Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 60
MPjiqUNBLADip ,FÖST,UQA(jUR 14.,:QESF<MBER, 11)90
60
Hallgrímui" smali og
húsfreyjan á Bjargi
Hitti hann fyrir sér álfarann...
„Fyrst þegar ég lagði hönd að
efni þessa kvers var það sér í lagi
í því augnamiði að skoða söguna
af Álfa-Hallgrími og sjá hveija
staðfestu hún ætti í grennd við
veruleikann," segir Þorsteinn skáld
frá Hamri í inngangi bókar sinna,
Hallgrímur smali og húsfreyjan á
Bjargi. Það var Níels Jónsson
skáldi, sem skráði þjóðsöguna af
Hallgrími, og Þorsteinn segir nokk-
uð frá þessum skagfirska fræða-
þul, en meginefni bókarinnar er þó
frásögn af aldarhætti í Borgarfirði
og ævi og ættmennum Hallgríms
Högnasonar, þess er rataði ungur
„í nokkur viðskipti við huldumann-
eskjur", og hetjusaga Kristrúnar
dóttur hans. Kristrún ólst upp á
hrakningi, giftist sjósóknara á
Skipaskaga og eignaðist sautján
börn, en varð snemma ekkja og
átti harða ævi. Frá henni er mikil
ætt/sem rakin er í bókarauka. Hér
á eftir fara þijú kaflabrot úr bók-
inni:
Hallgrímur smali og
húsfreyjan á Bjargi
Níels skáldi fór sinna eigin ferða
í holdinu og andanum, sagður bæði
sérlyndur og kaldlyndur, en af
mörgum álitinn „djúpskyggn".
Snakillur þótti hann ef menn báru
brigður á skoðanir hans. Sjálfur var
hann ekki í vafa um tilveru hulinna
vætta, og í skrifum þeim sem eftir
hann liggja í syrpu Jóns Bjarnason-
ar getur hann tveggja eða þriggja
dæma úr eigin lífi þeirri heimsmynd
sinni til sönnunar. Það má ráða af
þankabrotum Níelsar að hann hefur
stundum átt í stappi við fólk um
þessi efni:
Hlægilegast er, þegar þeir sem
mest bera á móti því að huldu-
manneskjur geti til verið, koma
sjálfir fram með líkur og rök að
því. Varla ætla ég nokkurn upp-
lýstan mann í minni tíð hafa
fastara sett sig á móti þessu en
sýslumann Espólín; veitti honum
eins og öðrum jafnan torvelt að
takmarka hér í guðs almætti; sló
hann gjarnan út í aðra sálma
þegar það var hér til nefnt og
varð ráðafár. Þó sagði hann mér
og mörgum öðrum eina þá sögu
sem hann kvaðst hafa með svo
óyggjandi rökum yfir komizt, að
hún hlyti endilega sönn að vera.
Ef einhveijum skyldi koma tii
hugar að Þórður Sæmundsson hafi
einfaldlega verið að ala á Níelsi
þegar hann sagði honum söguna
af Hallgrími Högnasyni, þá er því
fyrst til að svara að Þórður sagði
sögu þessa einnig tengdasyni Þor-
leifs hreppstjórá í Stóradal, hús-
bónda síns; Jóni Pálmasyni bónda
og alþingismanni á Sólheimum, og
er hún til skráð eftir hans sögn af
séra Jóni Þórðarsyni á Auðkúlu.
