Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 Húsbréf og hagfrædi Athugasemdir við grein Jóhanns R. Björgvinssonar, þjóðhagfræðings eftir Yngva Örn Kristinsson Jóhann R. Björgvinsson, þjóð- hagfræðingnr, ritar gagnrýna grein í Morgunblaðið síðastliðinn laugar- dag (13. október) þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að „veik- leiki húsbréfakerfisins geti orðið mikill skaðvaldur í íslensku efna- hagslífi" eins og hann orðar það. Niðurstöðu sína byggir hann, eftir því sem undirritaður kemst næst, á tveimur röksemdum. Þær eru: 1) Húsbréfakerfið muni auka fjár- þörf Byggingarsjóðs ríkisins um nálægt 50%. Ástæða þessa er hærra lánshlutfall og því hærra meðallán frá sjóðnum. 2) Grundvallarmunur sé á hús- bréfakerfinu hér á landi og hús- bréfakerfum annarra landa þar sem húsbréfin eru ekki seld áður en lánið er veitt. Þjóðhagfræðingurinn staldrar einnig við tvö önnur atriði. Hið fyrra er að Jóhann Rúnar telur að breyt- ing á gengi húsbréfanna á mark- aðnum, vegna breyttra vaxta, verði að telja svik við húsnæðissparendur eins og hann orðar það. Seinna at- riðið snertir samanburð á vaxtabót- um og almennri niðurgreiðslu vaxta en hann telur ekki mikinn mun á þessum tveimur kerfum. Húsbréfakerfið og fjárþörf Byggingarsjóðs ríkisins Greinarhöfundur telur að fjárþörf Byggingarsjóðs ríkisins muni auk- ast með tilkomu húsbréfakerfisins. Þetta er rétt í vissum skilningi, þar sem stærri hlutur íbúðarverðsins verður fjármagnaður með skulda- bréfi frá Byggingarsjóði ríkisins eða húsbréfadeild hans réttara sagt. Hér er þó ekki um eiginlegt lán að ræða þar sem um skuldabréfaskipti er að ræða og útgáfa húsbréfa hef- ur engin áhrif á fjárþörf sjóðsins. v Það er hins vegar rétt sem Jó- hann Rúnar segir að með húsbréfa- kerfinu er stærri hluti fjármagnað- ur með skuldabréfi frá Byggingar- sjóði ríkisins enda var að því stefnt með tilkomu kerfisins. Eins og kunnugt er heimilar húsbréfakerfið útgáfu fasteignaveðbréfs fyrir allt að 65% af verðmæti fasteignarinnar sem stendur að veði. Með tilkomu húsbréfanna er stærri hlutur ijárþarfar íbúðakaup- enda leystur i opinbera húsnæðis- lánakerfinu og minni þörf því fyrir lán frá öðrum aðilum svo sem lífeyr- issjóðum og bönkum. Húsbréfakerf- ið dregur því úr lánveitingum ann- arra lánastofnana til húsnæðis- kaupa. Aukin hlutdeild Húsnæðis- stofnunar í fjármögnuninni mun því endurspeglast í minni beinum lán- um annarra lánastofnana til hús- næðismála. Hér er fyrst og fremst verið að breyta um farveg fjár- mögnunarinnar en ekki umfang hennar. Engin ástæða er til að ætla að tilkoma húsbréfakerfisins muni auka heildareftirspurn eftir lánsfé til húsnæðismála. Öll fasteignavið- skipti hafa verið ijármögnuð með einum eða öðrum hætti á undan- förnum árum. Ólíklegt er að íbúðar- viðskiptum fjölgi með tilkomu kerf- isins. Breytingin sem felst í hús- bréfakerfinu er fyrst og fremst fólg- in í einföldun gagnvart lánþegan- um, sem nú þarf aðeins að leita að fjármögnun til eins aðila í stað margra áður. Breyting leiðir einnig til hagstæðari kjara fyrir lánþegann þar sem hann nýtur ríkisábyrgðar á