Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D
285. tbl. 78. árg. _______FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990____________________________ Prentsmiðja Morgunblaðsins
Persaflóadeilan:
Hart deilt um ferð
Washington, Bagdad. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Bandarílgunum og írak áttu í gær í hðrðum deil-
um um dagsetningu fyrirhugaðra viðræðna þeirra. Litið er á við-
ræðurnar sem síðasta tækifærið til að afstýra stríði við Persaflóa.
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði að svo virtist
sem írakar tækju ekki friðarvið-
leitni Bandaríkjamanna alvarlega.
Irakar vilja að Baker komi til við-
ræðna við Saddam Hussein Iraks-
forseta 12. janúar. Bandaríkja-
stjórn segir það hins vegar ekki
koma til greina þar sem frestur-
inn, sem Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna hefur gefið írökum til
að kalla hersveitir sínar í Kúvæt
heim, rennur út aðeins þremur
dögum síðar. Baker sagði að
Bandaríkjastjórn hefði lagt fram
fimmtán tillögur um dagsetningu
fundarins en Irakar hefðu hafnað
þeim öllum:''
Talsmaður íraska utanríkisráðu-
neytisins fordæmdi Bandaríkja-
stjórn fyrir að hafna tilboði íraka.
Hann sagði að George- Bush
Bandaríkjaforseti, sem átti frum-
kvæðið að viðræðunum, hefði í
raun aldrei viljað leysa deiluna með
friðsamlegum hætti. „Við sam-
þykkjum aldrei að erlend_ ríki geti
ákveðið hvenær fundir forseta okk-
ar fara fram,“ sagði hann og bætti
við að Saddam Hussein væri vant.
við látinn þar til 12. janúar.
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, sagði í gær að írakar
yrðu beittir hervaldi ef þeir kölluðu
ekki hersveitir sínar í írak heim.
„Það kemur ekki til greina að þeir
fái að halda hluta Kúvæts,“ sagði
hann.
Chadli Benjedid, forseti Alsírs,
er á ferð um Mið-Austurlönd til
að beita sér fyrir því að leiðtogar
Arababandalagsins komi saman til
að freista þess að afstýra stríði við
Persaflóa. Hann fór til írans í gær
eftir að hafa rætt við Saddam
Hussein í Bagdad. Stjórnvöld í Iran
sögðu að til greina kæmi að Iranir
tækju höndum saman við Alsír-
menn um að finna friðsamlega
lausn á deilunni.
96 Vesturlandabúar og Japanir
fóru með flugvél frá Bagdad til
Prankfurt í gær. Starfsmaður
bandaríska sendiráðsins í borginni
sagði að ekki væri ráðgert að fara
fleiri ferðir með erlenda gísla frá
írak í bráð nema fleiri Vestur-
landabúar gæfu sig fram í Kúvæt.
Öflugur landskjálfti á Sikiley
Reuter
Að minnsta kosti þrettán manns fórust er fimm jarð-
skjálftar riðu yfir Sikiley í gærmorgun. Öflugasti
skjálftinn mældist 4,7 stig á Richter-kvarða. Mynd-
in var tekin í bænum Carlentini, þar sem tjónið
varð mest.
Sjá „Þrettán farast...“ á bls. 36.
Borgin Shkoder í norðurhluta Albaníu:
Herínn berst við fólk sem
„grýtir stj órnarbyg'ging’ar ‘ ‘
Belgrad. Vínarborg. dpa. Reuter.
TIL átaka koni í gær milli mót-
mælenda og öryggissveita í borg-
inni Shkoder í Albaníu. Að sögn
albanska útvarpsins var tilefnið
Þrjátíu ára útlegð Tambos lokið
Oliver Tambo, forseti Afríska þjóðarráðsins (ANC), kom til Suður-
Afríku í gær eftir þijátíu ára útlegð í Zambíu, Brgtlandi og Svíþjóð.
Um 5.000 stuðningsmanna hans fögnuðu honum sem hetju á flug-
vellinum í Jóhannesarborg, sungu og dönsuðu. Stjórnmálaumbætur
sem F.W. de Klerk, forseti S-Afríku, kom á fyrr á árinu gerðu Tambo
kleift að snúa heim og forsetinn boðaði í gær frekari umbætur á
næsta ári. Meðal annars yrði efnt til viðræðna fulltrúa allra kyn-
þátta um breytingar á stjórnarskrá landsins. Háttsettir forystumenn
ANC tóku á móti Tambo, sem er 73 ára að aldri, og á myndinni
sést hann faðma einn þeirra við komuna heim. Nelson Mandela,
varaforseti ANC, fylgist með til hægri.
