Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990
TVÆR GÓÐAR
CHINON GL-S AD
• FASTUR FÓKUS
• SJÁLFVIRK FILMUFÆRSLA
• SJÁLFTAKARI
• ALSJÁLFVIRKT FLASS
• MÖGULEIKI Á
DAGSETNINGU INN Á MYNDIR
Verð kr.
6.950
CHINON AUTO 4001
ALSJÁLFVIRK
AÐDRÁTTARLINSA(35-70 mm)
ÞRIGGJA GEISLA
SJÁLFVIRK SKERPUSTILLING
ALSJÁLFVIRKT FLASS
TÆKNILEGA FULLKOMIN
- AUÐVELD í NOTKUN
HANS PETERSEN HF
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
___I________________________________________
Verð kr.
15.440
16.980
m/dagsetningu
Yfirlýsing frá bæjar-
ráði Stykkishólmsbæjar
Morgunblaðinu hefur borizt eft-
irfarandi yfirlýsing:
Að undanförnu hafa fjölmiðlar
fjallað um um skuldir sveitarfélaga.
I þessari umfjöllun hefur ekki verið
farið með réttar tölur um skuldir
bæjarsjóðs Stykkishólms, vegna
meinlegrar villu, sem birtist í Árbók
sveitarfélaga.
Vegna þess hve kynning fjölmiðl-
anna á tölum sem ekki eru réttar
hefur verið áberandi vill bæjarráð
koma á framfæri eftirfarandi leið-
rétlingum og athugasemdum.
Skuldir bæjarsjóðs voru táldar
vera 304 þús. á hvern íbúa og hefðu
samkvæmt því átt að vera kr.
372.400.000. Hin rétta upphæð á
að vera 197.640 á hvern íbúa eða
kr. 242.109.837. Þá hafa ekki verið
dregnar frá útistandandi kröfur og
inneign hjá ríkissjóði. Nettóskuld,
sem eru skuldir að frádregnum
veltufjármunum og langtímakröf-
um, eru kr. 141.462.485 eða kr.
115.479 á hvem íbúa. Nettóskuldir
eru 136% af sameiginlegum tekjum
ársins.
Stykkishólmsbær hefur átt góð
Danskurjóla-
matur á
Hótel Borg
Hótel Borg býður upp á dansk-
an jólamat á Iaugardögum og
sunnudögum til jóla.
Á matseðlinum er rifjasteik
framreidd með sykurbrúnuðum
kartöflum, rauðkáli, blönduðu
grænmeti, Waldorf-salati og sósu,
andasteik framreidd með sykur-
brúnuðum kartöflum, rauðkáli,
grænmeti, Waldorf-salati og ijóm-
asósu og ostaréttur með jarðarbeij-
asultu og ristuðu brauði. Boðið er
upp á þijár tegundir af síld með
heitum kartöflum og rúgbrauði.
Frá mánudegi til föstudags verða
á boðstólum þjóðlegir íslenskir rétt-
ir og geta gestir vallð um fisk eða
kjötrétti.
Jólaglögg fylgir með öllum rétt-
um.
viðskipti við fjölmarga, bæði lána-
stofnanir og fyrirtæki í viðskiptalíf-
inu, vegna fjölþætts rekstrar og
framkvæmda. Bæjarráð væntir
þess að það verði áfram þrátt fyrir
umfjöllun Ijölmiðla, sem á rætur
sínar að rekja til rangra talna úr
Árbók sveitarfélaga, en gefur ekki
mynd af raunverulegri stöðu bæjar-
sjóðs.
Umfjöllun um efnahag sveitarfé-
laga er oft æði villandi. Ekkert mat
er lagt á eignir eða þá þjónustu sem
veitt er á vegum viðkomandi sveit-
arfélaga. Bæjarráð er þess fullvisst
að ef lagt er mat á skuldir og jafn-
framt lagt mat á eignir og það
hvernig bærinn hefur verið byggður
upp til framtíðar, bæði í þágu at-
vinnulífs og þjónustu, þurfa Hólm-
arar ekki að kvíða samanburði þó
að skuldir séu töluverðar hjá bæn-
um.
Stykkishólmi, 10. desember 1990.
Bæjarráð Stykkishólms,
Bæring Guðmundsson,
Davíð Sveinsson,
Ellert Kristinsson,
Sturla Böðvarsson.
-
.. FYRIR ÍSLENSK HEIMILI
Ö
O
LU
>
LL_
o
ó
cs.
o
CD
o
o
Þekking á samspili Ijóss, skugga, forms
og efnis er kúnstin að baki hönnunar
á góðum Ijósabúnaði.
Ljósin okkar eru hvert fyrir
sig sköpunarverk þekktra
hönnuða sem kunna sitt fag
—Ijós sem standast vel tímans
tönn bæði í efni og formi.