láni sínu. Húsbréf hér á landi öðruvísi? Jóhann Rúnar telur að gundvall- armunur sé á húsbréfakerfinu hér á landi og í öðrum löndum. Ástæð- Hvað er sá kallaður, sem skilar ekki því fé, sem hann tekur að sér að innheimta? eftirHelga K. Hjálmsson Þar sem íjármálaráðherra, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, fyrir hönd ríkissjóðs virðist enn og aftur ætla að fjármagna ríkissjóð að hluta til með fé, sem réttilega er eign kirkju- garða og safnaða, óska ég eftir að eftirfarandi bréf til ráðherra og al- þingismanna verði birt, til þess að lesendur blaðsins geti betur áttað sig á hvernig siðferði ráðamanna okkar er háttað, og mat þeirra á eignum annara: „Reykjavík 3. september 1990. Á síðustu Leikmannastefnu hinn- ar íslensku þjóðkirkju, sem haldin var að Löngumýri í Skagafirði 12. og 13. maí sl., var m.a. fjallað um skerðingu sóknar- og kirkjugarðs- gjalda, sem átti sér stað við af- greiðslu fjárlaga ársins 1990. Það var skoðun margra, sem tóku til máls' um þetta efni, að hér væri um hreina eignaupptöku aA, ræða og þarna væri verið að brjóta samn- ing, sem kirkja og ríkisvald höfðu gert með sér. Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða: Leikmannastefna Þjóðkirkjunnar haldin að Löngumýri 12. og 13. maí 1990 ályktar eftirfarandi: Leikmannastefnan mótmælir harðlega þeirri afgreiðslu Alþingis að skerða tekjur safnaða og kirkju- garða í landinu méð einhliða ákvörðun um síðustu áramót. Leik- mannastefnan telur það brot á því samkomulagi, sem gert var milli ríkisvalds og Kirkjuþings (af hálfu Helgi K. Hjálmsson safnaða) haustið 1987, þegar inn- heimtukerfí safnaða og kirkjugarða var fellt inn í staðgreiðslukerfið. Hjálagt fylgir með greinargerð framsögumanns, Gunnlaugs Finns- sonar, kirkjuráðsmanns. Máli þessu er einnig vísað til Kirkjuþings 1990. Leikmannaráð treystir því að hæstvirtir alþingismenn tryggi að samningur sá, sem kirkja og ríkis- vald gerðu með sér um sóknar- og kirkjugarðsgjöld, verði í heiðri hafð- ur og söfnuðum landsins verði skil- að þeim fjármunum, sem þeir rétti- lega eiga.“ una telur hann vera að „erlend húsbréfakerfi fjármagna útlán til fasteignakaupenda með útgáfu sér- stakra húsbréfa sem seld eru á við- eigandi markaði, þ.e. fjármagns- markaði. Þannig fást peningar til útlána ... í íslenska húsbréfakerf- inu eru húsbréf ekki seld í fyrstu umferð á fjármagnsmarkaði fyrir peninga.“ Hér gætir þekkingarskorts hjá höfundi. Til eru ýmis kerfi til fjár- mögnunar húsnæðislána. Ein teg- und þeirra er kerfi þar sem fjár- magns er aflað með sölu markaðs- verðbréfa. Af þessu kerfi eru tvö afbrigði. Annað þeirra verkar með þeim hætti sem Jóhann Rúnar greinir réttilega frá. Dæmi um slíkt er sænska húsnæðislánakerfið. Hin leiðin er kerfi skuldabréfaskipta þar sem Tasteignakaupandi selur lána- sjóðnum fasteignaveðbréf en fær það greitt með verðbréfi sem hann getur selt á íjármagnsmarkaði ef þörf er á. Þessi leið hefur verið farin hér á landi. Þessi háttur hefur verið hafður í Danmörku í 140 ár og reyndar einnig hér á landi á fyrri helming þessarar aldar og á ég þar við gamla veðdeildarkerfið og