Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 32
88
OfifM S39M3B3Q ..M flTir>A(t!JT?i(>,!r (ilfiAiiaWIOSDM
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990
Samningurinn um afvopnun í Evrópu:
Islendiiignm úthlutað
eftirlitsferðakvóta
HVERT ríki sem aðili er að svonefndum CFE-samningi um afvopnun
í Evrópu, sem undirritaður var í París 19. nóvember, fær tiltekinn
lágmarkskvóta eftirlitsferða, 3-5 ferðir á ári, og viðbótarkvóta skv.
skiptingu sem ákveðin verður innan hvors bandalags, Varsjár- og
Atlantshafs-, en aðildarlönd þeirra rituðu undir samninginn.
í síðasta tölublaði fréttabréfs
öryggismálanefndar segir að í
NATO sé gert ráð fyrir náinni sam-
vinnu bandalagsríkjanna um eftir-
lit. Ennfremur að þau vopn sem
samningurinn nái til; skriðdrekar,
brynvagnar, stórskotalið og orr-
ustuflugvélar í Evrópu, geti ekki
beinlínis ógnað íslandi, en samning-
urinn auki öryggi í Evrópu og sé
því mikilvægur fyrir íslenska örygg-
ishagsmuni.
Einnig segir: „Eftirlit af hálfu
íslendinga með fjölda slíkra vopna,
t.d. í vesturhluta Sovétríkjanna,
hefur að þessu leyti takmarkað
gildi. Hins vegar má líta svo á að
Islendingum beri sem aðila að
CFE-sarhningnum og bandalagsríki
í NATO að nota eftirlitsferðakvóta
sinn, hugsanlega í samvinnu við
önnur NATO ríki. Einnig er mögu-
legt að framselja hluta hans til
annarra NATO ríkja. Þannig kynnu
til dæmis Norðmenn að hafa áhuga
á að nota hluta af eftirlitsferða-
kvóta íslendinga og/eða eiga sam-
vinnu við þá um eftirlit til að tryggja
enn frekar framkvæmd CFE-samn-
ingsins í Norður-Evrópu. Norðmenn
hafa löngum haft áhyggjur af land-
hersveitum og orrustuflugsveitum
á Kolaskaga og nærliggjandi svæð-
um í Sovétríkjunum. Litið hefur
verið svo á að ógnun við öryggi
Noregs væri ógnun við stöðu NATO
á Noregshafi og Norður-Atlantshafi
og þar með öryggi Isiands."
Fóstbræður sungu á aðventuhátíðinni við hrifningu viðstaddra.
Meðailand:
Morgunblaðið/Vilhjálmur Eyjólfsson
Fjölmenni á aðventukvöldi
Hnausum í Meðallandi.
AÐVENTUSAMKOMA fyrir Ásaprestakall í Tunguseli var sunnudag-
inn 9. desember. Var fjöimenni, rúmlega 200 samkomugestir og þar
af mörg börn og fór allt prýðilega fram.
Nýr prestur vígðist til Ásasóknar
í sumar og er nýlærður þótt kominn
sé nærri sextugu. Engin ellimörk
eru samt á sr. Hirti Hjartarsyni.
Hann hefur messað eftir því sem
hægt hefur verið og fylgst með
Sé ekki annað en Loðnunefnd
hafi runnið sitt skeið á enda
- segir Jón B. Jónasson formaður nefndarinnar
„ÉG GET EKKI séð annað en að Loðnunefnd hafi runnið sitt skeið
á enda,“ segir Jón B. Jónasson skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðu-
neytinu og formaður Loðnunefndar. Jón segir að Landssamband
íslenskra útvegsmanna, svo og Farmanna- og fiskimannasamband
íslands leggi til að Loðnunefnd verði lögð niður. Hann segir að
Loðnunefnd hafi m.a. þjónað loðnuskipunum, loðnuverksmiðjunum,
útflytjendum, aðstandendum sjómanna og fjölmiðlum með því að
veita upplýsingar um það hvert skipin fari með aflann og aflamagn.
„Félag íslenskra fiskmjölsfram- kvæmt. Við fórum ekki fram á
leiðenda segist vera tilbúið að
standa að rekstri Loðnunefndar að
hluta,“ segir Jón B. Jónasson. „Við
ætluðum hins vegar aldrei að
standa undir slíkri starfsemi til að
auðvelda Félagi íslenskra fiskmjöls-
framleiðenda að afla sér upplýs-
inga. Ég sé því engar forsendur
fyrir áframhaldandi rekstri Loðnu-
nefndar, enda hefur hún ekkert
starfað í haust og við erum búnir
að segja upp húsnæði nefndarinn-
ar,“ segir Jón.
