Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 25 Valgerður amma mín hefði viljað á þessari stund láta minnast þessa með þakklæti. Valur frændi minn flíkaði ekki tilfinningum sínum, né var hann fyrir það,. að hjálpsemi hans og velvilja í garð annarra væri á loft haldið. Þrátt fyrir lifsstarfið, sem eðli málsins samkvæmt var opið öllum, var hann hlédrægur og lagði áherzlu á friðhelgi einkalífsins. Strax á unga aldri kynntist ég Val vel. Hann hafði það m.a. til siðs að fara með mig og Valdísi, elstu systur. mína, á lokaprufur í gamla Iðnó. Það voru ánægjulegar og eftirminnilegar stundir. Síðan naut ég einstakrar gestrisni á heim- ili Laufeyjar og Vals er ég hóf skólanám í Reykjavík. Þá kynntist ég Val enn betur og hans yndislegu og góðu konu, Laufeyju. Móður minni, Matthildi, sýndu þau hjónin ætíð mikla alúð og fyrir það þakkar hún. Með Val Gíslasyni er genginn minnisstæður maður, sem hófst til vegs og virðingar í leiklistinni við erfiðar aðstæður. Leiklistarnámið var lífsins skóli. Sjálfsmenntun samfara brauðstriti á öðrum svið- um. Að baki honum stóð hin trausti lífsförunautur, Laufey Árnadóttir, sem aldrei brást. Laufey var gæfa Vals Gíslasonar í orðsins fyllstu merkingu. Við Ragnhildur sendum Lauf- eyju, börnum og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur H. Garðarsson In Memoriam „Við erum þelið, sem draumar spinnast úr.“ (Prospero í Ofviðrinu.) Langþráður draumur fólks, sem lagt hafði stund á leiklist við erfið- ar aðstæður um áratuga skeið, rættist um sumarmál 1950. Nýtt listasetur tók til starfa í höfuðborg þessa unga lýðveldis. Hópur fólks, sem af áhuga, fórn- fýsi og mikilli elju hafði helgað krafta sína menningarþjónustu við fólkið í landinu, uppskar nú ávöxt erfiðisins og hlaut viðurkenningu þjóðar sinnar, ný stétt listamanna varð til, íslenskir leikarar - lista- setrið og hópurinn mynduðu saman Þjóðleikhúsið. Gæfa íslenskrar leiklistar var, að hópurinn hafði í leik og starfí þrosk- ast og var nú tilbúinn að sinna kölluninni vegna þess, að hinni ungu þjóð var ljóst, að raunverulegt sjálfstæði er ekki aðeins landfræði- og efnahagslegt heldur miklu frem- ur menningarlegt. Einn úr hópnum hefur nú þakkað fyrir sig og hneigt í hinsta sinn. Frumheiji, sem við stöndum í þakk- arskuld við. Pílagrímsför Vals Gíslasonar hér á jörð er nú lokið, hann hefur náð fram, við, sem slóg- ust í för með honum hluta af leið- inni, söknum vinar í stað. Hann auðgaði líf okkar með list sinni, vináttu og hlýhug. í minningunni er gott að hafa verið samferða slíkum manni. Með honum er geng- inn virtur brautryðjandi, mikill listamaður og listunnandi. Ein- lægni, hógværð og listrænn metn- aður voru aðalsmerki hans, eigin- leikar, sem drottinn spann úr drauminn Val Gíslason, megi hann rætast í friði í faðmi frelsara vors og hið eilífa ljós lýsa honum. Þegar tjaldið fellur í hinsta sinn mun okk- ur opinberast, að við erum draumar drottins og glingur handa hans. Gunnar H. Eyjólfsson Mikill höfðingi í íslensku leikhúsi er í dag kvaddur, sérstæðum ferli er lokið í okkar sögu. Minningar sem sækja á hugann spanna langan tíma. Því ung að árum átti ég þess kost að kynnast manninum Val Gíslasyni, þar sem ég flæktist smá- stelpa í gömlu Iðnó í kringum föður minn, sem lengi starfaði hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur, hann kenndi mér líka fyrstur manna að meta þennan stóra mann. Valur átti til að segja síðar meir: „Manstu þegar þú varst lítil að flækjast niður í Iðnó — ekkert nema augun?" Sei’nna lærðist mér að Valur var einn þeirra manna sem veitti börnum sérstaka athygli og talaði við þau eins og fullorðið fólk. Seinna — löngu seinna, kynntist ég honum sem félaga og síðar vini sem maður hlaut að meta mikils sakir mannkosta og heiðarleika að hverju því verki sem hann gekk. Hann var ungum leikurum dýr fyrirmynd og ógleymanleg. Eg minnist þess að hafa séð haft eftir miklum leikara