bankavaxta- bréfin sem samsvöruðu húsbréfun- um í núverandi kerfi. Enginn munur er á áhrifum þess- ara tveggja leiða á fjármagnsmark- aðinn. I báðum tilvikum leitar markaðurinn að þeim vöxtum sem tryggja jafnvægi. Svo kann að virðast í fljótu bragði að í fyrra afbrigðinu megi stýra Iánsfjáreftirspúrninni og vöxtum með því að takmarka skuldabréfa- sölu sem er undanfari lánveiting- anna. Það er þó ekki raunhæft ef fjármagnsmarkaðurinn er frjáls og heimilin hafa frelsi til lántöku. Þeir sem vilja taka lán við ríkjandi vexti munu einfaldlega leita annarra leiða til að afla lánsfjár og slík eftirspurn mun hafa áhrif til hækkunar vaxta. Ókostur þess að afla fjár með sölu skuldabréfa áður en endanlegt húsnæðislán er veitt er sú vaxta- áhætta sem slíkur sjóður verður óhjákvæmilega að taka. Vaxta- áhættan myndast þegar sjóðurinn sem selur skuldabréfin liggur með fjármagn sem afiað hefur verið og ekki hefur verið ráðstafað til út- lána. Önnur áhætta er einnig fyrir hendi en hún er sú að pólitísk íhlut- un leiði til lægri útlánsvaxta en innlánsvaxta. Sú hefur raunin orðið víða, meðal annars hér á landi. Eru húsbréfin „svik við húsnæðiskaupendur"? Greinarhöfundur bendir réttilega á að of mikið framboð húsbréfa geti leitt til lækkunar á gengi hús- bréfa og því rýrni verðmæti hús- bréfa sem þegar eru í eigu spar- enda. Hér hefur dæmið þó ekki verið hugsað til enda. Almennt gildir að vaxtahækkun á fjármagnsmarkaði rýrir markaðs- verð eigna sem bera fasta (eða enga) vexti, svo sem skuldabréfa, hlutabréfa og jafnvel fasteigna. Ástæðan er einföld. Nýjar skuld- bindingar gefa af sér hærri arð en eldri. Þetta er ekki ný staðreynd. Vaxtalækkun hefur að sjálfsögðu öfug áhrif. Tökum dæmi þessu til skýringar. Ef ríkissjóður hækkar vexti á spari- skírteinum rýrnar markaðsverð allra útistandandi spariskírteina, þ.e. gengi þeirra á eftirmarkaði lækkar. Mikil lánsfjáreftirspurn af öðrum toga hefur sömu áhrif. Þetta hefur mörgum sinnum gerst og ekki verið talað um svik í því sam- bandi. Hver sá sem kaupir verðbréf með föstum vöxtum, hlutabréf eða fasteign, verður að sæta því að hærri vextir, eða meiri arðgjöf af einhverri annarri eign, gerir hans sérstöku eign minna eftirsóknar- verða og lækki markaðsverð henn- ar. Það er því fráleitt að halda fram að vaxtahækkun á fjármagnsmark- aði, sem kynni að stafa að miklu framboði húsbréfa, eða annarra verðbréfa, sem Ieiðir til lækkandi gengis húsbréfa og annarra eigna, séu einhver sérstök svik við eigend- ur húsbréfa. Vaxtabætur eða vaxtaniðurgreiðsla Jóhann Rúnar telur ekki ástæðu til að gera greinarmun á því hvort stuðningur hins opinbera við hús- næðiskaupendur er í formi almennr- ar niðurgreiðslu vaxta eða með vaxtabótum. Hér er þó nokkur munur á. Ástæðurnar eru aðallega tvær. Önnur ástæðan er hagfræðileg en Yngvi Örn Kristinsson „Það er því fráleitt að halda fram að vaxta- hækkun á fjármagns- markaði, sem kynni að stafa að miklu framboði húsbréfa, eða annarra verðbréfa, sem leiðir til lækkandi geng-is hús- bréfa og annarra eigna, séu einhver sérstök svik við eigendur hús- bréfa.