„Loðnunefnd skrifaði loðnukaup-
endum og -seljendum, það er að
segja loðnubræðslum, útgerðar-
mönnum og sjómönnum, bréf í lok
júlí síðastliðins, þar sem greint var
frá fjárþörf nefndarinnar og farið
fram á að þeir ákvæðu greiðslur til
hennar á fundum í gegnum Verð-
lagsráð sjávarútvegsins, eins og
þeim bæri að gera lögúm sam-
hærri upphæð en 35-40 þúsund
krónur að jafnaði fyrir hvert loðnu-
skip,“ fullyrðir Jón en loðnuskipin
eru 45 talsins.
Hann upplýsir að síðan hafi ekk-
ert gerst þar til á fundi í Verðlags-
ráði 16. október síðastliðinn, þar
sem bæði kaupendur og seljendur
hafi synjað þessu erindi Loðnu-
nefndar. „í Verðlagsráði sitja full-
trúar viðkomandi samtaka en ekki
fulltrúar þeirra einstaklinga, sem
sitja í Loðnunefnd," segir Jón.
„Ef Loðnunefnd fær enga pen-
inga er hins vegar ekki grundvöllur
fyrir neinum rekstri nefndarinnar.
Við sendum því kaupendum og selj-
endum bréf 22. október, þar sem
óskað var eftir svörum um það hvort
í þessari synjun fælist sú skoðun
að ieggja bæri Loðnunefnd niður.
Við vildum að stjórnir viðkomandi
samtaka tækju af skarið með það
hvað þær vildu gera og gerðu um
það tillögu til nefndarinnar eða
sjávarútvegsráðuneytisins.“
Jón segir að Loðnunefnd hafi
verið með húsnæði á leigu og kostn-
aðurinn við það hafi verið 12 þús-
und krónur á mánuði. „Hins vegar
hefur útgáfa skýrslna um loðnu-
vertíðimar verið töluvert stór þáttur
í kostnaði við Loðnunefnd en nefnd-
armenn hafa alltaf verið sammála
um að gefa út slíkar skýrslur. Ég
sé ekki að hægt sé að gefa þær
út með ódýrara móti og enda þótt
Fiskifélag Islands gæfi skýrslumar
út er spurning hver ætti að greiða
kostnaðinn við útgáfuna."
Jón segir að Loðriunefnd sé lög-
bundin í sjálfu sér en nefndin geti
ekki verið með neina starfsemi ef
hún fái ekkert fjármagn. „Það er
aftur á móti spurning hvort þeir
aðilar, sem eiga að kosta starfsemi
Loðnunefndar eru að bijöta Iögin.
Á hinn bóginn er enginn að segja
að halda eigi Loðnunefnd gangándi
í óþökk þeirra, sem eiga að hafa
gagn af nefndinni og ef þeir vilja
ekki haida henni úti verður það
ekki gert,“ segir Jón B. Jónasson.
söfnuðinum, svo að til fyrirmyndar
er. Sr. Hjörtur hefur sungið með
Fóstbræðmm og kom nú kórinn úr
Reykjavík til að syngja með honum
á Áðventuhátíðinni.
Fyrst setti sóknarprestur, sam-
komuna með stuttri ræðu. Þá sungu
Fóstbræður nokkur lög við prýðileg-
ar undirtektir áheyrenda undir
stjórn Ragnars Björnssonar. Jón
Helgason alþingismaður flutti hug-
vekju. Þá söng barnakór Prest-
bakkakirkju og var stjórnandi Guð-
mundur Oli Sigurgeirsson. Söng
kórinn jólalög og hreif áheyrendur
sem klöppuðu óspart.
Næst var upplestur, Sigrún
Björnsdóttir leikkona las ljóð. Er
hún dóttir sr. Björns 0. Björnssonar
er hér var sóknarprestur og konu
hans, Guðríðar Vigfúsdóttur frá
Flögu, prýðishjóna sem komu alls
staðar fram til góðs.
Þá sungu Fóstbræður í annað
sinn og nú jólalög. Ragnar Björns-
son stjórnaði og leyndi sér ekki
hrifning áheyrenda. Hjalti Guð-
mundsson dómkirkjuprestur sá um
helgistund og þó í léttu formi og
létum við okkur hafa það að klappa
fyrir honum og á eftir sungum við
með Fóstbræðrum sálminn Heims
um ból.
Þá var sest að veitingum í boði
safnaða Ásaprestakalls og urðu þar
ekki þrot á, þótt fleiri hafi líklega
komið en búist var við.