Efnislega er sú gerð hennar nokk-
urnveginn samhljóða sögu Níelsar,
þótt sumt vanti, enda er Níels
mælskur og margorður og teygir
lopann dijúgum. í uppskrift séra
Jóns er Hallgrímur, líklega sakir
ókunnugleika og misminni, kenndur
við „Böðvarsbakka". Tekið er fram
að hann hafi verið stór og sterkur
og ekki kunnað að hræðast áður
en undrin komu til sögunnar. Þar
kemúr og ýmislegt fram sem Níelsi
hefur sézt yfir eða liðið úr minni
en kemur heim við athugasemdir
Þórðar, sem barst í hendur Jóni
Bjarnasyni eftir á og birt er hér
að framan. Orðalagi svipar saman
á stöku stað, meira að segja þegar
huldukonan spyr Hallgrím, hvort
hann vilji þiggja af sér „muni fjár“
sem er sérkennilega til orða tekið;
gott ef þar er ekki um að ræða
„gamla íslenzku" sem Níels kallar
Halakotssandur á Akranesi. ívarshús í baksýn.
svo, huldukonustíl sem lifir báðar
leiðirnar af: gegnum Hallgrím og
Þórð til Níelsar, og gegnum
Hallgrím, Þórð og Jón Pálmason
yfir til séra Jóns á Auðkúlu. Þama
er sömuleiðis fullyrt að það hafi
verið Sæmundur, bróðir Þórðar,
sem sá ókindina við Síðumúlakirkju:
Hann var skyggn maður; og er
hann finnur um kvöldið Þórð
bróður sinn segir hann: „Það
þótti mér undarleg fylgja er
fylgdi í dag Hallgrími frá Böð-
varsbakka og hefi ég aldrei séð
aðra eins ófreskju. Hún fylgdi
honum að sáluhliðinu og tók þar
við honum aftur er hann kom
úr kirkjunni." Lýsti hann fylgj-
unni eins og Hallgrímur hafði
áður sagt Þórði því þeir Þórður
og Hallgrímur voru vinir og hitt-
ust oft.
Líklega verða menn að kyngja
því að kynjasaga smalans á Guðna-
bakka hafi í meginatriðum átt upp-
tök sín hjá Hallgrími Högnasyni
sjálfum — hvað sem það annars var
sem yfir hann kom. Menn geta ein-
faldað það og kallað það sturlun,
eða sagt á nútímavísu: Það var
bara eitthvert rugl á stráknum á
tímabili. Enn hef ég raunar látið
ógert að vitna til orða eins sam-
ferðamanns Hallgríms, sem nærri
lætur að skoðað hafi sögu hans í
því Ijósi. Halldór Pálsson hinn fróði
var ekki allfjarri staddur þegar „til-
fellið“ varð á Guðnabakka. Hann
var þá kominn undir fimmtugt, ráð-
settur bóndi á Ásbjarnarstöðum og
lítt uppnæmur fyrir órum stráka
eins og Guðnabakkasmalans og
Þórðar Sæmundssonar, sem var á
vist hjá sérvitringnum bróður hans,
Grími á Sleggjulæk. „Alla daga
hafa mér leiðir verið letingjar og
heimskir hjátrúar og þvættings
slaðrarar," segir Halldór í æviágripi
sínu. Hvað sem því líður telur hann
þetta með fréttum ársins í annál
sínum 1821:
Hallgrímur Högnason á Guðna-
bakka þóttist um þennan tíma
hafa mök við álfkonu þar í ásun-
um, gjörði sig torkennilegan, lét
í ljósi við ýmsa margar kátlegar
sögur og gaf sínum líkum trú á
soddan órímilegum hégiljum,
sem allt reyndist síðar uppspunn-
jð af hans eigin heilagrillum og
háðulegum tilgangi.
Hér andar heldur nöpru og sting-
ur óneitanlega í^stúf við spurult
trúnaðartraust Níelsar skálda. Ef
Ljósm. Magnús Olafsson. Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar.
Ljósm. Sæmundur Guðmundsson: Byggðasafnið
í Görðum.
Kristrún á Bjargi.
orðalaginu „háðulegum tilgangi“ er
ætlað að gefa í skyn að Hallgrímur
hafi vísvitandi verjð að spila með
nágranna sína, hvaða merkingu á
þá að leggja í „heilagrillur"? Ein-
hvernveginn stríðir þetta hvort
gegn öðru, þegar að er gáð; á varla
samleið. Og hvað gerðist „síðar“?