“ hin er spurningin um réttlæti og er því fremur á vettvangi stjórnmál- anna. Húsnæðiskerfi, eins og lána- kerfið frá 1986, sem byggir á al- mennri niðurgreiðslu til allra lán- takenda, óháð efnahag, hlýtur að leiða til umframeftirspurnar eftir lánsfé og biðraða. Með vaxtabótum skapast hins vegar möguleikar til að stýra umfangi stuðnings hins opinbera við íbúðakaupendur eftir efnahagsaðstæðum á hveijum tíma. Jafnframt skapast með vaxtabót- unum betri möguleikar til að stýra vaxtabótunum til þeirra hópa sem mest þurfa á stuðningi hins opin- bera að halda. Þetta er auðvitað spurning um réttlæti og er eins og áður sagði á vettvangi stjórnmála. Efnahagsleg áhrif þessara tveggja kerfa eru því ekki þau sömu jafnvel þó kostnaður hins opinbera við rekstur þeirra væri sá sami. Mismunandi samfélagshópar hvað efnahag og tekjur varðar munu njóta stuðnings hins opinbera. Höfundur er hagfræðingur og formaður húsnæðismálastjórnar. Lyfjaverð er opinber ákvörðun eftir Jón Björnsson Höfundur er formaður Leikmannaráðs I’jóðkirkjunnar. Undanfarið hafa birst miklar ádeilur á apótekara í íslenskum ijölmiðlum. Er þar einkum talað um verð á lyfjum. Vegna þess er nauðsynlegt að benda á eftirfar- andi: Val á lyfjum og verð á þeim er algerlega í höndum opinberra að- ila Áður en nýtt lyf er tekið til sölu hérlendis fer það til umsagnar Lyíjanefndnar. Hún veitir faglega umsögn um gæði lyfsins og leitar umsagnar Lyfjaeftirlits ríkisins um innkaupsverð þess. Lyíjaeftir- litið kannar innkaupsverð á lyfinu erlendis og skilar jákvæðri eða neikvæðri umsögn eftir aðstæðum. Umsagnir beggja þessara aðila fara til heilbrigðisráðuneytisins, sem endanlega tekur ákvörðun um hvort lyfið verður flutt inn. I þessu ferli mála eigi apótekarar engan fulltrúa og hafa því engin áhrif á afgreiðslu. Lyfjaverðiagsnefnd hefur það verkefni að ákvarða áiagningu í heildsölu og smásölu. í henni sitja fimm menn. Þrír eru tilnefndir af opinberum aðilum, einn af Stéttar- félagi íslenskra lyfjafræðinga Jón Björnsson „Það er stjórnvalds- ákvörðun hve mörg apótek eru starfrækt og hvar. Það er enn- fremur stjórnvalds- ákvörðun að lyfjaverð skal vera hið sama, hvar sem er á landinu.“ (sem allir lyíjafræðingar nema apótekarar eiga aðild að, einnig þeir sem eru í þjónustu ríkisins) og svo einn fulltrúi apótekara. Verði ágreiningur í nefndinni sker heilbrigðisráðherra úr. Það er stjórnvaldsákvörðun hve mörg apótek era starfrækt og hvar. Það er ennfremur stjórn- valdsákvörðun að lyfjaverð skal vera hið sama, hvar sem er á landinu. Það er því ljóst að ákveð- ið samræmi þarf að vera í þessari opinberu stýringu og verðákvörð- unum. Af þessu má vera ljóst að ekki er við apótekara að sakast um verð á lyfjum. Hins vegar er einn- ig ljóst að álagning þeirra er hærri hérlendis en í mörgum löndum og á því er einföld skýring, sem opin- ber yfirvöld hafa tekið gilda. Það er dýrt að dreifa lyfjum á íslandi, eins og svo mörgu öðru. Á íslandi eru 6.000 íbúar á hvert apótek, en um 16.000 í Danmörku og 11.000 í Svíþjóð, svo dæmi séu tekin. Höfundur er formaður Apóteknrafélags íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.