Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 2
8 2- oooi aaaMaaan ,i.s auoAauTgöa QiQAjavruoaoM MORGUNBLAÐIÐ-POSTUDAGU-R 2h ÐESEMBER 1990 Fargjöld SVR hækka um 9,2% um áramót BORGARRÁÐ hefur samþykkt 9,2% meðaltalshækkun á fargjöldum SVR frá og með áramótum. Einstakt fargjald fullorðinna hækkar úr kr. 60 í kr. 65 eða um 8,3% og einstakt fargjald barna hækkar úr kr. 17 í kr. 20 eða um 17,6%. Farmiðaspjöld hækka ekki í krón- um talið en miðum fækkar. Lítil farmiðaspjöld fullorðinna verða með fimm miðum í stað sex og hækka hlutfallslega mest eða um 20%. Þá fækkar miðum um tvo á farmiðaspjöldum fullorðinna, aldraðra og barna og verða miðarnir á spjöldunum 22, en 24 á barnaspjöldum. Fargjaldahækkunin var sam- þykkt með þremur samhljóða at- kvæðum í borgarráði. Siguijón Pétursson, sem sat hjá við at- kvæðagreiðsluna lét bóka, að „þrátt fyrir að hlutfall fargjalda í rekstrarkostnaði SVR fari sífellt lækkandi og sé nú komið niður undir helming af rekstrargjöldum þá vil ég ekki standa að samþykkt á hækkun gjaldskrár um 9,2% um næstu áramót, en sit hjá.“ Aðrir fulltrúar minnihlutans lýstu sig andvíga hækkuninni k tímum „þjóðarsáttar“ og Kristín Á. Ólafs- dóttir minnti jafnframt á fyrri til- lögu um að barnafargjald yrði lát- ið nátil unglinga að 16 ára aldri. í bókun borgarstjóra kom fram, að fargjöld SVR hafa verið óbreytt í 15 mánuði ef frá er talin hækkun til að mæta skyndilegri olíuverðs- hækkun í haust. „Hafa notendur vagnanna notið sílækkandi raun- fargjalda og fjárhagsáætlun SVR gerir ráð fyrir að borgin greiði fargjöldin meira niður á næsta ári en árið 1990. Borgarsjóður mun greiða eina milljón á degi hveijum með rekstri vagnanna.“ Föndrað íHafnarfirði Morgunblaðiö/Ámi Sæberg ÞESSAR öldnu heiðurskonur létu það ekki trufla sig þó ljósmyndari mundaði myndavélina þar sem þær sátu við að föndra á Hrafnistu í Hafnarfirði. Rækjuverksmiðjur á ísafirði leita til Byggðastofnunar: Staðan könnuð með samein- Reyndu að • n • < 1 • / i smygiai v mgu fynrtækjaima 1 huga tonm ai kjoti í GÆR fundu tollverðir á Akur- eyri um eitt og hálft tonn af kjöti um borð í strandferðaskip- inu Öskju. Ellefu skipveijar hafa viðurkennt að eiga kjötið. Askja siglir til Færeyja og þar var kjötið keypt. Skipið kom til Akureyrar í gærmorgun frá Hvalvík í Færeyjum og við leit í skipinu fundust 1.550,5 kíló af kjöti í tveimur gámum á milli- dekki. Mest var af kjúk.lingum en einnig voru þama kalkúnar og fleira sem menn gætu hugsað sér í jólamatinn. Við yfirheyrslur hjá rannsóknar- lögreglunni á Akureyri viður- kenndu níu skipveijar að eiga kjöt- ið en bátsmaðurinn var sá eini um borð sem ekki tók þátt í smyglinu. Að auki eiga tveir skipveijar, sem eru í fríi, hlut að máli. ísafirði. FULLTRÚAR rækjuverksmiðj- anna fjögurra á Isafirði gengu á fund forstjóra Byggðastofnunar þegar hann var hér vestra fyrir fáum dögum, og óskuðu eftir að stofnunin gerði úttekt á stöðu fyrirtækjanna með hugsanlega sameiningu í huga. Verulegur vandi steðjar að þessum atvinnu- rekstri í dag og tala menn um að rækjumarkaðurinn í Evrópu hafi hreinlega hrunið með til- komu vaxandi