Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIP'HAIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 23. ÖKTÓBER 1990 37 Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson STRIKAMERKINGAR — Úr verslun Einars Ólafssonar, þar sem hefur verið tekið upp strika- merkingar fyrst allra verslana á Akranesi. Akranes _ > Verslun Einars Olafssonar tekur upp strikamerkingar Akranesi. STRIKAMERKJAKERFI hefur verið tekið upp í verslun Einars Ólafs- sonar á Akranesi og er þetta fyrsta almenna verslunin á Akranesi sem setur upp slíkt kerfi. Þetta er mikil breyting og góð hagsbót fyrir viðskiptavinina sem fá hraðari og öruggari afgreiðslu og ekki síður skapast af henni mikið hagræði fyrir verslunina sjálfa. Að sögn Einars Ólafssonar kaup- manns liggja þessar breytingar fyrst og fremst í því að allar verð- merkingar eru nú aflagðar í því formi sem áður var. í stað þess eru komnar greinilegar merkingar á hillubrúnum í versluninni fram við hverja vörutegund þar sem fram kemur verð vörunnar auk saman- burðarverðs. Þetta er það sem snýr að viðskiptavininum auk þess sem allir verðstrimlar sýna nú allt sem keypt er og verð hverrar einingar. Þá kemur einnig fram hve há upp- hæð virðisaukaskattur er af keyptri upphæð svo nokkuð sé nefnt. Einn- ig eykur þetta kerfi öryggi í inns- lætti á kassa og útilokar um leið að rangar tölur séu stimplaðar inn. Heimilisbókhaldið fær þarna góðan bandamann ef að líkum lætur. Einar Ólafsson sagði að þetta væri líka mikið hagræði fyrir versl- unina. Við komum til með að skrá allan lager í tölvukerfíð og sjáum strax hve mikið gengur á birgðir. Þegar ákveðið lágmark er til staðar gefur tölvan það til kynna að panta þurfí nýjar birgðir. „Fyrir okkur er þetta bylting hvernig sem á málið er litið," segir Einar, „enda höfum við undirbúið okkur vel fyrir þessa breytingu. Eg hef ekki verið var við annað en viðskiptavinirnir hafi tekið þessu vel.“ - J.G. Fræðsla Peter Wallenberg á ráð- stefnu um nýsköpun HINN kunni sænski iðnrekandi og athafnamaður Peter Wallen- berg verður aðalræðumaður á ráðstefnu um nýsköpun í at- vinnulífinu sem haldin verður á Hótel Sögu 1. nóvember næst- komandi. Að ráðstefnunni standa Iðntæknistofnun, Félag íslenskra iðnrekenda og Útflutningsráð. Islenskir frummælendur verða þeir Gunnar Svavarsson, for- sljóri Hampiðjunnar og Stur- laugur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri hjá Haraldi Böð- varssyni og Co. Hádegisverðar- erindi flytur Víglundur Þor- steinsson framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra iðnrekenda. Tilgangur ráðstefnunnar er að efla umræðu um nýsköpun í íslensku atvinnulífí og benda á leið- ir til nýsköpunar. Fjallað verður um þýðingu nýsköpunar fyrir afkomu atvinnulífins á næstunni auk þess sem árangursrík verkefni fyrir- tækja verða kynnt. Tekið verður mið af ýmsum atvinnugreinum m.a. sjávarútvegi og iðnaði. I lok ráðstefnunnar verða pall- borðsumræður. Þar sitja fyrir svör- um, auk frummælenda Hörður Sig- urgestsson, forstjóri Eimskips og Ólafur Davíðsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra iðnrekenda. Stjórnandi pallborðsumræðna verð- ur Ingjaldur Hannibalsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs. Ráðstefnustjóri verður Páll Kr. Pálsson, foretjóri