Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 63
b MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 í i I 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Nýtt frumvarp um almannatryggingar; Ellilífeyrir skerðist við 62.500 kr. mánaðartekjiir Allar lífeyrisgreiðslur verði tekjutengdar. Greiðslur frá lífeyrissjóðum teljast til tekna GUÐMUNDUR Bjarnason heilbrigðis- og tryggingaráðherra hefur kynnt nýtt frumvarp um almannatryggingar. I því frumvarpi er al- mannatryggingalöggjöfin í heild enduskoðuð. Guðmundur sagði að heildarútgjöld til þessa málaflokks breytist lítið samkvæmt frumvarp- inu, en tilfærslur verði innan bótaflokka og milli þeirra. Þannig lækka heiídargreiðslur ellilífeyris um 240 milljónir króna, einkum vegna tekju- tengingar, og heildargreiðslur örorkubóta hækka um 180 milljónir. Samkvæmt frumvarpinu byijar ellilífeyrir einstaklings að skerðast við 62.500 króna mánaðartekjur og hverfur alveg við tæplega 100 þúsnnd króna mánaðartekjur. Til tekna teljast greiðslur frá lífeyrissjóðum, sem þannig skerða ellilífeyri og aðrar bætur, sem nú verða allar tekjutengd- ar. „Grunnhugsunin er sú, að tryggingakerfið eigi fyrst og fremst að gagnast þeim sem ekki hafa aðrar tekjur," sagði Guðmundur Bjarnason. Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingaráðherra veitti forstöðu nefndinni sem samdi frumvarpið. Fulltrúar Alþýðusam- bands íslands og Vinnuveitendasam- bands íslands skrifuðu ekki undir álit nefndarinnar, en skiluðu séráliti, þar sem meðal annars er harðlega gagnrýnt að ellilífeyrir skuli tekju- tengdur. Guðmundur Bjarnason sagði að með þessu frumvarpi hefði náðst mikilvægur áfangi, einkum í ljósi þess hve mikilvægt sé að almanna- tryggingalöggjöfin sé skýr og ein- föld. „Þess vegna held ég að það megi vissulega undirstrika það, að hér hafi náðst mikilvægur áfangi. Almannatryggingalöggjöfin er að stofni til frá 1971 og nánast á hverju einasta þingi síðan hefur henni verið breytt á einn. eða annan hátt.“ Guðmundur sagði það hafa verið haft að leiðarljósi við þessa endur- skoðun að þótt reynt hafí verið að samræma og taka inn nýja bóta- flokka og lagfæra aðstoð við ýmsa sem talið var að þyrftu á því að halda, þá hafí verið reynt að gera það án þess að auka útgjöld trygg- inganna í heild. „Það kannski helg- ast af því, að við höfum ekki enda- laust möguleika á því að bæta við þennan útgjaldasama málaflokk og .setja stöðugt meiri og meiri fjármuni í velferðarkerfí okkar, við verðum að leita leiða til þess að það sé gert á sem hagkvæmastan hátt. Við reynum að bæta um fyrir þeim sem við teljum að þurfi virkilega á því að halda, þurfi raunverulega á aðstoð samfélagsins að halda, og draga þá úr þeim málaflokkum og bótum til þeirra einstaklinga, sem við teljum að þurfi síður á samfélags- legri hjálp að halda,“ sagði hann. Guðmundur sagðist líta svo á að það væri verkefni almannatrygg- ingalöggjafarinnar að bæta þeim sem þurfa á að halda, en ekki að menn séu að kaupa sér þar lífeyris- eða bótarétt sem þeir haldi síðar, hverjar sem tekjur þeirra eru og aðstæður í lífinu. Greiðslur frá lífeyrissjóðum skerða bætur Greiðslur