Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
llf KtfTHIM"! Mffl'É'lí
RIVA
hægindastóll
m/skammeli
kr. 37.800,-
Svart og brúnt
leður.
Hver blekkir hvern?
Til Velvakanda.
Skv. nokkuð löngu tilkominni
samanburðarskoðanakönnun munu
Islendingar telja sig vera hamingju-
sama: könnunin mældi nánast
heimsmet í hamingju. Hafi ein-
hveijum fundist það undarlegt og
e.t.v. frekar túlkanlegt sem heims-
met í sjálfsblekkingu, þá komu
samt nýlega fram í öðrum saman-
burði mögulegar skýringar: Hagur
íslendinga er einsog hann gerist
bestur meðal þeirra bestu, og hér
ríkir skattaparadís. Samt halda ein-
hveijir enn áfram að undrast, ekki
síst mörlandar úr „alþýðunni", t.d.
úr starfsstéttum í mennta- og heil-
brigðiskerfinu, sem frétta ekki svo
sjaldan um alltað tvöfalt hærri laun
starfssystkina sinna í öðrum lönd-
um og ‘almennt sé ljóst, að ekki
dugi ein fyrirvinna til að sjá fjöl-
skyldu fyrir nauðþui-ftum einsog
þó var hægt á umtöluðum árum
áður, sem svo oft eru kennd við
kreppu, svo fremi sem menn gátu
fengið vinnu.
Enda fylgir böggull skammrifi:
Þrír snyrtilegur menn lýsa því yfir
með hátíðlegum svip, að um leið
og hagur sé jafn hér og annars
staðar, þurfi reyndar mörlandinn
að hafa svolítið meira fyrir þessu
og vinna fleiri vinnustundir. Þannig
náist jafn kaupmáttur. Skv. slíkum
rökum fræðinga á sviði félags- og
hagfræði hljóta, þegar öllu er á
botninn hvolft, allir alltaf að hafa
það jafngott. Tannlæknirinn, sem
tekur gjarnan 20.000 kr. fyrir að
grandskoða munnsöfnuð í nokkrar
tnínútur, hefur í raun bara svipuð
kjör og gangastúlkan með sínar
300 kr. á tímann: Hún þarf bara
að vinna svolítið lengur. Þetta tak-
markast þá raunar eingöngu af því
hve margar stundir eru í sólar-
hringnum. Hver er að reyna að
blekkja hvern?
En þetta með skattana? Einsog
1-2% skattstig skipti höfuðmáli
þegar kannski munar um helming
á launum. Þegar hefur verið bent
á lífeyrissjóðagjöld, sem bætast við
skattheimtu hérlendis en teljast
með skatti víðasthvar annars stað-
ar, svo og á lágar bótagreiðslur
tryggingakerfisins, þar sem t.d.
lífeyrisréttindi skerðast því meira
eftir því sem nauðungargreiðslur í
lífeyrissjóðina hafa verið hærri og
keypt skárri afkomuréttindi. Var
þó ekki tilkomið náðarhögg þess
kerfis, sem heilbrigðisráðherra vill
nú reiða með því að leggja fram
frumvarp til laga, þar sem um-
ræddar nauðungargreiðslur í lífeyr-
issjóði veita smámsaman þá umbun
eina að missa alveg af ellilífeyri
tryggingakerfisins. M.ö.o. er Is-
lendingum með reglubundinni,
langvarandi eignaupptöku gert að
kosta sig dýrum dómum til fátæk-
ara lífs í ellinni!
