Morgunblaðið - 14.12.1990, Page 22

Morgunblaðið - 14.12.1990, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990 Söguleg fundargerð Bókmenntir Erlendur Jónsson J AFN AÐ ARM ANN AFÉL AGIÐ Á AKUREYRI. Fundargerðabók 1924-1932. 162 bls. Sagnfræði- stofnun Háskóla Islands. Reykja- vík, 1990. Sagnfræðistofnun Háskólans hefur sent frá sér bókina Jafnaðar- mannafélagið á Akureyrí. Fundar- gerðabók 1924-1932. Jón Guðna- son bjó til prentunar. Skemmst er frá að segja að undirritaður opnaði þessa bók með takmarkaðri forvitni en þötti hún því merkilegri eftir því sem líða tók á lesturinn. En Jafnað- armannafélagið á Akureyri var undanfari kommúnistafélags þar sem taldist eftir það deild í komm- únistaflokknum íslenska sem aftur var deild í alþjóðasambandi komm- únþsta. Á árum jafnaðarmannafélagsins voru kommúnistar ekki enn búnir að slíta tengsl við sósíaldemókrata. En ágreiningurinn fór vaxandi og því var mikil hreyfing í félagi þessu, menn voru sífellt að ganga í eða ganga úr félaginu. Á fundum talaði fólk opinskátt, ekki endilega um stefnuna því hana þurfti ekki að ræða, hún var alveg ljós, heldur um útbreiðslu og áróður. Auðséð er að þarna hefur andi Leníns og Stalíns svifíð yfir vötnunum. »1 jafnaðar- mannaflokki verður að ríkja stál- harður agi,« sagði Einar Olgeirsson sem var bæði höfuð og heili félags- ins. Raunar sýnist agi hafa verið lykilorð í allri umræðu og stefnu- mótun félagsins: »Lenin byggði rússneska flokkinn þannig upp að hann er nú best agaði flokkur í heimh« sagði Einar. Fráleitt telur hann að allir verkamenn eigi að ganga í jafnaðarmannáfélag. Þar eigi einungis að vera harður kjarni sem sé bæði reyndur og agaður og þar að auki reiðubúinn að leggja Jón Guðnason allt í sölurnar fyrir hugsjónina. Þar með skuli og lagt kapp á »að halda okkur hreinum«, eins og það var orðað á eihum fundinum. Elísabet Eiríksdóttir kemur líka mikið við sögu. Eftir hanni er með- al annars skráð »að þegar kommún- istískt skipulag væri orðið ríkjandi, uppleystist heimilið.« En á þvf herr- ans ári 1929 (þegar orðin voru sögð) mun þvílík pólitík hafa þótt sýnu furðulegri en jafnvel afnám eignaréttarins og þjóðnýtingar- áformin sem vöktu þó lítinn fögnuð svo vægt sé til orða tekið. En hvernig átti fámennur kjarni að ná völdum eins og að var stefnt? Steinþór Guðmundsson kunni ráð til þess. Hann »vildi láta félagið starfa á breiðum grundvelli undir hlutleysisgrímu.« Brýnt var fyrir félögum að blanda sér í hvers kon- ar borgaraleg ssmtök hvar sem því yrði við komið til að reka þar undir- róður. Einn telur henta að hafa »hlutlausa« menn á oddi til að villa fyrir andstæðingunum. Og krepp- an, sem skall á'undir lokin, var ekki svo ill sem ætla mátti. Sjálf- sagt þótti að »nota þessa kreppu auðvaldsins til að steypa því - af stóli.« Athyglisvert er að í félagi þessu sýnast verkamenn hafa látið lítið sem ekkert að sér kveða. Fé- lagsstarfið virðist hafa verið borið uppi af stúdentum og kennurum, en þó fyrst og fremst af hinum síð- ar nefndu sem létu þar langmest til sín taka. Einar Olgeirsson var kennari svo dæmi sé tekið. Og geta má nærri að þarna var enginn hörg- ull á fundarriturum! Menn kunna að velta því fyrir sér hvað dregið hafi kennara og menntamenn að þessari harkalegu stefnu. Lág laun skýra það ekki nema að hluta. Hitt má hafa vegið þyngra að kommúnisminn var bók- leg stefna, settur fram sem fræði- kenning. Sumir vildu jafnvel meina að þarna væri komin fram vísinda- kenning og mætti með henni leysa hvers konar samfélagsmál um alla framtíð. Hvað kennarana varðar kann hluti skýringarinnar svo að vera fólginn í því að þeir voru eins konar stéttleysingjar í þjóðfélaginu, utangarðsfólk. Þeir voru ekki »al- þýða«, ekki beint. Til lærðra töldust þeir ekki heldur. Embættisstéttin leit niður á þá þar eð þeir voru hvorki latínulærðir né háskóla- gengnir. Jón Guðnason upplýsir í formála að fundargerðabókin nái »fram í ársbyijun 1932, en þar er hún enda- slepp. Eftir því sem best er vitað hefur Jafnaðarmannafélagið þá hætt störfum og því aldrei verið formlega slitið.