Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990 heitn ilisverslun me ð stíl LAUGAVEGI 1 3 SÍMI625870 r i SKÍBI SNORRABRAUT 60 - SÍMI 12045 Þú svalar lestrarþörf dagsins y ' sídum Moggans! Um 150 hraunhellar á Íslandí Björn Hróarsson við hellismunna Hvassa í Hallmundarhrauni eftir frumkönnun hellisins fyrsta vetrardag 1989. Viðtal við Björn Hróarsson HELLIR er í hugum flestra eitt- hvað ógnvekjandi og dularfullt. I hraunum á Islandi er þó að finna um 150 hella, þar af 56 lengri en þúsund metrar. Þetta kemur fram í nýrri bók Björns Hróarssonar jarðfræðings, sem er árangurinn af 11 ára starfi hans, að því er hann sagði í viðtali við Morgun- blaðið. Undanfarin fjögur ár hefur hann verið nær eingöngu við rann- sóknir og efnissöfnun um íslenska hraunhella, fundið marga nýja, rannsakað þá á marga lund og kortlagt þá og er bókin afrakstur- inn af því mikla starfi. I heimilda- skrá er 316 skrifaðra verka um hraunhella getið og segir Björn að leitin að þessum skrifum er- lendis hafi verið helmingurinn af verkinu. Telur hann að söfnun fyrri heimilda sé nokkurn veginn tæmd og svo fylla hans eigin rann- sóknir upp í eyðurnar. Hafa Björn og félagar hans fundið um 30 af hellunum sem getið er um, og var ekki um þá vitað fyrr. Og á seinni árum hafa þeir fundið í hellunum töluvert af nýjum fornleifum, hleðslur og beinaleifar. Segist Björn hafa verið meira og minna neðanjarðar undanfarin ár og sýna litmyndir hans úr þessum undirdjúpum hvílíkur töfraheim- ur hellarnir eru. Björn Hróarsson segir hellaskoðun ákaflega skemmtilegt viðfangsefni. „Þetta er svo fallegur heimur. Maður er eins og Iandkönnuður að koma í nýjan heim. Eftirvæntingin er mikil þegar komið er fyrir beygju og ekk- ert vitað hvað tekur við, dropastein- ar, jarðmyndanir o.s.frv." í bókinni er mynd af Lofthelli í Mývatnssveit, sem fannst í fyrra með 10 metra lofthæð og íssúlum. Það mikla djásn litu þeir félagar örugglega fyrstir augum. Björn Hróarsson kvaðst hafa byij- að að fara í hella þegar hann var í menntaskóla og skrifaði þá þegar hellaritgerð. 1980 kortlagði hann fyrstu hellana, Jörund og Hal í Lambabrauni. Eftir að hafa verið í 4 ár í jarðfræði í Háskóla Islands og lokið prófi tók hann hellafræði sem sérgrein. Fyrir 7-8 árum tók hann að raða og skrá upplýsingarn- ar. Við heimildasöfnunina hefur hann staðið í bréfaskriftum við útlendinga, farið utan til að ná tali af fólki og keypt bækur til að leita upplýsinga. Þegar spurt er hvort ekki sé skrýt- ið hve lítið menn þekktu hraunhella á þessu eldijallalandi, segir Björn að þegar litið sé langt aftur þá hrædd- ust menn hellana, höfðu enda ekki ljósfæri til að fara niður í þá. Egg- ert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru í Surtshelli og lengdarmældu hann á 18. öld og voru það fyrstu alvöru hellarannsóknirnar á íslandi. Þar til Guðmundur Kjartansson jarðfræð- ingur eyddi miklum tíma í þær á 20. öld og skrifaði tímamótagrein um íslenska hella í bandarískt tímarit 1968, sem vakti svo mikla athygli hellafræðinga að þeir streymdu hing- að og unnu mikið að rannsóknum á íslenskum hellum á árunum 1969-78. Eiga þessir útlendu menn um 90% af öllum skrifum um íslenska hella þar til Björn Hróarsson kom til og það eru skrif þeirra sem hann hefur haft svo mikið fyrir að leita uppi. En Björn tileinkar bók sína Guð- rnundi Kjartanssyni og segit það vel við hæfi. Þegar Jónas Hallgrímsson var að safna efni til ’heildarlýsingar á íslandi og sendi spurningalista til allra sóknarpresta og sýslumanna spurði hann um hella og eru í gögn- um hann ýmsar vísbendingar um þá, en hann lést án þess að vinna úr gögnum sínum. Surtshellir er lengstur íslenskra hella, 1.970 metrar, og fjórir hellar aðrir yfir 1.000 metrar á lengd. „Við keppum ekki í léngdinni við erlenda hella, en í rúmtaki. í okkar hellum er svo hátt til lofts,“ segir Björn. „Og þeir eru mjög tilkomumiklir. Ég kynnti með myndum íslenska heíla á 10. alþjóðlegu hellaráðstefnunni í Búdapest nýlega. Þar á meðal drop- steinana í Jörundi og kom í ljós að Jörundur er líklega stærsti dropa- steinahellir ájörðinni. Híðið áReykj- anesi, sem við fundum í fyrra, er líka mikið djásn. Honum var gefið þetta nafn, af því að tveir Birnir fundu hann.“ Þess má geta að Björn og félagar hans fundu 8 nýja hella í Surtsey síðastliðið sumar. Þegar spurt er hvort slík dropa- steinadjásn liggi ekki undir skemmd- um þegar fólk veit um þau, bendir Björn á að í bókinni sé kafli um umgengni í hellum: „Hellar eru einu fyrirbærin á jörðinni sem ekki skemmast nema maðurinn komi þangað í heimsókn. En það er hægt að koma þangað án þess að skemma ef rétt er að farið. Við höfum ekki á móti því að fólk fari í hellana, ef það gengur vel um. Viljum að fólk kynnist þessum heimi. En fyrst þarf það að kynna sér hvað það þarf að hafa með sér og hvað ekki, til dæm- is eru kyndlar algjör bannvara. Af þeim kemur sót og allt verður skít- ^auknecht ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓÐU VERÐI © © © © tmm 0SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VIÐ MIKLAGARÐ • & KAUPFÉLÖGIN Kœrar þakkir til Mjólkurfélags Reykjavíkur og starfsfólks þess, svo og annarra, er glöddu mig á 85 ára afmœli mínu 8. desember sl. Guð geymi ykkur öll. Guðmundur Torfason. Kœru vinir og œttingjar! Innilegt þakklœti til allra þeirra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 90 ára afmœli mínu þann 9. desember. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs. Guð blessi ykkur öll. Jónína Jónsdóttir frá Steinum. Risaeðlan áBorginni HLJÓMSVEITIN Risaeðlan heldur tónleika í kvöld á Hótel Borg. Upphitunar- hljómsveit er kvennasveitin Afródíta. Hljómsveitarmeðlimir hafa undanfarið unnið að lag- asmíðum fyrir næstu breiðsk- ífu sína, sem tekin verður uþp á næsta ári. Afródíta er skipuð þremur ungum stúlkum sem vakið hafa athygli fyrir sérstæðar lagasmíðar og flutning. ATHUGIÐ Nýjar vörur Mikið úrval dömur og herra. Snyrtivöruverslun Reykjavlkurvegi 50 • Hafnarfirði Slmi 53422 I ÍttripáMftMífr " Metsölublad á hverjum degi! co Vertu vel klæddur frá BERNHARDT fashion llerrabudin ■ Hafnarctraoti Q9 Hafnarstræti 92 Sími 96-26708 Klæðskeraþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.