Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 4
4
oeei aaaMaaaa .ir.HUOAauTæa siŒAjavíuoaoM
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990
Bókaútgáfan Þjóðsaga:
Rit um íslensk alþýðuvísindi
Á VEGUM bókaútgáfunnar Þjóðsögu er komið út sjöunda bindi bóka-
flokksins íslensk þjóðmenning, og er það fjórða bindið í útgáfuröðinni.
í þessu bindi er fjallað um alþýðuvísindi, raunvsindi og dulfræði, og
er efni þess skipt í þtjá meginhluta, þ.e. stjarnvísi og tímatal, lækning-
ar og spádóma. Meginmarkmið bindisins er að draga saman á einn
stað þau vísindi og fræði, sem fyrri alda menn lögðu einkum stund á í
því skyni að ná meira valdi á umhverfi sínu og lifa öruggara og betra
mannlífi.
í bindinu er fjallað um helstu
þætti raunvísinda og dulfræða hér
á landi frá öndverðu og fram á
fyrstu áratugi þessarar aldar. í
fyrsta hluta þess er sagt frá því
hvernig miðaldamenn notfærðu sér
þekkingu sína í stjörnufræði til sigl-
inga, og að koma á réttu og sam-
ræmdu kerfi til að mæla tímann frá
ári til árs. Einnig greinir frá því
hvernig smærri tímaeiningar ársins
voru afmarkaðar, og hvernig fylgst
var með framvindu tímans og hann
mældur.
í öðrum hluta er fjallað um lækn-
ingar manna, en þar segir bæði frá
þeim sjúkdómum sem htjáðu fólk,
og af helstu læknisaðferðum sem
þekktust í sveitasamfélaginu. Meðal
annars er greint frá drepsóttum,
ungbarnadauða og langvinnum
sjúkdómum eins og holdsveiki,
sullaveiki, gigt, berklum og geð-
veiki. Þá greinir frá helstu aðferð-
um sem beitt var við fæðingarhjálp,
sár og áverka, og fjallað um vessa-
lækningar, meðal annars blóðtökur
og vilsuveitu, sem tíðkuðust hér á
landi fram á þessa öld.
í þriðja hluta bókarinnar er fjall-
að um spádóma í tveimur greinum.
í þeirri fyrri eru hinar ýmsu tegund-
ir spádóma flokkaðar, og ljósi varp-
að á þá áráttu mannsins að afla sér
vitneskju um hvað framtíðin bæri
í skauti sér, en slíkt gerðu menn
meðal annars með skyggni, forspá,
draumum og athugunum á fyrir-
burðum. í þeirri siðari er fjallað um
reynslureglur viðvíkjandi veður-
spám alþýðu og þjóðtrú í tengslum
við þær.
Höfundar efnis í bindinu eru þeir
Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor,
Árni Bjömsson forstöðumaður þjóð-
háttadeildar Þjóðminjasafnsins, Jón
Steffensen prófessor, dr. Jón Hnef-
ill Aðalsteinsson dósent og Páll
Bergþórsson veðurstofustjóri. í
bindinu, sem unnið var í Prentsmiðj-
unni Odda, eru 105 myndir lesend-
um til glöggvunar bæði í lit og
svart-hvítar, og ítarleg atriðisorða-
og nafnaskrá fylgir, auk þess sem
sérstakur útdráttur er á ensku.
Bókaflokkurinn íslensk þjóð-
menning er yfirlitsverk um íslenska
menningarsögu þar sem dregnai
eru saman á einn stað helstu þætt-
ir þjóðhátta og þjóðmennta íslend-
inga. Hann fjallar um sveitasamfé-
lagið forna, tímabilið frá landnámi
fram á fyrri hluta þessarar aldar,
og er megináhersla lögð á almenna
lifnaðarhætti fólksins í landinu.
Bókaflokkurinn er skipulagður sem
tíu binda ritröð, og hafa áður kom-
ið út þrjú bindi, en það eru fyrsta
bindið, sem fjallar um uppruna og
umhverfi, fimmta bindið, sem fjallar
um trúarhætti og sjötta bindið, sem
fjallar um munnrtientir og bók-
menningu. Á næsta ári er fyrirhug-
að að gefa út bindi númer fjögur
þar sem ijallað verður um handiðn-
ir og matargerð. Ritstjóri bóka-
flokksins er Frosti F. Jóhannesson.
