Morgunblaðið - 15.12.1990, Síða 33

Morgunblaðið - 15.12.1990, Síða 33
AIOKGUNBLADIÐ LAUGARDAGUR 15. DESþlMBER 1990 33 stofnanir þær, sem til voru langt á undan framkvæmdastjórninni, telja sér misboðið þegar það ofurvald seilist inn á ný svið eða rígheldur í önnur sem það beinlínis hefur tek- ið sér. Allt er þetta geysiijölskrúð- ugt a.m.k. svo að mér reynist erfitt að botna í öllu þessu síbreytilega kraðaki. Hef ég þó farið í náms- og kynnisferðir bæði sem formaður utanríkismálanefndar og Evrópu- nefndar Alþingis og auðvitað reynt að kynna mér málefnin eftir föng- um. Um bréfið er það annars að segja, að það sýnir að nokkuð er á huldu hvernig háttað er umfjöllun hverrar stjórnardeildar um einstök mál og kannski tilviljunarkennt. Af því máþó ljóst vera að fyrsta stjórn- ardeild sér um samskipti við þriðju ríki og viðskiptastefnu Evrópu- bandalagsins. Óskir okkar um við- skiptamál og almenn samskipti ætti hún því að fjalla um, stjórnar- deild XII um tolla almennt og óbeina skatta en deild XIV um sjávarút- vegsmál. Til hennar ætti ekki sér- staklega að beina óskum frá okkur þar sem sjávarútvegsmál væru hvergi nefnd á nafn. Ef til vill er misskilningurinn sem hér hefur verið uppi um fiskveiði- stefnu Evrópubandalagsins byggð- ur á því að á einhveiju stigi óform- legra viðræðna milli okkar og bandalagsins hafi fiskveiðar verið orðaðar i sambandi við hugsanlegt samningsumboð til framkvæmda- stjórnarinnar. Með velvilja í garð þeirra, sem hafa haldið að sameig- inlega fiskveiðistefnan næði til okk- ar, má ímynda sér það. Höfundur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykja víkurkjördæmi og formaður Evrópustefnunefndar Alþingis. Borgarstjóri: Gagnleg úttektá slökkviliðinu Borgarstjóri, Davíð Oddson, segist hafa átt viðræður við Hrólf Jónsson, varaslökkviliðsstjóra, um úttekt þá sem Hrólfur hefur gert á Slökkviliði Reykjavíkur en þar kemur fram að hann telur ástand mála óviðunandi og leggur til ýmsar breytingar. Skýrslan hefur verið til umræðu í borgarráði og stendur til að taka hana til frekari athugunar í tengsl- um við fjárhagsáætlun Reykjavík- urborgar sem nú er í vinnslu. „Það eru nokkur atriði í þessari úttekt sem þurfa að koma til ijár- hagslegrar afgreiðslu. Þetta er at- hyglisverð úttekt og mjög gagnleg til frekari ákvarðana um þróun Slökkviliðsins og mörg athyglisverð nýmæli sem þarna koma fram,“ sagði borgarstjóri en vildi ekki tjá sig um einstakar tillögur Hrólfs á þessu stigi. Leiðrétting í verðkönnun Verðlagsstofnunar á kjötvörum slæddist inn sú villa að verslunin Kjötheimur og verslun- in Bónus við Reykjavíkurveg, Hafn- arfirði, voru taldar ein og sama verslunin. Hið rétta er að þessar verslanir eru með öllu ótengdar og nær verðkönnunin einungis til versl- unarinnar Kjötheima. Einnig er ranghermt nafn annarrar verslun- ar. I stað verslunarinnar S.Ö. Kjöt- vörur á að vera Nýi Kjöt og Fisk- ur, Seljabraut 54. Þá hefur orðið stafavíxl í verðskráningunni á ham- borgarhrygg með beini hjá Kjörbúð Laugaráss, Norðurbrún 1. Ham- borgarhryggur með beini kostar þar 1.351 kr. kg en ekki 1.531 kr. Verðlagsstofnun biður hlutaðeig- andi velvirðingar á þessum mistök- Síldarvinnslan hf.: Samkomulag um 20% heimalöndunarálag SJÓMENN á togurum Síldar- vinnslunnar hf. á Neskaupstað, Barða NK, Bjarti NK og Birtingi NK, sömdu við forráðamenn fyrir- tækisins á miðvikudag um 20% heimalöndunarálag frá 1. desemb- er til 30.ágúst næstkomandi en með rétti til endurskoðunar á þriggja mánaða fresti. Sjómenn- irnir höfðu lagt niður störf vegna óánægju með fiskverð en þeir fengu áður um 10% heimalöndun- arálag, að sögn Finnboga Jónsson- ar framkvæmdastjóra Síldar- vinnslunnar. Sjómenn á togurum Síldarvinnsl- unnar höfðu krafíst þess að fá 28% heimalöndunarálag, eins og sjómenn á togurum Hraðfrystihúss Fáskrúðs- fjarðar, Ljósafelli SU og Hoffelli SU, hafa fengið greitt frá 10. júlí síðast- liðnum. Auk heimalöndunarálags fá sjó- menn á togurum Síldarvinnslunnar og Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar sérstaklega greitt vegna útflutnings á óunnum fiski. Hraðfrystihús Fá- skrúðsfjarðar hefur mjög lítið flutt út af óunnum físki, að sögn Eiríks Ólafssonar útgerðarstjóra fyrirtæk- isins en á þessu ári hafa að meðaj- tali um 20% af heildarafla togara Síldarvinnslunnar verið flutt út óunn- in, að sögn Finnboga Jónssonar framkvæmdastjóra. Þeim mörgu, er sýndu mér og fjölskyldu minni vináttu með heimsóknum, gjöfum og heillaósk- um í tilefni af sjötugsafmœli mínu 15. október sl., sendi ég hugheilar þakkir. Bestu kveðjur til ykkar allra með ósk um gleði- leg jól og farsœld á komandi ári. Jón Ólafsson, Eystra-Geldingaholti. DECKER GUFUSTRAUJÁRN Eru létt, handhæg og örugg á verði sem á sér enga hliðstæðu. Líttu inn til okkar eða í næstu rafbúð. Verð frá kr. 3.890.- SKEIFUNNI 8 SlMI 82660 - EIÐISTORGI SÍMI 612660 NORÐMANNSÞINUR ER JÓLATRÉÐ SEM EKKI FELUR BARRID nýtt greidswokorta- TlNiABIt Jólatrén okkar eru óvenju falleg í ár. Komið í jólaskóginn og veljið jólatré við bestu aðstæður. LANDSBYGGÐARÞJÓNUSTA Sendum jólatré hvert á land sem er.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.