Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 15 ræða þjóðfélagslega sóun. Og hún er meiri en ég ætla, að menn geri sér ljóst að óathuguðu máli. IV í 1. grein laganna um stjóm fisk- veiða. segir m.a., að markmið lag- anna sé að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna á Islandsmiðum og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Leitast er við að vernda fiskistofn- ana með því að ríkisvaldið ákveði hámarksafla af hverri fiskitegund. Ríkisvaldið eitt hefur skilyrði til þess. En því ber einnig skylda til að stuðla að hagkvæmri nýtingu þeirra. Segja má, að meðan ekki var heildarstjórn á veiðunum, hafi varla verið hægt að ætlast til þess, að ríkisvaldið hefði heildarstjórn á stærð fiskveiðiflotans. En þegar slík allsherjarstjórn var tekin upp 1984, hlaut það að teljast skylda ríkis- valdsins að leiða hugann að stærð flotans. Hann var þegar orðinn of stór. Ríkisvaldið hefði átt að beita sér fyrir því að minnka hann. Stað- reyndin hefur hins vegar orðið sú, að hann hefur haldið áfram að stækka. V Um allan heim er nú mjög um það rætt, hvert eigi að vera hlut- verk ríkisvalds og hvers konar verk- efni eigi að fela því. Enginn heldur því fram, að ríkisvald sé óþarft. Menn eru t.d. sammála um, að ríkis- vald eigj að halda uppi lögreglu, veðurþjónustu og annast mengun- arvarnir. Ríkið á að eiga og reka seðlabanka. Það er líka augljóst, að ríkisvaldið eitt getur komið í veg fyrir ofveiði fiskistofna, sem eru 3 ÓDÝRASTiR MYNDATÖKUR FRÁ KR. 7.500- Ljósmyndastofurnar: Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 43020 • Barna- og fjölskyldumyndir Reykjavík simi: 12644 • Mynd Hafnarfirdí s/mí: 54207 • Öllum okkar tökum fylgja tvaer prufustækkanir 20x25 cm. Óbreytt veró í heilt ár Hvaö er Armaflex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá (Ajrnstrong & Ávallt til á lager. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640 sameign. Á hinn bóginn hefur mið- stýrður áætlunarbúskapur beðið herfilegt skipbrot víða um heim. í ljós hefur komið, að ríkisvaldið á ekki að stjórna atvinnulífinu í ein- stökum atriðum. Markaðsviðskipti eiga að gegna því hlutverki að tryggja hagkvæma nýtingu fram- leiðsluafla þjóðfélagsins. Hér á landi er sjávarútvegur nú orðið fyrst og fremst í höndum einkaaðila og samvinnufélaga, og er það vel. Það er því auðvitað þess- ir aðilar, sem bera ábyrgð á stærð fískiskipaflotans. En hitt er jafn- augljóst, að eins og skipan lánveit- inga til skipakaupa er hér háttað, hefur ríkisvaldið haft eða getað haft úrslitaáhrif á stærð fiotans, og á ég þá auðvitað með ríkisvaldi við alla þá opinberu aðila, sem hér koma við sögu. í sjálfu sér er ekki hægt að álasa útgerðarmönnum fyrir að vilja kaupa ný skip eða stækka gömul, ef þeir sjá fram á, að þeir muni hagnast á því. En ef jafnframt er ljóst, að slíkt sé þjóðarheildinni til tjóns, er það hlutverk ríkisvaldsins að koma í veg fyrir það, fyrst það hefur skilyrði til þess. í þessu efni hefur ríkisvaldið brugðizt. En hvað er þá til ráða? Svarið hér er hið sama og í þeim löndum og á þeim sviðum efna- hagslífs, þar sem stjóm ríkisvalds hefur brugðizt. Það er að láta heil- brigð markaðsöfl leysa ríkisvaldið af hólmi. Meðan fiskveiðar voru frjálsar stækkaði flotinn auðvitað vegna þess, að útgerðarmenn vildu bæta aflaskilyrði sín. Eftir að allar fisk- veiðar voru gerðar háðar veiðileyf- um hefur heimild til framsals á kvótum að vísu stuðlað að aukinni hagkvæmni. En meðan veiðileyfin eru ókeypis er þess ekki að vænta, að útgerðarmenn leggi skipum og minnki þannig fiotann jafnhratt og í jafnríkum mæli og æskilegt er. Og reynslan sýnir, að ríkisvaldið hefur ekki getað komið því til leið- ar. Hið gagnstæða hefur átt sér stað. Eftir ýmsum leiðum hefur flot- inn haldið áfram að stækka. VI Það, sem hér þarf að gerast, er, að heilbrigð markaðsöfl knýi út- gerðarmenn til pess að leggja óhag- kvæmustu skipunum. Slíkt hefur sumpart verið að gerast í kjölfar viðskipta með kvóta. En þróunin er of hægfara. Til að flýta fyrir nauðsynlegri minnkun flotans á að hætt að úthluta veiðileyfum ókeypis og innheimta gjald fyrir þau. Ef gjaldið yrði haft hóflegt í fyrstu, en hækkað smám saman, mundi með tímanum þeim skipum verða lagt, sem lakasta hefðu afkomuna og erfiðast ættu með að greiða gjaldið. Nú má auðvitað búast við, að enn verði sagt, að útgerðin hafi alls engin efni á að greiða neitt gjald fyrir veiðileyfi sín. Slík andmæli ættu þó ekki að heyrast nú, þegar hliðsjón er höfð af þeim miklu við- skiptum, sem eiga sér stað með veiðileyfin eða kvótana, og þeim gífurlegu fjárhæðum, sem fluttar eru milli aðila innan útgerðarinnar. Þessi viðskipti sýna, að margir aðil- ar í útgerð hafa vissulega efni á að greiða fyrir veiðileyfi. Um það efni verður fjallað í ann- arri grein. Höfundur er prófessor. Með aldrinum öðlumst við þekkingu, látum bömin njóta hennar MUNDU EFTIR OSTINUM Hann eykur orku og styrkir beinin AUK/SlA k9d2-499
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.