Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 76
Atviniiu rekstra rt rygging Húseigendatrygg- ing Sjóvá-Almennra: Iðgjöld hækka um 50% Breytingar á döf- inni hjá VÍS SJOVÁ-Almennar hafa sent þeim viðskiptavinum sínum sem þurfa að endurnýja húseigendatrygg- ingu um áramótin bréf þar sem þeim er tilkynnt um breytt ið- gjöld húseigendatryggingar. Breytingarnar fela í sér 48,5% hækkun á iðgjaldi að óbreyttum skilmálum en jafnframt er boðið upp á tvo aðra valkosti og er mismunandi iðgjald fyrir hvorn þeirra. Sjóvá-Almennar hafa fengið Ieyfi Tryggingaeftirlits ríkisins fyrir iðgjaldabreyting- unum. Vátryggingafélag Islands hefur einnig ákveðið að breyta iðgjöldum húseigendatryggingar um áramótin. Hinir valkostirnir sem viðskipta- vinum eru boðnir eru annars vegar 50 þúsund kr. sjálfsábyrgð með óbreyttum skilmálum og hins vegar 15% lækkun iðgjalda gegn þeirri takmörkun á skilmálum að tjón af völdum vatns úr rörum í veggjum bætist ekki. Iðgjald af húseigendatryggingu íbúðar sem er metin á 10 milljónir kr. samkvæmt fasteignamati er 10 þúsund kr. á ári en hækkar sam- kvæmt fyrsta valkosti í 14.850 kr. á ári. Skýringin á heitavatnsleysinu fundin: Efnasamband í vatninu fell- ur út og hægir á rennslinu Komizt hefur verið fyrir útfellinguna - Rennslið aukið með nýrri dælustöð SKÝRING er fundin á lélegu rennsli í Hafnarfjarðaræð Hitaveitu Reykjavíkur undanfarna daga. Að sögn Gunnars Kristinssonar hita- veitustjóra er um að ræða útfellingu efnasambandsins magnesíum- silikats, sem sezt innan í vatnsæðarnar og veldur þrýstingsfalli. Hrjúf áferð útfellingarinnar veldur meðal annars auknum iðu- straumi í leiðslunum, sem minnkar flutningsgetuna. Magnesíumsili- katið sezt einnig á ryðagnir og sandkorn, sem eru í heita vatninu, og berst þannig í inntakssíur, en fjöldi höfuðborgarbúa hefur átt í erfiðleikum vegna stíflaðra inntaka. er hins vegar búið að komast fyrir Ástæður hækkunarinnar eru að sögn Ólafs Jóns Ingólfssonar, yfir- manns almenningstengsladeildar Sjóvá-Almennra, þær að tjón af völdum vatnslagna í veggjum húsa hafa færst mjög í vöxt og félagið hafi orðið fyrir umtalsverðu tapi vegna þessa tryggingaþáttar. DAGAR TIL JÓLA Að ,sögn Gunnars höfðu menn vitað að magnesíumsilikat féll út í vatninu fyrstu fimmtíu dagana, sem Nesjavallavirkjun var í gangi. Nú útfellinguna. Gunnar sagði að menn hefðu ekki trúað því að útfellingin, sem aðeins er hálfur til einn milli- metri á þykkt, gæti haft þau áhrif að þrýsýingur kolfélli í flutningsæð- unum. í gær fékkst hins vegar þessi niðurstaða úr útreikningum Jónasar Elíassonar prófessors við verk- fræðideild Háskólans. Heita vatnið, sem kemur frá Nesjavöllum, er upphaflega kalt vatn, sótt í borholu niður undir Þingvallavatni. Kalda vatnið inni- heldur magnesíum, eins og kalt vatn gerir yfirleitt, að sögn Gunn- ars. A Nesjavöllum er vatnið hitað og sprautað í það gufu til að fá í það brennistein, setn eyðir súrefni úr vatninu. Þá er sýrustig vatnsins stillt. Því er síðan dælt um pípu niður í heitavatnsgeymana í Grafar- holti, þar sem það blandast venju- legu hitaveituvatni. Að sögn Gunn- ars er það við þessa blöndua, sem magnesíumsilikatið fellur út. Utfell- ingin sezt innan í pípurnar, sem flytja vatnið til notenda, einkum næst geymunum á Grafarholti og skýrir það miklar útfellingar í Hafn- arfjarðaræðinni. Ef efnið fellur á agnir, sem eru í vatninu, berst það áfram og sezt í inntakssíur, eins og margir borgarbúar hafa kynnzt í haust og vetur. Ryðagnirnar, sem eru í vatninu núna, koma úr nýjum rörum í Nesjavallaleiðslunni, og verða væntanlega fljótlega úr sög- unni. Gunnar sagði að sumir teldu að magnesíumsilikatið myndi slitna úr pípunum smátt og smátt, þar sem það væri ekki mjög hart. Hann sagði að sérfræðingar Hitaveitunn- ar teldu sig vita hvernig hægt væri að haga því þannig til við fram- leiðslu vatnsins á Nesjavöllum að til útfellingar af þessu tagi kæmi vonandi ekki aftur. Til bráðabirgða verður þrýstifall- ið yfirunnið með því að reisa nýja dælustöð við Hafnarfjarðaræðina. Byijað var að grafa fyrir henni í gær og sagði hitaveitustjóri að stefnt væri að því að hún yrði kom- in í gagnið fyrir jól. Hann sagði að kvörtunum vegna hitaleysis væri nú farið að fækka, þær hefðu verið um og undir 100 síðustu þijá daga, en fóru hátt í 300 síðastliðna helgi. Um helgina hefði ástandið verið verst í Hafnarfirði og Garðabæ, en nú væri vonandi fátt eftir af köldum húsum þar. Kvartanirnar hefðu síðustu daga komið héðan og þaðan af veitusvæðinu, en ekki eingöngu úr Hafnarfirði og Garðabæ. Notendur heita vatnsins bera engan kostnað, þar sem viðgerðir og hreinsun á síum er þeim að kostnaðarlausu. Hvað kostar jólasteikin? 85% verðmimur á Bayoimeskinku FRÁ 20 til 85% verðmunur var á milli verslana á lægsta og hæsta verði á hefðbundnum jólasteikum samkvæmt könnun Verðlagsstofnunar. Mesti munurinn var á Bayonneskinku sem kostaði frá 750 til 1.389 krónur kílóið og rnunar þar 85%. Bayonneskinkan var ódýrust í Júllabúð en dýrust í Kaupfélagi Kjalarnesþings í Mosfellsbæ. Sem dæmi um verðmun má nefna að úrbeinað hangikjötslæri kostaði frá 979 krónum (Breið- holtskjör) til 1.396 (Grensáskjör) og munar þar 43%. Hangikjöt úr framparti með beini kostaði frá 400 (S.Ö. kjötvörur, Selja- braut) til 695 kr. kílóið (Verslun- in Austurstræti 17) og er verð- munurinn 74%. Londonlamb úr læri kostaði frá 759 (Kjötbúðin Borg) kr. kílóið til 1.245 (Kjöt- heimar-Bónus, Reykjavíkurvegi) og punar þar 64%. Urbeinaður svínahamborgar- hryggur kostaði frá 1.449 kr. kílóið (Kjötbúðin Borg) til 2.190 kr. (Meiabúðin), verðmunur 51%. Á nautalundum var 63% verð- munur, þær kostuðu frá 1.589 krónum (Nóatún, Hamraborg og Nóatúni 17) til 2.590 kr. kílóið (Plúsmarkaðurinn). Sjá niðurstöður verðkönn- unarinnar í heild á bls. 47.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.