustu mánaðamót hækkaði gasolía til fiskiskipa um 40%, sem leiðir til allt að 8% lækkunar tekna sjómanna á fiskiskipum vegna ákvæðis í kjarasamningi milli þeirra og útgerðarmanna. Segja má að þessi launaskerðing hafi fyllt mæl- inn og verið hvatinn á bak við boð- un vinnustöðvunar hjá yfirmönnum á fiskiskipum, sem kemur til fram- kvæmda 20. nóvember nk., ef ekki hafa tekist samningar fyrir þann tíma. Kjarasamningur milli aðildarfé- laga Farmanna- og/iskimannasam- bands íslands, FFSÍ, og Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, hefur verið laus frá síðustu áramót- um. Ágreiningur þessara aðila snýst fyrst og fremst um það ákvæði í kjarasamningi, sem hér að framan er getið, þ.e. tengingu milli skipta- verðshlutfalls og olíuverðs. Ákvæð- ið nær yfir allar veiðar nema þegar siglt er með afiann á erlenda mark- aði. Áður en fjallað verður nánar um sjálfan ágreininginn milli FFSÍ og LIÚ væri viðeigandi, að greina frá því helsta, sem snertir launa- ákvæði í umræddum kjarasamn- ingi. Einnig ber að geta þess, að samið er um kjör sjómanna í tveim- ur aðskildum samningum eftir teg- und fiskiskipa. Langstærstur hluti af fiskiskipaflotanum fellur undir svokallaðan „bátakjarasamning" en hinn hlutinn nær til „stórutogara- samnings", en hann nær aðeins' yfir ísfisktogara stærri en 500 brúttórúmlestir, sem nú eru um 9 að tölu. Laun sjómanna á fiskiskipum, er falla undir bátakjarasamning, byggjast aðallega á aflahlut, sem síðan byggist á aflaverðmæti skips- ins. En þó eiga laun sjómanna aldr- ei, að geta orðið lægri en umsamið lágmarkskaup, m.ö.o. kauptrygg- ing í hverjum mánuði meðan á ráðn- ingu stendur. Kauptrygging hjá skipstjóra, stýrimanni og yfirvél- stjóra er um 88.734 krónur á mán- uði og hjá öðrum yfirmönnum um 73.945 krónur. verðmæti, sem er margfeldi afla og verðs. Síðan kemur að skiptaverð- mæti, þar sem breytilegur hundr- aðshluti — skiptaverðshlutfall — reiknast af aflaverðmætinu. Sá hluti aflaverðmætisins, sem ekki reiknast inn í skiptaverðmætið, er gjarnan tilgreindur sá hiuti, sem fer framhjá skiptum. Aflahlutur er síðan fundinn með því að reikna fastan hundraðshluta — skiptapró- sentu — af skiptaverðmætinu, að teknu tilliti tii stærðar skips, teg- undar veiðarfæra og fjölda í áhöfn. Til að skýra þennan feril enn bet- ur, er sýnt eftirfarandi dæmi um myndun aflahiutar þegar um ísfisk- togara af minni gerðinni er að ræða: töflu má sjá hvernig skiptaverðs- hlutfallið ákvarðast eftir meðalverði gasolíu í birgðum hér innanlands á hverjum tíma. Olíuverðsviðmiðunin er með þrenns konar hætti, þ.e. samkvæmt tillögum FFSÍ, kjara- samningi Alþýðusambands Vest- fjarða, ASV, og gildandi lögum. Skiptaverðshiutfallið er með tvenn- um hætti, annars vegar er reiknað af afla lönduðum innanlands og útfluttum með gámum og hinsvegar af verðmæti framleiðslu frystitog- ara. Fyrir síðustu mánaðamót var meðalverð gasolíubirgða rúmlega 148 bandaríkjadollarar á hvert tonn, samkvæmt mati Verðlags- stofnunar. Aflaverðmæti; Afli = 100 tonn af þorski. Verð = 50 kr/kg. Aflaverðmæti = 100.000 kg * 50 kr/kg 5 milli. kr. 2. Skiptaverðmæti; Skiptaverðshlutfall = 70%. Skiptaverðmæti = 0,7 * 5 millj. kr. 3,5 milli.kr. 3. Aflahlutur á hvern háseta: Áhöfn = 15 manns. Skiptaprósenta = 28,8%. Aflahlutur á hvern háseta = (0,288 * 3,5 millj. kr.)