Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 Alfreð Gíslason læknir — Minning Fæddur 12. desember 1905 Dáinn 13. október 1990 Mig langar, í þessum fátæklegu orðum, að minnast Alfreðs Gísla- sonar læknis og fyrrum alþingis- manns sem borinn er til grafar í dag. Þegar ég kynntist Alfreð hreifst ég strax af þrótti hans og gáfum. Hann var þá enn í fullu fjöri og við góða heilsu þótt æviárin væru orðin rúmlega sjötíu og fannst mér ég fljótlega sjá í honum eftirsótta fyrir- mynd. Hann var dæmi um mann sem hafði af eigin rammleik brotist til mennta, tileinkað sér fastmótaða lífsskoðun og náð sínu takmarki. Bókastaflarnir og frímerkjasafnið á heimili hans í Barmahlíðinni vöktu athygli mína og Alfreð var óspar á að uppfræða mig og benda mér á athyglisverðar bókmenntir eða heimspekilegar vangaveltur. Aldrei örlaði á hroka eða snobbi í fari hans, heldur fannst mér ég alltaf sitja á tali við alþýðumann þótt staða hans og störf á æðstu stigum þjóðfélagsins gæfu ef til vill tilefni til stærilætis. En þannig var Al- freð, fölskvalaus oeg einlægur og umfram allt maður sem tók andann fram yfir efnið. Hann miklaðist ekki af eigin afrekum og gaf sér alltaf tíma til að hlusta á aðra og setja sig í spor þeirra. Mér er það sérlega minnisstætt hversu mjög Alfreð tók ástfóstri við Hrafnhildi dóttur mína, strax frá fyrsta degi. Þær voru ófáar ferðirn- ar sem Alfreð gerði sér til að líta eftir langafabaminu sínu og skap- aðist fljótt innilegt samband þeirra á milli. Hrafnhildi þótti mikið til langafa síns koma enda var hann óspar á þá athygli og ástúð sem einkenndu hann svo mjög í öllu hans lífi. Hans er í dag sárt saknað af mér og ástkæru langafabami sínu. En minningin um mikilhæfan mann og stórbrotinn persónuleika mun lengi lifa. Kristinn Einarsson Mig langar að minnast afa míns sem lést á 85. aldursári, saddur lífdaga eftir veikindi síðustu ára. Við sem höfum átt hann að alla tíð kveðjum hann með söknuði minninganna. Sérstakur og sérvitur persónuleiki hans mótaði okkur öll og auðgaði. Hann var farsæll læknir um nær hálfrar aldar skeið og átti litríkan feril að baki sem stjórnmálamaður. Vonandi verður einhver til að greina frá þessum þáttum lífs hans þótt ekki séu margir samferðamenn hans nú til frásagnar. Mig langar fyrst og fremst að minnast hans sem afa og uppal- anda. Ég var fyrsta barnabarn hans og bjó ásamt foreldrum mínum fyrstu 6 æviár mín í sama húsi og þau amma. Hjá þeim dvaldi ég flest- um stundum. Það er af mörgu af taka þegar magslunginn persónu- leiki á í hlut. Minningar barns um hversdagslega hluti eru hlaðnar til- finningum sem þau ein skilja. Hjá afa fékk ég hlýju og hlut- tekningu, leik og uppeldi án skil- yrða. Hve oft sat ég ekki og grúfði mig i fang hans í stóra útsaumaða stólnum í holinu. Þá sem síðar kom hann mér oft þægilega á óvart, þessi athafnasami en tilfinninga- lega duli maður. Skoðanir hans voru iðulega aðrar en annarra og Iét hann þær óspart í Ijós. Sem Iítið bam hafði ég eins og önnur litla matarlyst. Á þeim tíma gat ekkert bam borðað nóg fyrir foreldra og ömmur. Afi bjargaði mér iðulega við matarborðið þegar hann sagði með áherslu: Elsku barn, fyrir alla muni borðaðu nú ekki of mikið! Og þetta var hans skoðun. Oft lá ég og kúrði í rúmi þeirra ömmu á morgnana og hlustaði á afa tala í sínum daglega símavið- talstíma sem læknir. Mér fannst hann jafn hlýr og úrræðagóður sem áður. Það sem mér fannst undarlegt var að þessutan svaraði hann aldrei í síma, hvorki fyrr né síðar. Hann hafði megnustu fyrirlitningu á þessu tæki sem stjórnaði heimilum. Á sama hátt mátti ekki ofnota út- varpið sem hann taldi stundúm valda mengun. Þetta var fyrir 25 árum, á þeirn tíma var þetta sér-r viska. Einn siður hans lifir með mér í minningunni en hann var sá að á hveijum degi lagði hann sig um miðjan dag í stutta en helga stund. Alltaf á dívan, yfirleitt með jakkann sinn yfir sér. Þannig endurnýjaði hann orku sína. Á kvöldin leiddist