Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 64
KAVÍAR HRÖKKBRAUÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Tillaga í borgarráði: Afgreiðslu- Jími verslana verði frjáls BORGARRÁÐ Reykjavíkur fær í dag til umfjöllunar tillögu frá meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um að afgreiðslutími verslana verði frjáls til klukkan 23.30, en hann er nú takmarkaður. Davíð Oddsson borgarstjori sagði tillöguna vera í takt við þróun tímans. „Það er ekki fært að halda uppi svona reglum. Þeim hefur ekki verið haldið uppi í nágrannasveitar- félögunum og því ekki_hægt að láta borgina daga uppi hvað það snertir.“ í tillögunni felst að almenn verslun “>sé heimil til'klukkan 23.30 án þess að sérstakt kvöldsöluleyfi þurfi. Vilji kaupmenn hafa opið lengur, þurfi nætursöluleyfi. Davíð segir að í.reynd hafi ekki verið hægt að framfylgja reglum sem höfðu verið settar í borg- - arstjórn, í raun að tilhlutan hags- munaaðila, það er verslunarmanna og kaupmanna. „Þetta hefur verið að fara úr böndum, við höfum til dæmis heimilað mjólkursölu í sjopp- um sem um það hafa sótt. Það stefnir í að þetta verði alfarið frjálst." Heilbrigðis- stimpli stolið úr sláturhúsi Selfossi. STIMPLI sem sýnir að heil- brigðisskoðun á kjöti hefur farið fram var stolið í slát- urhúsi Sláturfélags Suður- lands á Selfossi í gær. Heilbrigðisstimpillinn var í bakka ásamt stimpilpúða inni í slátursal sláturhússins. .Stimpillinn hvarf um hádegis- bilið þegar litið var af honum um stund. Svo virðist sem stuldurinn hafi verið undirbúinn því blek sem notað er í stimpilpúðann minnkaði óeðlilega fyrir nokkru. Sá sem hefur slíkan stimpil undir höndum getur boðið til kaups kjöt sem ekki hefur verið skoðað, en er með eðlilegan stimpil. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hitavatns- leiðslan yfir Stóru - Lax- árgljúfur Nú er verið að taka í notkun hitaveitu sem að standa tólf aðilar í Hrunamanna- og Gnúpverjahreppum, bændur, Hrunakirkja, Hrunamanna- hreppur og veiðihús í Laxár- dal. Hitaveituleiðslan liggur frá Flúðum að Skáldabúðum, um ellefu kílómetrar að lengd og er vatnið 63 gráðu heitt á endastað. Hafist var handa við lagninguna í vor og unnU bændur mikið við lagninguna sjálfir, auk Svavars Árnasonar verktaka á Brautarholti. Hita- veiturörin voru framleidd hjá Hjúpi hf. og Hulu hf. á Flúð- um. Kostnaður er um 1,5 millj- ón á hvert býli. Einn bænd- anna, sem njóta hinnar nýju hitaveitu er Hörður Harðarson i Laxárdal. Hann stendur hér við Stóru-Laxárgljúfur þar sem lögnin liggur yfir ána. Með honum á myndinni eru börnin Sigfús Harðarson og Bjarney Högnadóttur. Orkusala Landsvirkjunar til Atlantsáls hf.: Nefnd þriggja stj óraarmanna yfirtekur samningsgerðina Unnið verður eins hratt og kostur er, segir Davíð Oddsson STJÓRN Landsvirkjunar kaus á fundi sínum í gærmorgun þriggja manna nefnd úr sínum hópi til þess að annast, ásamt Jóhannesi Nordal stjórnarformanni Lands- virkjunar, samningsgerð um orkusölu til Atlantsáls hf. I nefnd- ina voru kjörnir Davíð Oddsson borgarstjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður og Páll Pétursson alþingismaður. Davíð Oddsson segir nefndina yfirtaka samningsgerðina um orkusöluna af svonefndri áivið- ræðunefnd. Hann segir nefndina munu hraða störfum sínum eins og frekast er kostur, en megin- markmiðið sé að ná viðunandi orkusölusanmingi og að tíma- pressa breyti ekki því markmiði. Tillaga um, skipan og verksvið nefndarinnar var samþykkt sam- hljóða í stjórn Landsvirkjunar. Nefndinni er falið að leggja mat á þau drög að samningi um orkusölu, sem þegar liggja fyrir, og annast ásamt stjórnarformanni þá samn- inga Landsvirkjunar um orkusölu sem framundan eru. Ennfremur að gefa stjórninni reglulega skýrslur Röst SK leyft að sigla með síldarafla til Danmerkur Verð til frystingar og söltunar frjálst Utanríkisráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið hafa heimilað Röst SK, sem er í eigu rækjuvinnslunnar