Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 33 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. . Samningar við sjómenn Fáa hefur líklega grunað þegar Morgunblaðið birti fréttina um yfirvofandi verkfall yfírmanna á fiskiskipum sl. fimmtudag og studdist við sam- tal við Einar Odd Kristjánsson, formann ^ Vinnuveitenda- sambands íslands, að tveimur dögum síðar yrði samið við Farmanna- og fiskimannasam- band íslands og væntanlega búið að bægja þeirri ógn frá sem yfir vofði, eins og Einar Oddur komst að orði. En þetta kraftaverk var unnið á ótrúlega stuttum tíma eftir þær upplýs- ingar sem birtust hér í blaðinu og eiga deiluaðilar heiður skilið fyrir snör viðbrögð og af hve mikilli festu og ábyrgðartilfinn- ingu þeir horfðust í augu við vandann. Við sjáum þannig að þetta er hægt á íslandi. And- nímið er gegn verkföllum. Ábyrgir aðilar vilja að þjóðar- sáttin svokallaða haldi og kaup- máttur launa verði aukinn með þeirri fóm sem launþegar hafa fært í því skyni. Á þetta hefur verið bent margoft hér á þess- um vettvangi og enn ítrekað nú þegar forystumenn sjó- manna hafa sýnt óvenjulegan þroska og raunsæi og sent sam- komulagið til staðfestingar yfirmanna. Með samkomulag- inu hefur verið höggvið á Gord- íons-hnút og kemur sér áreið- anlega ekki sízt vel fyrir þá sem ella hefðu þurft að bera ábyrgð á deilum sem hefðu getað leitt til hastarlegra átaka og verk- falls sem eyðilegði þjóðarsátt- ina. Samkomulagið er í sam- ræmi við þessa sátt og þannig í fyllsta samræmi við heildar- stefnuna í launamálum. Nú er þess að vænta að aðildarfélög staðfesti samninginn og afboði verkfall. Til þess hafa þau nægilegt svigrúm en áður stefndi allt í tímaþröng og óefni. Það er athyglisvert ákvæði í þessum nýja samningi milli Farmanna- og físki- mannasambandsins og Lands- sambands íslenzkra útvegs- manna að skiptahlutur byijar ekki að skerðast vegna olíu- verðs fyrr en það er orðið 165 dollarar í stað 157 nú og er það gert vegna þess hve dollar- inn hefur rýrnað. Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ, segir að olíuverð nú hafi ekki áhrif á hlutaskiptin samkvæmt samningum og væntanleg olíu- verðshækkun um næstu mán- aðamót lendi einhliða á útgerð- inni en skerði ekki kjör yfir- manna. Hann bætir því við að líklegt sé að samningur þessi verði hafður að leiðarljósi í samningum við undirmenn á fiskiskipum. Guðjón A.^ Krist- jánsson, formaður FFSÍ, segir að lengra hafi ekki verið unnt að komast og þessi niðurstaða eðlileg eftir langt þóf. Og Einar Oddur Kristjánsson telur mikil- vægt að sjómenn og útgerðar- menn standi fast saman „nú þegar við eigum, einmitt þessi misserin, svona mikið undir því að tryggja fijálsa verðmyndun á fiski“. Einar Oddur hafði áður sagt hér í blaðinu að sjómenn yrðu að sætta sig við laun sín þótt þeir væru ekki of sælir af þeim, eins og hann komst að orði, „því að þeir hafa fengið meiri kjarabót en nokkrir aðrir laun- þegar“. Og hann hélt áfram: „Það mundi særa hvern einasta mann holundarsári ef við gæf- um eftir, þótt ekki væri nema stafkrók. Þá væri búið að stefna allri okkar vinnu í upp- lausn og allt sem við hefðum sagt og gert til þessa væru svik.“ Einar Oddur hélt því fram að hækkun fiskverðs á þessu ári hafi orðið til þess að sjómenn fengju 28% launa- hækkun, en „samkvæmt þeirra samningi gjalda þeir þess nú að olíuverð hefur hækkað og það hefur fært þá niður um 7%. Eigi að síður sitja þeir eftir með 20% kauphækkun sem er a.m.k. 13% kaupmáttaraukn- ing meðan kaupmáttur annarra launþega hefur staðið í stað“. Benedikt Valsson^ fram- kvæmdastjóri FFSÍ, hefur dregið í efa, einnig hér í blað- inu, að kaupmáttaraukningin sé jafnmikil og Einar Oddur fullyrðir. Hvað sem því líður er formaður Vinnuveitenda- sambandsins þannig þeirrar skoðunar að sjómenn, einir launþega, hafi fengið álitlega kaupmáttaraukningu á árinu, en kaupmáttur launa annarra stétta hafi einungis verið var- inn með þjóðarsáttinni án þess nein kaupmáttaraukning hafi orðið, enda hafi ekki verið gert ráð fyrir því. Kaupmáttur ann- arra stétta standi á núlli. Þjóðarsáttinni hafi verið ætlað að veija hann, en ekki gert ráð fyrir því að hún mundi auka hann við þær aðstæður sem ríkt