Halldór upplýsir ekkert frekar um
það. Gerði Hallgrímureinhveija iðr-
unaijátningu, sem þekkt var um
þessar slóðir en náði aldrei að fylgja
sögunni norður yfir heiðar? Raunar
er Hallgrímur, samkvæmt kirkju-
bókum, betur kynntui' en svo að
líklegt megi þykja að hann hafi þá
nýverið og af ásetningi gert sig
beran að stráksskáp í byggðarlagi
sínu. Hvað sem þessu líður má svo
minna á hitt, að leiðsluástand er
alþekkt og viðurkennt fyrirbrigði,
þótt um það megi árangurslítið
deila hvaðan dulskynjun við slíkar
kringumstæður í raun og veru
stafar. En á það má benda að í
Hallgrímssögu fara saman tvö al-
kunn minni úr huldufólkssögum;
ástaleit álfkonu við mennskan mann
og aðstoð mennsks manns við álf-
konu í barnsnauð. Svo forngróin
efnisatriði gefa til kyrina að reynsla
Hallgríms, eins og henni er lýst,
hafi í vitund hans og viðhorfi mótazt
áþreifanlega af munnmælasögum.
Að minni sýn var smalinn á Guðna-
bakka hávaðalaus og umkomulítill
hversdagsmaður og sennilega dá-
lítið draumlyndur, það kann að hafa
Ljósm. ókunnur. Byggðasafnið í Görðum.
Hallgrímur hreppstjóri i Guðrún-
arkoti.
vaxið í vitund hans einhver dimmur
gróður, svo gripið sé til orða Steins
Steinars, en úr þesskonar líkingu
verður raunar ekki lesin mjög ein-
dregin merking. Slíkt völundarhús
er hún nú einu sinni, hin undirfurðu-
lega dul sálarinnar.
Um vorið, 14. júní, var svo enn
.haldjð uppboðsþing á Bjargi og
þeir munir seldir sem frestur hafði
verið veittur á. Lengur var ekki
ætlazt til að Kristrún á Bjargi hefði
með húshald að sýsla. Þegar sól var
af himni hafði Árna í Sjóbúð verið
slegin Vídalínspostilla; Passíusálm-
arnir fóru í annan stað, og svo hver
ögnin sína leið, katlar og könnur,
pottar og pönnur; svo er að sjá að
ekkjan á Bjargi hafi ekki haldið
eftir svo miklu sem sængurdýnu
að hvílast á með börn sín þá vor-
nótt er í hönd fór.
Nóttin sú var svöl. Þetta vor
heijuðu naprir næðingar, stundum
byljir, en stói'hríðar norðanlands;
fellir á fé og hrossum varð þá mest-
ur á öldinni. Almæli var að ekkert
sumar í sögunni hefði verið vetri
líkara en það sem í hönd fór, enda
var hafís landfastur nyrðra frá sum-
armálum til höfuðdags.
Á síðara' uppboðinu á Bjargi
komu kr. 44,50 til viðbótar krónun-
um 556 frá því í janúar. Síðar
bættist við saltfískur, sem inn hafði
verið lagður hjá Brydesverzlun í
Reykjavík fyrir 60 krónur. Þannig
komu kr. 660,50 upp í skuldirnar,
sem heldur höfðu aukizt með tíðinni
við skiptakostnað. Þegar skiptarétt-
ur hafði lokið störfum hljóðuðu þrot
dánarbúsins upp á kr. 802,39.
Eins og áður segir sækir Bene-
dikt Tómasson í barnsminni sitt
myndir frá þessum afdrifaríku upp-
gjörsdögum á Bjargi. Naumast
byggir hann þó á því einu; systkin
hans voru flest það vel á legg kom-
in að þau hlutu að vera til mark-
tækrar frásagnar þá og síðar —
með öðrum orðum vitnisbær um það
sem fram fór.
I mannlegri tilveru fer sjaldan
einni sögu svo fram, að önnur, sama
efnis, sé þar ekki einhversstaðar til
hliðar við hana og fari sinna ferða.
