Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.10.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 Minning: Valur Gíslason leikari Nú er þögnuð rödd, sem marga gladdi langa tíð. Tjaldið er fallið fyrir Val Gíslasyni í síðasta sinn. Hann sagði sig ungur í lög með þeim mönnum fáum, sem ruddu braut leiklistar á íslandi og hafði sú vakning byrjað fyrir aldamót. Framan af, lengi, var þetta tóm- stundaiðja hjá þessum hópi. Hver stund, sem þeim gafst frá daglegri önn, var notuð til leiklistar, þó ekki bæru þeir annað úr býtum en ánægjuna af unnu verki. Hann varð, eins og tengdafaðir hans, þekktur fyrir leiklistarstörf sín, en borgaraleg iðja féll í skuggann. Valur kom fyrst á leiksvið 1926 með samstarfsmönnum sínum og vinum í íslandsbanka. Hann hætti í skóla til þessa að vinna fyrir sér í bankanum og nú hefir sonur hans tekið við stjórn íslandsbankans nýja. Valur starfaði óslitið með Leikfé- lagi Reykjavíkur þar til á hausti 1949 að hann réðst til Þjóðleikhúss- ins, sem þá var á leið að opna dyr sínar. Nú varð hann atvinnuleikari og gat haft lífsuppeldi sitt af leik- listinni, sem hann hafði þjónað fram að því, kauplaust að kalla. Auk leiks á sviði, í útvarpi, sjón- varpi og kvikmyndum var hann kallaður til trúnaðarstarfa fyrir leikara og samtök listamanna og var í framvarðaliði þeirra í mörg ár og oddviti þar. Valur lék sér að stangveiði lengst af sinnar æfi. Þar fór eins og á leiksviðinu, að hann varð í fremstu sveit sinna félaga. Kannski eru það sömu eiginleikar, sem gera góðan veiðimann og leikara: Viljinn til þess að ná árangri og kapp, sem ekki ann sér hvíldar fyrr en mark- inu er ráð. Og unninn sigur er því meiri, sem meira er fyrir honum haft. Við Valur bjuggum í sama húsi í mörg ár; bæði þá og síðar var samgangur milli fjölskyldnanna. Þær systur, konur okkar, eru sam- rýndar eins og best getur verið með systrum. Engum duldist að Valur var geðríkur, en aldrei sá ég hann reið- an í hálfa öld og aldrei ofsakátan. Skapið hafði fengið harða tamningu og taumhaldið var traust. Hann gat verið fálátur fyrst en varð opinn og hlýr við nánarf kynni. Þó var hann dulur og flíkaði ekki tilfínn- ingum. Börn hændust að honum, þau eru næm fyrir því sem býr innra með fólki. Hjá honum fundu þau hlýju og alúð. Valur kvæntist 1938 Laufeyju Árnadóttur. Það hjónaband varð farsælt; eitt af þeim þar sem hæfí- leikarík kona leggur allt sitt fram til þess að efla mann sinn og stuðla að frama hans. Hún er prúð í framkomu og veg- lát. En þó hún sé hlédræg og haldi sér lítt fram, dylst engum persónu- leikinn; hógværð og fómarlund sækir hún til móður sinnar. Þau höfðu barnalán. Börnin tvö, sem komust til þroska, Valgerður og Valur, erfðu bestu eiginleika foreldra sinna. Þriðja bamið, Áma, misstu þau þegar hann var á fyrsta ári. Þau Valur og Laufey bjuggu sér fallegt heimili og aðlaðandi, þar sem hver hlutur var valinn af kostgæfni og smekkur húsfreyjunnar brást aldrei. Það var Val griðastaður frá amstri daganna og þar fékk hann örvun og stoð við listsköpun sína frá konu, sem hafði næma tilfínn- ingu fyrir leiklist og hefði orðið hlutgeng á sviði eins og hún átti ætt til, hefði hún borið það við. Síðustu vikumar urðu Val erfið- ar; þá vék hún ekki frá beði- hans fyrr en yfír lauk. Á þessum stundum, sem erfíðast- ar vom, verða orð máttlaus þegar frá líður verða minningarnar, ljúf- sárar, huggun. Bjarni Jónsson Valur Gíslason er allur. Leikarinn og listamaðurinn sem með list sinni og starfí