hafa hér á landi. Stefnuræða forsætisráðherra; Flest atiiði álsamnings- ins eru orðin viðunandi HÉR fer á eftir stefnuræða Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra, sem hann flutti í sameinuðu Alþingi í gærkvöldi: Að vori verður kosið til Alþingis. í þessari stefnuræðu mun ég því ekki síst lýsa þeim ásetningi ríkis- stjórnarinnar að skila góðu búi. Ég mun fjalla um þann mikla árangur, sem náðst hefur undanfarin tvö ár, ekki síst í efnahags- og atvinnumál- um, og það markmið stjómarflokk- anna að treysta það jafnvægi sem ríkir. Þannig er fenginn grundvöllur til nýrrar sóknar í atvinnu- og byggðamálum, sem ríkisstjórnin ger- ir ráð fyrir að um verði fjallað á Alþingi f vetur. Jafnvægi í efnahag'smálum og hagvöxtur veita svigrúm til að taka á ýmsum viðfangsefnum f velferðar- kerfinu, sem úrskeiðis hafa farið á undanförnum árum og áratugum og ekki verður lengur dregið að lag- færa. Á því tel ég rétt að vekja at- hygli. Einnig er nauðsynlegt að fjalla um þá mikilvægu alþjóðlegu samninga, sem við íslendingar tökum nú þátt f. Þeir geta ráðið úrslitum um framtfð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Þegar ný ríkisstjórn tók við í lok september 1988 blasti við vaxandi verðbólga, hrun atvinnulífsins og stórkostlegt atvinnuleysi. Á ársfundi um haustið tilkynntu Samtök fisk- vinnslustöðva yfirvofandi stöðvun, enda söfnuðu útflutningsatvinnu- vegimir óviðráðanlegum skuldum. Alvarlegast var, að í þeirri ríkisstjóm sem þá hrökklaðist frá, var engin samstaða um nauðsynlegar aðgerðir. Þá var ekki ofsagt að Róm brynni. Þeir flokkar, sem þá mynduðu nýja ríkisstjórn ákváðu að vinna þjóð- ina skref fyrir skref burt frá hengi- fluginu. Það var gert með aðhalds- samri efnahagsstefnu og markvissri leiðréttingu á gengi íslensku króh- unnar, þannig að ekki ylli nýrri verð- bólguöldu og kollsteypu í efnahags- málum. Samtímis var ráðist í víðtæk- ari fjárhagslega endurskipulagningu útflutningsatvinnuvega en nokkm sinni fyrr. Það var óhjákvæmilegt til að koma í veg fyrir hrun. Sú aðgerð var gagnrýnd af stjórnarandstöðunni enda ekki f anda fijálshyggjunnar, þar sem kylfa er látin ráða kasti. Hlutafjársjóður hefur fyrir nokkru lokið störfum og Atvinnutrygginga- sjóður útftutningsgreina er að fjalla um síðustu málin. Ríkisstjórnin var endurskipulögð í september 1989. Ný ríkisstjóm hefur byggt á stefnu þeirrar sem á undan sat, en með vaxandi áherslu á upp- byggingu og nýsköpun f atvinnulíf- inu. Það er gert á grundvelli aukins jafnvægis í efnahagsmálum. Það ágæta samstarf sem náðst hefur á milli stjórnvalda og fulltrúa verkalýðshreyfingar og launþega, atvinnurekenda og bænda, hefur reynst afar mikilvægt. Með því sam- starfi og samningi þessara aðila í febrúar sl. náðist sú þjóðarsátt sem tryggt hefur efnahagslega endur- reisn. Sérstaklega er lofsverður sá mikli skilningur, sem launþegar og bændur hafa sýnt á nauðsyn þess að kveða niður verðbólgudrauginn. Með þvi er ég ekki að gera lítið úr hlut atvinnu- rekenda. Á þeim brann verðbólgueld- urinn hvað heitast. Hins vegar er það sjaldan nefnt hvað ríkissjóður hefur lagt til þessara mála. Við gerð kjarasamninganna í febr- úar sl. var ákveðið að auka útgjöld til niðurgreiðslna og félagslegra umbóta til lækkunar á framfærslu- kostnaði. Samtals námu þau útgjöld um einum milljarði króna á ársgrund- velli. Þetta var nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir kjaraskerðingu, sem launþegar hefðu að öðrum kosti orðið að þola. Án þessa hefði ekki úr samningunum orðið. Því er að vonum fagnað að rauða strikið í september stóðst nokkurn veginn. Svo varð þó ekki án sér- stakra aðgerða stjórnvalda. Frá janúar til október hefur vísital- an hækkað um 5,7 af hundraði. Minnst hefur hækkunin orðið á inn- lendum landbúnaðarafurðum, 1,4 af hundraði, og á öðrum innlendum matvælum, 1,3 af hundraði. Hins vegar hefur innflutt matvara hækkað um 5,7 af hundraði og aðrar innflutt- ar vörur um 9,2 af hundraði, sem er talsvert umfram erlenda verð- bólgu. Opinber þjónusta hefur aðeins hækkað um 4,2 af hundraði en önn- ur þjónusta um 11,2 af hundraði. Þar sem verðmyndunin er fijáls- ust, hefur hækkunin orðið mest, því miður. Lítil hækkun á innlendum landbúnaðarafurðum og opinberri þjónustu hefur því í raun ráðið úrslit- um og bjargað þjóðarsáttinni. Til þess að rauða strikið ( septem- ber því sem næst stæðist, ákvað ríkisstjómin jafnframt að flýta niður- fellingu virðisaukaskatts af bókum og fella niður virðisaukaskatt af við- haldsvinnu við íbúðabyggingar. Þetta dró úr hækkun framfærsluvísitölu um u.