Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 29 Morðið á Dany Chamoun og fjölskyldu í Beirút: Litlar líkur á því að upp um morðingjana komist Lík hjónanna Dany og Ingrid Chamouns á spítala í Austur-Beirút á sunndudag. Beirút. Reuter. MIKILL ótti og reiði hefur gripið um sig á meðal kristinna manna í Líbanon eftir morðið á Dany Chamoun einum helsta leiðtoga þeirra og fjölskyldu hans síðastlið- inn sunnudag. Ekki er vitað hverj- ir frömdu morðin en margir þykja koma til greina. Stjórnmálaský- rendur segja að atburðir þessir dragi úr líkum á friði í Líbanon og rýri traust manna á líbönsku ríkisstjórninni og sýrlenskum her- sveitum sem hana styðja. Chamoun var stuðningsmaður Michels Aouns hershöfðinga sem gafst upp fyrir hermönnum Sýrlend- inga og ríkisstjórnar Líbanons 13. þessa mánaðar. Chamoun, sem var sonur Camille Chamoun, fyrrum for- seta Líbanons, beitti sér mjög gegn áhrifum Sýrlendinga í Líbanon. Hann var formaður hins hægrisinnaða Þjóðfrelsisflokks og fór jafnframt fyrir bandalagi stjórnmálaflokka sem studdu Aoun. Þrír árásarmenn Að sögn líbansks hermanns sem rannsakaði morðin börðu þrír menn klæddir í búninga líbanska stjórnar- hersins að dyrum hjá Chamoun á sjöttu hæði í blokk í úthverfi Austur- Beirút í dögun á sunnudag. Höfðu þeir að sögn notfært sér andavara- leysi varðmanna, sem höfðu vakta- skipti, til þess að komast upp að húsinu. Þeir skutu til bana Chamo- un, þýska eiginkonu hans, Ingrid, og tvo syni, níu og sex ára gamla. 10 mánaða gömul dóttir þeirra hjóna slapp hins vegar lífs því morðingjarn- ir fundu hana ekki þar sem hún svaf í herbergi sínu. Það kom fram í við- tali við Chamoun daginn fyrir morð- in að Sýrlendingar og líbanski stjórn- arherinn hefðu afvopnað lífverði hans. Slíkar árásir gegn frammá- mönnum í Líbanon hafa verið tíðar þau fimmtán ár sem borgarastyijöld- in hefur staðið. Iðulega hafa morð af þessu tagi leitt til gífurlegra hefndaraðgerða. Margir skæruliðahóþar og áhrifa- menn í Líbanon kynnu að hafa séð sér hag í að myrða Chamoun og fjöl- skyldu. Líkurnar á því að málið upp- lýsist eru hins vegar taldar hverfandi litlar. Að sögn fréttaritara breska dagblaðsins The Daily Telegraph benda margir kristnir menn í Líban- on á liðsmenn Eli Hobeika, sem er leiðtogi hóps sem klauf sig út úr Líbönsku hersveitunum (LF), einum af heijum kristinna manna, árið 1986 en styður Sýrlendinga. Hobeika og hans menn eru sagðir hafa komið inn í Austur-Beirút á dögunum í kjölfar Sýrlendinga og skjólstæðinga þeirra, líbanska stjórnarhersins. 