Iðntækistofnunar. FYRIRLESARI — Sænski iðnrekandinn og at- hafnamaðurinn Peter Wallen- berg verður aðalræðumaður á ráðstefnu um nýsköpun í at- vinnulífínu, sem haldin verður í næstu viku. Peter Wallenberg er sennilega einn þekktasti iðnrekandi og at- hafnamaður á Norðurlöndum. Wallenberg og fjölskylda hans eiga stóran hlut í mörgum af traustustu fyrirtækjum í Svíþjóð t.d. Alfa-Lav- al, Asea, Astra, Atlas-Coco, Elektrolux, Ericson, Saab-Scania og SAS. k éá VERSLUNARRÁÐ li (SLANDS Morgunverðartundur í Átthagasal Hótels Sögo, miðvikudaginn 24. nktóber 1990, kl. 8-9.39 VERDUM VIÐ C-ÞJÓÐ í LÍFSKJÖRUM ÞEGAR ÁRIÐ 2000 6ENGUR í GARD? Tilefni fundarins eru staðhæfingar um stöðnun í íslensku efnahagslífi og ýmsar hrakspár um þróunina á næstu árum. Þarf að taka upp nýja siði, árangursríkari stjórnun og finna þjóðfélaginu traustari efnahagsgrundvöll? Hver er staðan og hvaða kosti er um að ræða? Framsögumenn: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðsins. AriSkúlason, hagfræðingur Alþýðusambandsins. Ómar Þ. Ragnarsson, fréttamaður á Stöð 2. Morgunverðarhlaðborð í Átthagasalnum frá klukkan 7.50. Þátttökugjald (morgunverður innifalinn) kr. 500. Vinsamlega tilkynnið bátttöku fyrirfram í síma 678910. "O og symng Hótel Loftleiöum fimmtudaginn 25. október 1990 DAGSKRA 12:45 13:15 13:30 13:45 14:00 14:30 Skráning þátttakenda hefst. Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson ávarpar ráöstefnuna. Hvaöeru pappírslaus viðskipti? Sigurbcrgur Bjömsson, Landssamband iðnaðarmanna. Yfirlit yfir starfsemi EDI - félagsins. Vilhjálmur Egilsson, formaður EDI-félagsins Pappírslaus viðskipti í dag og framtíöarhorfur. Cuit Daniclscn, Vicc-chairman UN/ECEAVP.4, chaitman NORPRO Stefnumótun í upplýsingamálum verslana og pappírslaus viðskipti. Ingi Þ6r Hermannsson, verslunardeild Sambandsins. 14:45 15:00 15:30 15:50 16:05 16:20 16:30 Kaffihlé Reynslan af DACOM verkefninu og framtíöarhorfur. Bcngl Friggebo, EAN strikamcrkjancfnd Svlþjóðar. EDI þjónusta SKÝRR og ÍSNETS. Jón Þór Þórhallsson, forstjóri Skýrr Fyrirhuguð EDI þjónusta IBM á íslandi. Gu&mundur Hannesson markaBsfulllrúi IBM á Islandi Fyrirhuguö EDI þjónusta Pósts og Síma. Karl Bcndcr yfirverkfrœðingur, Pósti og Síma Ráðstefnuslit. Opnunsýningar. Vilhjálmur Egitsson,forma8ur EDI-félagsins (Bomar vcrSa fram léttar veitingar) Ráðstefnustjóri: Holberg Másson, Netverk Hótel Loftleiðir, ráðstefna í Höfða og sýning t Tanga. Ráðstefna: 25-10-90; kl. 12:45 -16:30 Sýning: 25-10-90; kl. 16:30 -18:00 og 26-10-90; kl. 10:00 -15:00 Ráðstefna kr. 2.900,- IBM á íslandi kynnir alþjóðanet IBM og EDI hugbúnaö. Skýrr, ísnet og samstarfsaðilar kynna hugbúnað fyrir EDI og sýna EDI - samskipti. Póstur og sími kynnir gagnahólfaþjónustu. Icepro kynnir Tedis áœtlun EFTA og Eb. EAN strikamerkjanefndin kynnir strikamerki og EDI. Tollstjóraembœttið kynnir upplýsingalínu tollsins. Tæknival kynnir samskiptabúnað fyrir staðamet. Þátttaka tilkynnist til Skrifstofu viðskiptalífsins í síma 83088, í síðasta lagi miðvikudag 24 október. Staðsetnlng: Tfmasetnlng: GJald: Sýnendur: EDI- félagið á Íslandi/Skrifstofa viðskiptalífsins shm Btslcnsk forritaþróun hf. opusallt Póstur og sími GAGNAHÓLF SHÆKNIVAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.