þ.b. 0,6 hundraðshlutastig og kostar ríkissjóð nokkur hundruð milljóna króna á ársgrundvelli. Því fer fjarri að ég sjái eftir þess- um útgjöldum ríkissjóðs. Aðgerðirn- ar tókust vel og voru nauðsynlegar til að ná þeim árangri ( baráttunni við verðbólguna, sem að var stefnt. Þó verður að hafa í huga, að ríkis- sjóður er sameiginlegur sjóður allra landsmanna og honum er ætlað að standa undir sameiginlegum þörfum velferðarþjóðfélagsins. Af þeim ástæðum eru því takmörk sett, sem unnt er að leggja á ríkissjóð án þess annaðhvort að hækka skatta eða draga úr þjónustu. Ríkisstjórnin hefur talið sér skylt að koma með öllum ráðum (veg fyr- ir, að þjóðarsáttin brysti og víxlverk- un launa og verðlags hæfist á ný. Framkvæmd kjarasamnings, sem ríkisvaldið hafði áður gert við Banda- lag háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna, reyndist erfið við þessar að- stæður. Því miður tókst ekki sam- komulag við BHMR um að fresta leiðréttingu, sem af samanburði á kjörum háskólamenntaðra manna kynni að leiða, fram í september að ári, eða með öðrum orðum þar til þjóðarsáttinni lyki. Þegar það brást, átti ríkisstjómin ekki annan kost en að fella úr gildi þau ákvæði kjara- samningsins, sem valdið gátu meiri launahækkunum en samningar á hin- um almenna vinnumarkaði gerðu ráð fyrir. Það leiddi einnig til breytinga á nýgerðum samningi við flugum- ferðarstjóra. Ríkisstjórnin gerir ráð fýrir því, að þeim samanburði, sem hafinn var á kjörum háskólamenntaðra manna, verði haldið áfram og honum lokið, þannig að hann geti legið til grund- vallar við gerð næstu kjarasamninga. Ég vil láta í ljós þá skoðun mína að háskólamenntaðir menn ekki síður en aðrir íslendingar, verða að njóta svipaðra kjara hér og þeim bjóðast í öðrum vestrænum löndum. Ég trúi því ekki að íslensk þjóð uni því að verða fyrst og fremst útflytjandi hrá- efnis, hvort sem það er óunninn fisk- ur eða ál. Nútíma lífskjör byggja á þekkingu. Þvl miður er þekkingar- flótti héðan orðinn talsverður. Hann verður að stöðva. Að öðrum kosti munu lífskjör hér á landi verða lak- ari en í öðrum vestrænum löndum. Þrátt fyrir þá ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að tekjur ríkissjóðs af bensíni skuli ekki hækka, þótt mikil hækkun hafi orðið á innflutningsverði, mun bensínhækkunin valda því að farið verður yfir rauða strikið í nóvember. Vonandi leiðir sú óviðráðanlega hækkun ekki til víxlhækkana launa og verðlags. Hafa verður í huga að viðskiptakjör versna mjög við olíu- verðshækkunina og falla við það að öllum líkindum niður fyrir viðmiðun kjarasamninganna. Það er fullkom- lega óeðlilegt að olíuverðshækkun ! heiminum verði tilefni sérstakra launahækkana hér á landi. Auk þess verður að gera ráð fyrir að umrædd hækkun á olíuvörum sé tímabundin. Ef ekki verða víxlhækkanir verð- lags og launa af völdum olíunnar, telur Þjóðhagsstofnun að verðbólga á næsta ári verði um 6—7 af hundr- aði. Áætlað er að laun hækki um 8 af hundraði eða með öðrum orðum að kaupmáttur aukist. Heíjist víxlhækkanir hins vegar, mun gengi íslensku krónunnar eflaust láta und- an síga. Afleiðingamar þekkjum við og vitum því að til mikils er að vinna. Sá mikli árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum kemur fram á mörgum sviðum. Þrátt fyrir sam- drátt (efnahagslífinu á undanfömum ámm hefur tekist að koma á mun betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum þjóðarinnar en verið hefur um ára- raðir. Sem dæmi má nefna að á sl. ári náðist sá merki áfangi að umtals- verður afgangur varð af vöruskiptum við útlönd og dró því mjög úr við- skiptahalla. Hann varð þó 1,6 af hundraði sem fyrst og fremst stafar af vaxtagreiðslum til útlanda. Á þessu ári verður einnig afgang- ur af vöruskiptum, en viðskiptahalli líklega um 2 af hundraði. Minni við- skiptahalla er spáð fyrir árið 