suðurhafa rækju á markaðinn. Isafjörður er nyög Umferð um Bústaða- veg verði auðvelduð BORGARFULLTRUAR Sjálf- stæðisflokksins lögðu fram til- lögu í Borgarstjórn Reykjavíkur í gær um að Bústaðavegur verði breikkaður á nokkrum köflum þannig að gerðar verði sérstakar akreinar fyrir hægri og vinstri Mannanna enn saknað Bolungarvík. LEITIN að mönnunum tveimur sem saknað hefur verið af vélbátnum Hauki frá Bolungarvík síðan á þriðjudag hefur enn engan árangur borið. Mennirnir tveir sem saknað er heita Vagn Hrólfsson, 52 ára, og Gunnar Svavarsson, 29 ára, báðir búsettir í Bolungarvík. Leitarskilyrði í gær voru mjög lengjanfráBolungarvikaðSkálavík góð og var lögð áhersla á leit úr lofti. Flugvél frá flugfélaginu Erni á ísafirði og þyrla af gæsluskipinu Vædderen leituðu á svæðinu, auk þess sem leitað var á sjó og strand- var gengin af leitarflokkum. Það eina sem fannst í gær var lóðabelg- ur frá bátnum, en hann fannst í Krossavík. Gunnar beygjur. Samþykkt var sam- hljóða að vísa tillögunni til um- ferðarnefndar og til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar. Samkvæmt tillögunni á að gera sérstakar þrískiptar akreinar fyrir vinstri og hægri beygjur við gatna- mót Bústaðavegar og Réttarholts- vegar/Hörgslands, sérakrein fyrir vinstri beygju, þegar komið er að vestan, við gatnamót Bústaðavegar og Ásgarðs og sérakrein verði gerð fyrir vinstri beygju, þegar komið er að austan, við gatnamót Bú- staðavegar og Óslands. í tillögunni er jafnframt gert ráð fyrir að fleiri útskot verði gerð á Bústaðavegi fyrir strætisvagna og að sérstakar hægri beygjur verði gerðar við gatnamót þar sem henta þykir. háður rækjunni, því hátt í 300 manns hafa atvinnu hér af veið- um og vinnslu, en útllutnings- tekjur af rælyu héðan eru á ann- an milljarð á ári. Af viðtölum við menn á ísafirði má ráða að erfiðlega muni ganga að sameina verksmiðjur hér, er bent á að stærð og framleiðsla þeirra sé mjög mismunandi, en verðmæti framleiðslu þeirra er á bilinu 150-700 miljónir á þessu ári, þá er mikill afkomumunur milli rækju- frystingar og niðursuðu auk þess sem talað er um mjög misvelbúnar verksmiðjur. Hugmyndir voru uppi um að samræma vinnsluna þannig að ein verksmiðja yrði með niður- suðu, en önnur með frystingu, en nú eru þijár verksmiðjanna í stórum byggingum á Sundahöfn og sú íjórða stendur nú í umtalsverðum breytingum vegna aukinna krafna markaðarins. Byggðastofnun tók vel í beiðni rækjumanna. Guðmundur Malm- quist, forstjóri Byggðastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þess væri vænst að vinna við skoðun hefðist strax upp úr áramótum. Líklegt er að kröfur markaðarins muni. eiga nokkum þátt í sameiningu, því talið er að sérhæfing og dýr tæknibúnaður muni aukast mjög hjá þeim sem lifa af þau umbrot sem nú eiga sér stað á rækjumarkaðinum. Þess má geta að bæði Norðmenn og Grænlendingar styrkja rækju- iðnaðinn veralega og hafa menn hér orðið varir við kauptilboð frá Norðmönnum í óunna rækju, sem er langt yfir þeim mörkum sem 'íslendingar geta greitt. - Úlfar. Pólstækni óskar gjaldþrotaskipta Tap í fyrra 12 milljónir, tekjur 95 millj. STJÓRN