Framlag hins fagra kyns til sam-
komunnar var ómetanlegt og því
til heiðurs sungu Fóstbræður að
lokum Fósturlandsins Freyja. lauk
þar með samkomunni og ætli þetta
verði ekki talin aðventuhátíð aldar-
innar hér „á milli sanda“.
- Vilhjálmur
Sjötta bindi hesta-
ættbókar og sögn
BÓKAFORLAG Odds Björnsson-
ar hefur gefið út bókina Ættbók
og saga íslenska hestsins 6. bindi
eftir Gunnar Bjarnason.
í kynningu útgefanda segir: „í
þessu bindi er lýsing stóðhesta frá
nr. 1141 tii 1174 og lýsing á hryss-
um frá nr. 4717 til 8072. Þar með
hefur Gunnar unnið það afrek að
koma I eina aðgengilega ritröð öllum
hryssum sem hafa fengið dóma og
ættbókarnúmer fyrir maíbyijun
1990 og öllum stóðhestum sem hafa
fengið dóma og ættbókanúmer fyrir
júlílok 1990.
Hvergi annars staðar geta hesta-
menn og áhugamenn um hrossarækt
gengið að öllum þessum upplýsing-
um.“
Gunnar Bjarnason
Prentun og bókband: Prentverk
Odds Björnssonar hf.
Skagaströnd:
Saumasmiðjan tekur til starfa
Eigendur Saumasmiðjunnar. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Skáldsaga
eftir Iris
Murdoeh
IÐUNN hefur gefið út bókina
Hafið, hafið eftir breska rithöf-
undinn Iris Murdoch en fyrir
hana hlaut hún m.a. Booker-
verðlaunin frægu. Elísa Björg
Þorsteinsdóttir þýddi bókina.
í kynningu útgefanda segir
m.a.: „Skáldkonan Iris Murdoch
er einn þekktasti og merkasti rit-
höfundur Breta sem nú er uppi.
Bækur hennar hafa jafnan vakið
mikla athygli í heimalandi hennar
sem utan þess og svo hefur einnig
orðið um þessa... Charles Arrowby
er frægur leikstjóri sem notið hef-
ur mikillar aðdáunar leikhúsgesta
og hylli kvenna, en hefur þó aldr-
ei getað gleymt stúlkunni sem
hann unni í æsku. Hann yfirgefur
glitheímá Luhdun'ahdfgar til 'áð
Iris Murdoch
fínna frið og einveru á afskekktum
stað. En það fer á aðra lund ...
Fyrr en varir breytist einveran í
áhrifamikla leiksýningu, samspil
lífs og dauða, þar sem duldar lang-
anir og tilfinningar koma fram á
Skagaströnd.
FJÓRAR bjartsýnar ungar konur
hafa stofnsett saumastofu á
Skagaströnd. Var saumastofan,
sem konurnar nefna Sauma-
smiðjuna, formlega opnuð 8. des-
ember.
Rekstur saumastofúnnar Sauma-
smiðjunnar verður með nokkuð öðru
sniði en venja er til með saumastof-
ur því hjá fyrirtækinu verður hægt
að fá saumað næstum hvað sem,
er eftir óskum viðskiptavinarins.
Einnig ætlar Saumasmiðjan að
bjóða upp á viðgerðaþjónustu fyrir
einstaklinga og fyrirtæki.
í viðtali við Morgunblaðið sögðu
konurnar fjórar sem eiga fyrirtæk-
ið: „Við höfum næg verkefni fram
að jólum við að saumá jólaföt á
böm, skíðagalla og ýmislegt fleira.
Eftir jólin höfum við störf fyrir
a.m.k. tvær konur en auðvitað
ræðst það af verkefnum hversu
mikið verður að gera. Við bindum
hrúgustólum upp í jakkaföt, allt
eftir hugmyndum hvers og eins.“
Vélar og búnaður Saumasmiðj-
unnar eru úr þrotabúi saumastof-
unnar Violu sem varð gjaldþrota
fyrir um þremur áram. Hólanes hf.
keypti þá eignír Violu á nauðungar-
uppboði til að þær færu ekki af
staðnum. Nú hafa konurnar keypt
eignirnar af Hólanesi hf. til að gera
tilraun með rekstur saumastofu.
Saumasmiðjan er í sama húsnæði
og Viola var en húsnæðið er í eigu
Kaupfélags Húnvetninga. Ó.B.
sviðið og taka völdin og ógmr nokkrar vonir við viðgerðaþjón-
djúþsm's era áld’reí langt undán.“ ustuna og svó saumum við alít frá