1991. Vegna viðskiptahallans hafa er- lendar skuldir vaxið lítillega, jafnvel þótt ríkissjóður hafi fullnægt láns- fjárþörf sinni innanlands. Erlendar skuldir eru nú um 50 af hundraði landsframleiðslunnar. Greiðslusbyrði af erlendum lánum hefur aftur á móti lækkað nokkuð vegna lægri vaxta erlendis. Meðal mikilvægustu verkefna er að lækka erlendar skuldir. Að því er lagður grundvöllur með jafnvægi í efnahagsmálum og aukinni fram'- leiðslu. Efnahagsbatinn kemur einnig fram í lækkun vaxta og bættri stöðu bankakerfisins. Fjármagnskostnaður fyrirtækja og einstaklinga hefur lækkað verulega. Það geta allir, sem eitthvað skulda, staðfest. Afkoma ijármálastofnana gefur til kynna að vextir mættu enn lækka. Seðlabank- anum ber lagaskylda til að fylgjast með því. í málefnasamningi ríkisstjómar- innar er gert ráð fyrir að afnema lánskjaravísitölu, þegar árshraði verðbólgu er orðin 10 af hundraði í 6 mánuði eða lengur. Um þetta hef- ur verið rætt við Seðlabankann og er beðið eftir tillögum hans. Um þessa ákvörðun ríkisstjórnar- innar er nokkuð deilt. Fjármagnseig- endur vilja áfram njóta þess öryggis, sem lánskjaravísitalan veitir, a.m.k. að nafninu til. Afnám hennar er þó að mínu mati óhjákvæmilegt. Skal ég nefna þrennt því til stuðnings. í fyrsta lagi er óumdeilanlegt að verðtrygging fjármagns stuðlar að víxlverkun verðlags og launa, ef verðbólguskriða fer á annað borð af stað. í öðru lagi kreíjast launþegar verðtryggingar launa, ef fjármagns- eigendur eiga að njóta slíks. Það má ekki gerast á ný. Þá væri verð- bólguskrúfan endurvakin. I þriðja lagi stefnum við íslending- ar að þv( að auka frelsi til fjármagns- flutninga og tengjast þannig erlend- um fjármagnsmörkuðum, og höfum reyndar þegar stigið mikilsverð skref í þá átt. Því er nauðsynlegt að hér á landi séu mönnum búnar svipaðar aðstæður til að ávaxta fé sitt og þár. Hvergi í vestrænum löndum er almenn verðtrygging fjármagns, og sumstaðar er slíkt jafnvel bannað með lögum. Loks má reyndar vekja athygli á því, að sem betur fer hafa kaup á hlutabréfum aukist mjög, enda er almenningur óspart hvattur til þess að ávaxta þannig fé sitt. Hlutabréf eru þó ekki verðtryggð. Rvers vegna þarf annað að gilda á lánamarkaði? Ég spyr. Þegar horfur voru hvað verstar I atvinnumálum þjóðarinnar fyrir Steingrímur Hermannsson u.þ.b. tveimur árum, var spáð miklu atvinnuleysi. Var jafnvel talið að það gæti orðið 4—6 af hundraði um sl. áramót. Því hefur þó tekist að af- stýra, sem betur fer. Atvinnuleysi hefur þó orðið allt að 2 af hundraði og nokkru meira á einstökum stöð- um. Horfur eru einnig á því að at- ■ vinnuleysi geti aukist, m.a. vegna samdráttar í framkvæmdum, ekki síst á vegum hins opinbera og einnig varnarliðsins. Alvariegast horfír þó að mati Þjóð- • hagsstofnunar um vöxt landsfram- leiðslunar. Á undanförnum 10 árum hefur landsframleiðslan hér aðeins aukist um 22 af hundraði en á sama t(ma um 34 af hundraði að meðaltali ( löndum Efnahags- og framfara- stofnunarinnar. Horfið er því það forskot sem náðist á uppgripaárunum eftir út- færslu fiskveiðilögsögunnar, einkum á 8. áratugnum. Auk þess telur Þjóðhagsstofnun ekki unnt að gera ráð fyrir meiri vexti landsframleiðslu á næstu árum en u.þ.b. 1,5 af hundraði á ári að meðaltali. Þetta stafar ekki síst af því að fiskimiðin eru nánast fullnýtt. Þetta er aðeins um helmingur af þeim hagvexti, sem gert er ráð fyrir í öðrum vestrænum löndum. Lífskjör- in, eins og þau eru mæld á hinn hefðbundna efnahagslega mæli- kvarða, mundu því falla verulega, börið saman við aðrar þjóðir. Ríkisstjórnin hefur því lagt áherslu á að leita leiða til að breikka grund- völl atvinnulífsins og skapa atvinnu- tækifæri. Með því jafnvægi, sem náðst hefur í efnahagsmálum, eru nú til þess forsendur. Unnið er að því að móta stefnu í atvinnumálum, og munu tillögur í þeim efnum lagðar fyrir Alþingi í vetur. Tími minn leyfir ekki að ræða þau mál ítarlega nú. Til þess verður hins vegar væntanlega svigrúm síðar. Ég ' vil leggja áherslu á þá bjargföstu skoðun mína, að full ástæða sé til bjartsýni ef rétt er á málum haldið. Landið býður upp á mikla kosti. Með dugnaði og þekkingu geta þeir orðið óþijótandi uppspretta atvinnu