Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D 285. tbl. 78. árg. _______FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990____________________________ Prentsmiðja Morgunblaðsins Persaflóadeilan: Hart deilt um ferð Washington, Bagdad. Reuter. STJÓRNVÖLD í Bandarílgunum og írak áttu í gær í hðrðum deil- um um dagsetningu fyrirhugaðra viðræðna þeirra. Litið er á við- ræðurnar sem síðasta tækifærið til að afstýra stríði við Persaflóa. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að svo virtist sem írakar tækju ekki friðarvið- leitni Bandaríkjamanna alvarlega. Irakar vilja að Baker komi til við- ræðna við Saddam Hussein Iraks- forseta 12. janúar. Bandaríkja- stjórn segir það hins vegar ekki koma til greina þar sem frestur- inn, sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur gefið írökum til að kalla hersveitir sínar í Kúvæt heim, rennur út aðeins þremur dögum síðar. Baker sagði að Bandaríkjastjórn hefði lagt fram fimmtán tillögur um dagsetningu fundarins en Irakar hefðu hafnað þeim öllum:'' Talsmaður íraska utanríkisráðu- neytisins fordæmdi Bandaríkja- stjórn fyrir að hafna tilboði íraka. Hann sagði að George- Bush Bandaríkjaforseti, sem átti frum- kvæðið að viðræðunum, hefði í raun aldrei viljað leysa deiluna með friðsamlegum hætti. „Við sam- þykkjum aldrei að erlend_ ríki geti ákveðið hvenær fundir forseta okk- ar fara fram,“ sagði hann og bætti við að Saddam Hussein væri vant. við látinn þar til 12. janúar. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að írakar yrðu beittir hervaldi ef þeir kölluðu ekki hersveitir sínar í írak heim. „Það kemur ekki til greina að þeir fái að halda hluta Kúvæts,“ sagði hann. Chadli Benjedid, forseti Alsírs, er á ferð um Mið-Austurlönd til að beita sér fyrir því að leiðtogar Arababandalagsins komi saman til að freista þess að afstýra stríði við Persaflóa. Hann fór til írans í gær eftir að hafa rætt við Saddam Hussein í Bagdad. Stjórnvöld í Iran sögðu að til greina kæmi að Iranir tækju höndum saman við Alsír- menn um að finna friðsamlega lausn á deilunni. 96 Vesturlandabúar og Japanir fóru með flugvél frá Bagdad til Prankfurt í gær. Starfsmaður bandaríska sendiráðsins í borginni sagði að ekki væri ráðgert að fara fleiri ferðir með erlenda gísla frá írak í bráð nema fleiri Vestur- landabúar gæfu sig fram í Kúvæt. Öflugur landskjálfti á Sikiley Reuter Að minnsta kosti þrettán manns fórust er fimm jarð- skjálftar riðu yfir Sikiley í gærmorgun. Öflugasti skjálftinn mældist 4,7 stig á Richter-kvarða. Mynd- in var tekin í bænum Carlentini, þar sem tjónið varð mest. Sjá „Þrettán farast...“ á bls. 36. Borgin Shkoder í norðurhluta Albaníu: Herínn berst við fólk sem „grýtir stj órnarbyg'ging’ar ‘ ‘ Belgrad. Vínarborg. dpa. Reuter. TIL átaka koni í gær milli mót- mælenda og öryggissveita í borg- inni Shkoder í Albaníu. Að sögn albanska útvarpsins var tilefnið Þrjátíu ára útlegð Tambos lokið Oliver Tambo, forseti Afríska þjóðarráðsins (ANC), kom til Suður- Afríku í gær eftir þijátíu ára útlegð í Zambíu, Brgtlandi og Svíþjóð. Um 5.000 stuðningsmanna hans fögnuðu honum sem hetju á flug- vellinum í Jóhannesarborg, sungu og dönsuðu. Stjórnmálaumbætur sem F.W. de Klerk, forseti S-Afríku, kom á fyrr á árinu gerðu Tambo kleift að snúa heim og forsetinn boðaði í gær frekari umbætur á næsta ári. Meðal annars yrði efnt til viðræðna fulltrúa allra