Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 Saltsíldarkaup Svía og Finna: Samið um sölu 60 þúsund tunna Síldarútvegsnefnd hefur samið um sölu á 36 þúsund tunnum af saltsíld til Svíþjóðar og 22 þúsund tunnum til Finnlands á þessari vertíð en á síðustu vertíð voru seldar 34 þúsund tunnur af saltsíld til Svíþjóðar og 20 þúsund tunnur til Finnlands, að sögn Kristjáns Hrossaræktar- samband Islands: Lýst yfir stuðningi við hrossarækt- arráðunauta Jóhannessonar birgða- og söltun- arstjóra Síldarútvegsnefndar. Saltað hafði verið í 15.500 tunn- ur á Svíþjóð, Finnland og Rússland á mánudagsmorgun en búið var að salta í 68.300 tunnur á sama tíma í fyrra. Óvíst er hversu mikið Sovétmenn kaupa af saltsíld á þessari vertíð en búið var að semja um sölu á 50 þúsund tunnum á Rússlandsmarkað á vertíðinni og afhenda á þær fyrir áramót. Sovétmenn keyptu aftur á móti 150 þúsund tunnur af haus- skorinni og slógdreginni saltsíld á síðustu vertíð. Osamið er enn um sölu á saltsíld til Danmerkur, Pól- lands, Þýskalands N og Banda- ríkjanna á þessari vertíð. Síldarbátar fengu reytingsafla í Hornafjarðardýpi aðfaranótt mánu- dags en síldin var stygg og stóð mjög djúpt. Mjóstræti steinlagt Morgunblaðið/Þorkell Bifreiðageymslan við Vesturgötu hefur verið lokuð í rúma viku, vegna framkvæmda við steinlagningu í Mjóstræti en til stendur að verkinu verði lokið í kvöld, að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar, aðstoðar gatnamálastjóra. Tilboð B.J. verktaka í steinlagn- ingu Mjóstrætis og Bröttugötu var rúmar 6,8 milljón- ir fyrir utan efniskostnað. Ráðgert er að steinleggja einnig Fischersund að lóðunum neðan við Mjóstræti en þær eru að nokkru leyti í einkaeigp_og ekki afráð- ið hvernig gengið verður frá þeim. Hitalagnir eru undir steinlögninni, samkvæmt ákvörðun borgaryfir- valda um að hita upp allar götur í Kvosinni. FULLTRÚAR hrossaræktarsam- banda Skagfirðinga og Vestur- Húnvetninga gengu út af aðal- Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur: fundi Hrossaræktarsamhands ís- lands, sem haldinn var á Akur- eyri síðastliðinn laugardag, vegna ályktunar sem meirihluti fundarins samþykkti. í ályktun aðalfundarins er lýst óánægju með samþykkt, sem gerð var á fundi á Hvanneyri í júlí síðast- liðnum, en í framhaldi af honum var sent erindi til Búnaðarfélags Ýmislegt bendir til að loðnu- stofninn standi ekki vel núna íslands þar sem meðal annars var lagt til að Kristinn Hugason hrossa- ræktarráðunautur Búnaðarfélags íslands kæmi ekki nærri störfum við kynbótadóma frá næstu áramót- um, og jafnframt að eigendum kyn- bótahrossa, sem dæmd hafa verið á þessu ári yrði heimilt að aftur- kalla dómana. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar, héraðsráðunautar á Hvanneyri, var á aðalfundinum ver- ið að mótmæla því að öll hrossa- ræktarsambönd landsins hefði stað- ið að þessúm ákvæðum ályktunar- innar. „Það var þetta sem tekist var á um á fundinum, en menn voru sammála því að þessi starfsemi skyldi áfram vera undir Búnaðarfé- laginu.“ Aðspurður sagði Guðmundur að meirihluti fundarins á Akureyri hefði verið samþykkur þeim störf- um sem hrossaræktarráðunautar Búnaðarfélags íslands hefðu unnið. „Það má alltaf fínna að, en í heild- ina eru menn sáttir við þau og lýstu stuðningi við Búnaðarfélagið og ráðunauta þess.