Iagði ásamt öðrum grund- völlinn að grósku ungrar sviðslistar á íslandi, með lífi sínu varð fyrir- mynd annarra listamanna, af hon- um lærðum við eljusemina, stoltið og auðmýktina fyrir Thalíu sjálfri. Valur Gíslason var lærimeistari yngri listamanna við Þjóðleikhúsið, hann var kennari okkar á sjálfu Ieiksviðinu þó hann fylkti ekki flokk þeirra sem lögðu fyrir sig kennslu við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins sem var starfræktur í sjálfu húsinu. Grænurig í skóla fékk ég að upplifa návist hans á sjálfu leiksviðinu. Óvænt var mér kastað inn á sviðið í forföllum leikkonu, hafði ég lært og unnið rulluna með leikstjóranum þennan sama dag. Mótleikari minn var Valur Gíslason, stórleikari, sem mér satt að segja hafði staðið stuggur af, við leiklistarskólanemar þéruðum í þá daga eldri listamenn hússins, ávörpuðum þá ekki að fyrra bragði og gættum þess að trufla þá ekki í vinnunni. Eg man ekki mikið þennan dag en því ógleymanlegri er mér fundur minn við stórleikararann á sjálfu leiksvið- inu um kvöldið. Er inn á leiksviðið var komið umvafði mig þessi ára, sem við leikhúsfólk viljum kalla útstreymi leikarans, þessi óvenju- þroskaða útgeislun Vals hreif mig og lyfti mér til skýja, allt varð leik- ur einn og gleði. En Valur miðlaði mér einnig af reynslu sinni seinna. I fyrsta sinn sem ég leikstýrði í Þjóðleikhúsi lék hann burðarhlutverkið, bæjarstjór- ann í hinu rússneska leikriti Eftir- litsmanninum. Ungir leikstjórar áttu ennþá erfíðara uppá pallborðið þá en nú, og það að vera kvenmað- ur eða stelpa náði eiginlega ekki nokkurri átt. En heiðursmaðurinn Valur Gíslason studdi þessa stelpu með ráðum og dáð. Unnið var hratt og með offorsi, æfíngatími örstutt- ur, stundum var ég hrædd um að ganga fram af þessum eldri herra með tvöföldum æfíngum daglega en alla daga var vinnuskylda og oft erfiðast um helgar en þá léku leikar- ar iðulega fjórar sýningar auk þess að æfa alla laugardaga ... mér fannst Valur þá vera eldri maður sem mætti ekki ofbjóða. En hvílíkt vinnuþrek og ósérhlífni. Og hlýja. Nú hlýnar mér um hjartarætur í eigingimi minni að vita að seinasta hlutverk stórleikarans við Þjóðleik- húsið var í leikstjóm minni á leik- riti nýs_ höfundar „Uppreisn á Isa- fírði“. í fómm leikhússins er sýn- ingin til á myndbandi ófrágengnu, ég hlakka til þeirrar vinnu sem eft- ir er við þessa heimildarmynd að fá að heyra rödd hans og skoða náið svipbrigði stórleikarans Vals Gíslasonar þar sem hann fer með hlutverk Kristjáns konungs níunda af næmleika og kímni. Finna aftur fyrir útgeislun hans. Varðveitum gjöf hans til leiklistar á íslandi í minningu okkar og verkum. Ekkju listamannsins, Laufeyju Árnadóttur, sendum við hjónin Erl- ingur og Brynja samúðarkveðjur, henni eigum við leiklistarfólk einnig skuld að gjalda, við hlið hans og- líka okkar hinna hefur hún alltaf verið hin smekkvísa uppörvun og eldheita hvatning leiklistinni til framdráttar. Sem núverandi for- maður Bandalags íslenskra lista- manna sendi ég fyrir hönd stjómar og félaga minna í BÍL fyrrverandi forseta Bandalagsins þakkir fyrir störf um árabil, en Valur Gíslason var forseti Bandalags íslenskra listamanna þijú kjörtímabil á 6. áratugnum. Blessuð sé minning listamannsins. Brynja Benediktsdóttir Fyrir nokkrum vikum lést faðir minn og í dag kveð ég Val Gísla- son, sem átti svo ríkan þátt í því að móta uppvaxtarár mín. Það eru orðnir nokkrir áratugir síðan tvær litlar stúlkur kynntust yfír grindverkið, sem skildi að