og tekna. Undanfarna áratugi hefur mikið verið að því unnið að koma á fót orkufrekum iðnaði hér á landi. Til- tölulega hagkvæmt vatnsafl hefur virst kjörið til þess. Þótt þijú orku- frek fyrirtæki hafi risið, hefur þessi þróun þó gengið hægar en margir gerðu ráð fyrir. Staðreyndin er að erlendir aðilar hafa ekki beðið í bið- röð við bæjardyrnar, e.t.v. sem betur fer. Með tilliti til þess að ekki er leng- ur unnt að gera ráð fyrir hagvexti á grundvelli fiskveiða og vinnslu, sem nálgast það sem var eftir útfærslu fiskveiðilögsögunnar, hafa síðustu ríkisstjómir talið nauðsynlegt að leggja áherslu á nýtingu orkulinda landsins til orkufreks iðnaðar. Þessi viðleitni er nú loks að bera árangur með samningi um byggingu 200.000 tonna álvers. Eins óg fram kemur í skýrslu þeirri um stöðu álmálsins, sem iðnað- arráðherra hefur lagt fyrir Alþingi, eru samningar komnir á lokastig. Gerir iðnaðarráðherra ráð fyrir, að þeim verði lokið um næstu mánaða- mót. Þegar ákvörðun um byggingu álvers er tekin, verður að meta mál- ið í heild, sem og einstaka þætti þess. Jafnframt er nauðsynlegt að hafa í huga hvemig bygging þess fellur inn í íslenska efnahags- og byggðaþróun. Eins og fyrr segir, gerir Þjóðhags- stofnun ráð fyrir að hagvöxtur verði innan við 1,6 af hundraði á næstu áram. Auk þess telur stofnunin að atvinnuleysi muni fara vaxandi hér á landi að óbreyttu. Af þessum ástæðum fellur bygg- ing álvers og virkjana vel að þróun íslensks efnahagslífs um þessar mundir. Að sjálfsögðu verður þó að gæta þess að þensla myndist ekki þegar umfang framkvæmda er mest, árin 1992 og 1993. Þjóðhagsstofnun telur að aukinn hagvöxtur af byggingu og rekstri 200.000 tonna álvers verði 1 af hundraði á ári í 3—4 ár eða samtals um 4 af hundraði þegar reiknað er með margfeldisáhrifum. Um það munar vissulega í núverandi stöðu. Um einstök atriði samningsins verð- ur eflaust lengi deilt. Ég hygg þó að ,flest séu þau orðin viðunandi. Skattayfirvöld hafa staðfest að skattar muni verða í samræmi við þá sem íslensk fyrirtæki greiða, þeg- ar tekið er tillit til þeirra frádráttar- liða, sem hinir erlendu aðilar munu ekki njóta. Mikilvægt er að íslenskir dómstólar munu fjalla um ágrein- ingsmál. Eitt stærsta atriði samninganna varðar varnir gegn mengun og um- hverfisspjöllum. Eftir ítarlegar at- huganir, hefur umhverfisráðherra lagt fyrir ríkisstjórn tillögur um há- mark leyfilegra úrgangsefna frá verksmiðjunni. Þau mörk verða í samræmi við ströngustu kröfur, sem gerðar eru í Evrópu. Strangar kröfur verða einnig um alla vinnuaðstöðu. Mengunarvarnir eru vafalaust eitt mikilvægasta atriði þessara samn- inga. Fátt er mikilvægara en að varð- veita og bæta það góða umhverfi, sem við, sem betur fer, njótum. Orkusamningurinn verður að sjálf- sögðu gerður af stjórn Landsvirkjun- ar. Við hann eru stærstu fjárhags- hagsmunirnir tengdir. Samninga- menn Landsvirkjunar leggja til að orkuverðið verði tengt álverði án lág- marks eða hámarks. Með þessu er áhætta tekin. í samninginn verður því að koma ákvæði sem heimilar endurskoðun, ef álverið, og þar með orkuverð, fellur, svo að leiða mundi til hækkunar á verði raforku til al- mennings. Staðsetning álversins hefur verið mjög umdeild. Þegar viðræður hófust árið 1987 var gert ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Eftir að svissneska álfyrirtækið hafði dregið sig út úr samstarfinu, var ákveðið að bjóða upp á nokkra staði og láta byggingarkostnað og umhverfisáhrif ráða niðurstöðum. Um það virtist enginn ágreiningur vera. í hvoru tveggja reynist Keilisnesið hafa vinn- inginn. Ef aðrir þættir samninganna eru viðunandi, kemur því vart til greina að hafna nú byggingu álvers- ins vegna staðsetningar þess. Álverið mun að vísu ekki stuðla að þeirri æskilegu byggðaþróun, sem það hefði gert, ef byggt hefði verið við Eyjafjörð eða Reyðarfjörð. Hinu verður ekki neitað, að atvinnuhorfur eru ekki mjög bjartar um þessar mundir á Suðumesjum. Þaðan hefur flust mikill fiskveiðikvóti, og fram- undan er mikill samdráttur í atvinnu á Keflavíkurflugvelli. Iðnaðarráðherra gerir ráð fyrir því að leggja um næstu mánaðamót fyr- ir Alþingi frumvarp til laga um heim- ild til þess að semja um byggingu