Morgunblaðið - 23.10.1990, Síða 57

Morgunblaðið - 23.10.1990, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 57 BJARNARFJÖRÐUR Ovænt forsetaheimsókn Laugarhóii. KLÚKUSKÓLI var settur 2. september síðastliðinn og hófst athöfnin með messu í sókn- arkirkjunni að Kaldrananesi. Þá hafa ýmsir gestir komið í heim- sókn það sem af er skólaárinu, eins og forseti íslands, dóms- og kirkjumálaráðherra og frú og biskupinn yfir íslandi og frú, svo nokkrir séu nefndir. Skólasetning Klúkuskóla, hinn annan september síðastliðinn, hófst með guðsþjónustu í sóknar- kirkjunni að Kaldrananesi. Var síðan farið í skólahúsið að Laugar- hóli. Séra Ágúst Sigurðsson á Prestbakka messaði, en hann gegnir hér störfum sóknarprests í orlofi séra Baldurs Sigurðsson- ar. Var fjölmenni við athöfnina og einnig við skólasetninguna, en þetta var fyrsta messa séra Ágústs hér í sókninni. Síðan hefir skólastarf gengið samkvæmt áætlun. Þann þrítugasta september kom svo óvænt heimsókn, en þá kom hér forseti íslands, frú Vig- dís Finnbogadóttir, ásamt dóms- og kirkjumálaráðherra og frú, einnig biskupinn yfir Islandi, herra Ólafur Skúlason og frú, sýslumaður Strandasýslu, Rík- harður Másson, formaður sóknar- nefndar Staðarkirkju í Stein- grímsfirði, Halldór Halldórsson, og stafsmaður Ríkisútvarpsins. Kom þetta fólk hingað til að skoða Gv'endarlaug, sem nýverið hefir verið endurgerð. Einmitt þennan dag var kirkjan á Stað tekin í notkun að nýju eftir mikla endurgerð. Létu gestirnir í ljós ánægju yfir endurgerð laugarinn- ar og sóma þeim er minningu Guðmundar biskups Arasopar væri sýndur með endurgerð og viðhaldi laugarinnar, sem er með myndarlegri fornum baðlaugum, sem þekktar eru á landinu. Litu gestirnir aðeins inn í skól- ann að lokinni skoðun laugarinn- ar, en héldu síðan á áfangastað sinn, sem var Staðarkirkja í Stein- grímsfirði. Fyrstu gestirnir sem komu til að skoða laugina, daginn sem endurgerð hennar lauk, voru hjónin á Hóli, Ingimundur Ingi- mundarson og kona hans. Það var Sveinn Einarsson frá Hnjót, nú búsettur á Egilsstöðum, sem end- urhlóð laugina fyrir áeggjan og með aðstoð Lionsmanna og heim- amanna. Var það Lionsklúbbur Hólmavíkur sem stóð að því, ásamt þjóðminjaverði, en laugin var friðuð fyrir um ári. SHÞ Æskan þarfaðeiga sér síerkan inálswa • / stefiiunnar áÁlþingi. Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Gestirnir ásamt skólastjórahjónunum í Klúkuskóla frá vinstri talið: Ríkharður Másson, sýslumaður, Halldór Halldórsson, form. sóknarnefndar Staðarkirkju, Biskup íslands, herra Ólafur Skúla- son og kona hans Ebba Sigurðardóttir, Svana Kristjánsdóttir og dóms- og kirkjumálaráðherra Óli Þ. Guðbjartsson, forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir, skólastjóri Klúkuskóla, Sig- urður H. Þorsteinsson og kona hans Torfhildur Steingrímsdóttir. Raquel og Andre Weinfeld. skSaður Raquel Welch laus og liðug Hin fímmtuga kynbomba Raquel Welch er nú laus og liðug á ný eftir að hafa skilið við eiginmann sinn ljósmyndarann Andre Weinfeld í síðasta mánuði. Þau höfðu verið skilin frá borði og sæng í nærfellt ár er þau luku formsatriðunum í kyrrþey. Skildu þau vinir að kalla að mati aðstand- enda. Raquel situr ekki auðum höndum, hún hefur verið á ferð og flugi að kynna nýtt myndband sem hún hefur framleitt og ber heitið „Body and Mind“, eða „líkami og liugur“, en á því er fólki kennt að slaka á spennu með líkamsæfing- um... • Öllum hlýtur okkur að vera Ijós nauðsyn þess, að vel sé búið að börnum og unglingum. Þetta hafa sjálfstæðismenn i Reykjavik sýnt í verki með markvissri uppbyggingu dagvistunarheimila, s.s. leikskóla, þannig að betur megi samræma vinnutíma foreldra og barna. Það er í anda sjálfstæðisstefnunnar, að fjölbreytni í rekstri slíkra stofnana verði aukin og að einkaaðilar komi hér til skjalanna í ríkara mæli en nú er. Engum getur blandast hugur um nauðsyn þess, að auka verður fræðslu fyrir unglinga á sviði áfengis- mála og fíkniefna og leggja verður áherslu á fyrir- byggjandi aðgerðir í þeim efnum. Árangur er líklegri til að nást með fræðslu og umræðu, en með boðum og bönnum. Þess vegna verða börn og unglingar að eiga sér sterkan málsvara stæðisstefnunnar á Alþingi. Þess vegna kjósum við Sólveigu Pétursdóttur í þriðja sæti í prófkjörinu í Reykjavík. Kjósum Sólveigu Pétursdóttur í þriðja sætið Kosningaskrifstofa, símar: 679516, 38300 og 38303

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.