Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER 1990 Vandi LIN liggur í mis- tökum fortíðarinnar - segir formaður Stúdentaráðs Háskóla Islands „HELSTI vandi Lánasjóðs íslenskra námsmanna er sá að sjóðurinn er að greiða af gömlum Iánum og því þarf hann mikið fjárframlag. Sjóður- inn býr við sama vandamál og svo margir aðrir sjóðir að áður en lán- in voru verðtryggð brunnu þau hreinlega upp. Vandinn liggur því í mistökum fortíðarinnar," segir Sigurður Þorvaldur Árnason formaður Stúdentaráðs Háskóla íslamjs. í nýjasta tölublaði fréttabréfs VSÍ, Af vettvangi, kemur m.a. fram að vaxtaleysi námslána, ásamt afföllum af endurgreiðslum, jafngildi því að um 50% af lánunum sé hreinn styrk- ur, eða rúmlega 1.600 milljónir króna á síðasta námsári. Sigurður Þorvaldur Árnason segir að Lánasjóðurinn fái ekki nógu mik- ið beint framlag frá ríkinu og þurfi því að taka mikið fé að láni. Þetta leysi ef til vill stundarvanda en auki vandann þegar til lengri tíma sé litið. „Þessi gi’ein í fréttabréfi VSI virð- ist hafa það að markmiði að stilla hlutunum upp eins neikvætt og hægt er gagnvart Lánasjóðnum. í grein- inni er fjallað um tímabilið frá árinu 1988, sem ekki er raunhæft, því þá var einmitt byrjað að leiðrétta skerð- ingar á námslánum árin 1985 og 1986,“ segir Sigurður Þorvaldur. Hann segir að þeir, sem hafí feng- ið gjafalán, bæði til að stunda nám og kaupa húsnæði, gagnrýni Lána- sjóðinn mest. „Á fyrri hluta síðasta áratugar voru til dæmis einungis 5% vextir á námslánum og þau voru óverðtryggð. Nú eru námslánin hins vegar verðtryggð og 5-6% af launum fólks eftir skatta fara í að greiða þau til baka. Þá má nefna að 5,75% raun- vextir eru á húsbréfum, auk þess sem afföll eru af þeim, þannig að okkar kynslóð þarf að borga miklu meira en aðrir hafa gert.“ Sigurður Þorvaldur segir að námslánin hafi hins vegar verið með fyrstu lánunum, sem voru verðtryggð hér. „Þar sem námslánin eru greidd á löngum tíma eru þau ekki farin að skila sér af eins miklum krafti og æskilegt væri. Endurgreiðslurnar aukast á hverju ári vegna verðtrygg- ingarinnar en ná þó aldrei að standa 100% undir lánunum, þar sem náms- mönnunum fjölgar alltaf. Áætlað er að þeim fjölgi um 2,5% á ári og end- urgreiðslurnar standi undir 40% af veittum lánum um næstu aldamót.“ í fréttabréfi VSÍ segir að á sam^ tíma og laun hafi hækkað um 16,9% árin 1989 og 1990 hafí námslán hækkað um 60% og hjón, bæði í námi og með tvö börn, fái 161.700 krónur á mánuði í námslán. „Þetta er hámarkslán, sem enginn fær í rauninni, þar sem tekið er tillit til tekna og bamabóta við útreikning námslána. Tekjutillitið er 75% og við höfum gagnrýnt að þetta hlutfall skuli vera haft svona hátt, þar sem það vinnur gegn því að námsmenn reyni að afla sér eins mikilla tekna og þeir mögulega geta,“ segir Sig- urður Þorvaldur. I fréttabréfinu er einnig rætt um að vegna hagstæðra námslána sé hætta á að alvarlegur skortur verði á fólki í öðrum greinum en þeim, sem krefjast lánshæfs náms, einkum iðn- aðarmönnum. Sigurður Þorvaldur segir að ekki sé rétt að kerfið ýti undir að fólk fari í háskólanám frekar en iðnnám, þar sem Lánasjóðurinn veiti sérskóla- nemendum lán, þar á meðal nemend- um í iðnskólum. Þá hafi það komið fram í könnunum að iðnaðarmenn hafi hærri ævitekjur en háskóla- menntaðir menn. Hins vegar séu ef til vill fleiri hvattir til að fara í há- skólanám en iðnnám en það sé ekki Lánasjóðnum að kenna. Hann segir að íslenskir námsmenn vinni mjög mikið með náminu og það sé misskilningur hjá mörgum að allir námsmenn taki námlán. Að undanf- örnu hafi einungis tæplega helming- ur þeirra, sem stundi nám við Há- skóla íslands, sótt um að fá lán hjá Lánasjóðnum. Sigurður Þorvaldur segir að langf- lestir borgi námslánin að fullu en þeir, sem fari í dýrt og langt nám, til dæmis í Bandaríkjunum, geri það hins vegar ekki. Því megi segja að þeir séu styrktir til þess náms, enda þurfi þeir á því að halda. _ * Brautskráðir frá Tækniskóla Islands 29. september sl. voru 8 meinatæknar og 7 röntgentæknar brautskráðir með B.Sc.