Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 74
74
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990
Upplýsingar um úrslit leikja: Lukkulínan, s. 99-1002
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Sigurdur Sveinsson úr KR er kominn í landsliðshópinn.
Þorbergur
kallar á
fjóra nýja
leikmenn
ÞORBERGUR Aðalsteinsson,
landsliðsþjálfari íhandknatt-
leik, hefur kallað á fjóra nýja
leikmenn ílandsliðsinshóp
sinn frá landsleikjnum gegn
Tékkum og ferð til Danmerkur
á dögunum. Það eru þeir Stef-
án Kristjánsson úr FH, Gylfi
Birgisson, Vestmannaeyjum og
Sigurður Sveinsson og Leifur
Dagfinnsson úr KR.
Framundan eru fjórir leikir gegn
Þýskalandi - tveir í Laugar-
dalshöllinni 18. og 19. desember
og tveir í Þýskalandi 21. og 22.
desember, leikur gegn Svíum í laug-
ardalshöllinni 27. desember og fjög-
urra þjóða mót á sama stað 28.
desember, sem íslendingar, Svíar,
Norðmenn og Japanir taka þátt í.
„Ég mun keyra á ungu leikmönn-
unum í þessum leikjum - þannig
að þeir fá góða reynslu,“ sagði
Þorbergur Aðalsteinsson.
Leit Þorbergs að leikstjórnenda
er lokið að sinni. „Sigurður Bjarna-
son úr Stjörnunni, sem er alhliða
sóknarleikmaður, mun fá það hlut-
verk í leikjunum sem framundan
eru.
Landsliðshópur Þorbergs, sem
tekur þátt í landsleikjaplaninu fram
að áramótum, er þannig skipaður:
Markverðir:
Guðmundur Hrafnkelsson, FH
Bergsveinn Bergsveinsson, FH
Hrafn Margeirsson, Víkingi
Leifur Dagfinnsson, KR
Aðrir leikmenn:
Jakob Sigurðsson, Val
Konráð Olavson, KR
Sigurður Sveinsson, KR
Bjarki Sigurðsson, Víkingi
Valdimar Grímsson, Val
Geir Sveinsson, Granollers
Birgir Sigurðsson, Víkingi
Guðjón Arnason, FH
Héðinn Gilsson, Diisseldorf
Jón Kristjánsson, Val
Sigurður Bjarnason, Stjörnunni
Patrekur Jóhannesson, Stjörnunni
Gylfi Birgisson, Vestm.ey.
Einar Sigurðsson, Selfossi
Stefán Kristjánsson, FH
Kristján Arasón, Teka
Júlíus Jónasson, Asniares
Kristján Arason getur ekki leikið
með gegn Þýskalandi.
FRJALSIÞROTTIR / LYFJAMAL
Tók Finninn
Paavo IMurmi
ólögleg lyf?
Sænska dagblaðið Dagens
Nyheder segir frá því í gær
að finnski hlaupakóngurinn Paavo
Nurmi, sem setti 22 heimsmet á
árunum 1922 - 1931, hafi notað
karlhormónið testósterón til að
byggja sig upp og ná betri ár-
angri. Testósteron er helsta efni
í sterum, sem flokkast undir ólög-
leg lyf hjá Alþjóða ólympíunefnd-
inni.
Dagblaðið birti auglýsingu úr
sænska íþróttablaðinu frá 1931,
þar sem Nurmi og þrír sænskir
íþróttamerm mæla með lyfinu
Rejuven. I auglýsingunni er mynd
af Finnanum og eftirfaranþi texti,
undirritaður af honum: „Ég nota
Rejuven og er agndofa vegna
þeirra áhrifa sem lyfið hefur á
líkamann".
Dagens Nyheder hefur eftir
sænskum lyfjafræðingi að Reju-
ven hafi verið þýskt lyf, sem inni-
hélt testósteron, en það sé ekki
lengur á markaðnum.
<