Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990
Rauða kross
húsið fimm ára
eftir Ólaf Oddsson
Ástæðan fyrir opnun Rauða
kross hússins fyrir fimm árum
voru vaxandi áhyggjur manna af
síaukinni fíkniefnaneyslu ungl-
inga. Með starfrækslu Rauða
kross hússins vildi Rauði kross
íslands leggja sitt af mörkum til
raunhæfra lausna á vanda ungl-
inga. Takmarkaðar upplýsingar
lágu fyrir um umfang vandans og
eðli. Var fíkniefnaneyslan orsök á
vanda unglinganna eða afleiðing?
Tilgangurinn var því í upphafi,
annars vegar að safna upplýsing-
um um umfang vandans og hins
vegar að aðstoða börn og unglinga
áður en allt væri komið í óefni hjá
þeim.
Það var talið afar mikilvægt að
hafa opið allan sólarhringinn,
þannig að börnum og ungmennum
gæfist kostur á að leita aðstoðar
þegar þau teldu sig hafa þörf fyr-
ir aðstoð og treystu sér til að leita
aðstoðar.
Eftir sex mánaða reynslutíma
kom í ljós að mikil þörf var fyrir
slíka þjónustu og því var ákveðið
að halda rekstrinum áfram.
Reykjavíkurborg lagði starfsem-
inni til hið ágæta húsnæði í Tjarn-
argötu 35, sem bæði er æskilega
staðsett og afar heppilegt með til-
liti til þjónustunnar. Starfsemin
hefur notið sérstakrar góðvildar
nágranna sinna og er hér með
komið á framfæri þakklæti fyrir
það.
Hugmyndafræði starfseminnar
byggir á grundvallarmarkmiðum
Rauða krossins um mannúð, fyrstu
hjálp og fyrirbyggjandi starf. Hér
er ekki um neins konar meðferð
■ BARNABÓKARÁÐIÐ, ís-
landsdeild IBBY, býður til jóla-
vöku í Norræna húsinu sunnudag-
inn 16. desember kl. 16.00. Á dag-
skrá verður upplestur úr barnabók-
um og hljóðfæraleikur. Allir eru
hjartanlega velkomnir og aðgangur
er ókeypis.
að ræða heldur aðstoð sem ætlað
er að ýta undir sjálfsbjargarvið-
leitni gesta og hagnýtrar lausnar
á vandanum. Reynt er að taka á
vandanum strax og vinna hratt á
meðan áhugi og vilji er til staðar
hjá einstaklingnum til að finna
leiðir til lausnar. Þess vegna var
talið mikilvægt að þeir sem leiti
aðstoðar biðji um aðstoðina sjálfir
og skilgreini vanda sinn. Þannig
geta hvorki foreldrar né aðrir far-
ið fram á vistun einstaklingsins
til dvalar í Rauða kross húsinu.
Ég lít svo á að með tilkomu
Hússins, eins og það er stundum
kallað, hafí verið stigið stórt skref
í átt til aukinnar réttarstöðu barna
í þjóðfélaginu, skref sem felur í
sér að réttur þeirra til að mega
skilgreina vanda sinn sjálf og að
sú skilgreining sé í öllum tilfellum
viðurkennd óháð viðhorfum og
gildismati hinna fullorðnu.
Reynslan sýnir að þau virða
þessa þjónustu og misnota hana
ekki eins og ætla mætti í fljótu
bragði.
Til að vernda eihstaklinginn
fyrir persónulegri upplýsingasöfn-
un fer öll skráning fram án nafns
eða persónunúmera. Rík áhersla
er þó lögð á sem nákvæmasta
skráningu á vanda þeirra til að
við getum gert okkur grein fyrir
vanda íslenskra barna og ung-
menna, svo auðveldara sé að fínna
leiðir til lausnar.
Rekstur Rauða kross hússins
hefur gengið mjög vel og kostaði
hann á þessu ári um 12 millj. króna
sem verður að teljast lítið miðað
við umfang starfseminnar.
Fíkniefrianefnd ríkisstjórnar-
innar styrkti starfsemina með fjár-
framlagi fyrstu tvo árin og er það
eina opinbera fjármagnið sem
starfsemin hefur fengið á þessum
fimm árum. Rauði kross íslands
hefur kostað reksturinn en deildir
félagsins, sem eru 47 í landinu,
greiða hluta af rekstrinum. Þá
hafa ýmis félagasamtök, klúbbar,
fyrirtæki og einstaklingar lagt
starfseminni lið, með beinum fjár-
Ólafur Oddsson
„Bendir þessi síaukni
fjöldi barna og ungl-
inga í vanda til þess að
ástandið sé stöðugt að
versna.“
framlögum, tækjakaupum eða á
annan hátt. Sá stuðningur er
ómetanlegur, þar sem mikilvægt
er að Húsið haldi sjálfstæði sínu
og góðum tengslum við almenn-
ing.