lífeyris frá lífeyrissjóð- unum eru í furmvarpinu taldar til tekna sem skerða bótagreiðslur. „Lífeyrissjóðagi-eiðslurnar skilgrein- ast sem tekjur í skattkerfinu og þar með skerða þær tekjutengdu bóta- flokkana. Þær skerða í dag tekju- trygginguna og mundu að sjálfsögðu skerða líka grunnlífeyrinn, ef hann væri tekjutengdur,“ sagði Guðmund- ur Bjamason. Þegar spurt var hvort rétt væri að líta á lífeyrisgreiðslur úr lífeyris- sjóði sem tekjur, sem skerði bóta- greiðslur almannatrygginga sagði Finnur Ingólfsson svo vera. Hann sagði lífeyrissjóðagreiðslur ekki standa jafnfætis öðrum sparnaði í landinu, sem væri ekki skattlagður og tekjur af honum skertu ekki bóta- greiðslur eða lífeyrisgreiðslur al- mannatrygginga. „Menn eru að nálg- ast þetta með því að skattleggja all- ar tekjur með sama hætti,“ sagði Finnur. Hann var spurður hvort ekki kæmi til greina að skilgreina lífeyrissjóða- greiðslurnar ekki sem tekjur, þannig að þær skerði ekki álmannatrygg- ingagreiðslumar. „Það kostar alveg rosalega peninga, það eru milljarðar sem það mundi auka útgjöldin um ef það yrði gert. Það var skoðað,“ sagði hann. Finnur sagði tekjutengingu al- mannatryggingagreiðslna hafa farið stigvaxandi síðan 1971 með því að tekjutengdar greiðslur hafí orðið hlutfallslega stærri hluti heildarinnar og grunnlífeyrir hafi hækkað minna en aðrar greiðslur. 1971 hafí gmnnl- ífeyrir verið 46% allra greiðslna en nú sé hann kominn niður í 20%. Helstu breytingar Meðal helstu breytinga sem felast í frumvarpinu em, að ellilífeyrir verð- ur tekjútengdur og byijar að skerð- ast við 62.500 króna mánaðartekjur hjá einstaklingum, hverfur síðan al- veg þegar tekjur ná 100 þúsund krónum. Hjá hjónum byijar ellilífeyr- ir að skerðast hjá hvoru hjóna um sig við 45 þúsund króna greiðslur og hverfur alveg við 85 þúsund króna tekjur. Ellilífeyrir hjóna hækkar úr 90% af lífeyri einstaklings í 100% og verð- ur því 11.181 króna á mánuði. Tekju- trygging er óbreytt að gmnni, en lækkar hægar með tilliti til tekna. Niðurstaðan er sú, að samkvæmt frumvarpinu fá einstaklinjgir með minna en 60 þúsund króna mánaðar- laun hærri greiðslur, mesta hækkun- in er hjá þeim sem hafa 5 þúsund króna mánaðarlaun, heildargreiðsiur til þeirra verða 44.698, en eru nú 38.746 krónur. Þeir sem hafa tekjur yfir 60 þúsund krónum á mánuði fá minna og nái tekjur 100 þúsundum verða engar greiðslur. Hjá hjónum hækka heildargreiðsl- ur, um allt að 3.150 krónur, hjá hvom um sig ef tekjkur em undir 60 þúsund krónum, greiðslurnar hverfa síðan ef tekjur ná 85 þúsund krónum á mánuði hjá hvoru hjóna. Frítekjumark hjóna sem njóta ellil- ífeyris er hækkað úr 70% í 75% af frítekjumarki tveggja einstaklinga. Nýr bótaflokkur, einbúauppbót, er í frumvarpinu og á að greiðast til þeirra ellilífeyrisþega sem búa einir og hafa innan við 15 þúsund krónur í aðrar tekjur á mánuði. Örorkulífeyrir hækkar úr 11.181 krónu á mánuði í 12.750 krónur, eða um 14%. Tekjutrygging örorkulífeyr- isþega hækkar úr 20.572 krónum á mánuði í 23.500 krónur. Bótaflokkarnir heimilisuppbót og sérstök heimilisuppbót eru lagðir nið- ur og í staðinn koma heimildarbæt- ur. Þær gera