kyn- þátta um breytingar á stjórnarskrá landsins. Háttsettir forystumenn ANC tóku á móti Tambo, sem er 73 ára að aldri, og á myndinni sést hann faðma einn þeirra við komuna heim. Nelson Mandela, varaforseti ANC, fylgist með til hægri. það að fólkið hefði grýtt bygg- ingar kommúnistaflokksins og stjórnvalda. Frá Tirana, höfuð- borg landsins, bárust þær fréttir að verkamenn hefðu gengið til liðs við námsmenn sem staðið hafa fyrir mótmælum í borginni frá því á laugardag. Það voru fréttamenn BBC sem hlustuðu á sendingar albanska út- varpsins í gær og að þeirra sögn voru hlustunarskilyrði ekki hin ákjósanlegustu. Hins vegar mátti heyra að þrír menn hefðu slasast í átökunum, lögreglustjóri í borginni, lögregluþjónn og þriðji maður sem hefðu orðið fyrir barðinu á fólki sem beitti járnkylfum. „Til þess að andæfa fóru borgarar Shkoder, verkamenn, kommúnistar og annað vinnandi fólk út á göturnar en engu að síður héldu ribbaldarnir upptekn- um hætti,“ sagði í frétt albanska útvarpsins. Öryggissveitir hefðu verið sendar á vettvang til að koma á röð og reglu í borginni og veija opinberar stofnanir. Fyrr á árinu var skýrt frá óeirðum í Shkoder en þetta er í fyrsta skipti sem opinber fjölmiðill segir frá því að valdi hafi verið beitt. Heimildarmenn í Tirana sögðu í símasamtali við Jíeufer-fréttastof- una að óeirðaseggir hefðu gengið berserksgang um borgina Kavaje í austurhluta landsins í gær, brotið rúður og látið greipar sópa um verslanir. Lögreglunni hefði þó tek- ist að stöðva þá án aðstoðar hersins. Að sögn júgóslavnesku frétta- stofunnar Tanjuger mikill lögi-eglu- vörður við opinberar byggingar í Tirana. Mótmælendur þar í borg kröfðust í gær afsagnar ríkisstjórn- arinnár og forystu kommúnista- flokksins að Ramiz Alia forseta landsins undanskildum. Alia flutti ræðu í sjónvarpi og útvarpi á mið- vikudagskvöld þar sem hann sagði að umbætur í landinu væru óaftur- kræfar og hann skoraði á þjóðina að styðja lýðræðisþróunina. Hins vegar sagði hann að „lýðræði þýddi ekki frelsi undan pólitísku siðferði". Þann sama dag var stofnaður fyrsti stjórnmálaflokkur landsins í áratugi sem ekki lýtur forystu kommúnista. Prunskiene vill ráð- stefnu um framtíð Eystrasaltsríkjanna Iielsinki. Reuter, dpa. KAZIMIERA Prunskiene, forsætisráðherra Litháens, lagði til í gær að efnt yrði til alþjóðlegrar ráðstefnu um framtíð Litháens, Eistlands og Lettlands, til að mynda á vegum Norðurlandaráðs. Prunskiene lagði þetta til er hún var í óopin- berri heimsókn í Finnlandi í gær. „Eftir samein- ingu Þýskalands er tímabært að útkljá önnur vandamál sem heimsstyijöldin síðari skapaði — leysa deiluna um hernám Eystra- saltsríkjanna," sagði forsætisráð- herrann. Litháar, Eistar og Lettar segja að innlimun landanna í Sov- étríkin 1940 hafi verið ólögleg: Hún sagði að ekki skipti máli Prunskiene hvort Sovétmenn tækju þátt í ráð- stefnunni því framtíð Eystrasalts- ríkjanna væri ekki innanríkismál Sovétmanna. Þetta væri alþjóðlegt vandamál. Hún lagði til að Norður- landaráð efndi til ráðstefnunnar í einhverri af höfuðborgum Norður- landa, til að mynda Helsinki. Prunskiene ræddi við Harri Holkeri, forsætisráðlierra Finn- lands, en nefndi ekki tillöguna við hann. Hún sagði að sovésk stjórn- völd hefðu aflýst fundi hennar með Níkolaj Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, sem halda átti í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.