Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER 1990 a eitt sáttir Keuter Viðbúnaði á Persaflóa mótmælt Um tíu þúsund manns mótmæltu hernaðaruppbygg- ingu Bandaríkjanna á Persaflóa með fjöldagöngu í New York á laugardag. í hópi mótmælenda voru uppgjafahermenn í hjólastólum. „Við viljum alls ekki beijast fyrir Texaco“ var slagorð göngumanna er áttu við að með hernaðaruppbyggingin væri til að gæta hagsmuna vestrænna olíufyrirtækja í Saudi-Arabíu. Franskir vinstrisinnar efndu einnig til mótmælagangna í París gegn þátttöku Frakka í viðbúnaðinum á Persaflóa. Spánverjar vildu knýja fram veiðiheimildir Lúxemborg. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Evrópubandalagið: Ráðherrafundir fjalli um tillögur um Evr- ópska efnahagssvæðið eru allir Utannkisráðherrar Evropubandalagsms (EB) náðu í gær sam- stöðu um tillögur sem miða að því að leysa þá kreppu sem samn- ingarnir við Fríverslunarbandalag Evrópu (EFTA) eru í. Tillagan gerir ráð fyrir að ráðherrafundir með fulltrúum bandalaganna tveggja fjalli um tillögur er varða Evrópska efnahagssvæðið (EES). Ráðherramir vilja einnig að samið verði um efnisatriði samninganna og sljórn og stofnanir EES. Þeir hafna með öllu hugmyndum EFTA um að tengja þessa þætti saman. Samkomulagið byggir á tillögu sem Uffe Elleman Jensen, utanrík- isráðherra Dana, setti fram. Hug- myndimar mættu í byijun mikilli andstöðu Spánveija sem vildu ljúka samningum um efnisatriði áður en samið yrði um stjóm og stofnanir EES. Fyrir Spánveijum vakti að knýja fram veiðiheimildir fyrir flota sinn í fiskveiðilögsögu íslands og Noregs. Gert er ráð fyrir því að fram- kvæmdastjórn EB leggi fram til- lögur um stjórn EES á næstu vik- um. Líklegt er að þær byggist að miklu leyti á hugmyndum sem framkvæmdastjómin hefur þegar kynnt EFTA með þeirri yiðbót að boðað verði til fundar með ráðherr- ur væntanlega að finna hugmyndir um greiðari aðgang fyrir landbún- aðarafurðir að mörkuðum EFTA og hugsanlega veiðiheimildir fyrir EB-flotann. Fulltrúar EFTA-ríkjanna komu saman til tveggja daga fundar í Genf í gær og verður helsta um- ræðuefnið það hvemig unnt verði að koma til móts við kröfur EB um fækkun þeirra fyrirvara sem EFTA-ríkin hafa sett fram í við- ræðunum um EES. Ekki um -frá ríkjum EFTA og EB um viðkvæmar ákvarðanir. Þar með er EFTA boðið upp á pólitískt sam- ráð á undirbúningsstigum ákvarð- ana í stað þess að standa frammi fyrir frágengnum tillögum svo sem fyrri hugmyndir hafa gengið út ' á. Framkvæmdastjómin mun jafn- framt ganga á næstu vikum frá tillögum um jöfnun lífskjara á milli EFTA og EB. í þeim tillögum verð- ■ MOSKVU - AKVEÐIÐ hefur verið að formlegar viðræður um samband Sovétríkjanna og Litháens hefjist í lok nóvember. Sendinefnd Litháa undir forystu Vytautas Landsbergis forseta átti á laugar- dag fund í Moskvu með fulltrúum Sovétstjórnarinnar. Ýmislegt benti til að umræður hefðu verið mjög heitar. Nikolaj Ryzhkov, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, sakaði Lit- háa um að setja ýmis skilyrði fyrir viðræðunum. Hann sagðist ekki geta fallist á að gengið yrði út frá því sem vísu í viðræðunum að stefnt skyldi að sjálfstæði Litháens. Ákveðið hefur verið að nefnd beggja aðila vinni á næstu dögum skjal sem þjóna á sem grundvöllur viðræðn- anna í nóvember. um ferð Heaths til íraks St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. SUMIR þingmenn íhaldsflokksins breska hafa deilt harkalega um markmið og afleiðingar ferðar Edwards Heaths, fyrrum forsætisráð- herra Bretlands, til Iraks. Aðstandendur gíslanna hafa fagnað fram- taki Heaths. Aðdragandi ferðar Heaths var umdeildur. Deilurnar stóðu um, hvort Douglas Hurd, núverandi ut- anríkisráðherra og gamall sam- verkamaður Heaths, hefði beðið Heath um að fara til Bagdad. Hurd neitaði, að svo hefði verið. Deilurnar nú standa meðal þing- manna Ihaldsflokksins. Andstæð- ingar hans meðal þeirra segja ferð- ina ljá Saddam Hussein