Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 íkveikjualda um helgina; 8. Sunnud. kl. 01:07 Viö Austurstræti Ellefu tilkynningar um bruna í borginni MIKIL íkveikjualda gekk yfir höfuðborgina um helgina og var ellefu sinnum tilkynnt um eld. I einu tilvikanna reyndist að vísu um ghbb að ræða og var símtalið rakið til Akureyrar. Tæplega þritugur maður situr nú í gæsluvarðhaldi, gi'unaður um íkveikju við Kvennaskólann. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu á sunnuag kom upp eldur í rusli við Pósthússtræti, Veltu- sund, bensínstöð við Hafnarstræti og Kvennaskólanum aðfaranótt laugardagsins og á laugardags- morgun. Um hádegi á laugardag kom upp eldur við Brávallagötu 20. Um kvöldið klukkan 21.10 log- aði í rusli við Alftamýrarskóla og klukkan 21.21 var tilkynnt um hið sama við Safamýrarskóla. Þar fannst enginn eldurinn og er talið að um hafi verið að ræða bruna- lykt frá fyrmefnda skólanum. Þá var kveikt í rusli við Austurstræti 10 klukkan 1.07 aðfaranótt sunnu- dags, síðdegis á sunnudag, klukk- an 15.30 logaði í rusli við Berg- staðastræti og á sunnudagskvöld klukkan 21.20 kom upp eldur í ruslageymslu húss við Rauðar- árstíg 13. Loks fékk slökkviliðið upphringingu klukkan 2.42 að- faranótt mánudags. Þá var til- kynnt um eld í höfuðborginni, en í ljós kom að verið var að gabba. Símtalið var rakið og kom í ljós að maður á Akureyri átti sökina. Tæplega þrítugur maður situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa kveikt í rusli við Kvenna- skólann, en töluverðar skemmdir uðru í skólanum, þegar eldur læsti sig í húsvarðaríbúð. Maðurihn var gripinn skammt frá, þegar hann bar sig að því að leggja eld að rusli í tröppum íbúðarhúss. Þá voru tveir átján ára piltar handteknir um helgina, grunaðir um að hafa kveikt í rusli við bensínstöðina við Hafnarstræti. Refsing fyrir íkveikjur getur numið nokkurra ára fangelsisvist' eftir því hversu mikil hætta er tal- in á eignatjóni og manntjóni. Rann- sóknarlögregla ríkisins fer með rannsókn málanna. VEÐURHORFUR í DAG, 23. OKTÓBER YFIRLIT í GÆR: Yfír sunnanverðri Skandinavfu er 1035 mb hæð. Um 800 km suðvestur af landinu er 993 mb lægð sem þokast suðaustur. SPÁ: Suðaustlæg ótt, stinnlngskaldi suðvestanlands til fyrramáls en annars kaldi. Léttskýjað verður á Norðuriandi en skýjað f öðrum landshlutum. Dálítil rigning með köflum vestanlands en þokuloft og súid við suðurströndina og sunnan til á Austfjörðum. Hiti 5-10 stig. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. f r r r r r r Rigning r r r * r * f * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 1Q° Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * .V E' — Þoka =r Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur R Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að f$l. tíma kMI >,»Aiir Akureyri Reykjavik wm 9 9 veöur léttskýjað súld Bergen 7 léttskýjað Helsinki 8 skýjað Kaupmannahöfn 8 léttskýjað Narssarssuaq 2 skýjað Nuuk 0 snjókoma Ostó BÉ léttskýjað Stokkhólmur 8 léttskýjað Þörshöfn .10 téttskýjað Algarve 19 skýjað AmsterUam 11 léttskýjað Barcelona 21 skýjað Berlín 8 heiðskírt Chicago ð léttskýjað Feneyjar 13 heiðskírt Frankfurt 10 léttskýjað Qlasgow 11 skýjað Hamborg 8 léttskýjað Laa Palmae 22 skúrás.klst. London 