Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990
33
Flutningabíllinn dreginn upp á veg.
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
Borgarfj örður:
VöiTiflutningtibíll veltur í Kolásnum
Borgarnesi. ^
Fullhlaðinn vöruflutningabíll á
leið til Isafjarðar rann út af veg-
inum í mikilli hálku í Kolásbrek-
kunni ofan við bæinn Munaðar-
nes í Borgarfirði og hafnaði á
hliðinni utan vegar. Okumanninn
sakaði ekki en bílinn er töluvert
skemmdur.
Bílnum var náð upp á veginn
með jarðýtu og traktorsgröfu sl.
þriðjudag. Tildrög óhappsins munu
hafa verið þau að fólksbíll hafði
stöðvast efst í brekkunni og komst
flutningabílinn því ekki alla leið upp
og hugðist bakka niður brekkuna.
TKÞ
Skipulagsnefnd um öryggis-
og varnarmál komið á fót
RÁÐHERRAR utanríkis- og dómsmála hafa ákveðið að sefja á lag-
girnar skipulagsnefnd um öryggis- og varnarmál. Frá þessu er
greint í nýjasta fréttabréfi öryggismálanefndar
í erindisbréfi nefndarinnar, sem
utanríkisráðherra undirritaði í sept-
ember sl., segir að hlutverk hennar
sé að „tryggja markvissa áætlana-
ge'rð á sviði varnar-, öryggis- og
almannavarnarmála.“
Þar segir að ljóst sé að áætlanir
á þessu sviði verði að vera sam-
ræmdar og verkaskipting skýr svo
að framkvæmd þeirra rekist ekki á.
Einkum er haft í huga aðstoð
Islendinga vegna liðs- og birgða-
flutninga Atlantshafsbandalagsins
til landsins á hættutímum eða í
ófriði, og flutninga um landið til
hernaðarlega mikilvægra staða. Til
dæmis flutninga á birgðum og bún-
aði með íslenskum farartækjum,
afnot af höfnum og flugvöllum
o.s.frv. Einnig umferð um flugvelli
og hafnir hér á landi vegna liðs-
og birgðaflutninga frá Norður-
Ameríku til Noregs og meginlands
Evrópu en einnig til flotadeilda á
hafinu, og loks samræmingu til að
koma í veg fyrir að framkvæmd
áætlana vegna hervama rekist á
framkvæmd neyðaráætlana Al-
mannavarna.
Nefndin er skipuð fulltrúa dóms-
málaráðuneytis, Almannayarna-
ráðs, lögreglustjórans í Reykjavík,
forstjóra Landhelgisgæslunnar,
tveggja fulltrúa frá Varnarliðinu
og fulltrúa varnarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins auk skrif-
stofustjóra varnarmálaskrifstofu,
sem er formaður nefndarinnar.
Dr. Bjöm Jóhannesson
verkfræðingur látinn
Þann 12. desember sl. lést dr.
Björn Jóhannesson, verfræðing-
ur, á Landspítalanum í Reykja-
vík. Björn var 76 ára að aldri,
fæddur 25. október 1914. For-
eldrar hans voru Jóhannes
Björnsson bóndi á Hofstöðum í
Skagafirði og síðar verkstjóri í
Reykjavík og kona hans Kristr-
ún Jósefsdóttir.
Björn varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1935
og lauk prófi í efnaverkfræði frá
Tækniháskólanum í Kaupmanna-
höfn 1940. Hann lauk doktors-
prófi í jarðvegsfræði frá Cornell-
háskóla í Bandaríkjunum 1945.
Björn starfaði sem sérfræðing-
ur í búnaðardeild Atvinnudeildar
Háskóla íslands á ámnum
1945-1962 og vann þar að jarð-
vegs- og ræktunarrannsóknum.
Hann var starfsmaður við Þróun-
arstofnun Sameinuðu þjóðanna í
New York á árunum 1962-1975
og vann þar að skipulagningu
rannsóknarverkefna í þróunarl-
öndum. Björn sat í tilraunaráði
jarðræktar á árunum 1945-1962,
í nefnd til að kanna rekstrargrund-
völl áburðarverksmiðju 1946 og
var tæknilegur ráðunautur Áburð-
arsölu ríkisins 1948-1962. Björn
vann í nefnd sem endurskoðaði lög
varðandi tilraunastarfsemi land-'
búnaðarins 1950 og gerði frumá-
ætlun um framleiðslu áburðar-
kalks í Sementsverksmiðjunni á
Akranesi, ásamt Jóni E. Vestdal,
1954.
Björn sat í stjórn Stéttarfélags
verkfræðinga á árunum 1955 og
1961. Hann var kjörinn félagi í
Society of Sigma í Bandaríkjunum
1945, var félagi í Vísindafélagi
Björn Jóhannesson
íslendinga 1954 og kjörfélagi í
American Association for the Ad,-
vancement of Science í Bandaríkj-
unum frá 1962.
Björn stundaði mikil ritstörf og
rannsóknir liggja eftir hann fjöl-
margar bækur, ritgerðir og blaða-
greinar um fræðileg efni.
Hann var ókvæntur og barn-
laus.
^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
3P®rgreiMafoiij>
G O
GUCCI
N O B 1 L E
\ "d
'
Stendhal
Kh/jÁÍóÁl^
AHlS
Van Cleef & Arpels
Paris
Cartler
LAURENT DORNEL
PA R I S
SWISSCARE
A KAUPSTADUR
GIORGIO ARMANI
IMJÓDD 2. HÆÐ