Dögunar hf. á Sauðárkróki að sigla með síldarafla og skipið selur 130-150 tonn af síld ísaðri í kassa á fiskmarkaði í Hirtshals í Danmörku í næstu viku, að sögn Tómas- ^r Ástvaldssonar hjá Dögun. Skilyrði hefur verið í leyfum til síldveiða •^ð síldinni verði landað innanlands. „Menn voru til í að gera þessa tilraun og ég held að menn vilji horfa á fleiri markaði en áður vegna óvissu um sölu á saltsíld til Sovétríkjanna," segir Kristján Skarphéðinsson hjá sjávarútvegsráðuneytinu. Kristján Skarphéðinsson segir að sú regla í síldveiðileyfum að 60% af síldinni fari til manneldis hafi ekki verið afnumin en menn túlki þessa reglu ekki mjög þröngt. Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsráðuneytisins í gær varð sam- komulag um að gefa ftjálsa verð- lagningu á síld til frystingar og sölt- unar á þessari vertíð en lágmarks- verð hefur verið á síld til þessarar vinnslu. Verðlagsráð hafði áður gef- ið verð á síld tii bræðslu frjálst á þessari vertíð en það var einnig fijálst á síðustu vertíð. „Óvíst er hversu mikia saltsíld Sovétmenn kaupa af okkur á þess- ari vertíð, þannig að mikil óvissa í markaðsmálunum gerði opinbera verðlagningu á síld til söltunar og frystingar ekki kræsilega," segir Bjarni Lúðvíksson framkvæmda- , stjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna en hann sat fund Verðlags- ráðs í gær af hálfu kaupenda. „Síðast kom krafan um verðlagn- ingu frá sölturunum. Það er mjög mikil dreifing í vinnslunni og síldin er unnin frá Faxaflóa að Vopna- firði. Einnig eru mjög laus tengsl á milli útgerðar og vinnslu hvað varð- ar síldveiðarnar. Tugir síldarbáta eru í eigu aðila, sem ekki eru að vinna síld, þannig að þarna er kjörið tæki- færi að vera með frjálst verð. Einn- ig geta menn nú siglt með síldina ef þeir telja sig fá betra verð fyrir hana annars staðar. Okkur fannst því langskynsamlegast að hafa verð- ið fijálst, þar sem nægilega væri séð fyrir samkeppninni um að verðleggja síldina og það mikill aðskilnaður væri á milli aðila að það gæti alveg gengið." Bjarni segir að togarar hafi siglt með ísaða síld til Þýskalands hér áður fyrr. Hann gerir þó ekki ráð fyrir að menn geri mikið af því að sigla með síld á þessari vertíð, þar sem ekki fáist hátt verð fyrir hana erlendis. Bjarni segir að enda þótt verð á síld hafi verið gefið fijálst sé það ekki merki um að verð á öðrum tegundum verði gefið fijálst. um framvindu samninga svo henni gefist kostur á að fjalla um þau álita- mál sem taka þarf afstöðu til hveiju sinni. í samþykkt stjórnarinnar um skip- un nefndarinnar segir að öll störf hennar að samningsgerðinni skulu unnin n\eð fyrirvara um samþykkt orkusamningsins í heild af hálfu stjórnar Landsvirkjunar. „Landsvirkjun er þarna komin með formlegum hætti inn í viðræð- urnar og tekur þær þá í rauninni yfir hvað þennan þátt snertir," sagði Davíð Oddsson í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði nefndina því í raun taka við af svonefndri álvið- ræðunefnd hvað snertir orkusölu- málin til Atlantsáls, „sem eru auðvit- að lang stærsti þáttur málsins og það sem er mest óklárt ennþá“. Nefndin mun væntanlega hefja reglubundin störf á morgun, mið- vikudag. Síðan er búist við að fund- ir verði með viðsemjendum snemma í nóvember, annað hvort í London eða í New York. Davíð var spurður hvort viðræður nefndarinnar gætu skilað árangri innan þeirra tímamarka sem iðnað- arráðherra hefur kynnt. „Við erum ekki inni í þeim tímamörkum, en það hefur þó komið frám að málið er miklu skemmra á veg komið en ýmsir vildu vera láta og því getur það tekið einhvern tíma. Það er þó ljóst að þessi nefnd vill eins og frek- ast er kostur hraða sínu verki, en auðvitað er markmiðið að ná þolan- legum samningum fyrir fyrirtækið, þannig að tímapressa getur aldrei leitt til þess að við förum að sam- þykkja einhveija hluti sem við teljum ekki nógu farsæla fyrir okkur,“ sagði Davíð Oddsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.