Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990 ■ FRÁSAGNIR ÞEKKTRA MANNA ÆVIBROT eftir Dr. Gunnlaug Þórdarson Gunnlaugur hefur ávallt verið hress f fasi og talað tæpitungulaust f þessari bók kemur hann svo sannariega til dyranna efns og hann er klæddur. Rekinn úr skóla - Að upplifa dauðann - Ritari forseta íslands - Smfður á Lðgbergi - Húðstrýktur fyrir kirkjudyrum. - Þetta eru nokkur lýsandi kaflaheiti sem segja meira en mörg orð um það hvers lesandinn má vænta. Fjöldi Ijósmynda prýðir bókina. AIANDAKOTI effir Dr. Bjarna Jinsson yfirlækni Dr. Bjarni Jónsson var um áraraðir fremsti sérfræðingur fslendinga í bæklunarsjúkdómum og meðferð höfuðslysa. Þetta er saga af merkri stofnun og Ifknarstarf) f nærri heila öld þar sem margir af fremstu læknum landslns koma við sögu. Bókina piýða 60 Ijósmyndir. SETBERG 'I Steinar hf. gefa út gömul íslensk dægurlög: Höfum aö leiðarljósi að sýna anda hvers tímabils sem best - segir Jónatan Garðarsson sem sér um útgáfuna STEINAR hf. hafa hrundið í framkvæmd útgáfu gamalla íslenskra dægurlaga, sem mörg hver hafa verið ófáanleg á hljómplötum í lang- an tíma. Útgáfuröð þessi kallast Aftur til fortíðar og koma út þrjár piötur, sem hver spannar einn áratug, í þessum fyrsta áfanga. Efnið kemur Iíka út á geisladiskum og kassettum. Fyrsta platan er helguð sjötta ára- tug aldarinnar, önnur platan þeim sjöunda og hin þriðja áttunda ára- tugnum. A plötunum þremur eru alls 57 lög; 20 á fyrstu og annari en 17 eru frá áttunda áratugnum. Ósýnileg réttindi „Fyrir einu og hálfu ári keyptum við útgáfuréttinn á öllu sem Fálkinn hafði gefið út, allt frá 1930. Þar fylgdu réttindi Svavars Gests [SG hljómplatna], sem Fálkinn hafði áður keypt, allt sem íslenskir tónar gáfu út á sínum tíma, svo og Tonica, sem var starfrækt í nokkur ár, og það sem Taktur gaf út, en það fyrirtæki var stofnað upp úr hljómdeild Fálk- ans á sínum tíma. Um leið keyptum við verslun Fálkans við Laugaveg og alla lagera sem þar voru. Þar var mikið segulbandasafn sem var nán- ast ókannað," sagði Jónatan Garð- arsson hjá Steinum, um aðdraganda þess að ráðist var í útgáfu þessa. „Við vissum að þarna hefðum við keypt ákveðin ósýnileg réttindi, og eftir að hafa hugsað málið þótti okk- ur sú hugmynd að búa til einhvers konar áratugaplötur fýsilegust. Mikil leit hófst að upplýsingum um flytj- endur í spjaldskrám Ríkisútvarpsins og víðar og nutum við þar mikillar aðstoðar Trausta Jónssonar veður- fræðings, sem hefur verið manna iðnastur að grúska í þessu gamla efni. Við Trausti unnum svo saman að því að útbúa eins ítarlegan lista og við gátum yfir það sem við töldum vera á böndunum." Þetta var í maí sl. og til stóð að hefja útgáfu í júní. „En það reyndist öllu erfiðara efi reiknað var með, því böndin voru meira og minna óflokkuð og ómerkt og þegar við könnuðum þau kom í ljós að mörg þeirra, sem eru allt að 40 ára gömul, voru á síðasta snúningi. Því stungum við niður fæti og ákváðum að vinna þetta öðruvísi." Fyrsti vísirinn að íslenskri tónlistarsagnfræði Jónatan segir að útbúinn hafi ver- ið óskalisti með 150 lögum. Þegar búið var að flokka það sem til var fór hann í hljóðver ásamt tækni- manni og hóf afritun beint af frum- böndum