álvers. það er þó að sjálfsögðu háð þv! að stjórn Landsvirkjunar hafi náð samkomulagi um orkusamning. Ef þau tímamörk eiga að standast, sem hinir erlendu aðilar setja, þarf að afgreiða heimildarlög fyrir lok ársins. Á áttunda áratugnum tókst að snúa við þeirri neikvæðu byggðaþró- un, sem verið hafði um nokkurn tíma. Þá íjölgaði jafnvel I ýmsum byggðum landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta mátti fyrst og fremst þakka útfærslu landhelginnar og miklum tekjum, sem fylgdu auknum fiskveið- um og markvissari byggðastarfsemi með stofnun Framkvæmdastofnunar ríkisins og Byggðasjóðs árið 1971. Þessu vaxtaskeiði lauk snemma á níunda áratugnum. Landbúnaður hefur jafnframt átt í vaxandi erfið- leikum, og óumflýjanlegur samdrátt- ur í framleiðslu landbúnaðarafurða hefur haft mjög neikvæð áhrif á jafn- vægi í byggð landsins. Því má Ijóst vera að taka þarf byggðamálin nýj- um tökum. Það er í raun óháð því hvort álver verður reist á Keilisnesi, þótt sú ákvörðun auki þann vanda sem við er að stríða. Af þessum ástæðum skipaði ég fyrr á árinu nefnd með fulltrúum allra stjómmálaflokkanna til þess að gera tillögur um nýja stefnu í byggðamálum. Á vegum nefndarinn- ar hefur mikið verið unnið, og vænti ég áiits frá henni fljótlega. Sömuleið- is hef ég skipað nefnd til að skoða skipulag Byggðastofnunar. Jafnvægi í byggð landsins er þjóð- inni afar mikilvægt, ekki síður þétt- býlinu en stijálbýlinu. Breytinga er þörf ef það á að nást. Ég nefni að- eins fáein atriði. Framfærslukostnaður þarf að vera svipaður um land allt. Nú era ýmsar mikilvægar nauðsynjar á sama verði hvar sem er á landinu. Svo er t.d. um allar innlendar landbúnaðaraf- urðir og bensín og olíur. Það sama þarf að verða með raforku, ekki síst til upphitunar og raunar til allra þarfa, bæði atvinnuvega og einstakl- inga, þegar um samskonar notkun og nýtingartíma er að ræða. Iðnaðarráðherra hefur skipað nefnd til að gera tillögur um jöfnun raforkuverðs. Þegar ráðist verður í meiri háttar iðnað í framtíðinni, t.d. orkufrekan, er rétt að ákveða staðsetningu slíkra fyrirtækja áður en til samninga er gengið og gera það út frá byggða- og þjóðhagslegum sjónarmiðum, enda leyfi aðstæður á staðnum slíka framkvæmd. Gert er ráð fyrir að styrkja Byggðastofnun bæði með auknum framlögum og yfirtöku skulda, þann- ig að stofnuninni verði gert kleift að stuðla að og taka þátt í stofnun fyrirtækja á landsbyggðinni. Fyrir liggja tillögur um skiptingu landsins í þjónustusvæði með öflug- um byggðakjömum. Á slíkum stöð- um er mikilvægt að efla stjórnsýslu og heilbrigðis- og menntastofnanir, t.d. Háskólann á Akureyri. Ég geri mér vonir um að geta á þessu þingi flutt mikilvæg mál til þess að marka nýja byggðastefnu. Um næstu áramót kemur til fram- kvæmda stjórn fiskveiða, sem sam- þykkt var á Alþingi sl. vor. Þá verð- ur stjórn fískveiða líklega fastbundn- ari hér á landi en víðast hvar annars staðar. Undan þvl varð ekki vikist. Við íslendingar eigum allt undir sjáv- arútveginum komið. Þar má enga áhættu taka. Með nýjum lögum er Úreldingar- sjóður fiskiskipa endurvakinn og efldur. Með honum verður tekið á einu mesta vandamáli fiskveiðanna, of stóram flota. Einnig er sveitarfélögum veitt heimild til þess að grípa í taumana og koma í veg fyrir að lífsbjörgin, fiskveiðirétturinn, verði seldur á brott úr byggðarlaginu. Því verður þó ekki haldið fram að þjóðarsátt sé orðin um stióm fisk- veiða. Einkum veldur það áhyggjum, að rétturinn til að nýta hina sameig- inlegu auðlind þjóðarinnar, fiskimið- in, virðist ætla að safnast á stöðugt færri hendur. Óhjákvæmilegt er að skoða enn vandlega þennan þátt í stjórn fiskveiða. Það mál verður þó ekki leyst á næstu mánuðum. Sú stefna í landbúnaðarmálum sem mörkuð var í lögum frá 1985, hefur að ýmsu leyti reynst vel. Þótt öðru væri spáð af andstæðingum, hefur tekist að draga markvisst og skipulega úr mjólkurframleiðslunni. Hún hæfir nú þörfum landsmanna og er að flestu leyti til fyrirmyndar. Aðrar þjóðir mega öfunda okkur ís- (endinga af góðum mjólkurvörum. Erfiðara hefur hins vegar reynst að draga úr framleiðslu lambakjöts. Því ræður m.a. sú staðreynd að sauð- íjárræktin er mjög tengd búsetu í