/15 67.200 kr. 4. Heildaraflahlutur: Aukahlutir = 3,2. (Aflahlutir alls = 18,2) Orlof = 10,17% Heildaraflahlutur = 18,2 * 1,1017 * 67.200 kr. = 1.347 bús. kr. Þessi samningur milli sjómanna og útgerðarmanna frá ársbytjun 1987 færði almenna skiptaverðs- hlutfallið úr 70% í 75% og síðar í 76%. Þetta hlutfall féll þó niður í 72% á síðasta vetri en náði aftur upp í 76% í júlí sl. Þegar samningur- inn er skoðaður í einangruðu ljósi, geta menn verið sammála um það, að hann hafi skilað sjómönnum töluverðum ábata í launum frá þeim tíma er hann tók gildi. En þá má ekki heldur gleyma því, sem á und- an hafði gengið, hvað snertir þróun olíuverðs og hlutaskipta. í kjölfar versnandi afkomu út- gerðar voru sett bráðabirgðalög um ráðstafanir í sjávarútvegi á árinu 1983, sem voru staðfest af Alþingi sama ár. Þessi lög kváðu m.a. á um að tiltekinn hundraðshluti af fiskverði skyidi vera fyrir utan hlutaskiptin, þ.e. greiðslur í Stofn- lánasjóð fiskiskipa og fyrir sérstaka kostnaðarhlutdeild útgerðar. Þar sem verulegur hluti fiskverðsins fór þá framhjá skiptum, var ekki hjá því komist að aflahlutur sjómanna lækkai. í töflu 2 má greinilega sjá hvernig aflahlutur af heildartekjum báta og ísfisktogara minni en 500 brl. hefur lækkað frá upphafi síðasta áratugar til seinni tíma. Einnig er augljóst að mesta- lækk- unin verður einmitt í kringum árið 1983 þegar lögin um kostnaðarhlut- Benedikt Valsson Þegar heildaraflahlutur er reikn- aður, ber að taka mið af öllum þeim launaþáttum, sem breytast með aflaverðmætinu, þ.m.t. aukahlutir til yfirmanna, bátsmanns, neta- manna, og matsveins og orlofs. Samkvæmt dæminu hér að framan er heildaraflahlutur, sem er hinn eiginlegi skiptahlutur áhafnarinnar tæplega 27% af aflaverðmætinu. En þess ber að gæta, að af skipta- hlut útgerðarinnar um 73% af afla- verðmætinu, þarf að greiða ýmis launatengd gjöld vegna áhafnarinn- ar. Það atriði í hlutaskiptakerfinu, sem ágreiningur milli FFSÍ og LÍÚ hvílir helst á, er ténging milli olíu- verðs og skiptaverðshlutfalls eins og fyrr er getið. Um þessa tengingu var samið í byrjun árs 1987 og Tenging milli skiptaverðshlutfalls og gasolíuverðs skv. tillögu FFSÍ, kjarasamningi ASV og gildandi lögum. Skiptaverð»hlutfall Löndun innanlands FrvstiskÍD Heðalverð qasoliu 1 biroðua Botnfiskur fob cif Rakia fob cif skv. tUl. FFSÍ skv. kiarasamn. ASV skv. aildandi löaua X X X X X US$, fob.pr.tonn US$, fob.pr.tonn US$, fob.pr.tonn 80 77,0 71,5 74,0 68,5 lagra en 70,0 legra en 62,0 lagra en 62,0 79 76,5 71,0 73,5 68,0 70,0 - 95,9 62,0 - 73,9 62,0 - 73,9 78 76,0 70,5 73,0 67,5 96,0 - 121,9 74,0 - 85,9 74,0 - 85,9 77 • 75,5 70,0 72,5 67,0 122,0 - 147,9 86,0 - 97,9 86,0 - 97,9 76 75,0 69,5 72,0 66,5 148,0 - 173,5 98,0 - 164,9 98,0 - 156,9 75 74,5 69,0 71,5 66,0 174,0 -199,9 165,0 - 176,9 157,0 - 168,9 74 74,0 68,5 71,0 65,5 200,0 - 225,9 177,0 - 188,9 169,0 - 180,9 73 73,5 68,0 70,5 65,0 226,0 - 251,9 189,0 - 200,9 181,0 - 192,9 72 73,0 67,5 70,0 64,5 252,0 - 277,9 201,0 - 212,9 193,0 - 204,9 71 72,5 67,0 69,5 64,0 278,0 - 303,9 213,0 - 224,9 205,0 - 216,9 70 72,0 66,5 69,0 63,5 ÍO4,0 og harra 225,0 og harra 217,0 og harra En frá sömu mánaðamótum hækkaði birgðaverðið í um 250 dollara, sem leiðir þá til þess, að hið almenna skiptaverðshlutfall fell- ur úr 76% í 70% eða á lægstu mörk og hefur í för með sér að laun sjó- manna lækka um 8%. Launaskerð- ing sjómanna á frystiskipum verður hlutfallslega minni, eins og lesa má úr töflu 1. deildina, sem hér að framan er get- ið, voru sett. Fyrir .