700 manns fallið Sjö hundruð manns hafa fallið í Austur-Beirút, borgarhluta kristinna manna, undanfarnar tvær vikur. Flestir féllu í árás Sýrlendinga og iíbanska stjórnarhersins, 13. október síðastliðinn. Margir viðmælenda Re- uters-fréttastofunnar létu þá skoðun í ljós að morðingjar Chamouns vildu grafa undan sjálfstrausti hins kristna samfélags í Beirút með því að myrða einn af fáum eftirlifandi forystu- mönnum þess. Hermenn Elias Hraw- is forseta og Sýrlendinga hertu enn gæslu í Austur-Beirút í kjölfar morð- anna. Hrawi og helstu ráðamenn í Líbanon fordæmdu morðin. Einn þeirra, Selim Hoss forsætisráðherra, gaf til kynna að viðleitni Chamouns til að semja við ríkisstjórnina eftir að Aoun var knúinn til uppgjafar gæti hafa kostað hann lífið. Aoun hershöfðingi hefst enn við i franska sendiráðinu í Beirút en fjöl- skylda hans komst til Frakklands um helgina. Ríkisstjórn Hrawis vill ekki hleypa honum úr landi og segir að hann þurfi að svara til saka sem stríðsglæpamaður. Hermt er að Hrawi hafi rætt örlög Aouns á fundi með Hafez al-Assad Sýrlandsforseta í Damaskus um helgina. Sovéskir dagar MÍR1990: SÚMBÁR - Héúlaga- ag áansílokkurm frá Sovétlýðveldinu Túrkmenistan sýnirá eftirtöldum stöðum: Miðvikudaginn 24. okt. kl. 20.30 í íþróttahúsinu, Keflavík. Fimmtudaginn 25. okt. kl. 20.30 íSjallanum, Akureyri. Föstudaginn 26. okt. kl. 20.30 í íþróttahúsinu, Húsavík. Sunnudaginn 28. okt. kl. 14.00 í Gunnarshólma, Austur- Landeyjum. Mónudaginn 29. okt. kl. 20.30 í Hóskólabíói, sal2. Sýning á Ijósmyndum og listmunum frá Túrkmenistan verður opnuð ísýningarsalnum Vatnsnesvegi 12, Keflavík, þriðjudagskvöldið 23. okt. Opin næstu daga á afgreiðslutíma Innrömmunar Suðurnesja. Kynnist sérstæðri list frá fjarlægu landi, skoðið sýning- una og sækið tónleika og dansskemmtun SÚMBAR-flokksins. MÍR 1 Rtarguntí Meirn en þú geturímyndaó þér! MEÐ ÍBREX FÆRÐU GOTT SÍMKERFI OG ÞJÓNUSTU SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA. HYBREX AX er eitt fullkomnasta tölvustýröa sím- kerfið á markaðnum í dag. Auðvelt er að koma því fyrir og það er einfalt í notkun. HYBREX er mjög sveigjanlegt í stærðum. DÆMI: (AX 8)1- 4bæjarlínur-Alltað8símtæki (AX32) 1 -32 bæjarlínur-Allt að 192 símtæki Möguleikarnir eru ótæmandi. HELSTU KOSTIR HYBREX • íslenskur texti á skjám tækjanna. •Beint innval. xs\e*' •Hægt er aö fá útprentaöa mjög nákvæma sundurliöun þ.e. tími, lengd, hver og hvert var hringt osfr. •Sjálfvirk símsvörun. •Hægt er að láta kerfið eða tæki hringja á fyrirfram- ákveönum tíma. •Hjálparsími ef skiptiborðið annar ekki álagstímum. •Sjálfvirk endurhringing innanhúss sem bíöur þar til númer losnar. •Mjög auðvelt er að nota Hybrex fyrir símafundi. •Hægt er að tengja Telefaxtæki við Hybrex án þess að það skerði kerfið. •Hægt er að loka fyrir hringingar í tæki ef menn vilja frið. •Innbyggt kallkerfi er í Hybrex. Heimilistæki hf Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI 69 15 00 ýtðesuwcswójýa/<ílegfaós(utuu/ujim •Langlínulæsing á hverjum og einum síma. OKKAR STOLT ERII ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR Borgarieikhúsið Morgunblaðiö, augl. Gatnamálastjóri Samband fslenskra Reykjavíkur sveitarfélaga Gúmmívinnustofan Securitas íslenska óperan Sjóvá-Almennar Landsbréf hf. ofl. ofl. ofl. sP^enn s3njh 'ana 1Soo T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.