það að fólkið hefði grýtt bygg-
ingar kommúnistaflokksins og
stjórnvalda. Frá Tirana, höfuð-
borg landsins, bárust þær fréttir
að verkamenn hefðu gengið til
liðs við námsmenn sem staðið
hafa fyrir mótmælum í borginni
frá því á laugardag.
Það voru fréttamenn BBC sem
hlustuðu á sendingar albanska út-
varpsins í gær og að þeirra sögn
voru hlustunarskilyrði ekki hin
ákjósanlegustu. Hins vegar mátti
heyra að þrír menn hefðu slasast í
átökunum, lögreglustjóri í borginni,
lögregluþjónn og þriðji maður sem
hefðu orðið fyrir barðinu á fólki sem
beitti járnkylfum. „Til þess að
andæfa fóru borgarar Shkoder,
verkamenn, kommúnistar og annað
vinnandi fólk út á göturnar en engu
að síður héldu ribbaldarnir upptekn-
um hætti,“ sagði í frétt albanska
útvarpsins. Öryggissveitir hefðu
verið sendar á vettvang til að koma
á röð og reglu í borginni og veija
opinberar stofnanir. Fyrr á árinu
var skýrt frá óeirðum í Shkoder en
þetta er í fyrsta skipti sem opinber
fjölmiðill segir frá því að valdi hafi
verið beitt.
Heimildarmenn í Tirana sögðu í
símasamtali við Jíeufer-fréttastof-
una að óeirðaseggir hefðu gengið
berserksgang um borgina Kavaje í
austurhluta landsins í gær, brotið
rúður og látið greipar sópa um
verslanir. Lögreglunni hefði þó tek-
ist að stöðva þá án aðstoðar hersins.
Að sögn júgóslavnesku frétta-
stofunnar Tanjuger mikill lögi-eglu-
vörður við opinberar byggingar í
Tirana. Mótmælendur þar í borg
kröfðust í gær afsagnar ríkisstjórn-
arinnár og forystu kommúnista-
flokksins að Ramiz Alia forseta
landsins undanskildum. Alia flutti
ræðu í sjónvarpi og útvarpi á mið-
vikudagskvöld þar sem hann sagði
að umbætur í landinu væru óaftur-
kræfar og hann skoraði á þjóðina
að styðja lýðræðisþróunina. Hins
vegar sagði hann að „lýðræði þýddi
ekki frelsi undan pólitísku siðferði".
Þann sama dag var stofnaður fyrsti
stjórnmálaflokkur landsins í áratugi
sem ekki lýtur forystu kommúnista.
Prunskiene vill ráð-
stefnu um framtíð
Eystrasaltsríkjanna
Iielsinki. Reuter, dpa.
KAZIMIERA Prunskiene, forsætisráðherra Litháens, lagði til í
gær að efnt yrði til alþjóðlegrar ráðstefnu um framtíð Litháens,
Eistlands og Lettlands, til að mynda á vegum Norðurlandaráðs.
Prunskiene
lagði þetta til er
hún var í óopin-
berri heimsókn í
Finnlandi í gær.
„Eftir samein-
ingu Þýskalands
er tímabært að
útkljá önnur
vandamál sem
heimsstyijöldin síðari skapaði —
leysa deiluna um hernám Eystra-
saltsríkjanna," sagði forsætisráð-
herrann. Litháar, Eistar og Lettar
segja að innlimun landanna í Sov-
étríkin 1940 hafi verið ólögleg:
Hún sagði að ekki skipti máli
Prunskiene
hvort Sovétmenn tækju þátt í ráð-
stefnunni því framtíð Eystrasalts-
ríkjanna væri ekki innanríkismál
Sovétmanna. Þetta væri alþjóðlegt
vandamál. Hún lagði til að Norður-
landaráð efndi til ráðstefnunnar í
einhverri af höfuðborgum Norður-
landa, til að mynda Helsinki.
Prunskiene ræddi við Harri
Holkeri, forsætisráðlierra Finn-
lands, en nefndi ekki tillöguna við
hann. Hún sagði að sovésk stjórn-
völd hefðu aflýst fundi hennar með
Níkolaj Ryzhkov, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, sem halda átti í
dag.