úti I hinum stóra heimi, að sín viðmiðun hefði ævin- lega markast af því, að fara aldrei niður fyrir sitt gæðamat. Þetta minnti mig á Val. Oft er það staðfesting á samstöðu þegar við sjáum vini okkar mislíka vinnubrögð. Það fór sem betur fer ekki framhjá neinum, þegar svo var ástatt um Val, hann birti þá álit sitt, ekki með hávaða eða offorsi en þaðan af meiri þunga sem náði oft til jarðar. Metnaður hans fyrir íslensku leikhúsi gat engum dulist, enda víð- förull og vel lesinn. Á efri árum trúði hann mér fyrir því, að sagan hefði ævinlega heillað sig og þurfti það ekki að koma á óvart, þar sem Valur var þá í hlutverki hins vísa manns í forn-grískri tragedíu og hafði þar alla fræðina á hreinu. Það voru forréttindi að nema vinnubrögð af slíkum manni. Þau trúnaðarstörf sem hann vann félagi okkar verða líka seint metin, — þar hlaut hann að veljast til forystu. Ekki verður skilist við stutta kveðju án þess að minnast Laufeyj- ar, hans trygga vinar og lífsföru- nautar sem stóð blíð og stolt við hlið hans alla tíð og margir geyma í minningunni tryggar heimsóknir þeirra bak við tjöldin, sem gerðu margar frumsýningar að ríkari stundum. Við Helgi biðjum Guð að gefa henni og fjölskyldunni styrk á sakn- aðarstund. Helga Bachmann Þegar Valur Gíslason er kvaddur verður manni e.t.v. fyrst hugsað til þess hvílíkum framförum íslensk leiklist tók á þeim tíma sem hann lifði og starfaði. Þegar hann lék fyrsta hlutverk sitt á Þrettánda- kvöldi Shakespeares vorið 1926 - það var raunar fyrsta Shakespeare- -sýningin á íslandi - var leikhúsið við Tjömina áhugamannaleikhús og ekkert útlit fyrir, að á því yrði breyt- ing um langa hríð; skoðanir munu raunar lengi hafa verið mjög skipt- ar innan leikarahópsins sjálfs hversu æskilegt væri að koma hér upp annars konar leikhúsi. Valur Gíslason mun því tæpast hafa alið með sér mikla drauma um að verða atvinnumaður í listinni þegar sér- kennileg atvik höguðu því svo til, að hann var fenginn til þess að fara upp á leiksvið. Á árunum milli 1920 og ’30 urðu mjög ákveðin kynslóðaskipti hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hópurinn sem hafði borið uppi starf félagsins frá stofnun þess 1897, var að leys- ast upp; sumir voru fallnir frá, aðr- ir höfðu snúið sér að öðrum hlutum. Indriði Waage kemur á þessum tíma til starfa, kraftmikill og áræðinn leiðtogi og vílar ekki fyrir sér að ráðast í stórverkefni á borð við Shakespeare, sem félagið hafði aldrei áður lagt til atlögu við og hafði sjálfsagt takmarkaða burði til að gera viðunandi skil á þeim tíma. En kannski er réttast að lita á þetta metnaðarmikla verkefnaval sem stefnuyfirlýsingu ungrar kapps- fullrar kynslóðar: þetta er áttin sem við ætlum að halda í. Þrátt fyrir fátækt og erfiðar aðstæður finnst manni, að þessum litla hópi ungs fólks hljóti að hafa boðið í grun, að honum væri ætlað mikið hlut- verk í sögu íslenskrar menningar. Orðið „atvinnuleikari" kann að hafa verið notað sem hnjóðsyrði þegar það heyrðist fyrst í íslensku máli,- en það átti sannarlega eftir að breytast. Og nú er það einmitt öðru frem- ur sem ímynd atvinnumannsins sem Valur Gíslason stendur mér fyrir hugskotssjónum. Ég kynntist hon- um ekki fyrr en ég kom til starfa hjá leiklistardeild Utvarpsins fyrir nokkrum árum, en ég þurfti ekki að fylgjast lengi með starfi hans til þess að sjá hversu agaður og kröfuharður listamaður hér átti í hlut. Þar var aldrei slegið af, aldrei kastað til höndum; nákvæmni og alúð ætíð höfð í hávegum, hvort sem hlutverkin voru stór eða smá. Hann hefði ugglaust tekið undir með þeim merka leikhúsmanni sem sagði, að það væru ekki til lítil hlutverk, að- eins litlir leikarar. í þágu leiklistardeildrinnar vann Valur mikið starf um áratuga skeið og er þessum fáu línum aðeins ætlað að minna á það og þakka. Samkvæmt lauslegri talningu munu útvarpshlutverk hans hafa orðið eitthvað á milli 250 og 300 talsins; leikstjóraverkefnin