“ Góð loðnuveiði norðaustur af Langanesi „VIÐ gerðum ráð fyrir að þetta ætti að geta orðið sæmileg vertíð en ýmislegt bendir til að loðnustofninn standi ekki alltof vel núna,“ seg- ir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur. „Eins er hitt að loðnan hefur hagað sér allt öðruvísi en hún hefur gert á þeim tíma, sem við þekkj- um, eða síðastliðnum 12-13 árum. Það er lítið af loðnu á venjulegum slóðum út af Vestfjörðum og Norðurlandi en svæðið út af Norðaustur- landi er hins vegar ókannað, þannig að við getum í rauninni lítið um það sagt hvemig þetta stendur í raun og veru.“ Hjálmár Vilhjálmsson segir að þó að þess séu dæmi að loðna hafí veiðst út af Norðausturlandi á þess- um árstíma hafi þar venjulega verið á ferðinni einungis lítill hluti af veiði- stofninum; „Veiðistofninn virðist hins vegar vera miklu austar núna en dæmi eru til um á þessum árstíma frá því að farið var að fylgjast með stofninum fyrir 12-13 árum,“ segir Hjálmar. „Þetta er hugsanlega framhald af þróun, sem bytjaði ef til vill haust- ið 1988. Á síðustu vertíð fannst engin loðna að ráði fyrr en eftir áramót og þá nánast út af miðjum Austfjörðum. Enda þótt ekki sé vitað með vissu hvar sú loðna var fyrir áramót er margt sem bendir til að hún hafi verið einhvers staðar djúpt út af austanverðu Norðurlandi, það er að segja miklu austar en venju- lega. Það eru sjálfsagt einhver um- hverfísáhrif, sem ráða þessum breyt- ingum á hegðun loðnunnar," segir Hjálmar. Góð loðnuveiði hefur verið urh 40 sjómílur norðaustur af Langanesi undanfarna sólarhringa og þar hafa fengist allt að 500-600 tonn í kasti. Þórshamar GK, Guðrún Þorkelsdótt- ir SU, Súlan EA, Börkur NK og Hilmir SU hafa fengið þar fullfermi og farið með aflann til Raufarhafn- ar, Þórshafnar, Neskaupstaðar og Eskifjarðar. Rannsóknaskipið Árni, Friðriksson fer frá Akureyri í loðnurannsóknir í dag og verður í þeim til 10. næsta mánaðar. Ætlunin er að skipið leiti að loðnu út af Norðaustur- og Aust- urlandi. Bjarni Sæmundsson verður aftur á móti í loðnuleiðangri 1.- 20. nóvember. Ætlunin er að skipið leiti að loðnu út af Vestfjörðum og Norð- urlandi. „Ég geri ráð fyrir að Ámi Friðriksson byiji að leita út af Skjálf- anda og leiti bæði grunnt og djúpt út af Norðausturlandi og Austfjörð- um. Skipið mun leita iangt norður i hafi ef ástæða þykir til,“ segir Hjálmar Vilhjálmsson. Ámi Friðriksson fór í loðnurann- sóknaleiðangur í byijun þessa mán- aðar en fann enga veiðanlega loðnu, að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar leiðangursstjóra. „Við fórum yfír svæðið vestan frá Dohm-banka, að 18. gráðu vesturlengdar út af Skjálf- anda og fórum nyrst á 69. gráðu norður, sem er um 160 sjómílur frá landi. Þetta er það svæði, sem stór hluti loðnuveiðistofnsins hefur oft haldið sig á á þessum árstíma. Það er loðna út af Vestfjörðum og Norð- urlandi en magnið er ekki mikið og hún er mjög blönduð. Loðnan var mjög dreifð og stóð yfirleittjrekar djúpt og var því ékki veiðanleg.“ Starfsmannafélag Reykjavíkur: FuIItruaráðið hafnaði for- mannskjöri FULLTRÚARAÐ Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar felldi í gær með 51 atkvæði gegn 24 til- lögu um afbrigði um formanns- kjör við sljómarkjör í febrúar á næsta ári. Millifærslukerfi ríkissljóriiar- innar hefur leitt til stöðnunar sagði Þorsteinn Pálsson í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi að millifærslu- kerfi ríkisstjórnarinnar hefði leitt íslenskan þjóðarbúskap í stöðnun og horfur væru á minnkandi kaupmætti hér á næstu árum meðan hann vex annars staðar. Hann sagði ekki kominn tíma til að kveða upp úr með hvernig við íslendingar ættum að skipa okkur í sveit þegar rætt væri um Evrópubandalagið og hvemig samskiptum