-gráðu frá heilbrigðisdeild Tækniskóla íslands. dóttir, Ágústa Ólafsdóttir, Brynja R. Guðmundsdóttir deildarstjóri. Neðri röð frá vinstri: Steina Jóna Hermannsdóttir, Hjördís Bjarnason, Kristbjörg Lilja Jónsdóttir, Markúsína Linda Helgadóttir. Röntgentæknar. Efri röð frá vinstri: Helga Eygló Magnúsdóttir, Hrefna Einarsdóttir, Bryndís Eysteins- dóttir, Brynja Magnúsdóttir, Erna Agnarsdóttir deildarstjóri. Neðri röð frá vinstri: Aðalheiður íris Hjaltadóttir, Diana Óskarsdóttir, Edda Guðbjörg Aradóttir. Ljósmyndir/Helgi Björnsson í forgrunni myndarinnar sést Pálsfjall á Vatnajökli og ef grannt er skoðað má sjá sprungur á fjallinu sem ekki hafa sést áður. Framhlaup Síðujökuls gæti hafist í vetur SPRUNGUR hafa fundist á vestanverðum Vatnajökli á leið til Grímsvatna á svæði þar sem venjulega sjást engar sprungur, og gætu þær bent til þess að framhlaup væri að hefjast í Síðujökli og hugsan- lega í Tungnaárjökli. Enn- fremur hefur orðið vart jarð- skjálftaóróa á svæðinu. Um síðustu mánaðamót var gerð- ur út leiðangur á jökulinn pg fór fyrir honum Helgi Björns- son jöklafræðingur. Tilgang- ur leiðangursins var að gera íssjármælingar á Síðujökli í því skyni að gera kort af yfir- borði og botni jökulsins. Helgi sagði að framhlaupið gæti hugsanlega hafist í vetur þannig að ófært verði um svæðið næsta vor. Þess vegna hafi verið brýnt að mæla jökulinn nú því það hafi ekki verið gert áður. Hann sagði að Síðujökull hafí hlaupið tvisvar fram áður svo vitað sé; fyrst 1934 og síðan 1963-64, í hvort sinn um hálfan kílómetra. Einu ári fyrir síðasta framhlaup hafi orðið vart sams- konar sprungumyndana í jöklin- um og nú eigi sér stað. „Það eru komnar sprungur þarna á svæði inni á jöklinum þar sem venjulega eru ekki sprungur og það gæti bent til þess að framhlaup væri að hefj- ast. Það gæti hins vegar tekið allt að einu ári áður en fram- hlaupið hefst fyrir alvöru,“ sagði Helgi. Framskrið jökla er víða meira í framhlaupum heldur en á Síðu- jökli. Til að mynda hefði Brúar- jökull hlaupið fram um 8 km árið 1963 og 10 km 1890. Hins vegar væri það 500 ferkílómetra svæði sem spryngi upp þegar Síðujökull færi af stað með til- heyrandi breytingum á jökullag- inu og efst á svæðinu fellur yfir- borð jökulsins um nokkra tugp, jafnvel eitt hundrað metra. Mesti hraði við frambrún jökulsins get- ur orðið allt að fimm metrar á klukkustund og enn meiri ofar á jöklinum. Við framhlaupin vex aurburður og vatrtsrennsli í jöku- lánum. Helgi sagði að bæði Síðujök- ull og Tungnaáijökull væru að hopa, Tungnaáijökull til dæmis um 60 metra á síðasta ári, en jafnframt hlæðist meiri ís á þá og þeir yrðu brattari vegna þess að á milli framhlaupa hreyfast þeir ekki nægilega hratt til þess að bera fram þann ís sem á þá safnast. „Framhlaup jökla er ein helsta ráðgáta jöklafræðinnar. Vatn undir jöklum rennur við eðlileg skilyrði í einstökum rásum og á greiða leið niður að jökulám en við framhlaup eyðileggst vatns- rennsliskerfið vegna spennu sem verður í jöklinum. Þá dreifist vatnið undir jöklinum og hann flýtur ofan á því,“ sagði Helgi um mögulegar orsakir fram- hlaupa. Sporður Síðujökuls. Mynstrið í jöklinum eru öskulög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.