stijálbýli og byggðaþróun. Einnig hefur neysla lambakjöts dregist sam- an. Sá búvörusamningur sem nú er unnið eftir, fellur úr gildi (lok næsta árs. Landbúnaðarráðherra vinnur því að gerð nýs búvörusamnings. Þar er gert ráð fyrir hraðari aðlögun sauð- fjárræktarinnar að markaðsþörfum. Slíkur samningur þarf að liggja fyrir að vori til lokaafgreiðslu nýrrar ríkis- stjómar. Óhjákvæmilegt er að bænd- ur fái nauðsynlegan tíma og aðstoð við erfiða aðlögun. Það vona ég að allir geti samþykkt. Því miður hefur loðdýraræktin brugðist. Ríkisstjórnin hefur talið skylt að ráðstafa verulegum fjár- munum til þess að draga úr fjárhags- erfiðleikum loðdýrabænda. Þær miklu vonir, sem bundnar voru við fískeldið, hafa heldur ekki ræst. Eflaust veldur margt. Mikil lækkun á markaðsverði á vafalaust stóran þátt í erfiðleikunum. Þó get ég ekki varist þeirri hugsun, að enn einu sinni hafí hér á landi verið ráð- ist í nýja atvinnugrein meira af kappi en forsjá. Ríkisstjómin hefur ákveðið að stuðla að samstarfi um rannsókn- ir og kynbætur, sem geta ráðið úrslit- um um framtíð fískeldis. Við þær ágætu aðstæður, sem hér á landi eru, tel ég vafalaust að fiskeldið muni verða mikilvæg atvinnugrein, enda verði betur að málum staðið. Á þessu ári tókst loks eftir rúm- lega áratugs deilur á þingi að koma á fót sérstöku umhverfisráðuneyti. Starfsemi þess er hafín og mun smám saman aukast. Ég er sann- færður um að hún muni reynast mjög mikilvæg. Hreint umhverfí, land, loft, vatn og sjór, mun þegar fram í sækir reynast mesta auðlind þessarar þjóðar. Á félagslega sviðinu hafa margar umbætur verið gerðar. Nýrri verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga var loks komið á eftir margra ára við- leitni. Alþingi mun í vetur fá ýmis stórmál á sviði félags- og mennta- mála til meðfeðar. Má t.d. nefna framvarp heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra um almannatrygging- ar og frumvarp menntamálaráðherra um grunnskóla. Eins og fyrr segir, hefur ríkissjóð- ur orðið að láta mikið af mörkum á undanfömum árum í viðureigninni við verðbólgu. Á sama tíma hefur velferðarkerfið vaxið, bæði vegna betri menntunar, betri heilbrigðis- þjónustu, hærri .aldurs landsmanna pg margvíslegra samþykkta Alþing- is. Þessi ríkisstjórn félagshyggjunnar hefur talið sér skylt að standa vörð um velferðarkerfíð. Það hefur reynd- ar verið bætt á ýmsum sviðum, t.d. hvað varðar fatlaða og aldraða. Þrátt fyrir mikla viðleitni til sparn- aðar í ríkisrekstri hefur á undanförn- um samdráttaráram ekki reynst unnt að afla tekna fyrir útgjöldunum. Ríkisstjórnin hefur og talið óhjá- kvæmilegt að láta viðureignina við verðbólguna hafa forgang. Auk þess hljómar stöðugt krafan um lægri skatta samhliða kröfunni um aukin útgjöld. Nýlegur skattasamanburður Efnahags- og framfarastofnunarinn- ar í París leiðir í ljós, að þótt skattar hér á landi séu leiðréttir með tilliti til annarra greiðslna, t.d. í lífeyris- sjóði, eru þeir miklu lægri en skattar í sambærilegum velferðarríkjum. Öllum má vera ljóst, að þetta gengur ekki til lengdar. Ekki er unnt lengur að velta vandanum á undan sér. Nýleg skýrsla ríkisendurskoðun- ar staðfestir að byggingasjóðir ríkis- ins stefna í gjaldþrot. Eg efa að fjár- veiting hafí nokkra sinni nægt til þess að brúa vaxtamun milli inn- og útlánasjóðanna. Þó hefur keyrt um þverbak eftir að ný húsnæðislög komu til framkvæmda 1986. Svipaða sögu má segja um Lánasjóð íslenskra námsmanna.' Nú, þegar tekist hefur áð hemja verðbólguna, verður að gera þessi dæmi upp. Það verður ekki gert nema með því annað hvort að auka skatt- tekjur ríkissjóðs, eða draga úr þjón- ustu og útgjöldum velferðarkerfisins. Vissulega kemur til greina að láta þá sem njóta þjónustunnar greiða meira. Það er þó I raun ekkert annað en hækkun skatta. Munurinn er að- eins sá, að þá er útgjöldunum ekki dreift á þjóðina alla. Ég treysti því, að markaðshugsjónin verði aldrei svo ráðandi hjá okkur íslendingum, að þjónusta velferðarkerfisins verði veitt eftir efnum og aðstæðum. Aukin framleiðsla og hagvöxtur gefa ríkissjóði auknar tekjur. Það, ásamt aðhaldi, er æskilegasta leiðin til að ná hallalausum ríkisbúskap. Þá reynist skattahækkun vonandi