Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 23 eru hættir rekstri apóteka og marg- ir hafa kvatt okkur. Hlutabréf þeirra hafa því gengið til erfingja eins og aðrar eignir. Það gerir rekstur apótekanna hins vegar ekki. Nú er svo komið að af 63 hluthöfum fyrirtækisins er aðeins 21 starfandi apótekari og þeir eiga aðeins um 22% hlutafjár í fyrirtæk- inu. Meira en helmingur apótekara á ekkert í því. Ég hefi kosið að nefna fá atriði til að benda á þvandaða málsmeð- ferð Valþórs Hlöðverssonar í grein- arskrifum hans í Fijálsa verslun. Það eru ekki endilega þau atriði.sem mestu máli skipta en sýna vel óvandaða meðferð hans á atriðum, sem vandalaust hefði verið að fara rétt með. Má þá ætla að sannleik- ans hafi heldur ekki verið gaum- gæfilega leitað um önnur atriði. Ég endurtek að mér þykir leitt að Helgi Magnússon endurskoðandi skuli sem ritstjóri verða að standa skil á þessari grein. Moldviðrið Af hveiju hefur þessu moldviðri verið þyrlað upp? Ég gat þess í upphafi að það er liður í pólitískri krossferð til að breyta hér fyrirkom- ulagi lyfjasölu í Bolags-formið, sem Svíar eru nú að gefast upp á í þeirri mynd sem til var stofnað. Til að undirbúa þessar breytingar er gripið til gamalkunnrar baráttu- aðferðar í íslenskri pólitík. „Rann- sóknarblaðamennsku" er beitt til að vekja upp öfund og tortryggni í garð þeirra er helst kynnu að standa ‘ á móti til að veikja vörn þeirra. En fleira hangir á spýtunni. Með- al annars það að Guðmund Bjarna- son heilbrigðisráðherra vantar af- rekalista. Ráðherrann stjórnar ein- um fjárfrekasta málaflokki þjóðar- innar. Innan hans hafa ýmsir þætt- ir vaxið stjórnlítið undanfarin ár, einnig undir hans stjórn. Til þess að dylja það hve Iítill árangur hefur náðst í því að spara í málaflokknum í heild sinni er til þess ráðs gripið að beina öllum spjótum að einum geira hans til þéss að láta fólk halda að ráðherrann standi vígmóð- ur við að beija niður opinber út- gjöld. Hversu þýðingarmikill er lyfja- kostnaðurinn í þessu sambandi? Af því fjármagni sem hið opinbera greiðir til heilbrigðismála fara að- eins 9% í lyfjakostnað. Það er í raun heilbrigðisráðherra sem ræð.ur þessari tölu með ákvörðunum um hve stóran þátt Tryggingastofnun ríkisins tekur í verði lyfja til sjúkl- inga. Fyrir 30 árum greiddi Trygg- ingastofnun ríkisins 49% í lyfjunum og sjúklingur 51%, en nú greiðir Tryggingastofnun rfkisins tæplega 71%, en sjúklingur rúm 29%. Hér er á engan hátt verið að gagnrýna aukna þátttöku Tryggingastofnun- ar ríkisins í lyfjakostnaðinum, síður en svo, aðeins verið að benda á stað- reyndir. íslensku apótekin eru nú 43 tals- ins, misjafnlega stór og misjafnlega sterk. Sums staðar skipta starfs- menn tugum, annars staðar stendur apótekarinn vaktina alla daga árs- ins. Apótekarar eru alls ekki and- vígir endurskoðun á núverandi fýr- irkomulagi lyfsölu, sem er ákveðið af stjómvöldum. Þeir telja hins veg- ar að allar breytingar eigi að mið- ast að því að halda verði lyfja niðri eins og unnt er án þess að rýra það öryggi sem íslendingar búa nú við í þessum málum. Hagsmuni borgar- aranna á að taká fram yfir athyglis- þörf stjórnmálamanna og misvit- urra ráðgjafa þeirra. Ef áróðursmeistarar í fjármála- og heilbrigðisráðuneytum ná sínu fram mun þjóðin að lokum skilja til hvers refirnir Voru skornir, þegar 43 ríkisforstjórar lyijasölu fyrir- tækja verða á sífelldum ráðstefnum og námsstefnum um þau störf sem apótekarar hafa lært til. r r Eyjólfur Konráð Jónsson KOSNINGA- SKRIFSTOFA Eyj ólfs Konráðs Jónssonar er í Sigtúni 7,sími 29600 Höfum opið frá kl. 10-22 alla daga Höfundur er apótekari. QORA MAÍSKORN GOS í GLÖSUM KJUKLINGAR FRANSKAR SALAT 10 ár og a morgun á báðum stöðum HJALLAHRAUN115, HAFNARFIRÐI - FAXAFENI 2, REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.