Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 57 BJARNARFJÖRÐUR Ovænt forsetaheimsókn Laugarhóii. KLÚKUSKÓLI var settur 2. september síðastliðinn og hófst athöfnin með messu í sókn- arkirkjunni að Kaldrananesi. Þá hafa ýmsir gestir komið í heim- sókn það sem af er skólaárinu, eins og forseti íslands, dóms- og kirkjumálaráðherra og frú og biskupinn yfir íslandi og frú, svo nokkrir séu nefndir. Skólasetning Klúkuskóla, hinn annan september síðastliðinn, hófst með guðsþjónustu í sóknar- kirkjunni að Kaldrananesi. Var síðan farið í skólahúsið að Laugar- hóli. Séra Ágúst Sigurðsson á Prestbakka messaði, en hann gegnir hér störfum sóknarprests í orlofi séra Baldurs Sigurðsson- ar. Var fjölmenni við athöfnina og einnig við skólasetninguna, en þetta var fyrsta messa séra Ágústs hér í sókninni. Síðan hefir skólastarf gengið samkvæmt áætlun. Þann þrítugasta september kom svo óvænt heimsókn, en þá kom hér forseti íslands, frú Vig- dís Finnbogadóttir, ásamt dóms- og kirkjumálaráðherra og frú, einnig biskupinn yfir Islandi, herra Ólafur Skúlason og frú, sýslumaður Strandasýslu, Rík- harður Másson, formaður sóknar- nefndar Staðarkirkju í Stein- grímsfirði, Halldór Halldórsson, og stafsmaður Ríkisútvarpsins. Kom þetta fólk hingað til að skoða Gv'endarlaug, sem nýverið hefir verið endurgerð. Einmitt þennan dag var kirkjan á Stað tekin í notkun að nýju eftir mikla endurgerð. Létu gestirnir í ljós ánægju yfir endurgerð laugarinn- ar og sóma þeim er minningu Guðmundar biskups Arasopar væri sýndur með endurgerð og viðhaldi laugarinnar, sem er með myndarlegri fornum baðlaugum, sem þekktar eru á landinu. Litu gestirnir aðeins inn í skól- ann að lokinni skoðun laugarinn- ar, en héldu síðan á áfangastað sinn, sem var Staðarkirkja í Stein- grímsfirði. Fyrstu gestirnir sem komu til að skoða laugina, daginn sem endurgerð hennar lauk, voru hjónin á Hóli, Ingimundur Ingi- mundarson og kona hans. Það var Sveinn Einarsson frá Hnjót, nú búsettur á Egilsstöðum, sem end- urhlóð laugina fyrir áeggjan og með aðstoð Lionsmanna og heim- amanna. Var það Lionsklúbbur Hólmavíkur sem stóð að því, ásamt þjóðminjaverði, en laugin var friðuð fyrir um ári. SHÞ Æskan þarfaðeiga sér síerkan inálswa • / stefiiunnar áÁlþingi. Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Gestirnir ásamt skólastjórahjónunum í Klúkuskóla frá vinstri talið: Ríkharður Másson, sýslumaður, Halldór Halldórsson, form. sóknarnefndar Staðarkirkju, Biskup íslands, herra Ólafur Skúla- son og kona hans Ebba Sigurðardóttir, Svana Kristjánsdóttir og dóms- og kirkjumálaráðherra Óli Þ. Guðbjartsson, forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir, skólastjóri Klúkuskóla, Sig- urður H. Þorsteinsson og kona hans Torfhildur Steingrímsdóttir. Raquel og Andre Weinfeld. skSaður Raquel Welch laus og liðug Hin fímmtuga kynbomba Raquel Welch er nú laus og liðug á ný eftir að hafa skilið við eiginmann sinn ljósmyndarann Andre Weinfeld í síðasta mánuði. Þau höfðu verið skilin frá borði og sæng í nærfellt ár er þau luku formsatriðunum í kyrrþey. Skildu þau vinir að kalla að mati aðstand- enda. Raquel situr ekki auðum höndum, hún hefur verið á ferð og flugi að kynna nýtt myndband sem hún hefur framleitt og ber heitið „Body and Mind“, eða „líkami og liugur“, en á því er fólki kennt að slaka á spennu með líkamsæfing- um... • Öllum hlýtur okkur að vera Ijós nauðsyn þess, að vel sé búið að börnum og unglingum. Þetta hafa sjálfstæðismenn i Reykjavik sýnt í verki með markvissri uppbyggingu dagvistunarheimila, s.s. leikskóla, þannig að betur megi samræma vinnutíma foreldra og barna. Það er í anda sjálfstæðisstefnunnar, að fjölbreytni í rekstri slíkra stofnana verði aukin og að einkaaðilar komi hér til skjalanna í ríkara mæli en nú er. Engum getur blandast hugur um nauðsyn þess, að auka verður fræðslu fyrir unglinga á sviði áfengis- mála og fíkniefna og leggja verður áherslu á fyrir- byggjandi aðgerðir í þeim efnum. Árangur er líklegri til að nást með fræðslu og umræðu, en með boðum og bönnum. Þess vegna verða börn og unglingar að eiga sér sterkan málsvara stæðisstefnunnar á Alþingi. Þess vegna kjósum við Sólveigu Pétursdóttur í þriðja sæti í prófkjörinu í Reykjavík. Kjósum Sólveigu Pétursdóttur í þriðja sætið Kosningaskrifstofa, símar: 679516, 38300 og 38303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.