Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 72
72
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990
„ Aktu mér- heJm. <&t/cc d£>
f’nrrtcL. eina. metf nrxutcLfuPL^Iei."
YFIRRÁÐ MARXISMANS
Til Velvakanda.
Árið 1949 þegar að kommúnist-
arnir í Austur-Evrópu voru búnir ,
að ofurselja föðurlönd sín í hendur
Stalín og kúgun og hungur marx-
ismans hélt innreið sína inn í þau,
vakti þetta mikla gleði hjá kommún-
istunum á Vesturlöndum. Stalín
ætlaði að nota aðstöðu sína og ná
í Vestur-Berlín líka. Þá kom Trum-
an forseti og sendi flugvélar, sem
gátu borið kjarnorkuskeyti, til að
flytja mat og aðrar nauðsynjar til
borgarinnar. Og þá lét Stalín sig,
þar með frelsaðist Evrópa undan
yfirráðum marxismans.
Skáldin og menntamennirnir á
Vesturlöndum brugðust ókvæða við
því þeir trúðu en á marx-lenín-
stalínisman og gerðu allt hvað þeir
gátu fyrir Sovét-Rússland og eins
og stendur í kvæðinu Jarlsníð eftir
Grím Thomsen: Hákonar af verstu
verkum/ vegsamaði hann einan jarl.
Ei hældu þeir öllum illverkum
sem framin voru af kúgurunum.
Nú þurfa Þjóðverjar að mynda loft-
brú til Rússlands með mat og aðrar
lífsnauðsynjar. Leiðir þetta ekki til
þess að kommúnistarnir hætta að
trúa þ. helkerfi marxismans, hætti
að fjandskapast við lýðræðisríkin
og taki þátt í því að bæta lífskjörin
í heiminum. Ríkisfjölmiðlarnir gætu
alveg að meinalausu hætt að bera
á borð fyrir mann þessa endalausu
rauðu tjöru því að þótt kommúnism-
inn sé búinn að vera í Evrópu þá
eru ennþá til lönd í veröldinni sem
kveljast undir þessu helkerfi. Er
ekki rétt að leggja niður þessar vin-
áttunefndir eins og Kúbusamtökin,
Víetnam-nefndina, Mið-Ameríku-
nefndina. Ég veit ekki hvaða sam-
tök það vora sem ráku nokkra ungl-
inga til að atyrða okkur sem fórum
til Suður-Afríku því að þar væri
allt í hers höndum. í Höfðaborg býr
kona sem heitir Steinþóra, ættuð
úr Hafnarfirði. Hún rekur þar
kínverskan veitingastað. Utvarpið
getur talað við hana og hún getur
gefið sannari lýsingar á ástandinu
þar en það sem manni hefur verið
boðið uppá hér hingað til.
Húsmóðir
Ást er...
... að athaína sig saman
í baðherberginu.
TM Refl. U.S. Pat Off.—sll rights rwerved
© 1990 Los Angeles Times Syndtcate
Fréttir svæðisútvarpsins
eru óþarfar meðan hún er
á svæðinu ...
Með
morgunkaffinu
Hér er hún. Þú sagðir: Á
miðnætti á hún að koma
heim.
Víkveiji skrifar
HÖGNI HREKKVISI
Ggrein sem Guðmundur Ágústs-
son þingflokksformaður
Borgaraflokksins ritaði hér í blaðið
á þriðjudaginn staðfestir það sem
ýmsir héldu fram þegar flokkurinn
gekk til liðs við ríkisstjórnina haust-
ið 1989. Flokkurinn átti að verða
fimmta hjól undir vagni og hann
var einungis tekinn inn til þess að
tryggja meirihluta á þingi. Áhrif
flokksins hafa engin orðið, eins og
Guðmundur lýsir vel í grein sinni.
Ástæða er til að benda fólki á þessa
grein.
Ein setning í grein Guðmundar
hefur valdið Víkveija heilabrotum.
Hann lýsir samtali sínu við Jón
Sveinsson aðstoðarmann Stein-
gríms Hermannssonar forsætis-
ráðherra og segir m.a: „Sagði ég
honum [Jóni Sveinssyni] að atkvæði
mitt væri ekki lengur til sölu og
ég hlyti að vera maður til að standa
við eigin ákvarðanir."
xxx
Víkverji fékk á dögunum inn um
bréflúguna litprentaðan
bækling á dönsku og stóð orðið
Chokpriser með risastöfum yfir
forsíðuna. Víkveiji skildi ekkert í
þessum bæklingi fyrr hann sá að
neðst á forsíðunni stóð að hann
væri frá fyrirtækinu Rúmfatalager-
inn, sem virðist vera með verzlanir
á þremur stöðum á landinu. Ekki
er Víkveija kunnugt um hvort
svona útgáfa er leyfileg en hitt er
víst að bæklingurinn fór verulega
í taugarnar á Víkvetja og var hann
fljótur að henda honum í ruslatunn-
una.
xxx
Frétt kom á íþróttasíðunni sl.
miðvikudag þess efnis að
Víkingur hefði unnið 19 leiki í röð
á íslandsmótinu og væri það ís-
landsmet. Nú hefur verið upplýst
að FH á metið, sem er 25 sigurleik-
ir í röð 1983-84. í 26. og síðasta
leiknum í íslandsmótinu gerðist það
óvænta að FH tapaði og auðvitað
kom Víkingur þar við sögu. FH
komst því ekki ósigrað í gegnum
mótið eins og Víkingum tókst tvö
íslandsmót í röð 1980 og 1981.
Reyndar vann FH 37 leiki í röð
gegn íslenzkum liðum veturinn
1983-84, ef allir leikir eru meðtald-
ir, sem er mikið afrek.
Engu skal um það spáð hvort
Víkingum tekst í vetur að slá met
FH. Það leiðir tíminn í ljós. Hins
vegar hafa framfarir Víkings verið
með ólíkindum miklar. Veturinn
1989-90 vann Víkingur aðeins 2
af fyrstu 15 leikjum íslandsmótsins
en hefur síðan unnið 19 leiki í röð.
Þetta hlýtur að vera met í framför-
um!
XXX
Glöggur lesandi hefur skoðað
vinningaskrá happdrættis
Háskólans nú í desember. Otrúlegir
hlutir koma í Ijós. Til dæmis gerist
það 56 sinnum að númer sem eru
hlið við hlið vinna. Og 59 sinnum
er aðeins eitt númer á milli miða
sem hljóta vinning. Hvaða skýring-
ar eru á þessu?
Þá gerist það enn einu sinni að
hæsti vinningurinn kemur á óseldan
miða og happdrættið hlýtur því
vinninginn sjálft. Víkveija er kunn-
ugt um að þetta er staða sem stjórn-
' endur happdrætta eru lítt hrifnir
af en verður ekki við ráðið. Happ-
drætti DAS hefur haft það fyrir sið
að draga aftur um stóru vinning-
ana. Getur ekki Háskólahappdrætt-
ið gert þetta líka og glatt þannig
viðskiptavini sína?