Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990
65
Sigurrós Þorleifs
dóttir - Minning
Fædd 4. ágúst 1903
Dáin 6. desember 1990
Hún amma gamla á Akureyri er
dáin. Blessuð sé minning hennar.
Amma var fædd þann 4. ágúst
árið 1903 og var því komin á 88.
aldursár þegar hún andaðist 6. des-
ember síðastliðinn. Hún hafði legið
á sjúkrahúsi síðustu vikurnar og
augljóst var að hverju stefndi.
Dauðinn varð henni því kærkominn
og friðsæl lausn áður en banvænn
sjúkdómur ylli henni frekari kvöl-
um.
Amma fæddist á Klængshóli í
Skíðadal. Dalurinn gengur inn af
Svarfaðardal en byggð þar hefur
nú lagst í eyði fyrir þó nokkru.
Kynslóð ömmu er um margt merki-
leg. Óhætt er að fullyrða að engin
kynslóð hér á landi hefur lifað jafn
örar og víðtækar breytingar á þjóð-
félagsháttum eins og hennar kyn-
slóð. Hún var fædd í hinu gamla
íslenska samfélagi sem á margan
hátt hafði staðið nánast óbreytt um
aldir. Torfbær með moldargólfum,
baðstofulofti ásamt þeim þrengsl-
um, kulda og bágu kjörum sem þá
voru óumflýjanlegir fylgifiskar erf-
iðrar lífsbaráttu var æskuheimili
ömmu. Á efri árum bjó hún svo í
lítilli nýtísku íbúð á elliheimilinu á
Akureyri þar sem hún hitaði sér
kaffi í rafmagnskaffivél og fylgdist
af áhuga með ýmsu markverðu í
sjónvarpi og útvarpi svo aðeins fátt
eitt sé nefnt af þeim tækniundrum
sem fylgja nútímanum. Þessa tækni
tileihkaði amma sér eins og aðrir
en það má undrum sæta hversu vel
fólki á hennar aldri hefur tekist að
laga sig að gjörbreyttu samfélagi.
Það er langur vegur milli þessara
tveggja heimila ömmu, svo langur
að við sem nú teljumst tiltöiulega
ung að árum eigum oft á tíðum
erfitt með að gera okkur í hugar-
lund hversu víðtækar þær breyting-
ar eru sem orðið hafa á þó ekki
lengri tíma en tæpri öld. Amma var
snemma vanin við vinnu eins og
þá var alsiða og strax á barnsaldri
var hún farin að hjálpa til við bú-
störfin heima en var svo send í
vinnumennsku á aðra bæi um leið
og hún hafði aldur til. Hún var einn-
ig snemma farin að vinna í fiski á
Dalvík og kynntist því fljótt þeim
erfiðu störfum, bæði til sjávar og
sveita sem haldið hafa lífinu í þess-
ari þjóð. Þegar hún var um tvítugt
fór hún í kaupavinnu að Möðrufelli
í Eyjafir-ði og þar kynntist hún afa,
Símoni Símonarsyni. Hann reyndist
ömmu einkar góður. Þau giftu sig
18. maí 1925 en eftir að þau stofn-
uðu heimili bjuggu þau alla tíð á
Akureyri. Þau bjuggu fyrstu árin í
Norðurgötu 10 en fluttu síðar í
Klettaborg 4. Afi var verkamaður
og stundaði ýmis störf, hjá kaupfé-
laginu, sambandinu og víðar eftir
Gestkvæmt í Klúkuskóla
Laugarhóli.
GESTKVÆMT hefur verið í
Klúkuskóla að Laugarhóli á
þessu hausti. Auk heimsóknar
forseta íslands og fylgdarliðs,
sem komu þann 30. september,
hafa hópar verið hér fjórum
sinnum frá öðrum skólum og
eina helgi, nú 8.-9. desember,
var hér hópur væntanlegra
fermingarbarna úr Stranda-
sýslu, ásamt séra Ágúst Sig-
urðssyni, sóknarpresti á Prest-
bakka.