« Þá klofnuðu sam- tökin endanlega þegar kommúnist- ar stofnuðu sína »Akureyrardeild«. Ár þau, sem fundargerðir þessar ná yfir, eru nú orðin harla ijarlæg, orðin saga. En vilji einhver skilja gang mála bæði þá og síðar og grafast fyrir orsakir þeirrar óbil- girni sem löngum einkenndi íslenskt þjóðfélag er skýringarinnar þarna að leita, meðal annars. Guðmundur Guðjónsson Gunnar Bender Stangaveiðin 1990 FRÓÐIHF. hefur gefið út bókina Stangaveiðin 1990 eftir Guð- mund Guðjónsson og Gunnar Bender. í kynningu útgefanda segir m.a.: „í þessari árbók stangaveiðimanna gefst áhugamönnum gott tækifæri til þess að fá á einum stað glöggt yfirlit yfir það sém gerðist á árinú og er ekki að efa að aftur og aftur verður gripið til þessarar bókar þegar veiðisumarið og aflabrögðin 1990 ber á góma. í Stangav.eiðinni 1990 er að finna yfirlit yfir aflabrögð í einstökum veiðám og samanburður við fyrri ár. Fréttaanáll greinir frá því helsta sem var að gerast og auðvitað fylgja nokkrar góðar veiðsögur frá sumr- inu með.“ Fjölmargar ljósmyndir eru í bók- inni. Stangaveiðin 1990 er 110 bls. Prentstofan G. Ben. annaðist prent- vinnslu. íslensk óperuhandbók SÖNGVAGLEÐI nefnist óperu- handbók með söguþræði 280 ópera, sem Fjölvi hefur hefur gefið út. Bókin er í sama formi og Tónagjöfin úm sígild tón- skáld, sem kom út fyrir ári hjá sama forlagi. Söngvagleði er samin af Þor- steini Thorarensen, en með ráðgjöf frá Peter Gammond og með sam- starfi við Salamander-útgáfuna í London sem hefur aðstoðað við hönnun og útvegum á fjölda ljós- mynda. í kynningu útgefanda segir: „I Söngvagleði er sagt frá 111 óperu- tónskáldum og rakinn söguþráður í 280 ólíkum óperum. Sem dæmi má nefna að þar eru raktar allar óperur Wagners og flestar þær óperur sem skipta máli eftir Verdí, Puccini, Donizetti, Bellini. Hún spannar og yfir öll tímabil, jafnt Hándel, Mozart, Weber, Offenbach, yfir rússnesku og tékknesku tón- skáldin og einnig fjölda nútíma- ópera, jafnt Britten og Shos- takovich. í formála segir höfundurinn Þor- steinn Thorarensen, að Öþerubókin sé hönnuð þannig að fólk geti auð- < veldléga haft hana með sér á ferða- lögum, í tösku eða veski eins og hvert annað leiðsögurit á ferðum. Hún er líka leiðsögurit um undra- heima sönglistarinnar.“ Söngvagleðin er 240 bls. mynd- skreytt. A forsíðu er litmynd af flutningi tslensku óperunnar á Karmen eftir Bizet en sérstakur hluti bókarinnar Ijallar um um ís- lensku óperuna og óperuflutning á íslandi. Unglingabók eftir Andrés Indriðason KOMIN er út hjá Máli og menn- ingu ný unglingabók eftir Andr- és Indriðason sem heitir Mann- dómur. í kynningu útgefanda segirm.a.: „Sagan gerist sumarið 1940 og segir frá unglingi sem upplifir hernámið og breytingarnar sem því fylgdu á íslandi. Kalli er 15 ára þegar hermenn í þúsundatali taka að þramma um götur Reykja- víkur, tjaldborgir rísa, nýir atvinn- umöguleikar skapast og þjóðlíf og fjölskylduhagir taka á sig nýja mynd. Eitt viðkvæmasta málið er sam- skipti hermannanna við íslenskar stúlkur sem ekki síst veldur átök- um og deilum manna á meðal. En Kalli er áhorfandi og jafnframt Andrés Indriðason þátttakandi i öllu þessu umróti sem gjörbreytir skoðunum hans og framtíðarsýn." I I I I I L ! . I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.