ekki færri en 60. Á síðustu árum, eftir að sjónin var tekin að daprast, gat hann því miður ekki komið jafn oft í útvarp- ið og eftir var leitað, sem var hreint ekki sjaldan, því að röddinni hélt hann til síðustu stundar og fataðist beiting hennar í engu. Samstarf okkar varð af þessum sökum ekki eins mikið og ég hefði kosið, en þó nógu mikið til þess, að ég kæmist að raun um hversu jákvætt og þægilegt andrúmsloft hann skapaði í kringum sig; hversu góða nærveru hann hafði, eins og það er stundum kallað. Hroka og yfírlæti fann ég aldrei votta fyrir hjá þessum gáfaða og mikilhæfa listamanni sem gat þó sannarlega litið með stolti yfir feril sinn; þvert á móti fannst mér hann alltaf geisla frá sér glaðlyndi og hlýju. Skopskyni átti hann líka örugglega nóg af; gamansemi, sem saknaði ekki skerpu háðsins, en var laus við meinfýsi. Þannig er a.m.k í örfáum dráttum sú mynd sem ég geymi með mér af Val Gíslasyni; glaðleg og björt. Tæknibyltingar okkar aldar hafa gert úrelt þau fornkveðnu sannindi, að leiklistin sé forgengilegust allra lista, nú varðveitast afrek leikara á segulbandi og kvikmynd til handa komandi kynslóðum. Sumir draga að vísu í efa, að það sé að öllu leyti æskileg þróun; leiklistin hljóti alltaf að vera svo samofin tíðaranda og almennum lífsblæ hvers tíma, að fyrr eða síðar verði hún framandleg í augum seinni alda. Vel má vera, að nokkuð sé hæft í því, en þó mun hver sá, sem gefur sér tíma til að grafa í segulbandasafni Utvarpsins, fljótt komast að raun um það, að sumir leiksigrar glata hvorki fersk- leik né áhrifamætti, þó að áratugir líði. Um þetta -mætti sjálfsagt taka ýmis dæmi af ferli Vals, en eitt er mér af einhverjum sökum ofar í huga en flest önnur: leikur hans í hlutverki Davies í Húsverði Pinters. Leikritið var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1962, síðar tekið upp í útvarp með með sömu leikendum og hefur oft verið endurflutt þar, síðast í fyrra. Meistaraleg túlkun Vals á þessu samfélagsúrhraki, sem hvergi á höfði að halla en þráir að eignast samastað meðal manna, er í senn hlífðarlaus og full af samúð; raun- sæisleikur eins og hann gerist best- ur og lýsing hans á örvæntingu hins ógeðfellda manns, sem sér að lokum öll sund lokast, svo átakanleg að nístir í gegnum merg og bein. Ég vil svo við leiðarlok þakka Val Gíslasyni kynni sem ekki voru löng', en alltaf góð, og votta Lauf- eyju, börnum þeirra og fjölskyldum, samúð mína. Jón Viðar Jónsson Tjaldið hefur fallið í síðasta sinn. Leiksýningunni er lokið. Sviðið er myrkvað og þar rikir þögnin ein. Þessi hugsun kom fyrst upp í huga minn þegar við íslenskir leikarar minnumst Vals Gíslasonar, aldurs- forseta okkar í stéttinni og kveðjum hann hinstu kveðju, en hann lést á heimili sínu hér í Reykjavík aðfara- nótt 13. þessa mánaðar á 89. ald- ursári. ‘ í þessari stuttu minningargrein mun ég ekki rekja viðburðarríkan listaferil Vals og ekki heldur tíunda þau fjölmörgu hlutverk, sem hann túlkaði á meistaralegan hátt á meira en 60 ára leikferli. Aðrir vin- ir hans og samstarfsmenn munu eflaust gera það. í þess stað mun ég leitast við að lýsa persónulegum kynnum mínum við hann og lýsa manninum Val Gíslasyni eins og hann kom mér fyrir sjónir. Þó mun ég lítillega drepa á þann markverða þátt í lífsstarfi hans sem hann vann fyrir félagasamtök stéttar sinnar, bæði á innlendum og erlendum vett- vangi. Valur var strax á unga aldri vel til foringja fallinn og því var hann um margra ára skeið kjörinn til forustustarfa fyrir hönd íslenskra leikara. Hann var virðulegur, mál- efnalegur og rökfastur fulltrúi stéttar sinnar. Fastur fyrir og snjall samningamaður. Honum varjafnan efst í huga velfarnaður og þroski íslenskrar leiklistar. íslenskir leik- arar standa því í óbættri þakkar- skuld við Val Gíslason og félaga hans, sem unnu svo ötullega að því, að leiða stéttina frá áhuga- mennsku til atvinnumennsku á erf- iðum