Helgina áttunda til níunda des-
ember hefur hópur barna þeirra,
er ferma á í Strandasýslu á kom-
andi vori, dvalið á Laugarhóli í
Biarnarfirði. Var hópurinn þar „.. . ,. , .... Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson
ásamt, sóknarnrestinum. séra Bornin i Klukuskola syna helgileik.
um aukið samstarf kennaranna,
heimsóknir milli skólanna og sam-
nýtingu ýmissa kennslugagna.
Voru þetta alls fimm kennarar
sem starfa við skólana sem mættu
á fundinn. Eru þeir staðráðnir í
að halda uppi góðum samskiptum
milli skólanna.
Séra Ágúst Sigurðsson þjónar
nú allri Strandasýslu nema Árnes-
prestakalli, en hann gegnir fyrir
Hólmavíkurprest, sem er í náms-
fríi, auk þess að gegna sínum
prestaköllum.
Klúkuskóli hefur á undanförn-
um sex árum haft samstarf við
skólana í Broddanesi, á Hólmavík,
á Drangsnesi og í Reykjanesi við
Isafjarðardjúp. Hafa þessir skólar
meðal annars haft samvinnu um
dansnámskeið á.vegum skólanna.
- SHÞ
Hópur úr tveim skólum í leik á hlaðinu við Laugarhól.
-------7 ' ^ "
Ágústi Sigurðssyni á Prestbakka.
Einnig var kona hans, Guðrún L.
Ásgeirsdóttir, og dóttir þeirra,
María, til aðstoðar, dvöldu þau
hér á fermingarnámskeiði, sem
svo lauk með guðsþjónustu í
Kaldrananeskirkju á sunnudegin-
um 9. desember.
27.-28. nóvember voru nem-
endur í-barnaskólanum á Reykja-
nesi við ísaijarðardjúp hér í heim-
sókn hjá nemendum Klúkuskóla.
Var haldin sameiginleg kvöldvaka
með þeim og foreldrum barnanna
boðið til hennar. Auk þess kepptu
nemendur í ýmsum íþróttagrein-
um og haldin var spurningakeppni
milli skólanna. Loks héldu svo
báðir skólarnir í heimsókn í
grunnskólann á Drangsnesi. Var
þar farið í sameiginlega ijöru-
skoðun og síðan keppt í knatt-
spyrnu. Vann Drangsnesskóli
leikinn með 3 mörkum gegn 1. í
keppni Klúkuskóla og barnaskól-
ans á Reykjanesi vann Reykjanes-
skóli flestar greinarnar.
Þá var Héraðsskólinn á Reykja-
nesi hér í heimsókn helgina
10.-11. nóvember. Kom þá einnig
grunnskólinn á Hólmavík í heim-
sókn og hittust nemendur skól-
anna hér og kepptu og skemmtu
sér. Hólmavíkurbörn höfðu einnig
verið hér í heimsókn helgina
20.-21. október.
Sameiginlegur kennarafundur,
kennara í Kaldrananeshreppi var
haldinn á Drangsnesi 18. október.
Voru þar mættir allir kennarar
úr Klúkuskóla og Drangsnes-
skóla. Er þetta í fyrsta sinn sem
slíkur kennarafundur grunnskól-
anna í Kaldrananeshreppi er hald-
inn. Ræddu kennararnir málefni
sín og skólanna. Einkum var rætt
því hvaða vinna féll til. Þar var þó
ekki alltaf um auðugan garð að
gresja, einkum á. kreppuárunum,
og afi og amma hafa mátt muna
tímana tvenna. Þau eignuðust tvö
börn, Jóhann Bjarma og Þorbjörgu
Gígju, sem nú sjá á eftir góðri
móður. Afi dó árið 1962 og amma
var því ekkja í 28 ár.
Margir þekktu ömmu undir nafn-
inu „Rósa pijónakona", enda fékkst
hún lengi við pijónaskap af ýmsu
tagi og seldi fólki. Heklaðir dúkar,
saumaðar myndir og margs konar
hannyrðir í tugatali bera vönduðu
handbragði hennar fagurt vitni.