þessa lagasetn- ingu var hlutfall heildaraflahlutar af tekjum báta 20-200 brl. rúmlega 34%, en er kominn niður í 28%, samkvæmt síðustu tölum. Á sama tíma hefur þetta hlutfall á minni togurum fallið úr 30-31% niður í 25%. Sjá töflu II Það er einnig athyglisvert að olíukostnaður sem hlutfall af tekj- um útgerðar hefur lækkað verulega á þeim tíma, sem tafla 2 tilgreinir. En þessi lækkun olíukostnaðar verður rakin til verðfalls á heims- markaði á árinu 1986. Af framansögðu má álykta, að kjarasamningurinn milli sjómanna og útgerðarmanna frá 1987, sé að nokkru grundvallaður á lækkuðu olíuverði, þannig að sjómenn fá að hluta til baka af aflaverðmætinu, sem frá þeim var tekið með lögun- um frá 1983. Af þessu má vera ljóst, að samningurinn frá 1987 færir sjómönnum enga nýja ávinn- inga í hlutaskiptum. í kjaraviðræðum milli FFSÍ og útgerðarmanna frá síðustu áramót- um, hafa fulltrúar sjómanna reynt að fá skilning útgerðarmanna á þeim göllum, sem er að finna í samningsákvæði um tengingu milli skiptaverðshlutfalls og olíuverðs. Helstu misbrestir í tengingunni að mati FFSÍ eru þessir: 1. Áhættudreifíng í hlutaskipt- um vegna breytinga á olíuverði er röng, m.ö.o. taka sjomenn á sig alltof stóran hluta af hækkun olíu- kostnaðar, þegar tekið er mið af birgðaverði gasolíu upp að ákveðnu marki. Hlutaskipti sjómanna eða heildaraflahluturinn er um fjórð- ungur af aflaverðmætinu þegar skiptaverðið er á bilinu 70% til 76%. Ef gasolíuverð hækkar innan þess- ara marka í olíuverðsviðmiðuninni, taka sjómenn á sig um helming af hækkun olíukostnaðar útgerðar í hefðbundnum botnfiskveiðum. En það sjá allir, sem vilja sjá, að sann- gjörn áhættudreifing milli sjó- manna og útgerðarmanna vegna hækkunar olíuverðs m.v. núverandi hlutaskipti er u.þ.b. 25% á móti 75%. 2. Tenging skiptaverðshlutfalls Mynd 1. sýnir þau grundvallarat- riði, sem tengja ferilinn frá afla til aflahlutar. Fyrst í ferlinum er afla- bundið lögum nr. 21 frá sama ári. Útfærsla á þessu samningsákvæði eða lögum er sýnt í Töflu 1. í sömu Opið bréf til væntan- legra frambjóðenda stj órnmálaflokkanna Meirihluti kjósenda eru spariíjár- eigendur, og er áberandi að fjöldi þeirra sparifjáreigenda, sem kominn er á miðjan aldur og meir, er mjög mikill. Einnig er ljóst að aukinn sparnaður og ráðdeild er undirstaða framfara og bættra lífskjara í íslensku þjóðfélagi á næstu árum. Nú þegar líður að Alþingiskosn- ingum og stjórnmálaflokkarnir eru í óða önn að undirbúa framboð sín, m.a. með prófkjörum, er afar mikil- vægt fyrir landsmenn alla, og sér- staklega þá sem með atkvæðum sínum vilja hafa áhrif á uppstillingu flokkanna á framboðslistum sínum, að þekkja sjónarmið frambjóðenda varðandi það stóra hagsmunamál sem örvun sparnaðar og varðveisla og ávöxtun sparifjár er. Samtök sparifjáreigenda skora því á væntanlega frambjóðendur stjórn- málaflokkanna að gera sem fyrst grein fyrir skoðunum sínum og hvernig þeir hyggist berjast fyrir þeim innan síns flokks og á Alþingi varðandi eftirfarandi atriði: 1. Á sumt sparifé einstaklinga nú eru þegar lagðir ýmsir skattar, t.d. eignarskattur. Hyggst þú standa fyr- ir lækkun eignarskattsins? Styður þú frekari skattheimtu, t.d. skatt- lagningu vaxtatekna einstaklinga? 2. Islenskt efnahagslíf er í eðli sínu óstöðugt. Mikil hætta er því á eignaupptöku þegar sparifé er óverð- tryggt eins og dæmin sýna. Telur þú tímabært að afnema láns- kjaravísitöluna og banna verðtrygg- ingu sparifjár? Samtök sparifjáreigénda treysta því að væntanlegir frambjóðcndur bregðist skjótt við bréfi þessu og svari í fjölmiðlum á málefnalegan hátt þeim mikilvægu spurningum sem hér er að þeim beint. Virðingarfyllst, Stjórn samtaka sparifjáreigenda. I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.