En hvað sem slíkum þokukennd-
um upplýsirigum líður um skatta-
mál virðist eitt standa upp. úr í
umræddri skýrslu: Þjóðartekjur hér
virðast enn vera meðal þeirra
hæstu í heimi, þótt ísland sé um
leið að verða láglaunasvæði. Hvar
liggur þessi auður þá? Marga renni
í grun, að víða séu til aurar undir
koddum, þótt launastéttir séu varla
hálfdrættingar á við sambærilegar
stéttir erlendis. Þeir spretta fram
á andlit þjóðarinnar, hvort heldur
þegar ný stöðutákn koma fram á
sjónarsviðið einsog vélsleðar eða
farsímar (þá setjum við yfirleitt
heimsmet) eða hlutabréf fyrir
hundruð milljóna. Eða liggur hann
í allskyns sjóðum bjargráða og
verðjöfnunar og annarrar milli-
færslu þar sem silfrið gjálfrar um
óarðbærar og ribbaldalegar fjár-
festingar? Og þá má spyrja: Eru
öll þau sjóðaframlög tíunduð til
OECD sem skattar? Um það verður
líka að fá svar til að fá endanlega
að vita af hvaða völdum við erum
svona hamingjusöm og skattalág,
þótt ljóst megi vera, að fræknasta
heimsmetið okkar hlýtur áreiðan-
Iega að vera það, hvað við veljum
okkur laka stjómendur.
6777-5483
FAX 91-673511 SÍMI91-681199 BÍLDSHÖFÐI20 112 REYKJAVÍK
ANGELO
hægindastóll
m/skammeli
kr. 58.130,-
Svart leöur á
svartri grind.
SCARLET
hægindastóll
m/skammeli
kr. 30.800,-
Fáanlegur í
mörgum
leöurlitum.
STJÖRNUKORT
Falleg gföf
Persónulýsing, framtíðarkort, samskiptakort.
Gunnlaugur Guðmundsson,
Stjömuspekistöðin,
Miðbæjarmarkaðinum,
Aðalstræti 9, sími 10377.
Hverjum ber að greiða eig-
endaskiptagjald af bílum?
~ST1 KAFFIVAGNINN!
Ásgeir Hannes Eiriksson,
þingmaður Borgaraflokksins og
fulltrúi Reykvíkinga í fjórveitinga-
nefnd Alþingis, veróur í Kaffivagn-
inum við Grandagarð í dag, föstu-
daginn 14. des.,kl. 12.00-14.00.
Smábátaeigendur eru sérstaklega
hvattir til að koma og ræða um
kvótann við þingmann Reykvíkinga.
Til Velvakanda.
Eigendaskiptagjald af bílum er
kr. 2.300 og samkvæmt orðanna
hljóðan er þetta gjald greitt vegna
þess að nýr eigandi tekur við
bílnum, og ber þá hinum nýja eig-
anda að greiða umrætt gjald til
þess að fá bílinn skráðan sem sína
eign á sitt nafn.
Nú er mér kunnugt um að svo
til allar bílasölur láta seljanda
bílsins greiða þetta gjald, að mínu
mati, fyrir kaupanda.
Við sölu á bíl er komið á samn-
ingi milli seljanda og kaupanda um
verð og greiðslumáta. Síðan er und-
irritaður kaupsamningur eða afsal
og sölutilkynning um eigandaskipti.
Þar með er kaupandi löglegur eig-
andi að bílnum og frá þeirri stundu
hirðir hann allan arð af þessari eign
sinni og greiðir allan kostnað af
þeirri sömu eign, þar á meðal eig-
andaskiptagjald, tryggingu, rekstur
og viðhald. Þessi regla gildir um
aðrar eignir, er menn kaupa eða
eignast, svo sem bát og skip, sumar-
bústað eða íbúð. Annað mál er svo
það, að í öllumi viðskiptum geta
menn samið um hveijum beri að
greiða hvað, og að sjálfsögðu er
einnig hægt að semja um það að
seljandi greiði umrætt gjald fyrir
kaupanda, en það þarf þá að gerast
áður en kaup eru gerð eða a.m.k.
áður en þeim er lokið.
Halldór Snorrason
PbnMpunvuwtíkí
Metsölublad á hverjum degi.
4 FRABÆRIR
HEIDI stóll
100% bómull
kr. 10.500,-
m/skammeli
kr. 17.500,-
Margir litir.
Þú þarfi ekki aö fara annaö
HusgagnaAöllin
REGENT MÖBEL Á ÍSLANDI