Það er gott að eiga ömmu sína
vísa, ekki síst á barnsaldri og ungl-
ingsárum. Enda var oft flúið í henn-
ar fang eftir eitthvert prakkara-
strikið eða grátið ofan í barm henn-
ar þegar einhver stundarharmur
þjakaði barnshugann. Hún klappaði
mér stundum á kollinn og kallaði
mig „luppatask". Þegar að ungl-
ingsárunum kom var gott að heim-
sækja ömmu, drekka hjá henni kaffi
og bera undir hana ýmsar vanga-
veltur. Þá var oft spjallað um gamla
daga og amma veitti mér innsýn í
horfna tíð, sagði mér frá merkileg-
um atburðum og fólki sem horfið
var af sjónarsviðinu. En það var
ekki aðeins horft til.baka í þessum
heimsóknum hjá ömmu því amma
var lunkin að spá í bolla. Við
skemmtum okkur oft við að
skyggnast inn í framtíðina með
þessum hætti en hlógum svo að
öllu saman því bæði höfðum við
heldur takmarkaða trú á þessum
„tiktúrum". Fyrir mörgum árum
sagði amma mér einu sinni draum
sem hana hafði dreymt. Hana
dreymdi foreldra sína sem þá voru
dánir fyrir allmörgum árum. Henni
fannst hún vera komin í heimsókn
til þeirra og faðir hennar sýndi
henni afskaplega fallegan sveitabæ
á grænum grundum og sagði henni ,
að þarna byggju þau nú, móðir
hennar og hann. Amma trúði því
að faðir hennar hefði þarna sýnt
hénni inn í þá heima sem hún sjálf
hyrfi svo til að loknu þessu lífi. Sé
svo veit ég að ömmu hefur verið
vel. fagnað í litla bænum þeirra
langafa og langönimu núna þegar
dauðinn hefur sótt hana heim. Við
sem eftir lifum eigum góðar minn-
ingar um ömmu og vonum að henni
farnist vel á guðs vegum.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir honum yfír.
Dáinn er ég þér.
En þú munt lifa
undir himni minum
þar til myrkvast hann.
Missa hlýt ég þá
eins og þú hefur gert
ljós dagsins
land, sögu, hvern mann.
(Hannes Pétursson
Símon Jón Jóhannsson
Ástkær móðir okkar,
GUÐBJÖRG STfGSDÓTTIR,
lést að morgni 13. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Ingi Sigmarsson,
Magnea Sigmarsdóttir,
Guðlaug Sigmarsdóttir.
t
Eiginmaður minn og sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁRMANN ÁRIMASON,
Teigi,
Grindavík,
verður jarðsunginn frá-Grindavíkurkirkju laugardaginn 15. des-
ember kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Árni Guðmundsson,
Vilberg Magnús Ármannsson, Margrét Pálsdóttir,
Ómar Smári Ármannsson, Sigrún Grétarsdóttir,
Unnur Ósk Ármannsdóttir, Gunnar Karlsson,
Sóley jVlargrét Ármannsdóttir, Hafsteinn Tómasson,
EiðurÖrn Armannsson, HildurLind,
Ingveldur Árný Ármannsdóttir, Hirosi lchikawa,
Guðmundur Þór Ármannsson, Ásdís Elva Sigurðardóttir,
Gísli Freyr Ármannsson, Alda Hrönn Kristjánsdóttir,
Jóhann Ingi Ármannsson, Margrét Kristjánsdóttir,
Eydfs Ármannsdóttir
og barnabörn.
K
Dags.13.12 1990
NR. 193
VAKORT
Númer eftirlýstra korta
4507 2900 0003 2489
4548 9000 0027 9424
4543 3700 0000 2678
4543 3700 0001 5415
4929 541 675 316
Kort frá Kuwait sem byrja á nr.:
4506 13** 4966 66** 4509 02**
4507 13** 4921 04** 4921 90**
4547 26** 4552 41** 4560 31**
4508 70** 4507 77** 4966 82**
Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort
úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klófesta kort og vísa á vágest.
VISA ÍSLAND
K-