ráð fyrir því að greiða megi örorkulífeyrisþegum uppbót á tekjutryggingu. Örorkustyrkur er hækkaður ú 8.385 krónum á mánuði í 9.000 krón- ur. Slysatryggingar em lagðar niður sem sjálfstæð grein almannatrygg- inganna. Gengið er út frá því að áður en frumvarpið verði að lögum, muni atvinnurekendur og launþegar semja um með hvaða hætti slysa- tryggingum verði fyrir komið hjá vátryggingafélögum. Vasapening- ar til þeirra sem búa inni á stofnunn- um em hækkaðir úr 6.344 króna meðalgreiðslum í dag í 10 þúsund krónur á mánuði til þeirra sem hafa tekjur innan við 3.000 krónur á mánuði. Gert er ráð fyrir að greiðsla feðra- og mæðralauna færist yfir í skatta- kerfið. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra kynnir álmálið í Vogum. Morgunbiaðið/Eyjóifur m. Guðmundsson Almálið kynnt fyrir íbúum Vogs ÍBÚUM Vatnsleysustrandarhrepps var á fundi nýlega kynnt bygging og rekstur væntanlegs álvers á Keilisnesi. Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, sagði á fundinum að bygging álvers á Keilisnesi væri upphafið að nýjum tíma á þessu svæði og hefði mikil áhrif um landið allt. Hann sagði einnig álverið í fremstu röð í umhverfismálum. Oddur Einarsson, starfsmaður starfshóps um stóriðju á Suðurnesj- um, sagði frár því hve stórt verkefni þetta væri, að ráðgjafi hafi komið til starfshópsins og sagt byggingu álversins stærstu framkvæmd á Norðurlöndum næstu árin. Talsverðar umræður urðu um störf kvenna í álverum og sagði Jón Sig- urðsson, iðnaðarráðherra, ekkert vera því til fyrirstöðu að konur starfi í álverinu, og með bættri tækni fjölgi þeim störfum. Andrés Svanbjörnsson frá markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar sagðist hafa spurst fyrir um kvennastörf í álverum þar sem hann hefur komið, og taldi hann að þaú gætu orðið fjórðungur allra starfa. Jón Gunnarsson, oddviti, sagði að gert væri ráð fyrir að sveitárstjóður byggi og reki vatnsveitu vegna ál- versins, vegna þess að ekki þyki rétt að hleypa útlendingum í þá auðlind sem vatnið er. A annað hundrað hreppsbúar mættu á fundinn og spurðu margra spurninga. Fundurinn var bytjunin á kynningu álmálsins á meðal hrepps- búa. - EG. A-4 vélin sem einstaklingar og smærri fyrirtæki kaupa og þau stærri þegar þau vilja netta aukavél til að hafa við hðndina. .Jj-y Verö kr. 47.900,- fflfísEP- st9r *" VSK' Wr 8MPH0LT117 106 HEYKJAV* SlMk S127333 FAX »1-21 acohf •Aip/ m/,'ýht//á ne/ KONFEKT fyllt með viskílikjör. Frábæn með kaffinu eftir matinn. FLEXON VESTUR-ÞÝSKUR HÁG/EÐA DRIFBÚNAÐUR FLUTNINGSKEÐJUR Allar stœrdir Hagstœtt verð Við veitum þér allar tœknilegar upplýsingar r LANDSSMIÐJAN HF Verslun: Sölvholsgötu 13 SÍMI (91)20680» FAX (91)19199 er drýgra Þvol er einn elsti | uppþvottalögur hér ií landi. Samsetningu Þvols hefur hins vegar margoft verið r breytt íkjölfar nýrm hráelhn I sem komiðhafa á marknðinn. I Við vek jum scrstaklega | athygli á að ÞvoI vr drýgra í notkun, vegna þess að það inniheldur meiru af virkum sápuefnum, það :j gefur meiri gljáa og er milt fyrir hendur. Lfrigg Lyngási 1, Garðabæ, 8 Sími 65-18-22, Telefax 65-18-57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.