heim- ili þeirra. Þetta var Valgerður dótt- ir Vals og undirrituð. Með okkur tókst þegar óijúfanleg vinátta og urðum við strax heimagangur hvor hjá annarri. Foreldmm okkar varð einnig vel til vina. Á heimili Valgíar vinkonu minnar var gott að vera. Þar ríkti gagn- kvæm virðing milli heimilisfólksins og samband foreldranna var ein- staklega fallegt. Þó fann maður brátt að húsbóndinn skipaði sér- stakan virðingarsess. Jafnvel við, þessir tveir masgjörnu ijörkálfar, lærðum fljótlega að taka tillit til þess, þegar Valur þurfti næði til að læra hlutverkin sín, sem vóru ótal mörg í gegnum tíðina. Á þess- um stundum gat manni fundist Valur ákaflega alvarlegur og þýð- ingarmikill maður, sem réttast væri að ónáða ekki. En mér lærðist líka fljótt hve Valur var hlýr og góður maður, sem gott var að leita til. Er mér sérstak- lega minnisstætt lítið atvik er við vinkonurnar vorum í 10 ára bekk. Hafði okkur verið falið að setja upp leikrit og áttum við bæði að leika og sjá um leikstjóm. Reyndist þetta brátt vera okkur ofviða þar sem einn leikarinn lét alls ekki að stjórn. Leituðum við nú hálfgrátandi á náðir Vals. Á þessum árum vann hann fulla vinnu hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur og lék flest kvöld. Er ekki að orðlengja það að þrátt fyrir mikið annríki tók hann að sér leik- stjórn á leikritinu okkar. Það voru stoltar tvær litlar vinkonur sem sýndu leikrit sem þekktur leikari hafði stjórnað. Þó þótti mér öllu meir til þess koma en Valgí, því þegar á þessum árum var ég komin með þá bakt- eríu sem maður losnar aldrei við, leikhúsbakteríuna. Ég fékk aldrei nóg af því að fara í ieikhús. Þetta skyldi Valur augsýnilega því hann var óþreytandi að taka okkur Valgí með upp í leikhús. Finnst mér það eftir á að hyggja lýsa hans elsku- semi í minn garð, að hann var ekki bara að sinna sínu barni heldur fékk ég alltaf að koma með. Þann- ig komst ég miklu oftar í leikhús en annars hefði orðið og það sem mér fannst ekki síður mikilvægt var að vera að tjaldabaki og teyga í mig það andrúmsloft sem þar ríkir. Að fylgjast með þessum mikilhæfa leikara í ólíkum hlutverkum var ómetanleg reynsla. Fyrir nokkrum dögum sátum við stöllur á heimili Valgíar og minnt- umst feðra okkar. Um varir okkar lék bros, þegar við hugsuðum um ýmis atvik úr barnæskunni. Tónar Schuberts streymdu um stofuna. Við minntumst tónlistarsmekks föð- ur míns sem mótaði okkur svo mjög og ég rifjaði upp kynni mín af Val sem tók mig með eins og sína eigin dóttur til þess að ég gæti gengið á vit Talíu. Það er ekki hægt að hugsa sér betra veganesti. Elsku Laufey, Valgí, Ingimund- ur, Valur, Guðrún og synir. Um leið og ég sendi ykkur samúðar- kveðjur minnist ég Vals með virð- ingu og þökk. Drífa Ég vona að enginn telji það óþarfaframhleypni, þótt ég leyfi mér að skrifa nokkur fátækleg minningarorð um þennan lista- mann, sem ég fékk að eiga að sam- starfsmanni og átti samleið með í 34 ár. Langur starfsferill hans og hlut- verkafjöldi verður verðugt við- fangsefni ef íslenskum leikhús- vísindum á eftir að vaxa fiskur um hrygg. Þegar fundum okkar bar fyrst saman á leiksviði, stóð hann á há- tindi frægðar sinnar. Hann var ein- róma viðurkenndur sem einn af mestu listamönnum þjóðarinnar með 30 ára feril að baki en ég var á fyrsta ári í Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins. Leikritið var fjörugur gamanleikur, „Fædd í gær“. Heppni mín varð ekki endaslepp, því á fyrsta leikári mínu sem atvinnu- maður fékk ég