Ekki er vitað um sams konar
starfsemi annars staðar í heimin-
um þar sem boðið er upp á þessa
alhliða þjónustu, símaþjónustu,
viðtöl og gistingu, nema hvað
finnski Rauði krössinn opnaði
sams konar athvarf í Helsinki
snemma í haust.
Þjónustunni má skipta í þrennt:
Þjónustu við þá sem gista og dvelja
í húsinu, daggestaþjónustu og
símaþjónustu.
Gestakomur eru alls 540 á þess-
um fimm árum og er þar um að
ræða 260 einstaklinga. Gestirnir
eru af öllu landinu þó fleiri af
suðvesturhorninu leiti til Hússins
vegna nálægðarinnar. Kynjahlut-
fall er nokkuð jafnt, hvað varðar
gistigesti. Daggestakomur eru alls
3.500 frá upphafi og símhringing-
ar eru 5.500 frá því símaþjónustan
var opnuð 1987. Flest hafa símtöl-
in verið á þessu ári eða rúmleg
3.000 enda hefur kynning á þjón-
ustunni aldrei verið meiri.
Flestir leita aðstoðar á kvöldin,
að næturlagi eða um helgar, sem
staðfestir nauðsyn þess að hafa
sólarhringsþjónustu. Skráningin
hefur staðfest að margs konar
vandi brennur á börnum, ung-
mennum og foreldrum. Flest er-
indin tengjast erfiðleikum í sam-
skiptum af einhveiju tagi, sam-
skiptum barna innbyrðis, sam-
skiptum unglinga og samskiptum
þeirra við fullorðna, foreldra,
kennara og aðra. Eðli þessara
vandamála bendir til að staða
barna og unglinga er oft harla
bágborin og ber vott um skilnings-
leysi fullorðinna á þörfum þeirra
og rétti á umönnun og kærleiks-
ríkri leiðsögn.
Bendir þessi síaukni fjöldi barna
og unglinga í vanda til þess að
ástandið sé stöðugt að versna, eða
leita þau frekar aðstoðar í dag en
áður? Dvalartími gesta hefur
lengst frá 6—7 dögum að meðal-
tali 1986 upp í 11—12 daga 1990.
Það segir okkur að erfiðara er að
finna lausn á vanda þeirra og
stofnanir þær sem þjóna ungling-
um eru ásetnari en áður.
í fyrirbyggjandi tilliti er mikil-
vægt að finna leiðir til að koma í
veg fyrir persónulegra ósigra hjá
börnum og unglingum svo þau
leiti síður út í fíkniefnaneyslu
vegna lélegrar sjálfsímyndar og
sj álfseyðingarhvatar.
Það er ekki laust við að farið
sé að gæta töluverðrar siðblindu
í samskiptum fólks sem orsakai'
m.a. óvægari og harkalegri sam-
skipti, þaf sem munurinn á réttu
og röngu er oft óljós.
Rauða kross húsið hefur þegar
gert tilraunir með fræðslu í sam-
vinnu við nokkra skóla og hefur í
hyggju að auka þann þátt bæði
til að kynna þjónustu Hússins en
ekki síst til að efla umræðu og
fræðslu um mannúðleg samskipti
meðal barna og unglinga og full-
orðinna gagnvart þeim.
Höfundur er uppeldisráðgjafi og
starfsmaður Rauða kross Islands.
Barðaströnd:
Aðventukvöld
í Birkimel
stiflartía-
AÐVENTUKVÖLD í Birkimel
var laugardaginn 8. des. Kirkju-
kór Patreksfjarðar söng jóla-
sálma sem voru sérstaklega æfð-
ir fyrir aðventuna.
Aðventuhugleiðingu flutti Jó-
hannes Tómasson frá Rauða krossi
íslands. Mjög athyglisvert efindi.
Organistinn og kona hans fluttu
samleik á klarinett og orgel. Sr.
Sigurður Jónsson flutti jólaguð-
spjallið og sagði krökkunum jóla-
sögu.
- SJÞ
Reykhólasveit:
Þrjár silki-
toppur á
Skáldastöðum
Miðhúsum, Reykhólasveit.
Á SKÁLDASTÖÐUM í Reykhól-
asveit hafa þrjár silkitoppur
haldið sig í þessum mánuði í
garðinum og hámað í sig reyni-
berin. Jón Guðmundsson fræði-
maður á Skáldastöðum segir að
hann hafi ekki orðið var við silk-
itoppur fyrr.