12 skýjað Los Angetes 18 helðskirt Lúxemborg 10 léttskýjað Madrid 13 skýjað Malaga 20 skýjað Maliorca 25 skýjað Montreai 12 skúróstð.klst. NewYork 16 þokumóða Orlando 22 hálfskýjað Parfs 13 skýjað Róm 20 skýjað Vin 7 léttskýjað Washington 16 alskýjað Winnipeg 6 alskýjað 2. Laugard. kl. 04:25 í Veltusundi-------- 1. Laugard. kl. 04:10 Viö Skólabrú —— 5. Laugard. um kl. 12:00 Viö Brávallagötu 4. Laugard. ki. 08:03 ~ Kvennaskólinn viö Fríkirkjuveg 3. Laugard. kl. 04:40 Bensínstöð við Hverfisgötu r 10. Sunnud. kl. 21:20 Við Rauöarárstrg 6. Laugard. kl. 21:10 Áiftamýrarskóli 9. Sunnud.ki. 15:30 Við Bergstaöastræti 11 brunaútkölB í Reykjavlk 7. Laugard. kl. 21:20 Ekki reyndist eldur við Safamýri 11. Mánud. kl. 02:42 Gabb Morgunblaðið/Sverrir Eldur kom upp í ruslageymslu að Rauðarárstíg 13 á sunnudagskvöld. 4 ara drengnr leitaði móður sinnar um nótt Barnfóstran skildi hann einan eftir KOMIÐ var með fjögurra ára dreng á lögreglustöðina við Hverfisgötu aðfaranótt sunnu- dags. Drengurinn var að leita móður sinnar, en stúlka, sem átti að gæta hans, hafði farið frá honum og varð hann hræddur þegar hann vaknaði einn um nóttina. Forsaga málsins var sú, að móð- ir drengsins hafði farið í heimsókn til vinkonu sinnar og tekið drenginn Reykjanes: Skorað á urðsson í VERIÐ er að safna undirskrift- um á áskorun til Jóns Sigurðs- sonar iðnaðarráðherra að taka þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjanesi. Albert Magnússon í Hafnarfírði er einn forvígismanna söfnunarinn- ar, og hann sagði að á bak við hana stæðu ekki skipulögð samtök heldur stór hópur fólks sem vildi fá Jón Sigurðsson í framboð fyrir Reykjanes, þar sem Jón væri ein- faldlega ómissandi maður. Aibert sagði að söfnunin færi fram í öllu kjördæminu en hann sagðist ekki vita hvernig hún gengi. Albert neitaði því að þessari und- irskriftasöfnun væri á nokkurn hátt beint gegn Guðmundi Árna Stef- ánssyni bæjarstjóra, sem hefur til- kynnt þátttöku í prófkjöri og stefnir þar á efsta sætið. Albert sagði hins vegar að Hafnfirðingar legðu mikla áherslu á að Guðmundur gegndi áfram starfí bæjarstjóra og viidu því ógjarnan missa hann á þing. Guðmundur Árni Stefánsson sagðist ekkert hafa um undirskrift- með. Konurnar ákváðu að fara á krá og fengu stúlku til að sitja hjá drengnum. Nokkru síðar fór stúlk- an. Drengurinn vaknaði og uppgöt- vaði að hann var einn heima, klæddi sig í úlpu, buxur og skó og fór út að leita móður sinnar. Hjón rákust á hann á gangi nærri lögreglustöð- inni. Drengurinn gat bent á hvar kona, sem gætir hans á daginn, býr og tók hún drenginn að sér um nóttina. Jón Si g- framboð arsöfnunina að segja. Ekki náðist tal af Jóni Sigurðssyni sem er í útlöndum. Fjórir teknir fyrir þjófnað og rúðubrot FJÓRIR unglingspiltar voru handteknir aðfaranótt sunnu- dags eftir að einn þeirra hafði brotið rúðu í úra- og skartgripa- verslun í miðbæ Reykjavíkur og hinir þrír látið greipar sópa á meðan lögreglan fékkst við rúðu- brjótinn. Lögreglan handtók 16 ára dreng, sem braut rúðu í versluninni með reiðhjólinu sínu. Á meðan verið var að fást við hann stálu þrír 18 ára piltar úr glugganum og skemmdu. Lögreglan hafði hendur í hári þeirra skömmu síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.