Morgunblaðið - 15.12.1990, Side 33

Morgunblaðið - 15.12.1990, Side 33
AIOKGUNBLADIÐ LAUGARDAGUR 15. DESþlMBER 1990 33 stofnanir þær, sem til voru langt á undan framkvæmdastjórninni, telja sér misboðið þegar það ofurvald seilist inn á ný svið eða rígheldur í önnur sem það beinlínis hefur tek- ið sér. Allt er þetta geysiijölskrúð- ugt a.m.k. svo að mér reynist erfitt að botna í öllu þessu síbreytilega kraðaki. Hef ég þó farið í náms- og kynnisferðir bæði sem formaður utanríkismálanefndar og Evrópu- nefndar Alþingis og auðvitað reynt að kynna mér málefnin eftir föng- um. Um bréfið er það annars að segja, að það sýnir að nokkuð er á huldu hvernig háttað er umfjöllun hverrar stjórnardeildar um einstök mál og kannski tilviljunarkennt. Af því máþó ljóst vera að fyrsta stjórn- ardeild sér um samskipti við þriðju ríki og viðskiptastefnu Evrópu- bandalagsins. Óskir okkar um við- skiptamál og almenn samskipti ætti hún því að fjalla um, stjórnar- deild XII um tolla almennt og óbeina skatta en deild XIV um sjávarút- vegsmál. Til hennar ætti ekki sér- staklega að beina óskum frá okkur þar sem sjávarútvegsmál væru hvergi nefnd á nafn. Ef til vill er misskilningurinn sem hér hefur verið uppi um fiskveiði- stefnu Evrópubandalagsins byggð- ur á því að á einhveiju stigi óform- legra viðræðna milli okkar og bandalagsins hafi fiskveiðar verið orðaðar i sambandi við hugsanlegt samningsumboð til framkvæmda- stjórnarinnar. Með velvilja í garð þeirra, sem hafa haldið að sameig- inlega fiskveiðistefnan næði til okk- ar, má ímynda sér það. Höfundur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykja víkurkjördæmi og formaður Evrópustefnunefndar Alþingis. Borgarstjóri: Gagnleg úttektá slökkviliðinu Borgarstjóri, Davíð Oddson, segist hafa átt viðræður við Hrólf Jónsson, varaslökkviliðsstjóra, um úttekt þá sem Hrólfur hefur gert á Slökkviliði Reykjavíkur en þar kemur fram að hann telur ástand mála óviðunandi og leggur til ýmsar breytingar. Skýrslan hefur verið til umræðu í borgarráði og stendur til að taka hana til frekari athugunar í tengsl- um við fjárhagsáætlun Reykjavík- urborgar sem nú er í vinnslu. „Það eru nokkur atriði í þessari úttekt sem þurfa að koma til ijár- hagslegrar afgreiðslu. Þetta er at- hyglisverð úttekt og mjög gagnleg til frekari ákvarðana um þróun Slökkviliðsins og mörg athyglisverð nýmæli sem þarna koma fram,“ sagði borgarstjóri en vildi ekki tjá sig um einstakar tillögur Hrólfs á þessu stigi. Leiðrétting í verðkönnun Verðlagsstofnunar á kjötvörum slæddist inn sú villa að verslunin Kjötheimur og verslun- in Bónus við Reykjavíkurveg, Hafn- arfirði, voru taldar ein og sama verslunin. Hið rétta er að þessar verslanir eru með öllu ótengdar og nær verðkönnunin einungis til versl- unarinnar Kjötheima. Einnig er ranghermt nafn annarrar verslun- ar. I stað verslunarinnar S.Ö. Kjöt- vörur á að vera Nýi Kjöt og Fisk- ur, Seljabraut 54. Þá hefur orðið stafavíxl í verðskráningunni á ham- borgarhrygg með beini hjá Kjörbúð Laugaráss, Norðurbrún 1. Ham- borgarhryggur með beini kostar þar 1.351 kr. kg en ekki 1.531 kr. Verðlagsstofnun biður hlutaðeig- andi velvirðingar á þessum mistök- Síldarvinnslan hf.: Samkomulag um 20% heimalöndunarálag SJÓMENN á togurum Síldar- vinnslunnar hf. á Neskaupstað, Barða NK, Bjarti NK og Birtingi NK, sömdu við forráðamenn fyrir- tækisins á miðvikudag um 20% heimalöndunarálag frá 1. desemb- er til 30.ágúst næstkomandi en með rétti til endurskoðunar á þriggja mánaða fresti. Sjómenn- irnir höfðu lagt niður störf vegna óánægju með fiskverð en þeir fengu áður um 10% heimalöndun- arálag, að sögn Finnboga Jónsson- ar framkvæmdastjóra Síldar- vinnslunnar. Sjómenn á togurum Síldarvinnsl- unnar höfðu krafíst þess að fá 28% heimalöndunarálag, eins og sjómenn á togurum Hraðfrystihúss Fáskrúðs- fjarðar, Ljósafelli SU og Hoffelli SU, hafa fengið greitt frá 10. júlí síðast- liðnum. Auk heimalöndunarálags fá sjó- menn á togurum Síldarvinnslunnar og Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar sérstaklega greitt vegna útflutnings á óunnum fiski. Hraðfrystihús Fá- skrúðsfjarðar hefur mjög lítið flutt út af óunnum físki, að sögn Eiríks Ólafssonar útgerðarstjóra fyrirtæk- isins en á þessu ári hafa að meðaj- tali um 20% af heildarafla togara Síldarvinnslunnar verið flutt út óunn- in, að sögn Finnboga Jónssonar framkvæmdastjóra. Þeim mörgu, er sýndu mér og fjölskyldu minni vináttu með heimsóknum, gjöfum og heillaósk- um í tilefni af sjötugsafmœli mínu 15. október sl., sendi ég hugheilar þakkir. Bestu kveðjur til ykkar allra með ósk um gleði- leg jól og farsœld á komandi ári. Jón Ólafsson, Eystra-Geldingaholti. DECKER GUFUSTRAUJÁRN Eru létt, handhæg og örugg á verði sem á sér enga hliðstæðu. Líttu inn til okkar eða í næstu rafbúð. Verð frá kr. 3.890.- SKEIFUNNI 8 SlMI 82660 - EIÐISTORGI SÍMI 612660 NORÐMANNSÞINUR ER JÓLATRÉÐ SEM EKKI FELUR BARRID nýtt greidswokorta- TlNiABIt Jólatrén okkar eru óvenju falleg í ár. Komið í jólaskóginn og veljið jólatré við bestu aðstæður. LANDSBYGGÐARÞJÓNUSTA Sendum jólatré hvert á land sem er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.