að leika lítið hlut- verk í „Föðurnum" eftir Strindberg. Hlutverki föðurins gerði Valur slík skil að ógleymanlegt varð öllum, sem sáu og eðlilega ekki síst okk- ur, sem fylgdumst með hverri sýn- ingu töfrum tekin. Enn þann dag í dag verður ekki hugsað til sam- leiks þeirra Vals og frk. Arndísar Björnsdóttur, en hún lék fóstru riddaraliðsforingjans, öðruvísi en angurværð harmleiksins gagntaki bijóstið. Og enn lék lánið við mig, því ári seinna lék ég yngri son hjón- anna James og Maríu Tyrone í leik- riti Eugene O’Neill „Húmar hægt að kvöldi! en Valur og Arndís léku foreldrana. Þessi leiksýning var heiðurssýning vegna fjörutíu ára leikafmælis frk. Arndísar Björns- dóttur. Á þessum sýningum mynduðust svo sterk fjölskyldutengsl á milli okkar að þau eru alls ekki að öllu slitin hvað mig varðar. Valur var ekki þannig maður, að hann væri síbrosandi framan í fólk eða kepptist við að klappa því á axlirnar enda hygg ég að fáir hafi orðið til að sýna honum slíkan kumpánaskap en hann var vinfastur og tryggur vinum sínum. Þeir her- bergisfélagar í búningsherbergi nr. 10, Valur Gíslason og Indriði Waage, voru æskuvinir. A veggjum hékk fjöldi ljósmynda; flestar voru af leikurum frá Norðurlöndunum, stundum í hlutverkum, og öðru leik- húsfólki. Þær voru yfírleitt áritaðar með persónulegri kveðju til annars hvors þeirra eins og stundum þykir kurteisi í þessu fagi, minningar um leikferðir erlendis eða heimsóknir erlendra gesta. Þegar Indriði dó árið 1963, langt um aldur fram, tók Valur allar myndir af veggjunum en hengdi einungis upp eina. Ég hygg, að hér eftir megi tvær mynd- ir hanga á veggjum í búningsher- bergi Þjóðleikhússins nr. 10. Við Brynja Benediktsdóttir vott- um Laufeyju Árnadóttur og börnum þeirra Vals innilega samúð okkar. Erlingur Gíslason leikari. í dag fer fram útför Vals Gísla- sonar leikara, sem lést við háan aldur 12. október sl. Með Val er horfíð síðasta barn Gísla Helgason- ar kaupmanns í Reykjavík og konu hans Valgerðar Freysteinsdóttur. Böm þeirra voru, auk Vals, Jón, sem fluttist til Kanada í kringum 1916, Sigurður og Lára, er létust ung að árum, Ingólfur, kaupsýslu- maður í Reykjavík, og Garðar Svav- ar, stórkaupmaður. Hálfsystur áttu þau, Margréti Gunnarsdóttur, hús- freyju á Akureyri, er Valgerður átti fyrir hjónaband. Gísli, faðir Vals, lést á besta aldri og stóð þá Valgerður ein uppi með stóran barnahóp. Á þeim tíma, á fyrstu áratugum þessarar aldar var ekkert velferðarkerfi, sem kom ungum bágstöddum ekkjum til styrktar. Fyrir eindæma dugnað og samheldni Valgerðar og barna hennar, tókst þeim að bijótast áfram og tryggja efnalegt sjálf- stæði sitt. Synirnir voru framsækn- ir og höfðu ríkan metnað til að ná góðum árangri hver á sínu sviði. Valur lagði fyrir sig leiklistina. Ferill hans á því sviði talar sínu máli um það hversu vel honum farn- aðist á leiklistarbrautinni. Hygg ég að þá hæfileika hafi hann sótt til beggja foreldra. Gísli var bókmenntalega hneigður þótt hann legði fyrir sig kaupmennsku, og Valgerður átti mjög gott með að tjá sig. Minnisstætt er, þegar hún, komin á tíræðisaldur og blind, stóð upp í fjölskyldusamkvæmum og flutti tækifærisræður. Minnið var óbrigðult og framsetning skýr. Síðustu áratugina bjó Valgerður á elliheimilinu Grund við gott atlæti og umönnun. Valur, sem bjó á næsta leiti, á Reynimel, kom við hjá móður sinni svo til daglega þar til hún lést árið 1963, 98 ára að aldri. Veit ég, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.