mér óskaplega hjá afa og ömmu. Þau sátu inni í stofu og hlustuðu á sígilda tónlist af „grammófóni" sem þá var sjald- séð tæki á heimilum. Hann við lest- ur, hún við hannyrðir. Fátt var sagt. Grammófónn og bílar voru einu tækin sem afí mat einhvers. Á hans fyrsta bíl var nokkuð gott númer. Stundum þurfti hann að skipta um bíl en hann hélt aldrei í bílnúmerin, það taldi hann hinn mesta hégómá. Að öðru leyti vantreysti hann tækj- um, kallaði aldrei til viðgerðamanns en var afar laginn við að eyðileggja þau endanlega sjálfur með „við- gerð“ sinni. Síðan var þeim hent. Á unglingsárunum var það mér ómetanleg reynsla að þekkja afa. Eins og margir unglingar velti ég fyrir mér lífinu og tilverunni og hafði þörf fyrir rökræður. Umræður í okkar hefðbundnu helgar-kaffi- boðum voru með þeim allra lífleg- ustu þökk sé afa og þar fékk ég útrás fyrir þessa þörf. Afi var stjórnmálamaður af hugsjón og hugleiðingar um tilveruna, ofar dægurþrasi stjórnmálanna voru honum eiginlegar. Hann varpaði nýju ljósi á hluti og lauk upp dyrum með frumlegum hugsunarhætti þar sem viðteknum venjum og skoðun- um var oft hafnað. Svo einhver dæmi séu nefnd sem lifa í minningu unglings taldi hann of mikla áherslu lagða á reykingar sem í smáum skömmtum voru varla annað en dálítil áreynsla fyrir hjartað. Áherslu og orku væri betur varið í að fyrirbyggja það sem í þá tíð skapaði alvarlegri félagsleg vanda- mál s.s. ofnotkun áfengis. Hann beitti sér fyrir því að box yrði ekki leyft hér á landi og var mótfallinn ráðhúsi við Tjörnina en lagði til að það yrði byggt t.d. á Klambratúni. Hér er kannski á hann hallað því ég varð í raun lítið vör við hans stjórnmálavafstur. Síðustu árin hafði hann minni ánægju af dægurþrasi íslenskra stjórnmála en áhugi hans á alþjóða- málum hélst lengi. Drengskap taldi hann besta eiginleika stjórnmála- manns, ekki skoðanir. Sem unglingur vildi ég eins og aðrir fá sumarvinnu til að fá aur og leitaði til afa um vinnu. Hann bað mig fyrir alla muni að gera nytsamlegri hluti, „Farðu upp í Öskjuhlíð með góða bók, leggstu í grasið og horfðu á skýin.“ Eg fékk þó mitt fram enda var afí annað- hvort framúrstefnumaður í uppeld- ismálum eða bara vitur, hann studdi okkur þegar til kom í því sem við vildum gera. Þannig fór að ég vann með honum 3 sumur á Grund, þar- af 1 sumar sem einkaritari hans á stofunni. I þessu starfi fólst m.a. að fylgja honum á daglegan stofu- gang. Þar elti ég hann lafmóð upp og niður tröppur því lyftur notaði hann ekki. Sjálfur blés hann ekki úr nös þótt mikill reykingamaður væri. Hann var alla tíð mikill úti- vistarmaður, á seinni árum stund- aði hann daglega röska göngutúra og sund. Auk læknisstarfa, starfa að fé- lagsmálum lækna og stjórnmáluifl var afi mikill safnari. Hann las mikið alla tíð og átti veglegt bóka- safn. Hann safnaði einnig frímerkj- um og mynt af kunnáttu og natni. Á heimili þeirra ömmu var auk þess gnægð veraldlegra og menn- ingarlegra muna svo nægt hefði til að prýða mörg heimili. Þegar fram sótti og árin liðu fór það þó ekki framhjá neinum sem þekktu afa að hann var í eðli sínu nægjusamur og þurftalítill. Það var að mörgu leyti lær- dómsríkt að sjá hann eldast. Sem gámall maður var hann oft fram úr hófi nægjusamur. Hann var alla tíð skapmaður en yfirleitt skapgóð- ur og blíður. Þótt kaffiboðin væru honum áfram til ánægju var það ekki lengur til að leggja mikið til málanna, fremur að sjá og hlusta og þá ekki síst á góða tónlist. Hver dagur var þess virði að lifa honum ef hann gat farið í sína göngutúra tvisvar á dag og bækur voru til lestrar. Ef hann gat látið sólina t Sambýliskona mín, INGUNN BÖÐVARSDÓTTIR, Mel við Nýbýlaveg, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð aðfaranótt 19. október. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Ársæll Eiríksson. t Okkar kæra, LÁRA SIGMUNDSDÓTTIR frá Hamraendum, andaðist í Hátúni 10b, að morgni 20. október. Ættingjar hinnar látnu. t Móðir okkar, KATHARINA SYBILLA MAGNÚSSON, lést í Borgarsjúkrahúsinu 20. otkóber. Fyrir hönd tengdabarna, barnabarna og langömmubarna, Steinunn H. Ársælsdóttir, Magnús E. Ársælsson. t Ástkær eiginkona mín, INGIBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR, Laugarnesvegi 104, Reykjavik, lést í Landakotsspítala 21. október. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Magnús Þ. Jónsson. S t Útför JÓNS MARTEINS STEFÁNSSONAR, Miðbraut 21, Seltjarnarnesi, sem lést 17. október sl., fer fram frá Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, miðvikudaginn 24. október kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag ís- lands. Margrét Hansen, Stefán Bersi og Erla Maria, Anna Stefánsdóttir, Elín Stefánsdóttir Portas. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LIUA SIGURÐARDÓTTIR, Ásvegi 17, Akureyri, lést 19. október. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 26. október kl. 13.30. Ágúst Ólafsson, Rannveig Ágústsdóttir, Þórður Hinriksson, Ólafur Ágústsson, Guðríður Þorsteinsdóttir, Þórarinn Ágústsson, Þorbjörg Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Sigriður Ágústsdóttir,Erlingur Bergvinsson og barnabörn. baða sig á bekk part úr degi eða ef hann komst í sund með dóttur sinni var hátíð. Hann var lítillátur og hæverskur. Afi var ekki trúaður maður, a.m.k. ekki á yngri árum, og fór ekki dult með það fremur en aðrar skoðanir. Hann fór þó oftar í kirkju en aðrir ekki síst fyrir þá hljóm- fögru tónlist sem þar varð notið. Hann var ekki andsnúinn trú af neinu tagi. Það vildi bara svo til að hann var efahyggjumaður í eðli sínu. í bók sem hann gaf dóttur sinni einhvern tíma ritar hann sjálfur á forsíðu hugrenningu eftir lítt þekkt skáld (Stein K. Steindórs) sem lýsir hans innsta kjarna afar vel: Hvaðan ég kem eða hvert ég fer, — ég.hef ekki minnsta grun um það. Ég veit það eitt, að ég var og er visið og fölnað skógarblað, sem langt út í geiminn burtu ber blærinn, um leið og hann flýtir sér. Með þessum orðum vil ég votta afa mínum virðingu mína og þakka fyrir allt og allt. Sigga Kveðja frá Krabbameinsfé- laginu Brautryðjandi í starfi krabba- meinssamtakanna er fallinn í val- inn. Alfreð Gíslason læknir, sem lést 13. október, var í nefnd sem Lækna- félag Reykjavíkur kaus til að „und- irbúa stofnun félagsskapar til bar- áttu gegn krabbameini“, en sú nefnd boðaði til undirbúningsfundar 1. febrúar 1949 og stofnfundar Krabbameinsfélags Reykjavíkur 8. mars sama ár. Hann var í stjóm Krabbameins- félags Reykjavíkur frá stofnun þess árið 1949 og allt til ársins 1960, þar af sem formaður frá 1952. Á 25 ára afmæli félagsins árið 1974 var hann kjörinn heiðursfélagi þess. Það var í formannstíð Alfreðs sem Krabbameinsfélag Reykjavíkur hóf skipulega leit að krabbameini hjá fólki sem kenndi sér ekki neins meins. Þetta var árið 1956 og hefur verið gert af mikilli framsýni eins og nú er komið í Ijós. Alfreð átti ríkan þátt í stofnun Krabbameinsfélags íslands árið 1951 og var í stjóm þess í níu ár sem ritari. Hann var ötull stuðn- ingsmaður krabbameinssamtak- anna alla tíð. Á undirbúningsfundinum að stofnun Krabbameinsfélags Reykjavíkur, fyrir rúmum fjörutíu árum, sagðist Alfreð vona að bar- áttan við krabbameinið myndi eflast við félagsstofnunina, enda væri mikil þörf á því. Hann sagði að læknar þyrftu að hafa samvinnu um þessi mál og „fá aðstoð allra hugsandi manna í þessari baráttu við vonleysi, bölsýni og uppgjöf". Óhætt er að fullyrða að Alfreð og samstarfsmenn hans hafa lagt grunninn að þeim mikla árangri sem náðst hefur í baráttunni við krabbamein. Þeir sem nú eru í for- ystu fyrir krabbameinssamtökun- um, og reyndar þjóðin öll, eiga Al- freð Gíslasyni mikið að þakka. Almar Gíslason, formaður Krabbameinsfélags íslands. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veiturn fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSIMIÐJA SKEMMUVEGI48. SIMI76677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.