óþörf. Vegna fjárskorts hefur ýmsum mikilvægum málum ekki verið sinnt sem skyldi. Ekki síst er nauðsynlegt að auka verulega fjái-veitingar til vísinda og rannsókna. Með þróun nýrrar tækni og framleiðslu er vel menntuðu fólki sköpuð aðstaða til starfa. Það mun færa ómældan auð í þjóðarbúið. Við íslendingar eigum nú í samn- ingum við Evrópubandalagið um þátttöku í evrópsku efnahagssvæði. Þeir samningar eru okkur afar mikil- vægir. Utanríkisviðskipti vega stöð- ugt þyngra í tekjum þjóðarinnar. Þau hafa jafnframt beinst ( vaxandi mæli til Evrópu. Ríkisstjórnin hefur þegar tekið ýmis mikilvæg skref til að mæta kröfum, sem gerðar era til þátttöku. Dregið hefur verið úr hömlum á flutningi fjármagns á milli landa, og unnið er að því að samræma skatta og gjöld. Virðisaukaskatturinn er lið- ur í því. Samningur um samræmt eftirlit með framleiðslu er að koma til framkvæmda, og frelsi í utanrík- isviðskiptum er orðið eins mikið hér á landi og í öðram löndum, sem að~ þessum viðræðum standa. Mikilvægir samningar hafa verið gerðir um samstarf á sviði menntun- ar og vísinda. Staðreyndin er, að við íslendingar föram fram á færri undanþágur en aðrar þjóðir Fríverslunarbandalags Evrópu. Þær varða fyrst og fremst grundvallarhagsmuni íslensks full- veldis. Við getum ekki fallist á, að erlendir aðilar nái yfirráðum í sjávar- útvegi og fiskiðnaði landsins, hvorki beint né óbeint. Við getum heldur ekki sætt okkur við, að erlendir aðil- ar eignist íslenskt land eða orkulind- ir. Til þess að samræma reglur og koma í veg fyrir slíkt geri ég ráð fyrir að flytja á þessu þingi frum-» varp til laga um erlenda fjárfestingu. Löndin ( Fríverslunarbandalagi Evrópu hafa tekið höndum saman um að leita sameiginlegra samninga við Evrópubandalagið um myndun evrópsks efnahagssvæðis. Á það verður að reyna til hlítar. Um það eru allar þjóðirnar sammála. Það er það svar sem allir forystumenn Evr- ópubandalagsins gefa, þegar sér- staða íslands er rædd. Þessir samningar hafa reynst erf- iðari en margir ætluðu. Því hefur dregið nokkur úr bjartsýni. Einkum ætlar að reynast erfitt að ná sam- komulagi um undanþágur og hvemig staðið skuli að ákvarðanamótun og ákvarðanatöku. Vel má vera að þau mál, sem í vegi standa nú, leysist á síðustu stundu. Það þarf að gerast fyrir ára- mótin eða fljótlega eftir þau. Ef þessir samningar takast ekki er sjálfsagt fyrir okkur íslendinga að leita sérstakra samninga við Evr- ópubandalagið. Raunar mun það að öllum líkindum reynast nauðsynlegt. Jafnvel þótt sameiginlegu samning- arnir takist, er vafasamt að þeir taki til sjávarafurða. Slíkir sérstakir samningar hafa verið undirbúnir með ítarlegum við-. ræðum við fjölmarga forystumenn Evrópubandalagsins. Sérstaða ís- lands hefur verið skýrð og hefur í langflestum eða öllum tilfellum verið vel í málið tekið. Ástæða er því til bjartsýni í þessum efnum. Slíkir samningar munu þó taka nokkurn tíma. Ótrúlegt þykir mér að heyra ábyrga aðila hefja nú máls á þvf að e.t.v. beri okkur íslendingum að sælya um fulla aðild að Evrópu- bandalaginu. Til þess hníga að mínum dómi engin rök. Tvöhundrað og fímmtíu þúsund manna þjóð hyrfi fljótlega í mannhafið. Við yrðum lítið annað en áhrifalaus útkjálki, eins- konar hráefnismiðstöð. Það er mikill misskilningur, að sem fullgildir meðlimir að Evrópubanda- laginu fengjum við til lengdar undan- þágur, t.d. hvað varðar fjárfestingu í fískveiðum eða kaup á landi o.s.frv. Um það er ekki að ræða nema tíma- bundið. Við gætum ekki komið í veg fyrir að Qársterk risafyrirtæki ( Evr- ópu eignuðust það hér sem þau gim- ast. Hugmyndir manna um fulla aðild að Evrópubandalaginu lýsa fyrst og fremst uppgjöf á því að ráða eigin málum farsællega. Uppgjöf við það stóra verkefni að tryggja hér lífskjör, sem eru samb’ærileg við það sem best gerist í löndum Evrópubahda- lagsins. Það getum við gert, ef við höldum rétt á málum. Reyndar er það sannfæring mín að óvíða munu reynast meiri lífsgæði en hér á landi. Þau byggjast á fleira en peningaleg- um auði. Þau byggjast ekki síður á hreinu og fögru umhverfi og frelsi til að njóta þess. Þau byggja á því að þjóðin sé sjálfráð og sjálfstæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.