Pólstækni hf. á ísafirði hefur óskað eftir að bú fyrirtæk- isins verði tekið til gjaldþrota- Bygging 500 félagslegra íbúða tryggð: Samkomulag varð um 200 millj- ónir í Byggingarsj óð verkamanna Samkomulag náðist í ríkisstjórn í gærmorgun um 200 milljóna króna framlag úr ríkissjóði á fjárlögum næsta árs, til Byggingar- sjóðs verkamanna, til viðbótar 700 milljónum sem áður var gert ráð fyrir. Að auki verði 7-800 milljónir króna teknar að láni hjá lífeyrissjóðum þannig að nægi til byggingar 500 félagslegra íbúða á næsta ári. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hafði sett það skil- yrði að í fjárlögunum yrði staðið við fyrirheit um byggingu félags- legra íbúða. Hún vildi að framlag til byggingarsjóðsins hækkaði um 250 milljónir og 600 milljónir yrðu teknar að láni. Fjármálaráðherra vildi hins vegar ekki samþykkja nema 150 milljóna króna framlag. Niðurstaðan var málamiðlun sem Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra lagði til og náðist um hana samkomulag í gærmorg- un, m.a. eftir næturfund þing- flokks Alþýðuflokksins á miðviku- dagskvöld. Jóhanna Sigurðardóttir sagði við Morgunblaðið í gær að hún væri ánægð með þessa niður- stöðu, sem gæfi þá útkomu sem hún hefði stefnt að. Steingrímur Hermannsson sagði að þama hefði í raun verið deilt um keisarans skegg, þar sem byggingarsjóðimir væru hluti af ríkissjóði. Með þessu yrði vandi byggingarsjóðsins aðeins minni en vandi ríkissjóðs meiri. Að sögn Steingríms hefur ríkisstjómin jafnframt samþykkt að skipa ráð- herranefnd sem á að fara yfir allar áætlanir og skuldbindingar byggingarsjóðanna og sjá hvemig við þær verði staðið svo hægt sé að ljúka því máli á einn hátt eða annan. Þegar hann var spurður hvort með því væri verið að leggja hús- næðislánakerfið frá 1986 niður, sagði hann að það þyrfti ekki að vera. Ýmsir væra þeirrar skoðun- ar að sumum þáttum þess eigi að halda, svo sem aðstoð við þá sem eru að byggja í fyrsta sinn og nefhdin ætti meðal annars að skoða þau mál. skipta. Pétur Kr. Hafstein, bæj- arfógeti, kveðst búast við að úr- skurður verði kveðinn upp í málinu í dag. Tap hefur verið á rekstri Pólstækni frá 1988 og nam það á síðasta ári 12 milljón- um króna en þá voru heildartekj- urnar um 95 milljónir króna, að sögn Geirs A. Gunnlaugssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins. Að sögn Geirs var aukið rekstr- artap fyrirsjáanlegt á þessu ári en áætlað er að tekjur fyrirtækisins í ár nemi um 100 milljónum. Um helmingur af sölu fyrirtækisins, sem hefur einkum framleitt tölvu- vogir, hefur verið af útflutningi. Starfsmenn eru 23. Geir A. Gunnlaugsson sagði að undanfarin tvö ár hefði stjóm fé- lagsins lagt í ýmsar aðgerðir til að mæta erfiðleikum þeim sem að fyr- irtækinu steðjuðu. Starfsfólki hefði verið fækkað, hlutafé aukið og eign- arhaldi breytt. Þetta hefði hins veg- ar ekki dugað til að snúa stöðunni til betri vegar. Þegar ljóst hefði verið að eiginfjárstaða fyrirtækisins væri orðin neikvæð og greiðsluþrot yfírvofandi hefði stjórnin talið rétt að óska eftir gjaldþrotaskiptum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.