VEÐUR
I DAG, 14. DESEMBER
YFIRLIT í GÆR: Suðvestur af Bretlandseyjum er 1030 mb hasð
en víðáttumikil lægð yfir suðvesturströnd Grænlands og lægðar-
drag á Grænlandshafi sem hreyfist austur.
SPÁ: Sunnanátt, víða ailhvöss með rigningu og hlýindum um mik-
inn hluta landsins. Um hádegi snýst vindur til vestlægrar áttar með
éljum og kólnandi veðri vestanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG:Um norðan- og austanvert landið verður
hæg suðvestanátt, bjartvíðri og vægt frost en suðvestanlands
þykknar upp með vaxandi suðaustanátt. Slydda eða rigning undir
kvöld.
HORFUR Á SUNNUDAG:Suðvestanstrekkingur með éljum um allt
sunnan- og vestanvert landið en norðaustanlands léttir til eftir
úrkomu næturinnar. Kólnandi veður.
TAKN:
O Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
WM. Skýjað
Alskýjað
s, Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / # Slydda
/ * /
* * #
* * # * Snjókoma
* * *
j 0' Hrtastig:
10 gráður á Celsíus
SJ Skúrir
*
V E1
— Poka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—|- Skafrenningur,
F7 Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hltl veöur Akureyri 9 skýjað Reykjavík 5 hálfskýjað
Bergen 0 léttskýjað
Helsinkl +2 léttskýjað
Kaupmannahöfn 2 skýjað
Narssarssuaq vantar
Nuuk - vantar
Osló +2 léttskýjað
Stukkhólmur +3 léttskýjað
Þórshöfn 9 súld
Algarve 15 skýjað
Amsterdam 5 alskýjað
Barcelona 13 léttskýjað
Berlín 1 þokumóða
Chicago 13 heiðskírt
Feneyjar 8 léttskýjað
Frankfurt 3 skýjað
Glasgow •fO mistur
Hamborg 4 skúr
Las Palma8 vantar
London 5 léttskýjað
Los Angeles 16 skýjað
Lúxemborg 2 súldásíð.klst.
Madríd 11 léttskýjað
Malaga 17 léttskýjað
Mallorca 14 skýjað
Montreal vantar
NewYork vantar
Orlando vantar
París vantar
Róm 9 skýjað
Vín 3 skýjað
Washington vantar
Winnipeg +17 heiðskírt
Morgunblaðið/Þorkell
Sjöunda bindi bókaflokksins Islensk þjóðmenning er komið út, og
nefnist það Alþýðuvísindi, raunvísindi og dulfræði. Á myndinni eru
höfundar efnis ásamt ritnefndarmönnum, ritstjóra og útgefanda.
Talið frá vinstri eru: Páll Bergþórsson. Þór Magnússon, Árni Björns-
son, Haraldur Ólafsson, Þorsteinn Vilhjálmsson, Jón Hnefill Aðal-
steinsson, Frosti F. Jóhannsson ritsljóri og Hafsteinn Guðmundsson
útgefandi. Á myndina vantar Jón Steffenssen, einn höfundanna.
Vestmannaeyjar:
Bæjarstjórn samþykkir
úrsögri úr SASS og At-
vinnuþr óunarsj óðnum
Vestmannaeyjum.
BÆJARSTJÓRN Vestmannaeyja
samþykkti á fundi í gærkvöld að
segja Vestmannaeyjabæ úr Sam-
tökum sunnlenskra sveitarfélaga
og Atvinnuþróunarsjóði Suður-
lands. Eftir þessa samþykkt var
lögð fram tillaga um stofnun sérs-
taks atvinnuþróunarsjóðs fyrir
Vestmannaeyjar en afgreiðslu
málsins var frestað.
Úrsagnir úr SASS og Atvinnuþró-
unarsjóðnum voru tvö aðskilin mál á
fundi bæjarstjórnar. Fyrst var lögð
fram tillaga, undirrituð af sjö bæjar-
fulltrúum, um úrsögn úr SASS. í
greinargerð með tillögunni segir að
bæjarstjórn telji að samtökin hafi
ekki náð árangri í hagsmunamálum
einstakra sveitarfélaga umfram það
sem sveitarfélögin geti náð sjálf og
að kostnaður við aðild að þeim sé
of mikill. Átta bæjarfulltrúar sam-
þykktu tillöguna en einn sat hjá og
lét bóka að hann væri mótfallinn
úrsögninni og vildi frekar reyna að
ná fram breytingum á starfinu.