Iraksfor- seta áróðursvopn. Heath sé reynd- asti og virtasti stjómmálamaður frá Vesturlöndum, sem komið hafi til Bagdad frá innrásinni í Kúvæt. ír- akar noti þetta sem viðurkenningu á kröfum sínum til Kúvæt. írakar muni verða enn staðráðnari en ella í að halda ránsfeng sínum. Þeir segja einnig, að förin muni veikja stöðu Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra, en hún neitar að fallast Samkomulag er um það í grund- vallaratriðum milli þings og ríkis- stjórnar að minnka fjárlagahallann um 500 milljarða dala á næstu fimm árum. Um helgina virtist samkomu- lag í augsýn um að þar af yrði 140 milljarða dala aflað með skatta- hækkunum. Að sögn Bobs Packwo- ods sem fer fyrir repúblikönum í fjárlaganefnd öldungadeildarinnar lagði Bush til að hæsta skattþrep yrði 31% í stað 28% nú. Það þýddi að skattar hátekjufólks hækkuðu eilítið er miðtekjufólks lækkuðu. Að hars sögn vilja demókratar hins vegar liækka skatthlutfallið upp í 33%. Margir repúblikanar séu held- ur ekki hrifnir af hugmynd Bush og vilji fremur afla tekna með því að þrengja reglur um skattafrá- drátt. á nokkra málamiðlun um innrásina í Kúvæt. Bæði Douglas Hurd og Thatcher ítrekuðu stefnu bresku ríkisstjórn- arinnar um helgina, að samningar gætu ekki hafist fyrr en íraskt her- lið væri komið frá Kúvæt og allir gíslarnir lausir. Vinir Heaths segja förina vera fyrst og fremst af mannúðarástæð- um í því skyni að fá gíslana lausa. Heath hafi ekki rætt við Hussein, forseta íraks, eða Tariq Aziz, ut- anríkisráðherra íraks, um lausn á deijunni um innrásina í Kúvæt, heldur lagt áherslu á, áð aldraðir, sjúkir og dauðvona ættu að fá að halda heim til sín. Aðstandendur gíslanna hafa fagnað för Heaths og segja hana hafa vakið vonir um, að sumir gíslar verði látnir lausir. Þeir hafa hvað eftir annað gagnrýnt aðgerðarleysi stjórnvalda. Þeir sögðust þó ekki myndu fagna, fyrr en þeir vissu, að ættingjar sínir væru komnir frá írak. Fjárlagaumræða Bandaríkjaþings: Fulltrúar Bush ganga af fundi Washinglon. Reuter. FULLTRÚAR Bandaríkjastjórnar gengu út af fundi með þingmönn- um á sunnudag þegar reynt var að ná samkomulagi um fjárlög. John Sununu, skrifstofustjóri Hvíta hússins, sagði við fréttamenn að demókratar hefðu hafnað tilboði George Bush Bandaríkjaforseta um hækkun skatta á hátekjufólk og því hefðu viðræðurnar farið út um þúfur. Óeirðir í Lundúnum 45 lögreglumenn slösuðust og sex óbreyttir borgarar St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÓEIRÐIR brutust út í suður- hluta Lundúna síðdegis á laug- ardag eftir mótmælagöngu gegn nefskattinum, sem Eng- lendingar og Wales-búar byrj- uðu að greiða til sveitar- stjórna í apríl sl. Yfir 100 manns voru teknir fastir. Samtök gegn nefskattinum efndu til mótmælagöngu í Suður-Lundúnum á laugardag. Talið er, að a.m.k. 10 þúsund manns hafi tekið þátt í henni. Við lok göngunnar var haldinn fundur, þar sem nokkrir þing- menn Verkamannaflokksins töluðu. Gangan og fundurinn fóru friðsamlega fram. Áætlað er, að um tvö þúsund fundarmanna hafi síðan haldið til Brixton-fangelsisins skammt frá. Þar eru í haldi þeir, sem dæmdir voru fyrir þátttöku í óeirðum í mars sl. í Lundúnum eftir mótmæli vegna nefskatts- ins. Óeirðir brutust út við Brix- ton-fangelsið. Mótmælendur kö- stuðu öllu lauslegu að lögregl- unni, brenndu bíla og mótorhjól og brutust inn í búðir. 45 lög- reglumenn slösuðust og sex óbreyttir borgarar. Reuler Mótmælendur í Lundúnum flýja undan vörðum laganna á laugar- dag. Rúmlega 100 manns voru handteknir eftir að óeirðir höfðu brotist út við Brixton-fangelsið í suðurhluta borgarinnar. Göngúmenn saka lögregluna um að hafa brugðist of harkalega við, en talsmenn lögreglunnar segjast ekki hafa átt annars úr- kosti en ráðast að óeirðaseggjun- um. Fyrirskipuð hefur verið lög- reglurannsókn á tildrögum óeirð- anna og komið hefur til tals að banna mótmælagöngur gegn nefskattinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.