yfir á stafrænar kassettur. „Þannig safnaði ég saman yfir 250 lögum, áður en ég fór að velja nokk- uð til útgáfu. Sumt var því miður algjörlega ónýtt en síðar kom í ljós að sumir listamennirnir, sem hlut áttu að máli, áttu sjálfir eitthvað af því sem var ónýtt hjá okkur. Þá höfðu sumir tæknimanna ríkisútvarpsins einhverra hluta vegna haldið til haga afritum; Jón Þór Hannesson átti til dæmis Gvend á eyrinni með Dátum, en frumbandið af því lagi hefur ekki verið til síðan platan var framleidd 1966. Það var því mjög heppilegur fundur; það merkilegasta sem fannst að mínu mati, ásamt masternum [frumsegulbandi] af Fyrsta kossinum með Hljómum sem talinn var að eilífu glataður." Síðan var safnað saman upplýs- ingum um tónlistarmennina sem um ræddi. „Við náðum í velflesta og mikil vinna var lögð í að ná í upplýs- ingar um hveijir hefðu spilað og á hvaða hljóðfæri, hvaða ár lögin hefðu verið tekin upp og hvar, og allir þær upplýsingar sem við náðum í fylgja með. Þetta gekk býsna vel, miklu betur en höfðum þorað að vona, en kostaði fleiri hundruð símtöl. Menn muna þetta misjafnlega vel, en þegar upp var staðið náðist nokkuð heilleg mynd og það er ekki síður merkilegt en lögin sjálf, að tekist skuli hafa að safna upplýsingunum saman því þær eru að týnast með þeim mönnum sem þarna voru að störfum. í tónlist- arsagnfræði, sem til er sem grein úti í heimi, þykir þetta hvað merkilegast — hveijir spiluðu í hvaði lagi. Þetta er kannski fyrsti vísirinn að varð- veita þær minningar hér á landi,“ sagði Jónatan og nefndi nokkur dæmi þess að hljóðfæraskipan hefði verið allt önnur í sumum lögum en alla jafna. Litla flugan elst Elsta hljóðritunin sem nú er gefin út er frá árinu 1951 og er það Litla flugan, hið sígilda dægurlag Sigfúsar Halldórssonar sem hann syngur sjálfur við eigin píanóundirleik — ! Samsöngnr barnakóra á Akranesi NÆSTKOMANDI sunnudag, 16. desember, kl. 17 er fyrirhug- aður barnakórasamsöngur í Safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi. Á þessum tónleikum koma fram þrír barnakórar. Barnakór Akra- neskirkju undir stjórn Jón Ólafs Sigurðssonar, Kór Grundaskóla á Akranesi undir stjórn Ragnheiðar Ólafsdóttur og Flosa Einarssonar og Kór Andakílsskóla á Hvanneyri undir stjórn Hannesar Baldursson- ar, einnig kemur fram Blásara- kvintett Tónlistarskólans á Akra- nesi undir stjórn Andrésar Helga- sonar. Blásarakvintettinn skipa eftirfarandi nemendur; Anna Björk Nikulásdóttir, Böðvar Guð- mundsson, Daníel B. Jónsson, Sigríður Guðjónsdóttir og Sigur- þór Þorgilsson. Allir þátttakendur gefa vinnu sína og meiningin er að allur aðgangseyrir gangi óskiptur til söfnunar Hjálparstofn- unar kirkjunnar. SIEMENS Litlu raftœkin frá SIEMENS gleðja augað og eru afbragðs jólagjafir! Ikaffivélar hrærivélar brauðristar |§ vöfflujárn | strokjárn handþeytarar f eggjaseyðar djúpsteikingarpottar hraðsuðukönnur dósahnífar áleggshnífar kornkvarnir ,jraclette“-tæki veggklukkur vekjararklukkur rakatæki bílryksugur handryksugur blástursofnar hitapúðar hitateppi o.m.fl. Lítið inn til okkar og skoðið vönduð tœki. Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið! Metsölublað á hveijum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.