Tillögu um úrsögn úr Atvinnuþró-
unarsjóðnum lögðu einnig sjö bæjar-
fulltrúar fram. í greinargerð með
lillögunni kom fram að sjóðurinn
hefði orðið of almennur lánasjóður í
stað þess að hann einbeitti sér að
atvinnuþróunarverkefnum og starf-
semi sjóða í þessu formi væri orðin
gamaldags miðað við þá fjármögnun-
armöguleika sem fyrirtæki hefðu í
dag.
Tillagan var samþykkt með sjö
atkvæðum gegn tveimur. Þeir sem á
móti voru töldu að með ákveðnum
breytingum mætti ná fram upphaf-
legum markmiðum sjóðsins.
Grímur
Veikir stöðu
fjórðungsins
- segir formaður SASS
Selfossi.
„ÉG HARMA auðvitað að þetta
samstarf geti ekki gengið með
Vestmannaeyjar innanborðs,"
sagði Loftur Þorsteinsson oddviti
í Hrunamannahreppi og formaður
Samtaka sunnlenskra sveitarfé-
laga um samþykkt bæjarstjórnar
Vestmannaeyja að hætta þátttöku
í samtökunum.
Loftur sagði að í samstarfi sem
þessu yrðu allir að starfa af heilum
hug, annars gengi það ekki. „Eg tel
óneitanlega að þetta veiki stöðu
fjórðungsins," sagði Loftur ennfrem-
ur.
Hann sagði að samþykkt Vest-
manneyinga kæmi til umræðu á
stjórnarfundi á mánudag með öðrum
málum. Hann kvað sennilegt að full-
trúaráð samtakanna yrði kallað sam-
an fljótlega eftir áramót til að fjalla
sérstaklega um úrsögn Vestmanney-
inga og framvindu málsins.
Sig. Jóns.
Álverið í Straumsvík:
Astma vart meðal 10%
starfsmanna kerskála
ASTMAEINKENNA verður vart hja um 10% þeirra 150 manna sem
starfa í kerskála álversins í Straumsvík og virðist hættan á slikum
einkennum aukast með auknu flúormagni I andrúmslofti kerskála.
Reykingamenn eiga mun fremur á hættu að finna til slíkra einkenna
en aðrir starfsmenn og því lengur sem menn starfa í kerskálum auk-
ast líkur á einkennum. 16-18% starfsmanna í kcrskálum álvera í Nor-
egi og Svíþjóð finna til þessa atvinnusjúkdóms.
Könnun sú sem leiddi þessar niður-
stöður í ljós var gerð undir stjóm
norska lungnasérfræðingsins Johny
Kongerud meðal um 2.000 starfs-
manna í kerskálum í 7 álverum í
Noregi og einu í Svíþjóð, auk álvers-
ins í Straumsvík. Rannsóknin var
gerð 1986-1989.
Ein skýring á því að tíðni astma-
einkenna er minni í Straumsvík en
annars staðar þar sem könnunin var
gerð er sú, að mati Johny Kongerud,
að færri starfsmanna kerskálans í
Straumsvík reykja en að meðaltali á
Norðurlöndum. 1989 reyktu 44,8%
starfsmanna þar en í Noregi og
Svíþjóð reyktu að meðaltali 57,1%
starfsmanna í kerskálum.
A því tímabili sem rannsóknin
náði til minnkaði flúormagn í and-
rúmslofti úr 0,7 í 0,3 milligrömm á
rúmmetra að meðaltali og rykmeng-
un er einnig helmingi minni í lok
tímabilsins en í upphafi þess. Þá er
öryggisbúnaður starfsmanna nú full-
komnari en fyrr. Að sögn norska
sérfræðingsins vekur þetta vonir um
að draga megi úr einkennum af þessu
tagi meðal starfsmanna í kerskálum
og telur hann nauðsynlegt að rann-
sóknum sé haldið stöðugt áfram.
Hins vegar telur Johny Kongerud að
meðan álframleiðsla sé stunduð í
heiminum muni þessi atvinnusjúk-
dómur fylgja henni í einhveijum
mæli.