Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. 0KTÓBER 1990 45 fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að það feli í sér um 'A% hækkun á meðalgjaldi allra atvinnugreina. Þessi þróun er í andstöðu við ábend- ingar atvinnurekenda um nauðsyn á lækkun kostnaðarskatta vegna sívaxandi erlendrar samkeppni enda er hér innheimt aðstöðugjald sem ekki á sér hliðstæðu erlendis. Þetta ítrekar enn og aftur nauðsyn þess að aðstöðugjald verði fellt nið- ur. Önnur atriði sem athygli vekja í Fjárlagafrumvarpi 1991 eru veru- leg hækkun á tekju- og eignar- skattsgreiðslum einstaklinga. Sér- staka athygli vekja einnig áform um mikla hækkun tekjuskatts- greiðslna félaga. Þannig áætlar fjármálaráðuneytið að tekjuskatts- greiðslur félaga hækki um rúm 10% að raungildi m.v. áætlaða skatt- heimtu þessa árs en um nærri 50% sé miðað við forsendur fjárlaga þessa árs. Svipaða sögu er að segja um gjald í framkvæmdasjóð aldr- aðra. Horfurnar næstu árin. Islenska þjóðin er enn talsvert yngri en þjóð- ir nágrannalandanna. Þannig eru enn einungis rúmlega 10% þjóðar- innar 65 ára og eldri. í Ðanmörku er þetta hlutfall rúm 15%, tæp 18% í Svíþjóð, tæp 13% í Finnlandi og rúm 15% í vesturhluta Þýskalands. í ljósi þessa samanburðar má búast við að almannatryggingakerfið hér á landi komi til með að kalla á aukin útgjöld. Einnig má búast við auknum iðgjaldagreiðslum til lífeyr- issjóðanna. • Jafnframt öldrun þjóðarinnar er spáð auknu atvinnuleysi næsta ára- tuginn. Þannig gæti atvinnuleysi orðið í kring um 1,7% að jafnaði í stað 0,8% árin 1980-1989. Þessi aukning atvinnuleysis ætti þó varla að valda tekjuþörf nema sem sam- svarar um 0,1% af landsframleiðslu árlega m.v. núverandi bótastig og landsframleiðslu. Á hinn bóginn gæti atvinnuleysi orðið miklu meira, t.d. vegna hagræðingar í landbún- aði og sjávarútvegi. Auk þessa at- riðis er líklegt að ýmsar ávísanir á framtíðina eins og vaxtabætur kalli á stóraukna tekjuöflun hins opin- bera. Horfur eru á litlum hagvexti á næstu árum. Þetta ásamt því að útgjöld hins opinbera vaxi hraðar en landsframleiðsla gæti þýtt að hlutfall skatta af landsframleiðslu fari vaxandi. Á hinn bóginn þyrfti skattahlutfallið í raun að lækka þannig að sú byrði sem almenning- ur og atvinnulíf ber vegna hins opinbera, lífeyriskerfis o.þ.h. sé ekki hærri en í nágrannalöndunum. Verði þessi byrði hærri hér en í nágrannalöndunum er viðbúið að fyrirtækin og almenningur leiti á brott frá landinu. Dulin skattheimta Dulin skattheimta er skattheimta sem ekki kemur beint fram í tölum hins opinbera um skattheimtu en veldur samt sem áður sams konar byrðum. Eins og Þorvaldur Gylfa- son, prófessor bendir, á í nýútkom- inni bók sinni Almannahagur er það þrennt sem mestu máli skiptir hér á landi. Það sem hér um ræðir er hinn svokallaði verðbólguskattur, innflutningshöft og óskynsamleg fiskveiðistjórnun. Gera má ráð fyrir að verðbólguskattur nemi um 1% af landsframleiðslu á síðasta ári. Innflutningshöft, einkum vegna landbúnaðar, hafa skv. nýlegum tölum landbúnaðarráðuneytis sam- svarað viðbótarbyrði á almenning upp á um 1,7%. Þessu til viðbótar gæti óskynsamleg fiskveiðistjórn hafa lagt byrðar á þjóðina sem sam- svara u.þ.b. 4% af landsframleiðslu, skv. mati Þorvaldar Gylfasonar. Sé tekið tillit til þessarar duldu skatt- heimtu gæti skattahlutfall ársins 1989 verið í nánd við 48%. Ekki er sist þörf á að minnka dulda skatt- heimtu hérlendis í tengslum við sameiginlegan markað Evrópu árið 1992. Deila má um réttmæti þess að taka dulda skattheimtu með í sam- anburði við OECD-ríkin þar sem ekki liggur fyrir hversu mikil dulin skattheimta er meðal þeirra. Hún er þó að öllum líkindum talsvert minni en hérlendis. PC-Byrjendanámskeið Notkun tölva byggist á þekkingu og færni. Þér býðst nú 60 tíma vandað nám á sérstaklega góðum kjörum. Ritvinnsla Töflureiknir Stýrikerfið Tölvuskóli íslands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 Excelnámskeið • Macintosh Excel er öflugasti töflureiknirinn fyrir Macintosh og PC! © 12 klst námskeið fyrir byrjendur og lengra komna! qá gF A. Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 - fjögur ór í forystu ^ Síðasta námskeið ársins! Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn? Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? Vilt þú auðvelda þér námið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax á síðasta hrað- lestrarnámskeið ársins, sem hefst miðvikudaginn 31. októ- ber nk. Skráning alla daga í síma 641091. HRAÐLESTRARSKOLINN CE 10 ÁRA — „ Þetta lyfjaát ' 1 ♦♦♦ u er nu algjor oþarri Staðreyndir: Á síðustu árum hafa komið á markaðinn mörg ný og dýr lyf við alvarlegum sjúkdómum. Gott dæmi um það er magalyf sem kom á markaðinn 1976. Fyrir þann tíma voru uppskurðir við magasári algengir hérlendis, til dæmis höfðu nær 7% íslenskra karla yfir 50 ára aldri verið skornir upp við því. Oftast hafði sjúkliiigurinn þjáðst lengi, sjúkrahúsdvölin var að jafnaði þrjár vikur, síðan var sjúklingurinn allt að sex vikur frá vinnu og á stundum mörg ár að aðlaga sig venjulegu lífi. Nú eru slíkir uppskurðir mjög fátíðir. Stöðugt koma á markaðinn ný lyf við hjartasjúkdómum og krabbameini. Þróun þeirra er óhemju dýr og það kemur fram í verði þeirra. Vonandi finnast að lokum lyf sem lækna þessa sjúkdóma. Þá mun enginn sjá eftir því gjaldi sem fyrir þau þarf að greiða. Þrátt fyrir allt þetta fer hlutur lyfja í heildarkostnaði hins opinbera við heilbrigðiskerfið stöðugt lækkandi. Það eru blákaldar staðreyndir. Þessi auglýsing er birt vegna þess að apótekarar tel'ja að staðreyndir málsins hafi ekki komist á framfæri sem skyldi i umræðu um þessi mál. & Apótekarafélag íslands VjS/VGVNIBWVS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.