Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990 33 Flutningabíllinn dreginn upp á veg. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Borgarfj örður: VöiTiflutningtibíll veltur í Kolásnum Borgarnesi. ^ Fullhlaðinn vöruflutningabíll á leið til Isafjarðar rann út af veg- inum í mikilli hálku í Kolásbrek- kunni ofan við bæinn Munaðar- nes í Borgarfirði og hafnaði á hliðinni utan vegar. Okumanninn sakaði ekki en bílinn er töluvert skemmdur. Bílnum var náð upp á veginn með jarðýtu og traktorsgröfu sl. þriðjudag. Tildrög óhappsins munu hafa verið þau að fólksbíll hafði stöðvast efst í brekkunni og komst flutningabílinn því ekki alla leið upp og hugðist bakka niður brekkuna. TKÞ Skipulagsnefnd um öryggis- og varnarmál komið á fót RÁÐHERRAR utanríkis- og dómsmála hafa ákveðið að sefja á lag- girnar skipulagsnefnd um öryggis- og varnarmál. Frá þessu er greint í nýjasta fréttabréfi öryggismálanefndar í erindisbréfi nefndarinnar, sem utanríkisráðherra undirritaði í sept- ember sl., segir að hlutverk hennar sé að „tryggja markvissa áætlana- ge'rð á sviði varnar-, öryggis- og almannavarnarmála.“ Þar segir að ljóst sé að áætlanir á þessu sviði verði að vera sam- ræmdar og verkaskipting skýr svo að framkvæmd þeirra rekist ekki á. Einkum er haft í huga aðstoð Islendinga vegna liðs- og birgða- flutninga Atlantshafsbandalagsins til landsins á hættutímum eða í ófriði, og flutninga um landið til hernaðarlega mikilvægra staða. Til dæmis flutninga á birgðum og bún- aði með íslenskum farartækjum, afnot af höfnum og flugvöllum o.s.frv. Einnig umferð um flugvelli og hafnir hér á landi vegna liðs- og birgðaflutninga frá Norður- Ameríku til Noregs og meginlands Evrópu en einnig til flotadeilda á hafinu, og loks samræmingu til að koma í veg fyrir að framkvæmd áætlana vegna hervama rekist á framkvæmd neyðaráætlana Al- mannavarna. Nefndin er skipuð fulltrúa dóms- málaráðuneytis, Almannayarna- ráðs, lögreglustjórans í Reykjavík, forstjóra Landhelgisgæslunnar, tveggja fulltrúa frá Varnarliðinu og fulltrúa varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins auk skrif- stofustjóra varnarmálaskrifstofu, sem er formaður nefndarinnar. Dr. Bjöm Jóhannesson verkfræðingur látinn Þann 12. desember sl. lést dr. Björn Jóhannesson, verfræðing- ur, á Landspítalanum í Reykja- vík. Björn var 76 ára að aldri, fæddur 25. október 1914. For- eldrar hans voru Jóhannes Björnsson bóndi á Hofstöðum í Skagafirði og síðar verkstjóri í Reykjavík og kona hans Kristr- ún Jósefsdóttir. Björn varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1935 og lauk prófi í efnaverkfræði frá Tækniháskólanum í Kaupmanna- höfn 1940. Hann lauk doktors- prófi í jarðvegsfræði frá Cornell- háskóla í Bandaríkjunum 1945. Björn starfaði sem sérfræðing- ur í búnaðardeild Atvinnudeildar Háskóla íslands á ámnum 1945-1962 og vann þar að jarð- vegs- og ræktunarrannsóknum. Hann var starfsmaður við Þróun- arstofnun Sameinuðu þjóðanna í New York á árunum 1962-1975 og vann þar að skipulagningu rannsóknarverkefna í þróunarl- öndum. Björn sat í tilraunaráði jarðræktar á árunum 1945-1962, í nefnd til að kanna rekstrargrund- völl áburðarverksmiðju 1946 og var tæknilegur ráðunautur Áburð- arsölu ríkisins 1948-1962. Björn vann í nefnd sem endurskoðaði lög varðandi tilraunastarfsemi land-' búnaðarins 1950 og gerði frumá- ætlun um framleiðslu áburðar- kalks í Sementsverksmiðjunni á Akranesi, ásamt Jóni E. Vestdal, 1954. Björn sat í stjórn Stéttarfélags verkfræðinga á árunum 1955 og 1961. Hann var kjörinn félagi í Society of Sigma í Bandaríkjunum 1945, var félagi í Vísindafélagi Björn Jóhannesson íslendinga 1954 og kjörfélagi í American Association for the Ad,- vancement of Science í Bandaríkj- unum frá 1962. Björn stundaði mikil ritstörf og rannsóknir liggja eftir hann fjöl- margar bækur, ritgerðir og blaða- greinar um fræðileg efni. Hann var ókvæntur og barn- laus. ^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! 3P®rgreiMafoiij> G O GUCCI N O B 1 L E \ "d ' Stendhal Kh/jÁÍóÁl^ AHlS Van Cleef & Arpels Paris Cartler LAURENT DORNEL PA R I S SWISSCARE A KAUPSTADUR GIORGIO ARMANI IMJÓDD 2. HÆÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.