okkar við það verði háttað. Til þess að lyfta íslandi úr fari stöðnunar sagði Þorsteinn þurfa að tryggja varanlega verðbólguhjöðnun, opna þurfí hagkerfíð meira og draga úr miðstýringu. „Það er of mikil miðstýring í höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar, bæði landbúnaði og sjávarútvegi, sem heftir framför þessara atvinnugreina." Þá sagði hann þurfa að koma í veg fyrir áframhaldandi skattahækk- anir ríkisstjórnarinnar sem hefði þeg- ar hækkað skatta um 13 milljarða króna og undirbúi frekari hækkanir með villandi samanburði við önnur lönd. Útreikningar bendi til að skatt- ar fjögurra manna fjölskyldu hækki um 400 þúsund krónur á næstu tíu árum ef fram haldi sem horfír. „Þá getum við ekki hafíð hér nýtt hag- vaxtarskeið og stoðum er kippt und- an velferðarþjóðfélaginu.“ Ákvarðanir um hvemig Islending- ar tengjast nýrri Evrópu sagði hann skipta skopum.. um framtíðina. Tryggja þurfi hindrunarlausan að- gang að mörkuðum fyrir íslenskar afurðir, að hér gildi sömu leikreglur við stjóm efnahags- og atvinnumála og annars staðar í Evrópu, ella ein- angruðumst við og drægjumst aftur úr, í þriðja lagi skipti sköpum að tryggja full og óskoruð yfírráð fs- lendinga yfir fískveiðilögsögunni. Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks sjálfstæðismanna gagn- rýndi millifærslusjóði ríkisstjómar- innar. „í gegn um Atvinnutrygging- arsjóð og Hlutafjársjóð hefur ríkið framlengt dauðastríð fjölmargra fyr- irtækja og undirbúið með því víðtæk- ustu þjóðnýtingu íslandssögunnar. Afborganir af lánum frá þessum sjóðum koma nú fram með fullum þunga, þær afborganir flestar greiðir þjóðin með skattpeningum sínum, .ekki.þessi jfkisstjóru."------------ Ólafur ræddi bráðabirgðalögin um kjarasamning BHMR. „Setning þess- ara bráðabirgðalaga var siðlaus at- höfn. Hún var tilræði við samnings- réttinn, þingræðið, dómstólana í landinu og fólkið sem samið var við.“ Hann sagði sjálfstæðismenn styðja byggingu nýs álvers í trausti þess, að hagkvæmustu samningum verði náð, „en við vantreystum þessari ríkisstjórn í þessu máli sem öðrum,“ sagði hann. „Svona stjóm á auðvitað að fara frá. Að því loknu, og eftir' kosningar, er Sjálfstæðisflokkurinn reiðubúinn að taka höndum saman við þá sem af heilum hug vilja vinna að framgangi þessa máls og öðrum þeim þjóðþrifamálum sem vinna þarf, en fá aldrei framgang hjá núverandi ríkisstjórn." 1 bifreiðar Sjá stefnuræðji Jprsætisxáðbgrra. í miðopnu. i Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður fé- lagsins, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að eftir fráfall Haralds Hannessonar, sem fyrr á þessu ári var endurkjörinn formaður til tveggja ára, hefði stjórnin ákveðið, að hún sem varaformaður tæki við formennsku og gegndi henni til 1992 og að við varaformannsstarfinu tæki Gísli Árni Eggertsson. Þannig háttar til í félaginu, að ár hvert er helmingur stjórnar kjör- inn til tveggja ára. Sjöfn sagði, að • ákvörðun stjórnarinnar um for- mannsstarfið hefði orðið umdeild og því hefði komið fram tillaga um að leita eftir afbrigði við stjórnarkjör á næsta ári og kjósa þá félaginu form- ann. Sú tillaga var felld í gær. Tíð innbrot ÞJÓFNAÐIR úr bifreiðum hafa verið mjög tíðir undanfarið og virðist þá litlu skipta hvort bifreið- arnar eru læstar eða ekki. Samkvæmt upplýsingum Rann- sóknarlögreglu ríkisins er afar vara- samt að láta verðmæti liggja á glám- bekk í bifreiðunum. Radarvarar eru til dærnís’ mjog víiisælir méðál þjof á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.