Benedikt hermir að um þær mundir
sém uppskrift búsins fór fram hafi
móðir hans átt kvígu á bás ásamt
nægu heyi. Að hans sögn bað hún
hreppstjóra þess lengstra orða að
fá að halda henni til haustsins; en
hann synjaði því þverlega, enda
skyldu bömin tekin af henni og
tvístrað á sveitina.
Þrátt fyrir þá staðreynd að þess-
arar kvígu er hvergi getið í upp-
boðsgögnum, er hún sem greypt í
vitund Benedikts; og margt hefur
að sjálfsögðu farið fram á Bjargi í
blóra við það sem á skjöl var skráð.
Benedikt minnist þess, að daginn
eftir uppboðið hafi Hallgrímur
hreppstjóri komið að Bjargi við
annan mann að sækja kvíguna og
leiða hana til slátrunar:
Móðir mín fór þá til hans og bað
hann einu sinni enn að lofa sér
að halda kvígunni. Þama stóð
hún á hlaðinu fyrir framan bæinn
með öll yngstu börnin sér við
hlið; samt gat þessi þungyrti
Hallgrímur sagt nei og endurtók
það að þau færu öll á sveitina.
Ég man þetta svo vel, að við
óvitamir litum upp til mömmu
og sáum að hún grét, svo við
fórum að gráta líka. Hún sagði
til Hallgríms: „Margt hefur þú
mér þungt gert, en þetta var það
þyngsta.“ Síðan gengum við inn
í bæinn.
Benedikt greinir einnig svo frá
að þegar að uppboðinu kom hafi
Hallgrímur mælt svo fyrir að þar
eð Bjargslóðin lægi undir býli hans,
skyldi hver sá er keypti bæiim eða
önnur hús á lóðinni verða hið fyrsta
á brott þaðan með allt saman. Þeg-
ar svo var komið hafi menn hvorki
þorað né viljað bjóða í bæjarhúsin
— en Hallgrímur hreppstjóri í Guð-
rúnarkoti gert sér lítið fyrir og sleg-
ið þau sjálfum sér.
Varla er unnt að ætla það börn-
um Kristrúnar að hafa ekki vitað
fyrir víst hver í raun réttri eignað-
ist bæinn á Bjargi. Eftir öllum sólar-
merkjum að dæma var Árni Magn-
ússon í Sjóbúð einungis staðgengill
eða handbendi Hallgríms hrepp-
stjóra þegar hann bauð í Bjargshús-
in. Vitað er áð Árni hafði snemma
komizt í tæri við Hallgrím, starfað
um langt skeið á hans vegum og
átt heimili í Guðrúnarkoti. Svo mik-
ið er og víst að hér eftir var ein-
göngu og fyrst og fremst við
Hallgrím að eiga um allt sem býlið
varðaði, aðsetur í bænum og eftir-
gjald.
Árni í Sjóbúð var eftir þetta
vinnumaður í nokkrum stöðum,
hvarf fáum árum síðar til Olafsvík-
ur og lagði þar stund á verzlunar-
störf. Hann var í hvívetna vel látinn.
Að sjálfsögðu voru afskipti
hreppstjóra af dánarbúi Tómasar
Erlendssonar skylduverk hans,
skuldheimta innt af hendi að boði
sýslumanns. Oneitanlega verður þó
að eigna það frumkvæði Hallgríms
hve níðangurslega var nærri Krist-
rúnu gengið. Slíkur blær af helju
umlykur uppáskrift búsins og upp-
boðsþingin 1882 að munntamar
líkingar sem menn draga stundum
af hrægömmum ná þar varla festu.
„Hin grimmu villidýr á mörkinni
hafa sinn vissan skammt, og þau
taka ekki bráðina nema hungruð.
En græðgi hins fégjarna tekur aldr-
ei enda ... Hann undirþiykkir ekkj-
una og rænir hinn föðurlausa,“ seg-
ir Vídalín.
Athygli vekur að hvorki í bréfa-
bókum um sveitarmálefni né
gjörðabókum hreppsnefndar er að