Fyrst hvarf ein þeirra svo önnur
og nú eru þær allar horfnar. Silki-
toppa er hánorrænn fugl og heldur
sig í birki- og barrskógum til dæm-
is í Lapplandi, Síberíu og Kanada.
Yfirleitt er Silkitoppan staðfugl
en stundum yfirgefa stórir hópar
heimkynni sín og fljúga suður á
bóginn og fara þá suður til Frakk-
lands og á Balkanskaga. Þessar
hópferðir hafa aldrei þótt boða
gott heldur vita á drepsóttir. Silki-
toppan er hér á landi algengur
flækingsfugl einkum í Reykjavík
og Akureyri.
Jón er athugull nátturuskoðari
sem fylgist vel með heimsóknum
erlendra fugla.
- Sveinn.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Hluti forsvarsmanna japanskra
daga í Eyjum. Frá vinstri: Finn-
bogi Eyjólfsson, Yoko, Kristján
Ólafsson, Guðni Þ. Jónsson og
Yamagata.
Japanskir
dagar í Eyjum
Vestmannaeyjum.
JAPANSKIR dagar voru haldnir
i Vestmannaeyjum fyrir
skömmu. Mitsubishi-verksmiðj-
urnar og Hekla hf. stóðu fyrir
uppákomunni í samvinnu við
umboðsmenn sína í Eyjum,
Kristján Ólafsson og Magnúsínu
Ágústsdóttur.
Bílasýning var, þar sem sýndar
voru margar gerðir Mitsubishi-bíla.
Að sýningunni lokinni var gestum
boðið að bragða japanskan mat.
Voru framreiddir ýmiskonar sjávar-
réttir af japanskri konu sem klædd
var að hætti geisha. Réttunum var
skolað niður með japönsku hrís-
grjónavíni, saki, og japanskur
söngvari söng og spilaði lög frá
heimalandi sínu.
Eyjamenn fengu því nasasjón af
japanskri stemmningu á japönsku
dögunum í Eyjum fyrir skömmu.
Grímur
Hitar, nuddar og styður mjóhrygg og hrygg
Heilsudýnan
Heilsudýna Bay Jacobsen hefur tryggt hundruðum þúsunda manna
um allan heim ánœgtulegri tilveru. Æ fleiri stofnanir um heim
allan nota yflrdýnuna að loknum Ströngum og ítarlegum rannsókn-
um. Hvarvetna sannreynast kostir hennar svo og árangur manna
af notkun dýnunnar. Yfirdýnan er sett ofan á venjulega rúmdýnu
undir lakið. Einnig fæst sérstök gerð fyrir bamavagna og bamarúm.
Hún fæst í 70, 80 og 90 sm breiddum. Einnig fæst sérstök gerð í
bamavagna og bamarúm.
Dýnan hefur reynst sérlega vel fólki, sem á viö bak- og vöðva-
verki að stríöa. Einnig athafnasömu fólki, sem vill hvílast vel á
meðan það sefur.
Verð kr. 9.975,- stgr.
Ylra byrðid er úr hviru
100% bómullarefnl
sem hleypurekkl.
Gceðasvampur sem
drel/lr hila og þunga.
Mjúkar kulursem nudda
og endurkasta hlla.
30 daga skilafrestur.
m
Heilsukoddinn
er hannaður svo að hann veiti höfði og hnakka
líífræðilega réttan stuðning - óháð því hvort
legið er á baki eða hlið. Innbyggt loftrásakerfi
koddans tryggir þægilegt hitastig í koddanum
allan ársins hring. Koddanum fylgir koddaver.
í boði eru 3 gerðir. Stuttur koddi, sem hentar
flestum, langur koddi og sérlega þunnur koddi
fyrir vatnsrúm. Hann hentar einnig börnum og
fullorðnum, sem kjósa þunnan kodda fyrir
venjuleg rúm.
Verð kr. 4.460,- stgr. - fyrir vatnsrúm kr. 3.790,- stgr.
7 veigamestu eiginleikar heilsudýnunnar:
O Lagar sig að líkamanum og dreifir
þunga hans á heppilegan hátt.
© Nuddar vöðvana og losar um spennu.
© Örvar blóðrás svo að súr- og úrgangs-
efni streymir óhindrað.
O Endurvarpar líkamshita svo komist
verði hjá kulda og kælingu.
© Styður mjóhrygg og hrygg.
© Bætir loftstreymi vegna loftrásanna
í dýnunni.
© Tryggir hreyfifrelsi.
SKEIFUNN111 - SÍMI 688466