tímamótum. Eftir þau um- skipti hafa margir leikarar getað helgað starfskráfta sína leiklistinni óskiptir og fengu þá loksins greidd mannsæmandi laun fyrir störf sín. Þessu megum við ekki gleyma. Kynni okkar Vals hófust fyrir nær hálfri öld, eða nánar tiltekið árið 1942 hjá Leikfélagi Reykjavík- ur. Ég var þá við leiklistarnám og var að stíga mín fyrstu spor á fjöl- unum í gamla Iðnó. Þá var Valur talinn einn af efnilegustu ungu leik- urunum hjá LR og þegar byijaður að fara með aðalhlutverk. Árið 1943 var honum falið aðahlutverkið, föð- urinn, í Orðinu eftir Kaj Munk. Þar fékk ég að leika Andrés, yngsta son hans. Þetta hlutverk hans mun hafa markað tímamót á leikferli Vals. Með leik sínum í Orðinu sýndi hann, að þar var kominn fram stórbrotinn skapgerðarleikari í íslenskri leik- arastétt. Hann var þá aðeins 41 að aldri. Sýningar á Orðinu gengu mjög vel og myndaðist þarna með okkur einlæg vinátta, sem hélst upp frá því. Hann tók mig að sér, ef svo mætti segja, hvatti mig til að fara utan til frekara náms og gaf mér meðmæli af því tilefni. ■ Síðar féll það í minn hlut að fara með hlutverk sona Vals í mörgum leikritum og var sú samvinna jafnan mjög ánægjuleg. Þá var ég um margra ára skeið í stjórn Félágs íslenskara leikara ásamt Val þar sem hann gegndi formennsku. í 10 ár vorum við saman með skemmtilega þætti, bæði i Reykjavík og úti á landsbyggðinni. Þar lék ég jafnan soninn sem átti að leika á gamla manninn og oftast með misjöfnum árangri. Þessar ferðir okkar voru oft viðburðaríkar og skemmtilegar. Samstarf okkar hjá Þjóðleikhúsinu mun hafa varað i nær 30 ár og jafnan var á þeim árum mikil starfsemi hjá Ríkisút- varpinu þar sem leiðir okkar lágu saman. Valur Gíslason var að eðlisfari rnjög skapríkur maður og geð- sveiflur i lundarfari hans örar, en undir sló viðkvæmt og hlýtt hjarta. Allir þessir eiginleikar í fari hans stuðluðu að því að gera hann að stórbrotnum listamanni. Valur var fáskiptinn í daglegri umgengni og vina vandur. Allt slúður og bak- tjaldamakk var honum aldrei að skapi. Hann fann ætíð einhveijar málsbætur fyrir þann sem eitthvað hafði orðið á í amstri daganna. Tryggð hans og ræktarsemi við vini sína og félaga var einstök. Þeir sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að öðlast vináttu hans, voru öruggir um ævilanga vinsemd og hjálpsemi. Valur Gíslason var mikill gæfu- maður í einkalífi sínu. Hann var kvæntur Laufeyju Ámadóttur, mik- illi ágætis konu, greindri og skemmtilegri sem studdi mann sinn af einlægni og ástúð í hans erfiða og erilsama starfí og ekki síst nú síðustu mánuðina þegar kraftar hans tóku að þverra. Þau eignuðust tvö börn, Valgerði og Val. Að leiðarlokum vil ég þakka mínum kæra vini, Val Gíslasyni, fyrir samstarfið í nær því hálfa öld. Áf honum hef ég lært mest allra manna fyrir ævistarf mitt. Ég þakka þeim hjónum fyrir mína hönd, konu minnar og barna, vin- semd þeirra og tryggð í öll þessi mörgu ár. Við hjónum sendum Laufeyju og öðrum nánum aðstand- endum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fari hann í friði, gamli vinurinn. Blessuð sé minning hans. Klemenz Jónsson í andrúmsloftinu í leikhúsinu, hvort sem er milli sviðs og salar eða á leiksviðinu sjálfu, leika ýmsir orkustraumar. Sjálft leikverkið er heimur út af fyrir sig með persón- um, sem allar búa yfir eigin tilfinn- ingalífi og hugsun. Á sviðinu mæt- ast þessar ólíku og þó um margt líku manneskjur og lifa lífi sínu. Hin endanlega niðurstaða, það líf sem við sjáum á sviðinu, er árangur sköpunar og samspils margra aðila, en ekki síst leikarans, sem stendur í sviðsljósinu og miðlar árangrinum beint til okkar. Leikarinn getur ekki falið sig. í sinni sköpun getur hann ekki stuðst við neitt annað en sjálfan sig eins og hann er hveiju sinni. Hvaða búningi sem hann klæðist eða hvaða gervi sem hann tekur á sig er per- SJÁ BLS 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.